Morgunblaðið - 22.06.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 22.06.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 fclk í fréttum Þeir sem tóku þitt í söng i plötunni USA for Afrika, We are the World. TÓNLISTARHÁTÍÐ: Agóði rennur til sveltandi fólks í Afrfku Breskir rokktónlistarmenn voru upphafsmenn að sam- eiginlegu átaki tónlistarfólks til stuðnings sveltandi fólki í Afr- íku. í kjölfarið fylgdi m.a. bandaríska platan vinsæla USA for Africa „We are the world" B r e s k i söngvarinn Bob Geldof sem hefur staðið að skipulagningu safnana í Bretl- andi hugsar sér nú til hreyfings á þessu sviði að nýju. Fyrir skömmu tilkynnti hann að nú myndu sameinast 50 stærstu nöfnin í poppheiminum bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum og efna til tónlistarhátíð- ar. Hátíðin mun fara fram 13. júlí næstkomandi samtímis í London og Fíladelfíu og mun verða tengd saman með gervihnetti og sjón- varpað til meira en billjón manns í meira en 100 þjóðlönd- um. Vonir standa til að þetta eigi eftir að gefa af sér meira en 10 milljónir dollara. Adam Ant, Elton John, Midge Ure og Geldof sem sér um skipulagningu hátíðarinnar. Ekkert lát á vinnu þeirra og vinsældum Hver þekkir ekki þessa kappa úr fjölmörgum kvikmyndum. Ekk- ert lát er á vinnu þeirra og vinsæld- um og nú fá aðdáendur þeirra brátt að sjá þá saman í mynd sem fjallar um tvo náunga sem eiga að sjá um að áfengisbanni sé framfylgt. Jackie Gleason er orðinn 69 ára að aldri en Art Carney er 66 ára. GRAHAM SMITH Á LEIÐ HEIM TIL BRETLANDS: „Þessi ár mín hérlendis ein bestu árin í lífi mínua Undanfarin sex ár hefur Graham Smith verið bú- settur hérlendis, leikið með sin- fóníunni, gefið út plötur og spil- að, einnig sem popptónlistar- maður. Á næstunni er Graham að flytjast búferlum heim til Englands. „Það eru ekki leiðar ástæður sem liggja að baki því að ég flyt nú aftur heim til Englands, því mér þykir verulega vænt um ís- land og þessi ár mín hérlendis eru ein bestu árin í lífi mínu. En leiðin liggur aftur heim, það var kominn sá tími að ég varð að fara að gera upp hug minn hvort ég ætlaði að setjast hérna að eða snúa á heimaslóðir. f Englandi bíða mín hlutir sem ég hef ekki möguleika á að sinna eins vel héðan. Ég á fjöl- skyldu heima, dreng og stúlku, og ég vil geta sinnt þeim betur en hingað til. Ég á einnig góða vini þarna ytra og ýmis önnur sambönd sem bíða mín. Fyrst um sinn kem ég til með að búa í Bristol og ég stefni að því að byrja heimkomuna á ær- legu fríi. Ég veit ekki hvað tekur svo við nema „freelance“-vinna. Að nokkrum tíma liðnum get- ur verið að mér bjóðist vinna við félagsmiðstöð sem vinur minn stjórnar í frekar erfiðu hverfi í London. Þar ynni ég með ungu fólki sem hefur lent i erfiðleik- um, annaðhvort efnahagslegum, tilfinningalegum eða sér lítinn tilgang með lífinu. Þar á ég ef- laust eftir að geta notað tónlist- ina mína hvort sem það er rokk, jazz, popp og klassík." Graham Smith hefur verið að vinna að hljómplötu undanfarið ásamt Bergþóru Árnadóttur og von er á henni f verzlanir þessa dagana. „Við höfum verið að vinna að skífu, rétt er það, sem ber nafnið „Það vorar“ eða á ensku heitir hún „A musical affair". Þetta er í reynd ný stefna fyrir mig þar sem ég leik á önnur hljóðfæri en fiðluna, þ.e. synth- esizer og tölvu og tala jafnvel inn á í takt við tónlistina. Bergþóra syngur einnig og þetta eru breytingar frá öðrum skífum sem ég hef látið frá mér því þar er fiðlan allsráðandi. Ég samdi fjögur lög á plötunni og þrjú eru um ísland, þ.e.a.s. Snæfellsjökul, Hótel Búðir og Snæfellsnes. Auk þessa hef ég verið að spila í söngleiknum Chicago undanfarið. En nú er ég semsagt á leiðinni heim. Ég er þó ekki að kveðja endanlega. Hver veit nema ég komi í haust og fari í tónleika- ferð með Bergþóru til að kynna plötuna okkar eða verði með ef söngleikurinn Chicago verður aftur tekinn til sýninga í janúar. Hver veit ... allavega kem ég aftur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.