Morgunblaðið - 22.06.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985
pltrgtrríMaliiili
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 30 kr. eintakiö.
Dómurinn
yfir Treholt
Vndirréttur í Osló hefur
dæmt Arne Treholt, fyrr-
um starfsmann norska utan-
ríkisráðuneytisins og áhrifam-
ann innan Verkamannaflokks-
ins, í 20 ára fangelsi fyrir
njósnir í þágu Sovétríkjanna
og íraks. Treholt var sakfelld-
ur fyrir öll ákæruatriði nema
eitt. Hæstiréttur Noregs getur
ekki hnekkt niðurstöðu undir-
réttarins um sekt Treholts en
hins vegar létt refsinguna. En
undirrétturinn dæmdi Treholt
í þyngstu refsingu lögum sam-
kvæmt. Það sýnir forherðingu
Treholts, að hann skuli segja
eftir að niðurstaða réttarins
liggur fyrir, að hún lýsi frem-
ur dómurunum en sekt sinni.
Treholt-málið hefur sett
nokkurn svip á íslenskar fjöl-
miðlaumræður frá því að
stjórnjósnarinn var handtek-
inn í janúar 1984. Vinstrisinn-
ar hér á landi og erlendis hafa
jafnan látið í það skína, að
Treholt væri nú líklega ekki
eins sekur og norsk lögreglu-
yfirvöld vildu vera láta. Hann
væri lítið annað en leiksoppur
illra örlaga, „spilaskuldir og
framhjáhald" svo að notuð séu
orð úr leiðara Þjóðviljans frá
25. janúar 1984 hafi afvega-
leitt hann. Þjóðviljinn hefur
jafnan reynt að gera sem
minnst úr máli Treholts og
segir ekki einu sinni frá því í
gær, að hann hafi verið sekur
fundinn og hlotið hina
þyngstu refsingu.
Meðal þeirra skjala sem
Arne Treholt afhenti sovésk-
um húsbændum sínum i KGB
voru nokkur er beinlínis vörð-
uðu öryggishagsmuni íslands,
þar á meðal úttekt norskra
stjórnvalda á hernaðarlegu
mikilvægi íslands á árinu
1976. Morgunblaðið skýrði frá
því skömmu eftir að Treholt
var handtekinn, að undir árs-
lok 1971 átti hann fund með
fulltrúum íslensku vinstri
flokkanna á þingi Sameinuðu
þjóðanna og lagði á ráðin um
það, hvernig vinna bæri að því
að reka bandaríska varnarlið-
ið frá íslandi. Frétt Morgun-
blaðsins um þennan fund með
Treholt vakti mikla reiði
vinstrisinna og varð tilefni
hinna furðulegustu útlegginga
ekki síst í Tímanum, á meðan
hann var og hét.
Málgagn Alþýðuflokksins,
bræðraflokks Verkamanna-
flokksins í Noregi, taldi Morg-
unblaðið of grimmt við Arne
Treholt og í ríkisfjölmiðlunum
íslensku var látið ad því liggja
á meðan réttað var í máli Tre-
holts, að málstaður norska
saksóknarans væri kannski
ekki eins góður og ætla mætti.
Full ástæða er til að rifja
þessa íslensku hlið Treholt-
málsins upp nú, þegar hann
hefur verið dæmdur sekur.
Hún lýsir einum þætti ís-
lenskrar „umræðu", sem
stofnað er til af vinstrisinn-
um, þegar þeir leggja sig fram
um að gera allt tortryggilegt,
sem ekki samrýmist hug-
myndafræðilegum kokkabók-
um þeirra. Vandræðagangur
þeirra umhverfis Arne Treholt
hefur verið með eindæmum.
Nú er að sjá hvort þeir taka
undir með Treholt í fordæm-
ingu hans á dómurunum eða
átta sig á því, að af
hugmyndafræðilegum ástæð-
um sveik Treholt þjóð sína og
þann trúnað sem honum var
sýndur í æðstu embættum.
Forystu-
laust
Alþýðu-
bandalag
Enn einu sinni kemur það í
ljós, að Alþýðubandalagið
er forystulaust. Eftir stóru
orðin sem Svavar Gestsson,
formaður flokksins, lét falla
fyrir kjarasamninga um að
eining ríkti meðal verkalýðs-
foringja flokksins um kjara-
málin er það aðeins staðfest-
ing á áhrifaleysi formannsins,
að nú er hann kominn í and-
stöðu við ályktun á fundi á
vegum verkalýðsmálaráðs Al-
þýðubandalagsins.
Hringlandaháttur forystu-
manna Alþýðubandalagsins
hafði næstum valdið því, að
nýgerðir kjarasamningar náð-
ust ekki. Nú segist flokksfor-
maðurinn styðja samningana,
Þjóðviljinn talar um að dagur
komi eftir þennan dag og á
vegum verkalýðsmálaráðsins
er samhljóða samþykkt að
vera á móti samningunum.
Þann fund sat Vilborg Harð-
ardóttir, varaformaður
Alþýðubandalagsins, lét álykt-
un hans yfir sig ganga en
Svavar, formaður, segist halda
að hún hafi verið á móti henni.
Það er langt síðan íslenskur
stjórnmálaflokkur hefur orðið
eins máttlaus og Alþýðu-
bandalagið er um þessar
mundir vegna innbyrðis sund-
urlyndis. Verkalýðsmálin hafa
klofið flokkinn ofan í rót.
Fyrrum áhrifamenn yfirgefa
flokkinn með stórum orðum
um uppdráttarsýkina innan
hans. Það fara að verða síð-
ustu forvöð að berja í brestina.
HOsndM qbÆQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 292. þáttur
Fáir hafa talað betur ís-
lenskt mál en nokkrir þeir sem
skemmst hafa átt eftir sinnar
ævi. Svo segir í fornum sögum,
að þá gerðust þeir orðhagir,
svo að eftirminnilegt hefur
þótt. Það þótti og einkum við
hæfi að hetjur dæju með
spakmæli á vörum, æðrulausir,
gagnorðir og markvissir í
besta lagi. Sumir mæltu bund-
ið mál, aðrir laust.
★
Snorri Sturluson kann
glöggt af því að segja, er
Þormóður Bessason Kolbrún-
arskáld andaðist eftir Stikl-
arstaðaorustu. Að henni lok-
inni orti hann lofvísu um
herra sinn, Ólaf konung Har-
aldsson, en gekk síðan til
skemmu, þar sem særðum
mönnum var sinnt. Menn létu
sér óbrátt um Þormóð. Þó kom
svo að hann var spurður hví
hann væri fölur. Hann kvað þá
vísu og þótti sem fáir skeyttu
um sig fölan og særðan djúpt
eftir örvar og dönsk vopn.
Kona, sem sinnti læknisstörf-
um, bað hann að bera inn eldi-
við, og svo gerði hann og var
þá enn spurður hví hann væri
fölur. Þá kvað Þormóður:
Undrask öglis landa
eik, hví vér rom bleikir.
Fár verðr fagr af sárum,
fannk örva drif, svanni.
Mik fló malmr enn klökkvi,
magni keyrðr, í gögnum.
Hvasst beit hjarta et næsta
hættligt járn, es vættik.
En þetta má skilja á þennan
veg: Konan undrast hvers
vegna ég er fölur. Fáir fríkka
af sárum, ég varð fyrir örva-
drífu. Hið smeygilega vopn,
sem skotið var af afli, flaug í
gegnum mig og nísti mig svo
að segja í hjartastað, held ég.
Járnið var fast í síðu Þor-
móðs, og fékk konan ekki náð
því, enda stóð það lítið út, því
að sárið var sollið. Snorri
Sturluson segir síðan í Heims-
kringlu:
„Þá mælti Þormóður: „Sker
þú til járnsins, svo að vel megi
ná með tönginni, fá mér síðan
og lát mig kippa.“ Hún gerði
sem hann mælti. Þá tók Þor-
móður gullhring af hendi sér
og fékk lækninum, bað hana
gera af slíkt er hún vildi. „Góð-
ur er nautur að,“ segir hann.
„Ólafur konungur gaf mér
hring þenna í morgin." Síðan
tók Þormóður töngina og
kippti á brot örinni. En þar
vóru á krókar, og lágu þar á
tágar af hjartanu, sumar rauð-
ar, sumar hvítar, og er hann sá
það, mælti hann: „Vel hefir
konungurinn alið oss. Feitt er
mér enn um hjartarætur." Síð-
an hné hann aftur og var þá
dauður.“
•k
Gísli Súrsson lét líf sitt með
svo mörgum sárum og stórum
að furðu þótti gegna. Aldrei
hopaði hann, og ekki sáu menn
að högg hans hið síðasta væri
minna en hið fyrsta. Rétt áður
en hann féll fyrir ofurefli
margra óvina, kvað hann:
Fals hallar skal Fulla
fagrleit, sús mik teitir,
rekkilát at rökkum,
regns, sínum vin fregna.
Vel hygg ek, þótt eggjar
ítrslegnar mik bíti.
Þá gaf sínum sveini
sverðs minn faðir herðu.
En þetta má skilja svo: Hin
fagra kona, sem gleður mig,
mun spyrja djarfmannlega um
framgöngu hins hrausta vinar
síns. Ég læt ekki hugfallast,
þótt hárbeittar eggjar bíti
mig. Þá sverðshörku tók ég í
arf frá föður mínum.
Mágur Gísla, Vésteinn Vé-
steinsson, var sérlega gagnorð-
ur á banastundinni. Hann var
nístur spjóti í gegnum, þar
sem hann lá óviðbúinn í hvílu.
„En er hann fékk lagið, þá
mælti hann þetta: „Hneit þar,“
sagði hann.“ „Hneit er þátíð af
sögninni að hníta sem merkir
að hitta (í mark) eða rekast á.
★
Atla Ásmundarsyni á Bjargi
í Miðfirði varð hugsað til þess
hvers konar spjót væru í tísku,
þegar Þorbjörn öxnamegin
Arnórsson rak hann 1 gegn
óvaran. „Þau tíðkast nú in
breiðu spjótin," sagði hann
fyrr en hann hnigi niður.
★
Frændur okkar Norðmenn
komu líka vel fyrir sig orði á
banastundinni, a.m.k. ef þeir
voru staddir hérlendis. Frá
Þorgrími Austmanni segir i
Njálu, að hann var sendur upp
á skála Gunnars á Hlíðarenda
til þess að kanna hvort kapp-
inn væri heima, þá er loka-
sóknin að honum var gerð.
Gunnar sá rauðan kyrtil út um
skálaglugga og lagði út atgeir-
inum og í gegnum Þorgrím.
Þorgrímur gekk eigi að síður
stillilega til félaga sinna úti á
vellinum, en þegar hann var
spurður hvort Gunnar væri
heima, mælti hann: „Vitið þér
það (= það skuluð þið sann-
reyna) en hitt vissi eg, að at-
geir hans var heima." Síðan
sagði hann ekki fleira.
★
Fyrir kom, að kappar ortu
þá jafnvel helst, er þeir höfðu
verið heygðir. Svo var um
Gunnar áðurnefndan á Hlíðar-
enda. Ekki getur kveðskapar
hans í lifanda lífi, en eitt sinn,
er Högni sonur hans og
Skarphéðinn Njálsson gengu
hjá haugi hans, sat hann upp-
réttur í haugnum, horfði mót
tunglinu og kvað. Vísa Gunn-
ars var bjargleg, með galdra-
lagsstefi, og þar sagðist hann
hafa hætt við utanförina
vegna þess að hann vildi ekki
vægja fyrir óvinum sínum. Og
þá vitum við það.
Björgunar-
sveitarmenn
mála gamla
Garðskaga-
vitann
Keflarfk, 18. júnf.
SÍÐASmJÐNA helgi tóku meðlim-
ir björgunarsveitarinnar Ægis í
Garði sig til og máluðu gamla
Garðskagavitann hvítan. Sögðu þeir
hugmyndina vera að gera vitann
snyrtilegri og er það draumur
þeirra að vera þarna með veitinga-
sölu í góðu veðri, en þá er mjög
algengt að fólk komi víðsvegar að
og njóti veðursins og skemmtilegs
umhverfis.
Gamli vitinn á Garðskaga er
mjög skemmtileg bygging með
langa sögu. Hann var reistur 1897
og lýsti sjófarendum til 1944 eða í
47 ár. Er hann orðinn mjög veðr-
aður og er því viðleitni björgun-
arsveitarmanna i Garði í senn
viðhald og gestum til yndisauka.
efi