Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985
35
I Kristjana Sœmunds-
dóttir — Minning
Þann 14. þessa mánaðar andað-
ist í Borgarspítalanum í Reykja-
vík, Kristjana Sæmundsdóttir eft-
ir langt og erfitt sjúkdómsstríð.
Hún verður jarðsungin í dag, 22.
júní, frá Höfn í Hornafirði. Meðal
vina og ættingja ver hún alltaf
kölluð Dídi. Hún fæddist á Litla-
Árskógssandi í Eyjafirði 5. ágúst
1934, dóttir hjónanna Önnu Pét-
ursdóttur og Sæmundar Bene-
diktssonar, hún var næstelst af sjö
systkinum.
Dídí stundaði nám við
Húsmæðraskólann á ísafirði vet-
urinn 1952—53. Ung að árum gift-
ist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Gísla Þorvaldssyni frá
Norðfirði. Fyrstu hjúskaparár sín
bjuggu þau í Keflavík, síðan mörg
ár á Neskaupsstað og nú síðustu
árin á Höfn í Hornafirði, en þar
áttu þau fallegt heimili að Kirkju-
braut 28.
Börn þeirra hjóna eru fjögur,
Sæmundur stýrimaður og skip-
stjóri, búsettur á Höfn í Horna-
firði, hann er kvæntur Sigríði Sig-
urðardóttur. Jóhann, verslunar-
maður, einnig búsettur á Höfn,
eiginkona hans er Anna Valgarðs-
dóttir. ólöf húsmóðir, búsett á
Reyðarfirði, hún er gift Jóhanni
Gunnarssyni og Anna María, sem
dvelur enn í föðurhúsum. Barna-
börnin eru nú orðin 6.
Einhvern veginn er það nú
þannig að þegar maður hefur hvað
mesta þörf fyrir að tjá sig, þá láta
orðin á sér standa, hugurinn leitar
til löngu liðinna atburða, sem
gerðu samfylgdina ánægjulega og
maður fyllist trega, sársaukinn og
söknuðurinn láta ekki á sér
standa, en það er huggun harmi
gegn að eftir stendur minningin
um elskulega systur, sem ævinlega
vildi öllum gott gera.
Á gleðinnar stund var hún hrók-
ur alls fagnaðar, margar voru
stundirnar þar sem hún spilaði og
söng af hjartans list og þá hreif
hún alla viðstadda með sér.
í mínum huga sem þessar línur
rita, var hún góð kona og gjörvu-
leg og þannig ætla ég að geyma
minninguna um hana.
Nú er Dídí systir mín gengin á
fund skapara síns, ég efast ekki
um að hún mun standa frammi
fyrir honum í auðmýkt, en jafn-
framt með þeirri reisn sem ávallt
hvíldi yfir henni.
Ég votta eiginmanni hennar,
börnum, barnabörnum og öðrum
ástvinum mína dýpstu samúð.
Jón
Aðeins nokkur fátækleg orð til
að þakka Dídí, eins og hún var
kölluð meðal vina. Þakka henni
kímnina, glaðværðina, hjálpsem-
ina, góðvildina, sem hún hafði
ætíð tíma til að sýna þeim er til
hennar leituðu. Fyrir utan hið
indæla heimili hennar hér í Nes-
kaupstað, ræktaði hún dásamleg-
an blómagarð við heimili sitt. Hún
var öllum góð. Hún vann mikið
með manninum sínum í hans
starfi, var stoð hans og stytta.
Veikindi sín bar hún með einstöku
þreki:
Sú ijúfa minning létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
sem aldrei, aldrei gleymi ég.
Kristjana Sæmundsdóttir lést í
Borgarspítalanum að morgni 14.
júní. Hún var fædd 5. ágúst 1934.
Foreldrar hennar voru Sæmundur
Baldvinsson og Anna Pétursdótt-
ir, sem látin er. Eiginmaður
Kristjönu er Gísli Þorvaldsson.
Voru þau flutt til Hornafjarðar
fyrir nokkrum árum. Þau eignuð-
ust fjögur börn, sem öll eru á lífi.
Eftirlifandi manni hennar, börn-
um hennar, tengdafólki og föður
svo og öðrum aðstandendum votta
ég innilega samúð og bið Guð sem
græðir öll sár að græða einnig
þeirra.
Vinkona
Sjá, ævin líður furðu fljótt,
sólin hnígur, húmið stígur.
Senn er komin svartanótt.
I dag er til moldar borin elsku-
leg móðursystir okkar Kristjana
eða Dídí eins og hún var kölluð.
Dídí yfirgefur nú þennan heim
langt fyrir aldur fram eftir erfiða
baráttu við sjúkdóm þann er lagði
hana að velli.
Æðrulaus og róleg mætti hún
örlögum sínum og alltaf sá hún
björtu hliðarnar á lífinu. Dídí var
hrókur alls fagnaðar, gleðin og
hlýjan geislaði af henni, hún var
alltaf tilbúin að gefa af sjálfum
sér. Fyrir tólf árum þegar við
systurnar misstum móður okkar
kom Dídí með opinn faðminn og
þar áttum við alltaf vísan stað.
Lífið er hverfult og enginn má
sköpum renna, við sem eftir lifum
verðum að trúa því að henni sé
ætlað annað og meira hlutverk.
Með þessum fáu orðum viljum við
þakka Dídí fyrir samverustund-
irnar sem urðu allt of fáar. Fari
hún í Guðs friði og hafi þökk fyrir
allt og allt.
Anna Margrét og
Ingigerður Guðmundsdætur
Minning:
Einar Indriðason
Vestmannaeyjum
Fæddur 17. nóvember 1933
Dáinn 13. júní 1985
Aðfaranótt 13. júní sl. varð
bráðkvaddur á heimili sínu í Vest-
mannaeyjum Einar Indriðason
sjómaður. Fer útför hans fram frá
Landakirkju í dag, 22. júní.
Einar fæddist á Raufarhöfn
þann 17. nóvember 1933 og var
einn af fimm börnum þeirra hjóna
Jóhönnu Helgu Önundardóttur og
Indriða Einarssonar útgerðar-
manns og skipstjóra. Móðir Ein-
ars lést frá börnunum ungum og
ólust systkinin upp hjá föður sín-
um á heimili föðurömmu sinnar.
Eru fjögur þeirra látin, en eftirlif-
Gróðursett á
Sauðárkróki
SauAárkróki, 17. júní.
UM SJÖHUNDRUÐ trjáplöntur
hafa verið gróðursettar meðfram
Skagfirðingabraut, frá Faxatorgi
suður fyrir gagnfræðaskóla, sem
er sjöhundruð metra vegalengd.
Þetta eru myndarlegar Alaska-
aspir, sem vonandi ná að dafna og
þroskast, þótt ýmsir óttist að
norðannæðingurinn geti reynst
þeim skeinuhættur.
Margt er nú gert til að fegra og
prýða bæinn og vinna flokkar
unglinga að ýmsum verkefnum,
slá og hreinsa opin svæði og að-
stoða einstaklinga sem óska að-
stoðar við garðslátt o.þ.h.
Kári.
andi er Agnar sem búsettur er á
Raufarhöfn.
Eins og títt er um unga menn í
sjávarplássum beindist hugur
Einars fyrst og fremst að sjó-
mennsku. Það varð og hlutskipti
hans að gera hana að ævistarfi
sínu. Byrjaði hann ungur sjósókn í
heimaplássi sínu, en kom fyrst á
vertíð til Vestmannaeyja árið
1955. Var það upphafið að tæplega
sautján ára búsetu þar. Var Einar
háseti á Hugin VE í sautján ár og
síðar á Sindra VE en varð að
hætta sjómennsku fyrir nokkrum
árum vegna heilsubrests og vann í
Vinnslustöð Vestmannaeyja til
dauðadags.
Engan þekki ég sem hafði annað
en góð orð um Einar og var hann
mjög vel iátinn af vinnufélögum
sínum. Segir nafngiftin „félagi"
sitt, en það var Einar almennt
kallaður meðal vina.
Það varð æ sjaldnar sem ég hitti
Einar seinni árin, en alltaf jafn
ánægjulegt, því gott er að þekkja
fólk sem reynir ávallt að sjá það
besta og jákvæðasta við tilveruna.
Áttum við langt og gott spjall
saman á síðasta ári. Hafði ég þá
hugboð um að Einar væri ekki
grunlaus um að hverju stefndi. En
öll viljum við lifa sem lengst og
njóta afraksturs lífsbaráttunnar,
sjá börnin okkar komast til manns
og njóta barnabarnanna. En
vinnusömu fólki getur heilsuleysi
orðið illbærilegt og því sáttara við
en ella að sjá fram á skapadægur
sitt.
Einar gekk lifsveginn hljóðlega
og skilur eftir þægilegar minn-
ingar. Honum var það gefið að
geta siglt í gegnum lífið án þess að
láta utanaðkomandi áhrif trufla
lífsmynstur sitt. Hann var ánægð-
ur með hlutskipti sitt í lífinu og
var það vel.
Einar giftist árið 1959 Fjólu
Guðmannsdóttur frá Vestmanna-
eyjum og áttu þau myndarlegt
heimili á Hásteinsvegi 55, sem án-
ægjulegt var að kynnast. Þar leið
honum vel, enda vel að búið. Eign-
uðust þau sex syni og eru fjórir
enn í heimahúsum, en tveir hafa
stofnað heimili. Það var ánægður
afi sem talaði um barnabörnin sín,
enda mjög barngóður og þægi-
legur heimilisfaðir. Átti þar einn-
ig góðan að lítil sonardóttir mín,
sem Einar reyndist sem besti afi.
Væri ánægjulegt að mega sjá
syni Einars og Fjólu feta í fótspor
föður síns. Af því væri enginn
svikinn, því þar fór góður drengur
og félagi.
Innilegar samúðarkveðjur til
ástvinanna.
Blessuð sé minning Einars Ind-
riðasonar.
Dóra Kristins
Hollusta
hrísgrjóna
Hagskýrslur sýna að í vestrænum ríkjum er mun meira um
meltingarsjúkdóma, offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma en í
fátækari og vanþróaðri ríkjum, til dæmis í Asíu og Afríku.
Vísindamenn eru yfirleitt á þeirri skoðun að mataræði ráði hér
miklu um, og ráðleggja þeir þá heilsusamlegri fæðu. Það er
þessvegna ekki úr vegi að íhuga nokkuð matarvenjur okkar og
hvað unnt sé að gera til bóta.
Við vitum að trefjafæða er holl, og einnig að hollt er að draga
úr neyzlu á sykri, fitu, kólesteról-ríkum mat og salti. Nú er
okkur ráðlagt að neyta fæðu sem er rík af kolvetni, eins og
hrísgrjón, brauð og kartöflur, nýir ávextir og grænmeti, fiskur
og belgjurtir.
Langkornuð hrísgrjón (long grain rice) hafa marga þá kosti
til að bera sem nú þykja nauðsynlegir í mataræði. Ihrísgrjón-
um er svo til ekkert salt, og eru þau því ákjósanleg fyrir þá sem
vilja draga úr saltneyzlunni. Mjög lítil fita er í hrísgrjónum.
Hrísgrjón eru trefjarík. I hvítum hrísgrjonum eru 2,7 trefja-
grömm í hverjum 100 grömmum. I brúnum hrísgrjónum eru 4,4
trefjagrömm í hverjum 100 grömmum. Eftir suðu eru trefja-
grömmin 0,9 í hvítu grjónunum og 1,4 í þeim brúnu.
Þeir sem eru í megrun kvarta oft undan hungurverkjum.
Hrísgrjón eru prýðis magafylling, og ekki eru þau fitandi. í
hverjum 100 grömmum af soðnum hrísgrjónum eru aðeins um
120 hitaeiningar (kaloríur), en í ósoðnum 360 hitaeiningar.
Um þrjár tegundir langkorna hrísgrjóna er að velja. í fyrsta
lagi venjulegra hvítra hrísgrjóna (regular-milled). Grjónið er
grannt og hálf glært útlits, fjórum til fimm sinnum lengra en
það er breitt. Hýði, hismi og kim hafa verið fjarlægð. I öðru
lagi eru forsoðin (parboiled) hrísgrjón. Þau hafa verið forsoðin
með gufu undir þrýstingi til að þau haldi betur fjörefnum
sínum og steinefnum. Þetta styrkir einnig grjónin og minni
hætta er á að þau mauksjóði. Fyrir suðu hafa grjónin á sér
gulan blæ, en verða rjómahvít, aðskilin og mjúk við suðu.
Stærðin er sú sama og á venjulegum hvítum grjónum. í þriðja
lagi eru svo brúnu hrísgrjónin. Þessi grjon eru með hyðinu, en
hismið hefur verið fjarlægt.
Hér á landi fæst nú fjölbreytt úrval góðra hrísgrjóna, svo
allir ættu að geta fundið grjón við sitt hæfi. Um daginn rak á
fjörur mínar tegund, sem ég hafði ekki áður reynt, en það voru
forsoðin langkornuð hrísgrjón frá Kellogs (long grain parboil-
ed), og þótti mér þau afbragðs goð. Ykkur er alveg óhætt að
reyna þau. Soðin á eftirfarandi hátt urðu þau laus og ljúffeng:
1 bolli grjón, 2 bollar vatn og ein teskeið salt sett í pott og
suðan látin koma upp. Hrært í einu sinni, lok sett á pottinn og
soðið áfram við lágan hita í 20 mínútur (eða með 2Vt. bolla af
vatni í 25 mínútur til að fá grjónin mýkri). Tekið af plötunni og
látið standa óopnað og trekkja í 5 mínútur. Hrært í áður en
grjónin eru borin fram.
Þar sem Dyngjan rúmar ekki meira en þetta að sinni ætla ég
að fylgja þessu eftir og gefa ykkur fáeinar hrísgrjónauppskrift-
ir næsta laugardag, þó sérstaklega Auði í Grænumýri 9.
p % rií §
8 CO Metsölublad á hverjum degi!