Morgunblaðið - 22.06.1985, Side 12

Morgunblaðið - 22.06.1985, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 Sýnishorn af nýtísku húsgögnum HúsgngnniAju KR á Kjnrvnlsstööum. Nokkrir aðstnndendur Rnngæingakynningnrinnar á pnlli sumnrhúss Tré- smiðjunnar Rnngár við innganginn í Kjarvnlsstaði. Úr Sláturhúsinu Dímon, sem pnkknr framleiðslu Holtabúsins. MorgnbUlit/Bjaril Stnrfsmenn Glerverksmiðjunnnr Snmverks á Helhi vinna að uppsetningu á Kjnrvalsstöðum. Úr Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ. i/RAX Rangæingakynningin f Kjarvalsstöðum: Fjölbreytt framleiðsla iðn- aðar í landbúnaðarhéraðinu Rangæingnkynningin í Kjarvals- stöðum hófst í gær, en sýningin sem kynnir fjölbreytta framleiðslu allra iðnfyrirtækja í Rangárvallasýslu, tuttugu talsins, stendur yfir í dag og á morgun kl. 14—22 og er ókeypis inn á sýninguna. Segja má að á Rangæingakynningunni sé kynnt framleiðsla fyrir fólk á öllum aldri, íslenskt handverk og hugvit, því fjöl- margt af framleiðslunni eru íslensk- ar uppfindingar. Þau iðnfyrirtæki sem framleiða matvæli bjóða gest- um og gangandi upp á smakk, svo sem kæfu, brauð, kjúklingabita og franskar úr Þykkvabænum. Rang- æingakynningin er í öllum austur- hluta Kjarvalsstaða og á útisvæði sunnan og norðan við húsið, en vest- an við bygginguna verður Mosfell frá Hellu með stóra tjaldsýningu. Húsgögn af ýmsu tagi eru á sýning- tinni, hús og húshlutar, gler og spegl- ar, prjónafatnaður, vagnar, hjólbör- ur, landbúnaðarvélar, yfirbyggð bif- reið, viðlegubúnaður, framleiðsla frá Holtabúinu og Kartöfiuverksmiðj- unni í Þykkvabæ, goggar og netanál- ar, sjúkrabörur og tæki til að leita að fólki í sjó, frá Akurhól í Gunnars- bolti og flcira og fieira. Mosfell á Hellu kynnir á annan tug tegunda af tjöldum, margs konar viðlegubúnað, svo sem svefnpoka, legghlífar, svefndýnur fyrir tjöld, vinnuvettlinga og sitt- hvað fleira. Glerverksmiðjan Samverk kynnir gler í hús, einangrunar- gíer, spegla og ýmsa möguleika í nýtingu glers í húsum bæði til hagræðis og fegrunar. Búra á Hellu kynnir margs kon- ar krydd- og matvælapakkningar og Kraftkjúklingur kynnir sína framleiðslu. Trésmiðjan Rangá hefur byggt hluta af sumarhúsi við inngang- inn í Kjarvalsstaði beinlínis í til- efni sýningarinnar, en Rangá framleiðir einnig margs konar innréttingar, hurðir og fleira auk húsbygginga. Þeir hafa m.a. byggt litlu gistihúsin fyrir Mosfell á Hellu. Skeifnasmiðjan framleiðir aðal- lega skeifur og eru sýnishorn af öllum stærðum á sýningunni í Kjarvalsstöðum. Holtabúið á Ásmundarstöðum og Sláturhúsið Dímon kynna starfsemi sína og framleiðslu og sýningargestum gefst kostur á að smakka eitthvað af framleiðsl- unni. Haraldur Teitsson á Hellu sýnir minjagripi þar sem myndefnið í veggplatta er sótt í íslendingasög- urnar, söguslóðir Njálu í Rangár- þingi. Kjötvinnslan á Hellu kynnir sína framleiðslu, en hjá Kjöt- vinnslunni er kjöt unnið í ýmis konar pakkningar, svo sem bjúgu. Gíslabakarí á Hellu kynnir sína framleiðslu, nýja tegund af brauð- um og gestum og gangandi gefst kostur á að bragða á framleiðsl- unni með til dæmis kjúklingakæfu frá Holtabúinu. Prjónastofan Sunna á Hvols- velli kynnir framleiðslu sína sem er nær eingöngu fyrir erlendan markað, en starfsmenn þar eru um 50 talsins. Prjóna- og saumastofan Prjóna- ver á Hellu og Hvolsvelli kynnir einnig sína framleiðslu, sem er eingöngu til útflutnings, um 20 þús. flíkur á ári fyrir Hildu, en liðlega 50 manns vinna í Prjóna- veri. Húsgagnaiðjan á Hvolsvelli kynnir margs konar húsgögn, sófasett, staka stóla, húsbónda- stóla og ýmsar gerðir af sjúkra- húsgögnum sem hafa aukist stöð- ugt í framleiðslu, sem sagt, bæði heimilishúsgögn og sjúkrahús- gögn. Vélsmiðja Kaupfélags Rang- æinga er þriðja kaupfélagsfyrir- tækið sem sýnir í Kjarvalsstöðum, auk Húsgagnaiðjunnar og Sunnu, en vélsmiðjan sýnir baggatínur sem búið er að framleiða í hundr- aða tali, brennsluofna og nýtt tæki sem miklar vonir eru bundn- ar við, súrheystætara sem reiknað er með að kosti mun minna en slík tæki innflutt og kosta hundruð þúsunda króna. Einnig hefur Vélsmiðjan framleitt mykjudreif- ara og sitthvað fleira. Byggingarfélagið Ás sem fram- leiðir íbúðarhús, sýnir á skemmti- legan hátt húshluta i austursal Kjarvalsstaða og einnig verkfæra- skápa og bari fyrir smærri félags- heimili og íbúðarhús. Blikksmiðjan Sörli á Hvolsvelli sýnir m.a. rennur, sorpskápa og grindur, málningarbakka og fleira. Bilaskjól á Hvolsvelli sýnir einn nýyfirbyggðan kassabil sem er orðinn að glæsilegasta jeppa eða fólksbíl, en Bílaskjól byggir yfir afiar tegundir af bílum, fær þá „bera í hendurnar" og skilar þeim fullbúnum og bólstruðum. Þá sýnir Listasmiðjan á Hvols- velli nokkra muni af framleiðsl- unni sem er steypt í mót og siðan máluð og lituð á staðnum í margs konar skrautmuni. Það lætur nærri að það séu um 500 manns í Rangárvalasýslu sem vinna hjá þeim fyrirtækjum sem taka þátt i Rangæingakynning- unni og kemur það ugglaust mörg- um á óvart að svo fjölbreytt iðnað- arframleiðsla eigi sér stað í Rang- árþingi, þvi fyrst og fremst er hér- aðið þekkt fyrir hinn gróskumikla landbúnað að fornu og nýju. En gróskumikill iðnaður hefur vaxið upp á Hellu og Hvolsvelli og Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ hefur gengið mjög vel. Þá hafa vistmenn á Akurhóli i Gunnars- holti framleitt margs konar hluti i seinni tíð, en það má segja um þá framleiðslu eins og margt annað úr Rangárþingi að framleiðslan hefur ekki verið böðuð mikið i sviðsljósum fjölmiðlanna. Við opnunina á Rangæinga- kynningunni í gær skemmtu lista- menn úr Rangárþingi og til heið- urs hinni rótgrónu atvinnugrein héraðsins, kom sýnishorn af bú- stofni Rangæinga í heimsókn. Rangæingakynningin stendur aðeins til sunnudagskvölds, en eins og fyrr segir kostar ekkert inn á sýninguna. Þá er einnig i Kjarvalsstöðum keramiksýning Eydísar Vilhjálmsdóttur og mál- verkasýning Elíasar B. Halldórs- sonar listmálara frá Sauöárkróki. Iðn- og framleiðslufyrirtækin tuttugu sem sýna í Kjarvalsstöð- úm framleiða hundruð tegunda af varningi og er þar átt við hina beinu íslensku framleiðslu. - á.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.