Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 7

Morgunblaðið - 22.06.1985, Page 7
MORGIÍNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985 „Eina lausnin á vanda spítalans er að hann reki eigin langlegudeildu — segir Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakotsspítala „ÉG álít að Landakotsspítali eigi fullan rétt á því að taka við rekstri Hafnarbúöa, enda hefur spítalinn ekki haft að- gang að langlegudeildum fyrir sjúklinga sína um ára- bil,“ sagði Olafur Örn Arn- arson, yfirlæknir á Landa- kotsspítala, er Morgunblaðið hafði samband við hann vegna greinargerðar um Hafnarbúðir frá læknaráði Borgarspítalans, sem birtist í blaðinu um síðustu helgi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, gert Reykjavíkurborg kauptilboð í Hafnarbúðir við Reykjavíkurhöfn og hefur borgarráð fallist á kaup- tilboðið með ákveðnum fyrirvara. Að sögn heilbrigðismálaráðherra mun Landakotsspítali að öllum líkindum taka við rekstri Hafnar- búða ef af kaupunum verður og þeir sjúklingar sem þar vistast nú fluttir í B-álmu Borgarspítalans. í greinargerð læknaráðs Borg- arspítalans kemur fram að ráðið telur áætlanir um sölu Hafnar- búða hvorki leysa heildarvanda aldraðra og hjúkrunarsjúklinga né sjúkrahúsanna. Æskilegra væri að flýta framkvæmdum við B-álmu Borgarspítalans og upp- byggingu hjúkrunarheimila bæði hér í Reykjavík og um land allt. „I 10—15 ár höfum við reynt að finna lausn á vanda okkar vegna langlegusjúklinga," sagði Ólafur Örn Arnarson. „Árið 1980 festi Landakotsspítali kaup á húsi við Bræðraborgarstíg sem hugsað var fyrir langlegusjúklinga. Ríkis- valdið neitaði hins vegar um fjár- framlög til kaupanna á þeirri for- sendu að frekar skyldi verja fjár- munum til byggingar B-álmu Borgarspítalans. Þáverandi meirihluti í borgar- stjórn gaf okkur loforð um að við fengjum inni á B-álmunni fyrir langlegusjúklinga okkar og áttum við t.d. að fá tíu rúm á fyrstu Biblíukennari í Grensás- kirkju á sunnu- dagskvöld KIJNNUR bandarískur Biblíukenn- ari, Helga Zidermanis, er nú stödd hér á landi á vegum samtakanna „Vegurinn — Kristið samfélag“. Helga hefur uppfrætt úr Biblíunni og sagt frá trúarreynslu sinni.Hún hef- ur einnig haldið námskeið, þar sem hún „hefur lokið upp leyndardómum Guðsríkisins", eins og segir í frétta- tilkvnningu frá samtökunum. A sunnudagskvöldið 23. júní verður haldin samkoma i Grens- áskirkju kl. 20.30. Þar mun Helga gefa persónulegan vitnisburð um trú sína á Jesúm Krist. Allir eru velkomnir á samkomuna, sem haldin er af samtökunum Vegin- um og Nýju lífi. Helga Zidermanis mun dvelja hér á landi og annast Biblíukennslu til 28. júní. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! deildinni sem yrði tekin í notkun. Við þetta loforð hefur hins vegar ekki verið staðið. Borgarspítalinn hefur að vísu tekið af okkur nokkra sjúklinga í gegnum árin, en þeir eru teljanlegir á fingrum annarrar handar. Það vekur athygli að í grein læknaráðs Borgarspítalans eru alls ekki taldar upp allar þær langlegudeildir sem spítalinn hef- ur yfir að ráða. Ónefndar eru Hvítabandið, Grensásdeild, Heilsuverndarstöðin við Baróns- stíg og Arnarholt á Kjalarnesi. Eg álít að eina lausnin á vanda Landakotsspítala sé að hann reki eigin langlegudeild og þar sem á spítalanum eru aðallega Reykvík- ingar sem ekki ekki fá inni á stofnunum borgarinnar tel ég eðli- legt að borgaryfirvöld komi til móts við okkur og samþykki sölu Hafnarbúða," sagði ólafur örn Arnarson, yfirlæknir á Landa- kotsspitala. Olafur Örn Arnarson Ertu 1 húsbyggingarhugleiðingum? KOMDU ÞÁ í KAFFI. Frá kl. 13.00-17.00 á laugardag og sunnudag verðum við á skrifstofunni að Hamraborg 12 í Kópavogi og bjóðum þér að koma og ræða húsbyggingar yfir kaffibolla 1$ Húsbyggingar hafa verið mikið til umræðu að undanfömu. Ljóst er að vandi húsbyggj- enda er mikill. Þeir sem ætla að byggja verða að gera það á þann hátt sem hagkvæmastur er í dag. Margir hafa gefist upp á því að reisa hús sín á gamla mátann og þess vegna farið aðrar leiðir. Ein þessara leiða er Siglufjarðar- húsin. Þau em reist á nútímcdegan hátt sem gerir byggingartímann ótrúlega stuttan og sparar þar til dæmis óþarfa vaxtakostnað. Siglufjarðarhúsin em vönduð og hönnuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Komdu og fáðu eintak af nýja Siglufjarðar- húsabæklingnum og berðu óskir þínar saméin við teikningamar okkar. Það kostar ekkert en gæti sparað þér stórfé. HÚSEININGAR HF KÓPAVOGI HAMRABORG 12 SÍMI 91-641177 SIGLUFIRÐI LÆKJARGÖTU 13 SÍMI 96-71340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.