Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNl 1985 Ný þingskaparlög: Þrengri reglur um fyrirspurnir og umræður utan dagskrár Miða að skipu- legri og markviss- ari vinnubrögðum Efri deild Alþingis sam- þykkti ný þingskaparlög í gær. Tilgangur hinna nýju þingskapa er að efla stjórn þingsins með skipulegum og markvissum vinnubrögðum, eins og sagði í greinargerð með frumvarpi að þeim breytingum, sem nú hafa verið lögfestar. Settar eru reglur um hnitmiðaðri með- ferð þingsályktana og fyrir- spurna. Sama gildir um um- ræður utan dagskrár. En þessir þrír þættir þingstarfa, tillögur til þingsályktunar, fyrirspurnir og umræður utan dagskrár hafa vaxið mikið að fyrirferð ár frá ári og þrengt aö meginverkefni þingsins, löggjafarstarfinu. Hin nýju þingsköp eru í sex köflum og sjötíu greinum. Fyrsti kaflinn fjallar um þingskipan, annar um þing- nefndir, þriðji um þingmál, fjórði um fundarsköp, fimmti um útvarp frá Alþingi (þing- setning, þinglausnir, stefnu- ræða forsætisráðherra, eld- húsdagsumræða, vantrausts- umræður o.fl.), og hinn sjötti um ýmis ákvæði. Meðal efnisatriða má nefna: • Ekki er lagafrumvarp samþykkt til fullnaðar fyrr en það hefur verið rætt þrisv- ar sinnum í hvorri þingdeild eða þrisvar í sameinuðu þingi (fjárlög og fjáraukalög). • Ekki er þingsályktunartil- laga samþykkt til fullnaðar fyrr en hún hefur verið rædd við tvær umræður. Við fyrri umræðu hefur framsögumað- ur 15 mínútur til framsögu en aðrir þingmenn, þ.m.t. ráðherrar, allt að 5 mínútum. Hver ræðumaður má tala tvisvar. Þrengri ræðumörk eru við síðari umræðu. • Fyrirspyrjandi mælir fyrir fyrirspurn en viðkom- andi ráðherra svarar. Hvor um sig, fyrirspyrjandi og ráðherra, má ekki tala oftar en tvisvar; fyrirspyrjandi eigi lengur en tvær mínútur og ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í senn. Einnig er hægt að krefjast skriflegs svars af ráðherra. Við um- ræðu um fyrirspurnir má engar ályktanir gera. • I allt að hálftíma í lok hvers fundar á venjulegum fundartíma í Sameinuðu þingi geta þingmenn fengið tekið fyrir mál utan dag- skrár, hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurn- ar. Osk um slíkt skal borin fram við forseta eigi síðar en tveimur klukkustundum áður en fundur hefst. Málshefj- andi hvers máls má eigi tala lengur en þrjár mínútur og aðrir eigi lengur en tvær mínútur. Enginn má tala oftar en tvisvar. — Forseti getur þó leyft að taka fyrir mál utan dagskrár, þó beiðni kwni síðar fram, ef málið er „svo aðkallandi aö ekki geti beðið meðferðar“. Engin ákvæði vóru í eldri þingskaparlögum um umræð- ur utan dagskrár. „Nýir vendir sópa bezt“: Þrettán „nýjustu “þingmennirnir Þegar Alþingi það er nú starfar var kjörið, 1983, bættust því allnokkrir nýir þingmenn. Þá var meðfylgjandi mynd tekin af „nýliðunum“. Talið frá vinstri: Stefán Benediktsson (BJ), Kristín Halldórsdóttir (Kvl), Björn Dagbjartsson (S), Kristín S. Kvaran (BJ), Gunnar G. Schram (S), Guðrún Agnarsdóttir (KvL), Kolbrún Jónsdóttir (BJ), Guðmundur Einarsson (BJ), Margrét Frímannsdóttir (Abl.; mætt sem varaþingmaður fyrir Garð- ar Sigurðsson), Steingrímur J. Sigfússon (Abl.), Þorsteinn Pálsson (S), formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) og Árni Johnsen (S). Byggðastofnun: Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar klofnaði í fernt FRUMVARP ríkisstjórnarinnar til laga um Byggðastofnun kom til ann- arrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær, en ekki tókst að Ijúka henni. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar deildarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins, en þing- menn Sjálfstæðisflokksins með fyrirvara. Nefndin klofnaði I fernt. Kjartan Jóhannsson, (A), leggur til að frumvarpið verði fellt, svo og Guðmundur Einarsson, (BJ), en Svavar Gestsson, (Abl.), sem flytur nokkrar breytingartillögur, er því samþykkur. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, leggur tii að Byggðastofnun heyri undir félags- málaráðuneytið en ekki forsætis- ráðherra, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þá leggur þing- maðurinn til að ráðinn verði einn forstöðumaður til sex ára í senn og að tengsl stofnunarinnar við landshlutasamtök verði nánari en frumvarpið segir til um. I nefndaráliti segir Svavar að þrátt fyrir galla á frumvarpinu sé rétt að stuðla að því að í landinu starfi Byggðastofnun. Helstu gall- arnir eru að aukið vald skuli ekki vera fært til landshlutanna sjálfra, dregið er úr áherslu á byggðastefnu og byggðajafnvægi, ekki er tekið á þeim stórfellda vanda, er nú blasir við lands- byggðinni, o.fl. Þingmennirnir Svavar Gestsson og Halldór Blöndal hafa flutt til- lögu um að heimili og varnarþing Byggðastofnunar verði á Akur- eyri, og nái hún fram að ganga mun Alþýðubandalagið draga til baka sambærilega tillögu um staðsetningu Þróunarfélags. Guðmundur Einarsson, Banda- lagi jafnaðarmanna, taldi frum- varpið ekki koma nærri kjarna vanda byggðar. Það fjallar um aukaatriði og kemur ekkert nærri lífi fólks. Miðstýring og fjarlægð- arstjórn drepur frumkvæði og þróun. Þannig hlýtur að fara þeg- ar reynt er að hafa forsjá fyrir fólki. Það þarf að færa stjórnar- taumana heim í hérað. Þetta frumvarp er dæmi um fílabeins- turn stjórnkerfisins og er ekkert annað en innanhússbreytingar og nafnabreytingar í húsi Fram- kvæmdastofnunar við Rauðar- árstíg. Halldór Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, svaraði Guðmundi nokkr- um orðum og sagði meðal annars að hann hefði ekki fyrr en nú gert sér grein fyrir hvað sumum veitt- ist auðvelt að leysa vanda lands- byggðarinnar í orði. Þá vék Hall- dór að tillögunni um að Byggða- stofnun verði staðsett á Akureyri. Krafan er reist á því aö yfirstjórn allra peningastofnana er máli skipta er staösett á Reykjavík- ursvæðinu, svo og öll helstu lands- samtök. Undirstöðustofnunum á að dreifa um landsbyggðina og er eðlilegt að hefja það landnám í Eyjafirði. Það sem skiptir miklu í uppgangi atvinnulífs er aðgangur að fjármagni. Islenskar lánastofn- anir hafa miklu frekar miðað við veð en arðsemi og í þeim efnum stendur landsbyggðin höllum fæti. Þessu verður að breyta. Þá undir- strikaði þingmaðurinn nauðsyn þess að starfrækja öflugan og sterkan byggðasjóð. Kjartan Jóhannsson, Alþýðu- flokki, sagði að verið væri að framlengja galla núverandi fyrir- komulags. Álitsgerðir og áætlanir Byggðasjóðs eru í litlum tengslum við raunveruleikann og nánast engum við þá er taka ákvarðanirn- ar og bera ábyrgðina. Byggða- þróun og byggðamál eru best kom- in heima i héraði, i höndum heimamanna. Samþykkt frum- varps af þessu tagi er aðeins af- sökun manna fyrir þvi að leysa ekki raunverulegan vanda. Hjörleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, gerði að umtals- efni fólksflótta frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, sem var meiri á síðasta ári en nokkru sinni frá 1961. í þessu frumvarpi er ekki að finna neitt er þessu getur breytt. Hitt er líklegra að við nú- verandi stjórnarstefnu eigi bú- ferlaflutningar eftir að vaxa ört. Frumvarpið skiptir ekki sköpum. Páll Pétursson, Framsóknar- flokki, taldi eðlilegast að Byggða- stofnun yrði vistuð hjá forsætis- ráðherra. Einnig sagðist þingmað- urinn vera mótfallinn tillögu Halldórs Blöndal og Svavars Gestssonar um að Byggðastofnun verði staðsett á Akureyri. Það er í verkahring stjórnar stofnunarinn- ar að ákveða aðsetur hennar. Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar: Leggur til að lánsfjárlög verði hækkuð um 627 m.kr. frumvarpi til lánsfjárlaga er gert ráð fyrir 70 milljóna króna lán- töku. Heimild fjármálaráðherra til aö ábyrgjast eða yfirtaka afurðalán nær til lána sem veitt hafa verið skreiðarframleiðendum vegnr óseldra skreiðarbirgða i árslok 1984. MEIRIIILUTI fjárhags og við- skiptanefndar neðri deildar hefur lagt til að lánsfjárlög hækki um 627 milljónir króna, þar af er heimild til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs að vfirtak; eðe ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgö afurðalán allt að 25< m. kr. Þé er Þróunarfélagi, sem stofnsett verðu '. veit heimik’ tij að tak.t lá;t a< fjárhæi 19f milljóniv krónr. í breytingartillögum meiri hlut- ans er fjármálaráðherra heimilað að taka lán á þessn ári aö fjárhæð 2.561 milljón krónr. og er hækkun- in 125 milljónir króna. Nái tillög- urnar fram aö gangr, getr. fyrir- tæki meö eignaraðild ríkissjóðs tekið 74 milljóns krónf lán í staö 62 milljón; og Cftflutningslána- sjóði verður leyft at taka ión aö fjárhæ; 120 milljónir króna, en ; Eins og áður segir tókst ekki að ljúka 2. umræðu og var henni því frestað, en þá var Guðmundur Einarsson öðru sinni í ræðustóli. Lög í efri deild: Skráning einkamálefna — Veðurstofa — Tannlækningar Fern lög vóru samþykkt í efri deild Alþingis í gær, mánudag: • 1) Þingsköp Alþingis, samanber aðra frétt hér á þingsíðu. • 2) Lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Lögin fjalla um heimild til skrán- ingar, skráningu upplýsinga og varðveizlu þeirra, um rétt skráðra aðila, upplýsingar sem má láta í té öðrum en hinum skráðu, um tölvuþjón- ustu, söfnun upplýsinga hér á landi og tölvuúrvinnslu er- fendis, uiíi eftirlit með lögun- um og um refsingar og viður- lög við brotum. Lögin gilda til 31. desember 1989 en falla þá úr gildi. Dómsmálaráð- herra ber að endurskoða lög þessi og leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi í þing- byrjun haustið 1988. • 3) Lög um Veðurstofu Is- lands. Veðurstofa starfar undir yfirstjórn samgöngu- ráðherra. Veðurstofustjóri, skipaður til fimm ára, hefur á hendi stjórn stofnunarinn- ar. Lögin kveða nánar á um verkefni Veðurstofu sem eru tíu að tölunni til. • 4) Lög um tannlækningar fjalla um menntunarkröfur, starfsréttindi og starfsskyld- ur tannlækna. Sá einn getur ’ stundað tannlækningar hér á landi sem fengið hefur til þess leyfi heilbrigðigráð- f herr?..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.