Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985
eru rökin?
Hver
— eftir Valgerði
Bjarnadóttur
Karp stjórnmálamanna um for-
tíðina hefur mér alltaf fundist
ákaflega lítils virði fyrir okkur,
sem búum í þessu landi. Við þurf-
um ekki ásakanir eða útskýringar
um fortíðina, við þurfum framtíð-
arstefnu. Hvernig framtíð ætla
stjórnmálamennirnir að búa
okkur? Hvernig ætla þeir að fara
að því að breyta því vonlausa
ástandi, sem hluti þjóðarinnar býr
við í launamálum og húsnæðis-
málum? Hvernig ætla stjórnmála-
menn að skapa þau skilyrði að
hægt verði að reka fyrirtæki á Is-
landi? Hvernig hugsa stjórnmála-
menn sér það umhverfi, sem við
eigum að lifa í árið 2000? Þetta
eru spurningar, sem skipta máli,
en ekki karp um fortíðina: Það
leysir engan vanda í launamálum
að rífast um hvor hafi framið
stærra kauprán Svavar eða
Steingrímur. Skattsvik og neðan-
jarðarhagkerfi verða ekki upprætt
með slagorðum um vonda heild-
sala eða óábyrga verkalýðsfor-
ystu. Von um frjálst, stolt og
ábyrgt umhverfi um aldamótin
verður ekki til við að fylgjast með
hvernig forvígismenn þjóðarinnar
skilja og haga sér gagnvart þeim
grundvallarreglum, sem gilda eiga
í þjóðfélaginu.
Leikreglur
í samfélögum manna verða allt-
af að gilda einhverjar grundvall-
arreglur. Þessar reglur eru ákaf-
lega mikilvægar, vegna þess að
þær búa til það umhverfi, sem við
lifum í. Og líf fólks er það sem
skiptir máli, annað ekki. Þess
vegna skiptir höfuðmáli hvaða
reglur gilda. Og það skiptir ekki
síður máli að forvígismenn þjóð-
arinnar skilji þessar reglur og
hagi sér ghmkvæmt þeim. Og síð-
ast en ekki sízt skiptir máli að við
áttum okkur á því að þessar reglur
eru ekki bafa til fyrir stjórnmála-
menn, þær eru til fyrir okkur öll
til að vernda frelsi okkar og um-
hverfi.
Við í Bandalagi jafnaðarmanna
teljum að þær grundvallarreglur,
sem gilda í þjóðfélaginu, leiði ekki
til þess að þjóðin geti á umbúða-
lausan hátt sagt og ráðið hvernig
umhverfi hún býr í. Þess vegna
viljum við breyta stjórnskipuninni
til þess vegar að vilji fólksins í
landinu endurspeglist í hegðun og
athöfnum stjórnmálamanna. í rit-
stjórnargrein þessa virðulega
blaðs er þessi áherzla á breytta
stjórnskipun kölluð að „einhver
munur“ sé á Bandalagi jafnað-
armanna og gömlu stjórnmála-
flokkunum. Þessi „einhver munur"
held ég að sé sá að Bandalag jafn-
aðarmanna er eina stjórnmála-
aflið á íslandi, sem fjallar um
pólitík. Sú pólitík fjallar um að
brjóta upp kerfi þar sem sextíu
einstaklingar kosnir á alþingi geta
eftir vild og hagsmunum sínum
hverju sinni sniðgengið vilja þjóð-
arinnar án þess að þurfa nokkru
sinni að standa henni raunveruleg
reikningsskil á þessari hegðan.
Stjórnmálaafskipti gömlu stjórn-
málaflokkanna, fjórflokksins,
helgast nefnilega af því að skipta
um nafnspjald á skrifstofum, án
þess að nokkuð breytist, sem fram
fer á þessum skrifstofum. Gömlu
stjórnmálaflokkarnir eru búnir að
búa til samstöðu og moð úr öllum
málum þessarar þjóðar. Og það
hefur sýnt sig að þetta moð er ekki
gott fyrir neinn nema þá sem sitja
við kjötkatlana. Þessu viljum við
breyta. Og við trúum því að því
verði ekki breytt nema með því að
hafa endaskipti á því kerfi, sem
gildir í dag.
Stjórnarskrá lýðveldisins er sá
lagabálkur, sem allt annað, sem
ákveðið er um leikreglur er í þjóð-
félaginu hvílir á. Virðing þeirra
stjórnmálamanna, sem það kerfi
Valgerður Bjarnadóttir
„Gömlu stjórnmála-
flokkarnir eru búnir aö
búa til samstööu og moö
úr öilum málum þessar-
ar þjóöar. Og þaö hefur
sýnt sig að þetta moö er
ekki gott fyrir neinn
nema þá sem sitja viÖ
kjötkatlana.“
sem gildir hefur alið af sér, fyrir
þessu fjöreggi þjóðarinnar lýsir
sér líklega bezt í því að í síðustu
kosningum tók þjóðin afstöðu til
breytinga á stjórnarskránni.
Gömlu stjórnmálaflokkarnir kusu
að fela það fyrir þjóðinni og töl-
uðu helzt ekki um annað en vísi-
tölu, enda var breyting sú eða
kannski öllu heldur uppálöppun
sú, sem þeir voru að framkvæma á
stjórnarskránni, ekki í þágu þjóð-
arinnar heldur í þeirra eigin þágu.
Þeir gátu ekki lengur staðið gegn
kröfum um jafnari atkvæðisrétt
og fundu því einhverja reikni-
reglu, sem ekki breytti þeirra eig-
in valdahlutföllum og hrossa-
kaupsmöguleikum og telja sig þar
með hafa afgreitt þessa þjóð.
Samt eru þeir þó það vandir að
virðingu sinni að þeir vilja og
vildu helzt ekki tala mikið um
þetta nema í bakherbergjum.
Þingræöi eöa
sterki maðurinn
í kosningum fyrir tveim árum,
þegar þjóðin kaus um breytingar á
stjórnarskrá, bauð Bandalag jafn-
aðarmanna fram í fyrsta sinn og
boðaði róttækar breytingar.
Bandalagið boðaði lýðræði, það
boðaði þrískiptingu valdsins, sem
er það stjórnskipulag, sem lýðræð-
isþjóðir byggja á. Þrískipting
valds þýðir að framkvæmdavald,
löggjafarvald og dómsvald séu
óháð hvort öðru. Til að hnykkja á
sjálfstæði hvers valdþáttar viljum
við að þjóðin kjósi sér fram-
kvæmdavald með sérstakri kosn-
ingu. Og enn frekar að þeir sem
sitja á löggjafarþingi láti sér þau
völd nægja og aðrir fari með
framkvæmdina á þeim lögum, sem
sett eru.
Vegna Bandalags jafnaðar-
manna neyddist fjórflokkurinn
stöku sinnum til að ræða grund-
vallaratriði. Þeir eru fullir vand-
lætingar; til er fólk, sem vill af-
nema þingræðið. Maður heldur
jafnvel á stundum að þeir rugli
saman þingræði og lýðræði.
Kannski er rétt að velta þing-
ræði fyrir sér. Skilningur minn á
þingræði er sá að þjóðin kýs sér
þing. Síðan kýs þingið ríkisstjórn.
Og áfram er skilningur minn sá að
þingið sé þjónn þjóðarinnar og
síðan ríkisstjórn þjónn þingsins. I
föðurlegri ritstjórnargrein í þessu
blaði hefur þingræði verið skil-
greint sem vald alþingis til að
setja ríkisstjórnir eða einstaka
ráðherra af með vantrausti.
Ef litið er til minnar skilgrein-
ingar á þingræði, sem byggð er á
tilfinningu en ekki fræðibókum,
má ljóst vera að hjá þessari þjóð
ríkir einungis þingræði í orði en
ekki á borði. Ríkisstjórnin lítur
nefnilega á þingið sem þjón sinn.
Því til staðfestingar eru fréttir frá
alþingi nú síðustu daga, þar sem
forsætisráðherra tuktar þingheim
eins og húsbóndi hjú. Ríkisstjórn-
in telur það hlutverk þingsins að
samþykkja stjórnarfrumvörp.
Ríkisstjórnin telur þingið sem sé
vera til fyrir sig á sama hátt og
þjóðin skiptir þingið bara máli
rétt fyrir kosningar, en engu þess
á milli.
Lítum þá til þeirrar skilgrein-
ingar, sem Morgunblaðið setur
fram um þingræði, sem er að al-
þingi hafi vald til að setja ríkis-
stjórnir og einstaka ráðherra af
með vantrausti. Þessi skilgreining
hefur það einnig í för með sér að
þingið getur stutt ríkisstjórnir og
einstaka ráðherra, sem og raun
hefur orðið á. Lítum aðeins til
þess sem varð eftir síðustu kosn-
ingar. Hver stjórnaði fyrstur
stjórnarmyndunarviðræðum?
Maður studdur af 23 sjálfstæðis-
mönnum á þingi, maður sem 700
sjálfstæðismenn höfðu kosið sér
formann, en 5.000 sjálfstæðis-
menn höfðu hafnað í prófkjöri og
Reykvíkingar hófðu hafnað í
alþingiskosningum. Talandi dæmi
um virðingu gömlu flokkanna og
þess kerfis sem þeir verja, fyrir
fólkinu í landinu og vilja þess.
Við viljum lýöræði
Þær breytingar, sem Bandalag
jafnaðarmanna boðar, fela í sér
beint lýðræði. Við segjum: þjóðin
á að kjósa sér þing og þjóðin á að
kjósa sér ríkisstjórn. Með þessum
hætti segjum við ekki að hrossa-
kaup muni hætta, enda fæli það í
sér að maðurinn hætti að vera
maður og yrði dýrlingur. Við segj-
um hins vegar: þjóðin á að fá að
segja álit sitt á þessum hrossa-
kaupum. Þjóðin á að hafa mögu-
leika á því að láta ótvírætt í ljós
hvort hennar hross hafi verið selt
á verði, sem henni líkar. Með
tvennum kosningum til fram-
kvæmdavalds yrði sá háttur upp
tekinn að stjórnarmyndunarvið-
ræður færu fram fyrir kosningar
og þjóðin vissi hvað hún væri að
kjósa um. Þetta er höfuðatriði.
í annan stað yrði löggjafarþing-
inu lyft til þeirrar virðingar, sem
því ber. Löggjafinn og ríkisstjórn
yrðu jafningjar. Ríkisstjórn kæm-
ist ekki upp með að umgangast
löggjafann, sem undirsáta eða
druslu. Löggjafinn setti megin-
reglur yfir ríkisstjórn og hefði eft-
irlit með gjörðum hennar.
Andstæðingar Bandalags jafn-
aðarmanna, nú síðast í títtnefndri
ritstjórnargrein í þessu blaði,
segja menn ekki þurfa að vera vel
að sér til að vita að í bandarískum
stjórnmálum ráði ekki alltaf mál-
efnarök heldur og önnur. Kannski
þarf að vera svolítið vel að sér í
bandariskum stjórnmálum til að
vita að við löggjöf í því landi fer
lítill hluti tímans í orðalagsbreyt-
ingar á lögum um smávægilegustu
hluti. Heldur fer tíminn i umræðu
um þörf löggjafarinnar yfirleitt.
Og það er sá reginmunur, sem
verður við fullkominn aðskilnað
valdþáttanna. Löggjafinn gerir
sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem
því fylgir að setja lög. Og það ætti
að vera öðrum þjóðþingum til eft-
irbreytni.
Það er rétt hjá höfundi rit-
stjórnargreinar þessa blaðs að það
þarf sterk rök til að umbylta
stjórnkerfi heillar þjóðar. Við í
Bandalagi jafnaðarmanna teljum
þau rök endurspeglast í efna-
hagskreppu, vitlausum fjárfest-
ingum, taprekstri undirstöðuat-
vinnuvega, í Iaunamálum, í krepp-
unni skóíakerfinu. Við teljum
ábyrgðarleysið, sem fylgir mið-
stýringu þess kerfis, sem við búum
við, endurspeglast hvar sem litið
er og treystum þjóðinni betur en
þingflokki Sjálfstæðisflokksins til
að velja sér oddvita ríkisstjórnar,
sem með samningum og undir eft-
irliti löggjafans gæti losað okkur
úr þessari kreppu.
Höfundur er raraformadur landa-
nefndar Bandalags jafnaðar-
manna.
TUMBLEMOSS er sannkallað undraefni. Það ....
. . . eyðir mosa á örfáum mínútum, án þess að skaða
annan gróður.
. . . heldur frekari mosamyndun í skefjum svo mánuðum
skiptir.
. . . örvar grasvöxtinn og grasið verður grænna.
Látið nú til skarar skríða með TUMBLEMOSS.
TUMBLEMOSS mosaeyðirinn fæst á öllum bensín-
stöðvum ESSO.
íslenskar leiðbeiningar.
(fsso) Olíufélagið hf