Morgunblaðið - 22.06.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985
Veiðiþáttur
Umsjón GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
Víst er laxinn
veiddur hér í sjó
Kvöldstemmning viA Langavatn. Þar verður Stangveiðifélag Borgarness með
Ungur sveinn var að læra flugu-
hnýtingar og þegar námskeiðinu
lauk vildi kennarinn hlaða undir
hinn mikla áhuga drengsins á flugu-
veiði með því að gefa honum hnýt-
ingarefni. Því næst spurði hann
drenginn hvort hann ætlaði að veiða
mikiö og víða sumarið eftir. Svarið
var: Nei, ég verð í sveit. Svo tiltók
hann jörð eina utarlega á norður-
strönd fjarðar nokkurs á Vestur-
landi. „Nú, jæja, en er enginn lækur
þar eða vatn sem þú getur rennt í,“
sagði kennarinn þá. Aftur var svarið
nei, hins vegar væri net í sjónum í
landareigninni. „Nú,“ hváði kennar-
inn, „og hvernig veiðist?" Svarið:
„Það er nú engin rosaveiði, en á
góðum degi koma svona 12 fiskar
eftir daginn.“ „Eru það vænar
bleikjur?“ spurði kennarinn þá í
sakleysi sínu, en þá horfði drengur-
inn spurull á hann og sagði: „Bleikj-
ur? Eg er að tala um lax maður.“
Því er þessi pistill ritaður að ís-
lendingar stæra sig gjarnan af því
að vera þjóða fremstir í vernd lax-
ins. Þegar laxveiðar á íslandi ber
á góma, sérstaklega í viðurvist er-
lendra, segir landinn með stolti,
að á íslandi sé laxinn ekki veiddur
i sjó, einungis á stöng, nema í
nokkrum jökulám þar sem ekki er
gerlegt að veiða á stöng. Svo er
reynt að gera sem minnst úr neta-
veiðinni á Hvítársvæðunum báð-
um og Þjórsá. En fullyrðingin að
lax sé ekki veiddur í sjó hér á
landi dettur um sig sjálfa, hún er
nefnilega alröng. Hér á Islandi er
umtalsverð laxveiði í sjó, en við
rikjandi aðstæður mun aldrei fást
botn í hversu miklar þær veiðar
eru í raun og veru. Dæmið úr firð-
inum á Vesturlandi er aðeins eitt
af heilum hafsjó. Þessi net eru út
um allt og heita ýmsum nöfnum:
Ýsunet, silunganet, og svo er neta-
veiði þar sem ekki er dregin dul á
laxveiðina vegna þess að gamlir
lagabókstafir heimila slíka veiði.
Eitt dæmi um það síðastnefnda
eru bæirnir Lambastaðir og
Rauðanes sitt hvoru megin við ós
Langár á Mýrum. Hundruð laxa
koma í lagnir þessara bæja ár
hvert. Lagnir fyrrnefndu jarðar-
innar eru taldar taka mest megnis
Langárlax, en sú síðarnefnda „al-
mennan" Borgarfjarðarlax, þar á
meðal Langárlax í bland, að
minnsta kosti hafa laxar merktir í
Langá komið í net Rauðaness.
Veiðiréttareigendur við Langá
hafa nú borgað Lambastaða-
mönnum stórfé fyrir að taka netin
upp 26. júní og setja þau eigi niður
aftur fyrr en í byrjun ágúst, en að
öllu jöfnu fara stærstu laxa-
göngurnar um á þessu tímabili.
En um árabil hafa lagnir þessar
dregið laxinn úr söltum sjó og það
hefði sannarlega munað um nokk-
ur hundruð laxa til viðbótar í ánni
í fyrrasumar, en þá var þar nokk-
urs konar „Vopnafjarðarástand".
Hér er annað dæmi: Mánudag-
inn 18. júní, árdegis, landaði veiði-
aðstöðu.
maður við Hvítá í Borgarfirði 11,5
punda hrygnu. Nú er það alkunna
að netin í Hvítá eru tekin upp á
föstudagskvöldum og eigi lögð á
ný fyrr en á mánudegi á hádegi.
Lax þessi var með ljótt netasár á
annari síðunni og á hinni vottaði
fyrir minni áverka. Lax þessi var
með halalús, en „halinn“ er talinn
falla af lúsinni innan sólarhrings
frá því að fiskurinn gengur i
ferskt vatn. Lax þessi slapp því
ekki úr netum bænda við Hvítá.
Rökrétt virðist að álíta að hann
hafi fest sig í einhverju sjávarnet-
inu, enda eru „silunganetin" um
allt og enginn amast við neinu,
utan að stangaveiðimenn bölva
þessum fyrirbærum leynt og ljóst.
Umsjónarmaður þessa þáttar hef-
ur heyrt um vatn eitt nyrðra, sem
laxveiðiár falla til, þar sem
silunganetin eru beinlínis gerð út
á laxinn, en litið er á þann silung
sem flækist i þau sem aukabónus.
Austur í Selá hafa veiðileigutakar
keypt upp eina af löglegu sjávar-
lögnunum og svona má lengi telja.
Hversu mörg neta þessara eru
lögleg og hve mörg ólögleg skal
ekkert hér um sagt, ef til vill er
ekkert þessara neta ólöglegt, lax-
inn bara svona óvarkár að flækj-
ast í þau og þá sé ekki við neta-
menn að sakast, þeir hafa ætlað
að veiða bleikju eða ýsu. Kjarni
málsins er einungis sá, að lands-
menn geta látið af þeim tvískinn-
ungi að segja að lax sé ekki veidd-
ur hér í söltum sjó. Það er ekki
rétt. Þau dæmi sem nefnd hafa
verið eru aðeins fá af ótalmörgum
og þau segja okkur ekkert annað
en að lax er veiddur í söltu í stór-
um stíl og það er spurning hvort
ekki eigi að athuga hversu mikill
lax er veiddur með þessum hætti?
Makleg
málagjöld
eða hvað?
Þeæi saga gerðist við Þingvalla-
vatn: Tveir kappar voru að kasta
flugu í Þingvallavatn dag einn og
undu glaðir í kyrrð og friði þó veiðin
væri heldur dauf í það skiptið. Þeir
voru staddir úti á tanga litlum og inn
af honum var lítil tjörn eða lón sem
tengdist vatninu sjálfu um örlítinn
ós. Lónið var grunnt og ekki ástæða
til að ætla að veiðivon væri í því. Nú
leið og beið og ekkert líf var að sjá.
Eftir skamma stund hrukku þeir við
er bifreið var ekið fram á bflastæðin
fyrir aftan þá, stór bfll og út úr hon-
um stukku 6 vörpulegir karlmenn og
einn drengur á að giska 8—10 ára
gamall. Var mikill hávaði í hópnum
og gekk mikið á er öll hersingin hóf
að setja saman kaststengur, þræða
flotholt og róía í maðkastömpum.
Því næst kom öll hersingin ramb-
andi í takt í átt að tanganum litla
þótt nóg pláss væri út um allt að
þessu sinni. Þá byrjaði ballið ...
Við tjörnina áði hópurinn og
voru veiðimennirnir tveir sem
fyrir voru farnir að fylgjast með
hópi þessum svo lítið bar á. Þeir
sáu að drengurinn litli var settur
við lónið með ónýtar græjur,
beitulausum öngli á flotholti var
kastað fyrir hann út í grunnt lónið
og honum síðan skipað að hreyfa
sig ekki af tilteknum steini. Því
næst kom stormsveitin út á tang-
ann og þá fóru þeir tveir sem fyrir
voru heldur að draga sig í hlé,
þeim leist vart á að þessi litli
tangi bæri 8 manns veiðandi,
KJUKLINGA-
BITAR
AKUREYRI
NYTT A
NORÐURLANDI
V
D
Nýr kjuklingastaður
Gerðu þér ferð í CROWN CHICKEN, Skipagotu 12, Akureyri.
Þar fást ljúffengir kjúklingabitar og meðlæti, t.d. franskar kartöflur,
sósur, salöt, öl og gosdrykkir.
VELKOMIN!
Nú drekka allir
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík:
Endurmennt-
unarnámskeið
fyrir skip-
stjórnarmenn
DAGANA 3. til 8. júní sl. hélt Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík endur-
menntunarnámskeið fyrir starfandi
skipstjórnarmenn. Sóttu það fimm-
tán skipstjórar og stýrimenn af
kaupskipaflotanum og einn kennari
við Stýrimannaskólann. Fullnægj-
andi þátttaka var í tveimur greinum;
skipagerð og tölvunotkun.
1 skipagerð voru rifjuð upp und-
irstöðuatriði varðandi stöðugleika
skipa og farið yfir stöðugleika-
línurit við gámaflutninga og
flutninga á lausum farmi. Einnig
voru kynntar íslenskar og alþjóð-
legar reglur um stöðugleika skipa.
Kennari var Þorvaldur Ingibergs-
son, kennari við Stýrimanna-
skóíann.
í tölvunotkun voru kennd undir-
stöðuatriði i meðferð tölva um
borð í skipum, t.d. við gámastýr-
ingu og vinnslu farmskrár. Þá var
notkun tölva í sjávarútvegi kynnt.
Kennarar voru Jón Þór Bjarnason
kennari við Stýrimannaskólann,
Tryggvi Þórðarson frá Hugbúnaði,
Valgeir Hallvarðsson véltækni-
fræðingur, Skúli Kjartansson
kerfisfræðingur og Sigurður Berg-
sveinsson tölvufræðingur.
Á námskeiðinu var einnig stutt
kynning á ratsjám og fjallað var
um ákvæði 10. gr. siglingalaganna
um aðskildar siglingaleiðir. Far-
menn hafa óskað þess að framhald
verði á slíkum námskeiðum og
verði þau haldin að vetri til og
standi í a.m.k. hálfan mánuð.
(ílr frétUitilkynninfpi)
Skipagötu 12
)
Sími: 21464