Morgunblaðið - 22.06.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 22.06.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985 Flugránið í Beirút: Reagan leitar til Rauða krossins Wukin(ton, 21. jéaf. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur boðið AlþjóAa RauAa krossinn aA ganga úr skugga um líAan gíslanna í Beirút, en Banda- ríkjastjórn er enn ákveAin í aA setjast ekki að samningaborði með mannræningjunum. Reagan átti i gær fund með Alexandre Hay, forseta alþjóða- ráðs Rauða krossins, og fór þess á leit, að stofnunin reyndi að fá upplýsingar um líðan gíslanna 40. Fréttir hafa verið um, að Bandaríkjastjórn hygðist biðja Rauða krossinn að greiða fyrir frelsi gíslanna en þær eru rang- ar. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, hefur ítrekað, að stjórnin hyggist hvorki biðja Rauða krossinn né aðra að reyna að semja um lausn gíslanna, en New York Times sagði hins veg- ar frá því í dag, að Bandaríkja- stjórn hefði sagt nokkrum ríkis- stjórnum frá því, að ef mann- ræningjarnir létu gíslana lausa án skilyrða, myndu ísraelar láta lausa alla shíta. Peres ber lof á Reagan og Shultz ienualem, 21. júnf. AP. SHIMON Peres, forsætisráAherra fsraels, hrósaAi í dag ráAamönnum í Bandaríkjunum fyrir einarAa af- stöAu gagnvart hryAjuverka- mönnum. Er litiA á þessi ummæli Peres sem tilraun til aA blíAka Bandaríkjastjórn en nokkur snurAa hefur aA undanförnu hlaup- iA á þráAinn milli hennar og Is- raelsstjórnar vegna gíslamálsins í BeirúL „Ég dáist að einarðri afstöðu Ronaíds Reagan, forseta, og George Shultz, utanríkisráð- herra, gagnvart hryðjuverkast- arfsemi og þeim, sem hana stunda og styðja," sagði Peres í ræðu sem hann flutti á ráð- stefnu Heimssamtaka zíonista. Vegna gíslamálsins i Beirút hefur nokkuð kólnað vináttan með ísraelum og Bandaríkja- mönnum. Kvarta Israelar undan því, að Bandaríkjamenn séu að reyna að þvinga þá til að láta lausa shítana 500, sem mann- ræningjarnir í Beirút vilja fá í skiptum fyrir gíslana. Hefur Yitzhak Rabin, varnarmála- ráðherra, verið hvað opinská- astur i gagnrýni sinni á Bandarikjastjórn. Báðu Rúásar Assad að leysa gíslamálið? Kuwait, AtlanU, 21. júní. AP. DAGBLAÐ í Kuwait skýrði frá því í dag að Sovétmenn hefðu beðið Sýrlendinga að beita sér fyrir því við Nabih Berri, leiðtoga líbanskra shíta, að endi yrði bundinn á gísla- málið í Beirút vegna þess, að Bandaríkjamenn og ísraelar væru að undirbúa miklar hernaðarað- gerðir í Líbanon. Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, hvatti í dag landa sína til að standa einhuga að baki Reagan forseta í þessu máli. Assad, Sýrlandsforseti, hefur að undanförnu verið í Moskvu til viðræðna við þarlend stjórnvöld og segir Kuwait-blaðið Al-Qab- as, að þá hafi honum verið tjáð, að tilgangur sameiginlegra hernaðaraðgerða Bandaríkja- manna og Israela væri að gera að engu tilraunir Sýrlendinga til að binda enda á borgarastyrjöld- ina í Líbanon. Ætluðu þeir sér að nota gíslamálið sem tylli- ástæðu og því riði á miklu að finna á því lausn. Jimmy Carter, fyrrum Band- aríkjaforseti, lét í dag í fyrsta sinn frá sér heyra um gíslamálið og hvatti alla la”' smenn sina til að standa einhuga með Reagan forseta. „Ég veit það best sjálfur hvað þessi mál eru erfið við- fangs," sagði hann. Gorbachev ekki á allsherjarþingið Washington, 21. júaí. AP. Bandaríkjastjórn hefur veriö greint frá því, aA Mikhail S. Gorb- acbev, leiAtogi Sovétríkjanna, verAi ekki viAstaddur setningu allsherjar- þings SameinuAu þjóAanna á hausti komanda. Kom þetta fram hjá talsmanni Hvíta hússins í dag. Bandaríkjastjórn hafði vonast til, að Reagan, forseti, og Gorb- achev hittust við setningu alls- herjarþingsins en nú er ljóst, að af því verður ekki. Robert Sims, að- stoðarblaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði hins vegar, að unnið væri að því að leiðtogarnir fyndust að máli þótt ekki væri neitt ákveðið með það enn. Bandaríski iðnjöfur- inn Armand Hammer, sem hefur mjög góð samskipti við Sovét- menn, varð fyrstur til að skýra frá Tékkóslóvakía: Aldrei kaldara í 200 ár Prig, 21. júní. AP. SVALT hefur veriA í veAri í Tékkóslóvakíu í vikunni og hefur ekki veriA kaldara { landinu í tvö- hundruA ár, aA sögn blaAsins Svob- odne Nlovo. Blaðið sagði að til marks um kuldana að á miðvikudag hefði kvikasilfurssúlan ekki stigið hærra en í 7,3 gráður á celcíus. Og kuldarnir voru enn meiri í bæjum til fjalla. Snjóaði í norður- hluta landsins og þar var alhvít jörð í fjalllendi. Hæstu tindar þar eru 1.603 metra yfir sjávarmáli. Óvenju kalt hefur verið í Tékkó- slóvakíu og víðar í Mið-Evrópu það sem af er júní. Bændur hafa víða kvartað undan of mikilli úr- komu. Gorbachev, leiAtogi Sovétríkjanna. þessu en nú hefur bandaríska sendiráðið í Moskvu einnig fengið það staðfest. Arne Treholt fyrir rétti. Viðbrögð við dómum yfir Treholt: „Ekki óvenjulegur friðarboði heldur stórvirkur njósnari“ Órió, 21. jisf. Pri Ragnkihli SverrndAttar, bUAamaani Morgaablataina. „DÓMURINN yfir Arne Treholt sýnir vel alvöru málsins,“ sagAi Kire Willoch, forsætisráAherra Noregs, þegar Ijóst var, aö Treholt haföi veriA dæmdur í 20 ára fangelsi og til aA greiöa rfkinu rúmar fimm milljónir ísl. kr. auk málskostnaöar. Gro Harlem Brundtland, formaöur Verkamannaflokks- ins, og Svenn Stray, utanríkisráöherra, tóku í sama streng. „Það leikur enginn vafi á því, að Arne Treholt var ekki óvenjulegur friðarboði, heldur einhver stór- virkasti njósnari fyrr og síðar,“ sagði í leiðara dagblaðsins Berg- ens Tidende og í Adresse Avisen sagði, að „þegar tekið er tillit til, að Arne Treholt tók sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni landsins og olli þannig miklum skaða, er það fyllilega réttmætt að dæma hann til þyngstu refsingar." Verdens Gang bendir á, að Treholt hafi valdið norskum vörnum svo miklum skaða, að hann verði seint bættur, og blaðið segir, að ekki sé ástæða til að gagnrýna þá Veður víða um heim Lægst Harat Akureyri 10 þoka f gr. Amslerdam 12 19 tkýjaó Aþena 20 31 heiðskírt Barceiona 23 tkýjeð Berlín 11 18 tkýjaó BrOssel 7 22 skýjað Chicago 7 25 rigning Dubtén 11 16 rigning Feneyjar 21 léttsk. Ganf 11 17 heiöakírt Helsinki 14 22 heiöakírt Hong Kong 25 28 tkýjað Jerúaalem 15 23 tkýjeð Kaupmannah. 13 20 tkýjeð Las Palmat 24 Mttsk. Lissabon 15 26 heiötkirt London 11 16 rigning Lot Angelet 18 26 heiðtkirt Lúxemborg 16 tkýjað Mataga 24 mittur Mallorca 25 tóttsk. Miamí 26 31 tkýjað Montreal 10 24 heiðtkfrt Motkva 12 21 heiðtkírt New Vorfc 17 26 heiðtkírt Otló 14 22 tkýjaó Parit 12 21 skýjaó Pefclng 10 34 heiðtkirt Reykjavík 12 tkúrlr Rk> de Janeiro 13 27 heiöakírt Rómaborg 17 29 tkýjað Stokkhóimur 12 22 hetöskírt Sydney 9 12 rigning Tófcýó 18 23 rigning Vínarborg 13 20 ekýjað Þórthöfn 9 altkýjað ákvörðun að veita Treholt inn- göngu í háskóla hersins. Stjórnin hafi verið í mikilli klípu og óvíst, að tekist hefði að fletta ofan af honum ef það hefði ekki verið gert. Það tók hálfan sólarhring að lesa upp dóminn yfir Arne Tre- holt, manninum, sem sum dag- blöðin kalla einn af tiu mestu njósnurum allra tíma. Sjálfur var Treholt hreystin uppmáluð og lét sér hvergi bregða við orð dómar- anna, sem sögðu, að „hver sá emb- ættismaður, sem bregst því trausti, sem honum er sýnt, hefur svikið alla þjóð sína“. Augljóst þykir, að Norðmenn hafa orðið fyrir gífurlegum skaða vegna njósna Treholts og að kosta muni offjár að bæta hann ef hann verður bættur. Hvort Arne Tre- holt er einn af tíu mestu njósnur- um sögunnar skal ósagt látið en svo mikið er víst, að enginn trúir lengur þeirri staðhæfingu hans, að hann hafi viljað vingast við Sov- étmenn og íraka til að stuðla að friði í heiminum. Grænland: Nýr þjóð- fáni dreg- inn að húni K—pimmnahofn, 21. júní. Frá NíIb Jtfrgen Brunn, frétUriUra MorgunbUðnins. ÞjóAhátíAardagur Grænlendinga var í dag og voru af því tilefni mikil hátíöahöld um land allt. Hæst bar þegar nýr þjóAfáni Grænlendinga var dreginn aö húni í fyrsta sinn. Er hann rauAur og hvítur og á aö tákna sólarupprás. Jonathan Motzfeldt hélt ræðu í tilefni dagsins og hvatti til þess að Grænlendingar ungir sem aldnir treystu samstöðu sína, samkennd og samvinnu á öllum sviðum. Það væri undirstaða öflugrar heima- stjórnar að allir þegnar hins lýð- ræðislega samfélags sýndu hver öðrum gagnkvæma virðingu og umburðarlyndi og virtu skoðanir hvers annars. Vinna lá niðri i tilefni dagsins og vfðast hvar voru áfengisútsölur lokaðar. í leiðara blaðsins Grön- landsposten var skorað á lands- menn að „nota hátiðahöldin til að sýna umheiminum að við getum gert okkur glaðan dag eins og mönnum sæmir“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.