Morgunblaðið - 22.06.1985, Side 32

Morgunblaðið - 22.06.1985, Side 32
»-32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 Minning: Ólína Þórey Jónsdóttir Fædd 16. september 1932 Dáin 14. júní 1985 Hinn 14. júní andaðist á heimili sínu í Cleveiand, Ohio í Bandaríkj- unum, ólína Þórey Jónsdóttir. — Ollý eins og hún var alltaf kölluð fæddist í Reykjavík 16. sept. 1932. Foreldrar hennar voru Jón Stef- "*?msson og Ólafía Guðmundsdóttir sem er nýlega látin. Ollý átti 4 yngri systkini, Guðmund, sem er albróðir, og Jónu, Hrafnhildi og Gísla sem eru hálfsystkini hennar. Að loknu almennu skólanámi lagði Ollý stund á nám í hár- greiðslu og lauk meistaraprófi í þeirri iðn. Hún stofnaði Hár- greiðslustofuna Pírólu við Grett- isgötu og starfrækti hana um ára- bil. Var hún farsæl og naut mik- illa vinsælda í starfi. Þann 23. apríl 1954 giftist Ollý Magnúsi Óttari Magnússyni lækni, en hann var þá að hefja nám í læknadeildinni. Þau eignuð- ust 2 drengi, Jón Gylfa (f. 1955), '$ttar(f. 1962) og eina dóttur, Þór- eyju (f. 1966). Það er varla hægt að hugsa sér hamingjusamari og samhentari hjón en Magnús og Óllý. Á meðan Magnús stundaði nám i lækna- deildinni hér heima átti hann stöðugan stuðning og hvatningu vísa hjá Ollý. Það átti ekki síður við þegar haldið var til Bandaríkj- anna til framhaldsnáms. Þetta voru erfiðir tímar. Námsstöður voru þá afar illa launaðar og — lægðu launin varla til að hægt væri að sjá fyrir fjölskyldu, hvað þá meira. Við það bættust síðan langar fjarvistir lækna frá heimil- um sínum vegna tíðra og langra vakta á sjúkrahúsinu. Staða eig- inkonunnar sem þurfti að vera ein með börnin langtímum saman í ókunnu landi gat því oft verið erf- iðari en eiginmannsins, sem var í félagsskap samstarfsmanna. Lækniskonur verða snemma að læra að venjast löngum vinnutíma og erilsömu starfi eiginmanns síns og það breytist lítið, þótt fram- haldsnámi sé lokið og sérfræð- ingsstörf séu hafin. Konan verður að bera alla ábyrgð á heimilinu og börnunum og vera um leið helsta stoð og stytta eiginmannsins í starfi. Það er örugglega ekki hallað á aðrar stéttir þótt bent sé á það hve hlut- verk lækniskonunnar er erfitt. Ollý hafði bæði kjark og dugnað sem þurfti til að leysa þetta erfiða hlutverk af hendi með sóma. Ollý var einstaklega glæsileg kona, sem vakti athygli hvar sem hún kom. Hún var fríð sýnum, há vexti og fallega vaxin. Hún var glöð og hress og hún vildi að hlut- irnir gengju hratt og vel fyrir sig. Ollý hafði þann líkamlega þrótt og orku sem góðar íþróttakonur þurfa að hafa og að auki var hún prýdd frábæru keppnisskapi. Um skeið var hún einn fremsti liðs- maður okkar í kvennalandsliðinu í handbolta. Margir minnast henn- ar örugglega frá þessum árum. Skíðaíþróttin var ofarlega í huga hennar og nú um margra ára skeið stunduðu þau hjónin siglingar af kappi og lá Ollý ekki á liði sínu í þeirri íþrótt. Við hjónin kynntumst Ollý og Magnúsi á háskólaárunum. Við urðum samferða þeim til Worcest- er í Massachusetts í Bandarikjun- um veturinn 1%3, þegar haldið var til framhaldsnáms. I þau tæp 6 ár sem við vorum samtíða vestra var stöðugt og náið samband, jafnvel þó þau Ollý og Magnús flyttu í lokin í annað ríki. Magnús var kominn í góða stöðu sem sér- fræðingur í nýrnasjúkdómum við Cleveland Clinic Foundation í Cleveland í Ohio og í framhaldi af því reistu þau sér fallegt heimili í einu af úthverfum borgarinnar. Því miður urðu endurfundir eftir það allt of strjálir bæði ytra og hér heima. Ollý reyndi þó að heim- sækja ísland, ættingja og vini eins og hún gat, en Magnús átti sjaldan heimangengt vegna vinnu sinnar. Maður fann að með hverju árinu sem leið urðu tengsl Ollýjar við fsland sterkari enda var hún fyrst og síðast sannur fslendingur. Það er svo erfitt að trúa því að hún Ollý sé dáin. Hún sem alltaf ljómaði af lífsorku og þrótti og var þar að auki á besta aldri. Frá því hún veiktist í nóvember sl. vissum við að framundan var aðeins bið eftir því hvenær lokakallið kæmi. Það var skelfilegt að sitja hér heima og geta ekkert aðhafst til að létta undir með henni, Magnúsi og börnunum. Allt var gert til þess að dvöl hennar í sjúkrahúsinu yrði sem skemmst. Það hefur áreiðan- lega verið mikilvægt fyrir Ollý að fá að vera sem lengst heima hjá fjölskyldu sinni og reyndar þar til yfir lauk. Magnús og börnin og þá sérstaklega Þórey lögðu mikið á sig til að þetta væri hægt. Á þessari stundu hrannast minningarnar upp. Það er erfitt að staldra við og ein minning tek- ur við af annarri. Við hjónin minnumst dásamlegra samveru- stunda bæði hér heima og sérstak- lega á námsárunum í Bandaríkj- unum. Ferðir á strendur í kring- um Cape Cod í Nýja-Englandi með börnin gleymast seint, sömuleiðis stuttar skemmtiferðir og sam- verustundir með öðrum löndum í helgarfríum. Þegar þurfti að ná saman hóp af fslendingum eða gera eitthvað til tilbreytingar var Ollý ávallt driffjöðurin sem hreif alla með sér. Það var dásamlegt að heimsækja þau hjónin í Cleveland og njóta einstakrar hlýju og gest- risni á hinu fallega heimili þeirra. Sigling með þeim hjónum á Erie- vatni var ógleymanlegt ævintýri. Á vatninu nutu þau lífsins og leið vel enda eyddu þau þar svo til öll- um sínum frístundum og öllum sumarfríum hin síðari ár. Þegar Ollý var hér í heimsókn í fyrra tók hún af okkur hjónunum loforð um að koma í heimsókn í síðasta lagi í sumar til að sigla með þeim í sumarfríinu. Því miður getur aldr- ei af þessari siglingu orðið. Ollý hefur nú kvatt okkur og lagt upp í sína hinstu för — síðustu sigling- una í þessum heimi. Við skiljum alls ekki hvers vegna við fengum ekki að hafa hana hjá okkur leng- ur. Söknuður ættingja og vina er mikill, en fagrar minningar um yndislega eiginkonu, móður og ömmu milda hann. Elsku Magnús, Þórey, Óttar og Gylfi. Megi Guð vera með ykkur og hjálpa ykkur til að varðveita minninguna um hana. Sigrún og Sævar Það er alkunna að fslendingar við nám og störf erlendis myndi með sér nokkurs konar samfélag, haldi hópinn og styrki þannig tengslin við ættjörðina. Þannig gerðist það á fyrri hluta sjöunda áratugarins að við nokkrir ís- lenskir læknar, héldum vestur til Bandaríkjanna til framhalds- náms. Meðal þeirra voru þau Magnús Óttar Magnússon og kona hans ólína Jónsdóttir, sem alltaf var kölluð Ollý. Smám saman týndumst við flestir heim til starfa nema Ollý og Magnús. Það lá fyrir þeim að ílendast þar vestra enda bauðst Magnúsi starf við einn besta spítala Bandaríkj- anna The Cleveland Clinic Found- ation í Cleveland, Ohio. Ég kynntist Óllý fyrst þegar hún lék handbolta með Fram í gamla íþróttahúsinu að Háloga- landi. Hún er mjög minnisstæð fyrir leikgleði sína, djörfung og dugnað í leiknum. Hún var örv- hent og skoraði mikið af mörkum fyrir lið sitt. ósjálfrátt varð hún leiðandi í hópnum og hreif alla í kringum sig með sér. Strax á fyrsta árinu sem við vorum í læknisfræði giftust þau Ollý og Magnús. Hún rak sína eig- in hárgreiðslustofu en hann stundaði sitt nám. Að því loknu héldu þau til Bandaríkjanna, fyrst til Worcester í Massachusetts- ríki, þar sem Magnús stundaði nám í almennri lyflæknisfræði. Á þeim árum voru allmargir íslensk- ir læknar við nám á Nýja- Englandi og við héldum hópinn eftir bestu getu og hittumst þegar mögulegt var. Á slíkum fundum vakti íslenski barnahópurinn jafn- an athygli enda öll börnin ljós- hærð. Síðan hittumst við aftur í Cleve- land. Ég hafði byrjað þar nám 1966 og ári síðar byrjaði Magnús við sama spítala. Kynni okkar og samgangur fjölskyldnanna hlaut að aukast. Lífið var ákaflega ánægjulegt á þessum árum. Við höfðum ákveðið markmið að keppa að í námi og starfi og fjöl- skyldurnar stækkuðu og lífið lék við okkur þrátt fyrir langan vinnudag og kröpp kjör. Sem fyrr var Ollý drifkrafturinn í félagslifi okkar. Hún skipulagði „picnics", framkvæmdi það sem þurfti og hreif okkur öll með gáska sínum og léttlyndi. Magnús starfaði við nýrna- sjúkdómadeild spítalans og leidd- ist smám saman út í rannsókna- starfsemi á því hvernig mögulegt væri að geyma nýru og halda þeim lifandi á meðan unnt væri að vefjaflokka gjafa og finna besta þegann. Hann varð spítalanum ómissandi og að loknu sérnámi bauðst honum góð staða við spftal- ann og ákvað því að setjast að þar úti. Þau keyptu sér hús skammt utan við Cleveland á bökkum Erie-vatns en þar áttu þau eftir að njóta ótal ánægjustunda við sigl- ingar á vatninu. Allmargir ís- lenskir hjartasjúklingar hafa leit- að til Cleveland til hjartaaðgerða. Ollý tók að sér að aðstoða sjúkl- ingana og aðstandendur þeirra og eftir lýsingum frá sjúklingunum er ljóst að hún gekk að því með sama kraftinum og dugnaðinum og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. OUý var allan tímann mikill ís- lendingur og ég held að hana hafi alltaf langað heim og hugurinn hafi stefnt til þess. Hún kom oft í heimsókn síðast fyrir um einu ári. Við áttum þá saman ógleymanlega stund á heimili okkar á Víkur- strönd. Hún var í essinu sínu og naut þess að segja okkur frá lífinu og lífsbaráttunni í Cleveland, við- ureign við bílasala sem höfðu selt henni gallaðan bíl, siglingum á vatninu og áform þeirra Magnús- ar í þeim efnum. Óg ekki sist frá því sem var að gerast á spítalan- um, sem er í stöðugum vexti og framför. Ekki grunaði okkur þá að þetta væri okkar síðasti fundur. Aðeins nokkrum mánuðum síðar veiktist Ollý hastarlega og kom í ljós að hún var með ólæknandi sjúkdóm. Dauðastríðið var stutt og hún lést á heimili sínu í Cleveland 14. júní sl. Um leið og við þökkum samferð- ina sendum viö Magnúsi og börn- unum innilegar samúðarkveðjur. Kristín S. Jónsdóttir Ólafur Öm Arnarson, læknir Hjónaminning: Hans Jörgen Ólafsson Ólöf Guðmundsdóttir Hans Jörgen Fæddur 17. febrúar 1900 Dáinn 16. nóvember 1983 Ólöf Fædd 26. október 1901 Dáin 12. júní 1985 Mig langar að minnast nokkrum orðum afa og ömmu sem hafa bæði kvatt þennan heim með stuttu millibili. Afi var fæddur á Eyrarbakka og var sonur hjónanna Þorbjargar Sigurðardóttur frá Eyrarbakka og ólafs Sigurðssonar söðlasmiðs frá Breiðabólstað á Síðu. Þau Þor- björg og ólafur bjuggu lengst af á Eyrarbakka og eignuðust 7 börn og eru 3 enn á Iífi. Afi vann alla almenna vinnu. Til dæmis fór hann nokkrar ver- tíðir til sjós og einnig vann hann við lagningu síma um landið. Síð- an lá leið hans til Selfoss og þar vann hann í nær 40 ár hjá S.ó. Ólafssyni. Amma var fædd í Kvíárholti í Holtum. Hennar foreldrar voru Ólöf Árnadóttir frá Skamm- beinsstöðum í Holtum og Guð- mundur Jónsson frá Hreiðri í Holtum. Systkini ömmu voru 8 sem upp komust en 5 þeirra eru enn á lífi. Faðir þeirra missti heilsuna þegar amma var 6 mán- aða og var henni þá komið í fóstur til frænku sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur og Einars Pálssonar í Haga í Holtum, einstöku sóma- fólki og voru þau hjónin henni sem bestu foreldrar og taldi amma sig aldrei geta fullþakkað fósturfor- eldrum sínum. Síðar tók við búinu í Haga Guðni sonur Einars og Guðrúnar og Guðfinna kona hans. Böm þeirra hafa alla tíð sýnt ömmu og fjölskyldu hennar mikla tryggð og vináttu og veit ég að amma og afi mátu það mikils. Árið 1927 flyst fjölskyldan frá Haga til Reykjavíkur. Þar stund- aði amma ýmsa vinnu, til dæmis fiskvinnu, en á sumrin fór hún sem kaupakona austur í Holta- hrepp. Seinna fór hún að Selfossi þar sem hún vann í Tryggvaskála og þar lágu leiðir afa og ömmu saman. Þau giftust 27. október 1934 og hófu sinn búskap á Stað á Selfossi hjá foreldrum afa. Þau reistu síðan sitt eigiö hús að Aust- urvegi 8 og var því gefið nafnið Garður. Þar bjuggu þau til ævi- loka. Þau eignuðust 4 börn; Einar, býr á Selfossi, kona hans er Hrönn Pétursdóttir; Þorbjörg, býr á Æg- issíðu Rang., maður hennar er Ægir Þorgilsson; Guðrún, býr í Þrándarholti, hennar maður er Þrándur Ingvarsson; ólafía, býr á Selfossi, hennar maður er Páll Björnsson. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin eru 2. Afi og amma voru mikið fjöl- skyldufólk og barnabörnin voru •þeirra líf og yndi. Margar góðar og skemmtilegar minningar á ég um afa og ömmu, einkum sögur af lífi fólks í byrjun aldarinnar og sam- tíðarmönnum þeirra. Sumarið 1982 vann ég á Selfossi og var þá daglega hjá afa og ömmu sem þá voru orðin heilsulítil. Afi hafði þó enn yndi af lestri góðra bóka og tefldi og spilaði oft við okkur þegar við komum í heimsókn. En haustið 1983 veikt- ist afi og dó eftir skamma sjúkra- húslegu. En amma bjó ein í húsinu þeirra í eitt ár meðan heilsan leyfði. Þá tók við sjúkralega á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi en þaðan átti hún ekki aftur- kvæmt, en var þó andlega hress og hélt áfram að fylgjast með öllum málum fjölskyldu sinnar og frétt- um blaða og útvarps. Það voru ánægjulegar stundirnar sem við áttum saman þegar ég heimsótti hana. En síðustu vikurnar var hún orðin hressari og fór stundum um helgar til Ólafíu dóttur sinnar og hafði gaman af. Ég þakka þeim afa og ömmu fyrir takmarkalausa umhyggju fyrir okkur barnabörnunum þeirra, en þau gerðu aldrei upp á milli okkar. Slíkt var fjarri þeim. Á hverri stórhátíð var fastur liður að heimsækja þau, þau nutu þess að veita af rausn meðan afkom- endurnir sögðu af högum sínum. Afi og amma voru að mörgu leyti með ólíka skapgerð, en ábyrgðar- tilfinning, grandvarleiki og hjálp- semi voru einkenni þeirra beggja og þannig verður minningin um þau. Baldur Legsteinar marmari Hanii j./. Unnarbraut 19, SettjamamMi, símar 820009 og 72818.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.