Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JUNÍ 1985 43 Þann sem vantar kímni- gáfu, vantar mikið A.Þ. skrifar: Kæri Velvakandi! Ég skrifa þér vegna viðtalsþátt- ar í sjónvarpinu nýlega um feguð- arsamkeppnina. Mér fannst þetta athyglisverður þáttur. Ég man því miður ekki hvað maðurinn heitir, sem hefur með þessa samkeppni að gera, en það verð ég að segja að hann kom mér með afbrigðum vel fyrir sjónir og svaraði langbest og skynsamlegast af öllum þarna. Theodóra var líka bæði greinargóð og háttvís, en presturinn á auð- heyranlega bágt með að setja sig í spor svona venjulegs fólks, en þó tók út yfir þegar hann fór að bera stúlkurnar saman við hross og með þeim orðum sem því fylgdu var þetta vægast sagt dónalegt. Svo var það Kvennalistakonan, kennari. Hvað er að? Því eruð þið svona hörundsárar? Þetta er minnimáttarkennd. Ég held að engum hafi þótt það neitt sniðugt þegar þið mættuð með pappakór- ónur í gömlum satínkjólum á borgarstjórnarfund. Fyrir mitt leyti fannst mér borgarstjórinn bara með góðlátlegt grín við krýn- ingarhátíðina og ég tók það nú svo að hann væri engu síður að gera grín við krýningarhátíðina og ég tók það nú svo að hann væri engu síður að gera grín að karlmönnum fyrir hvað þeir væru veikir fyrir kvenlegri fegurð, sem betur fer. Mitt álit á fegurðarsamkeppninni er það að allar stúlkurnar þarna hefðu verið verðugir fulltrúar ís- lands hvar sem væri í heiminum — fallegar, fágaðar og glæsilegar í framkomu. Fötin skapa manninn, segir ein- hversstaðar. Presturinn myndi segja að Guð skapaði manninn. Ég er sammála honum en Guð gaf manninum vilja. Og með klæðnað- inn: Ég vildi heldur að mín börn hefðu svona stúlkur til fyrirmynd- ar heldur en t.d. þegar pönkara- tískan var og hét og allir áttu að vera helst í skítugum lörfum jafn- framt því sem auknar hassreyk- ingar fylgdu í kjölfarið og alls konar óþverri. Það er nú svo að vel klætt fólk í huggulegu umhverfi verður ósjálf- rátt prúðara og kurteisara í allri umgengni. Ég vil taka fram að ég er ekki flokksbundin og verð aldr- ei og Kvennalistakonur, við ykkur vil ég segja: Við erum að sækjast eftir jafnrétti en ekki að verða al- veg eins og karlar. Það má ekki lengur t.d. tala um hjúkrunarkon- ur, þjónustustúkur eða neitt sem ber nafnið kona, heldur bara fræð- ingar eða tæknar. Við eigum ekki að afneita okkar kyni, heldur vilj- um við jafnrétti við hitt kynið. Og einnig vil ég segja þetta: Þann, sem vantar kímnigáfu, vantar mikið. Ef þið haldið að ég skrifi þetta vegna þess að ég ætli í fegurðar- samkeppni, þá er það ekki svo. Ég á fjögur börn og fullt af barna- börnum og meira að segja lang- ömmubörn, og þakka ég Guði fyrir að það er allt bæði fallegt, duglegt og heiðarlegt fólk. Dollarar og krónur Hinn 16. júní sl. var á þessum síðum grein eftir Ólaf Á. Krist- jánsson og þar segir meðal ann- ars: „í Morgunblaðinu 7. júní sl. er fréttaklausa með yfirskriftinni „43 milljónir á gjaldeyrisreikning- um“. Er blaðið eitthvað að fela héma eða er þetta bara fljótfærni blaðamanns? Margir fara fljótt yfir lestur dagblaða og láta gjarn- an fyrirsagnir duga þegar þær segja aðalkjarna greinarinnar. En ég hef nógan tíma og við lestur greinarinnar kemur fram að hér er átt við dollara, en ekki íslensk- ar krónur, sem eru á innlendum gjaldeyrisreikningum. Að mínu mati hefði fyrirsögn átt að vera, „1800 milljónir á gjaldeyrisreikningum", samanber frétt í Morgunblaðinu 8. júní sl. um að skæruliðar i Nicaragua fái 1570 milljónir dollara, en hefði átt að vera þannig að skæruliðar í Nicaragua fái 1570 milljónir þegar átt er við 38 milljónir dollara. Hvað varð um friðarplaggið? Sigurður Kristjánsson skrifar: Hr. Velvakandi: Marconi vissi að hann gæti sent þráðlaus skeyti með þeirri orku sem hann hafði þekkingu á. Orkan þurfti þó að verða miklu meiri til þess að sanna umheiminum að hér var um staðreynd að ræða. Góðir alþingismenn! Hvað varð um þetta góða friðarplagg sem þið sömduð? Já, hvað varð um það? ísland, þessi litli blettur á jarð- arkúlunni, dregur víst ekki mikla athygli að sér í stórum heimi. Þrátt fyrir mikil fundahöld hér munar ekki mikið um þau. En hvernig væri nú að þið, sem sömd- uð þetta plagg um alþjóðafrið, hélduð fund saman og einbeittuð hugsun ykkar að því sem í plagg- inu stendur og senduð þá hugsun frá ykkur í hljóðri bæn. Orka bænarinnar er slík að þetta yrði stór sigur fyrir heiminn og ykkur. Lét klippa og lita! TóU skrifar: Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu 9. júní sl. eru ummæli frá Duran Duran-aðdá- anda um að hann/hún trúi ekki að Simon le Bon sé búinn að klippa hárið stutt og lita það svart. Ég er áskrifandi að breska popptímaritinu „Smash Hits“ og í 22. maí—4. júní-blaðinu á bls. 63 og í 5.—18. júní-blaðinu á bls. 37 eru myndir af kappanum með nýju greiðsluna og háralitinn. Jæja, aldrei að segja aldrei og þar hefurðu það. Þessir hringdu . . Michael Jackson Tveir Michael Jackson-aðdóend- ur hringdu: Nú er okkur nóg boðið. Nú er kominn tími til að fá Michael Jackson í Traffic og sjónvarpið. Plata hans, „Off The Wall“ fékk frábæra dóma. Síðan kom plata hans „Thriller”, sem sló öll sðlu- met heims á sínum tíma. Samt er verið að spila Duran Duran, Wham U2 og Frankie Goes To Hollywood á rás 2. Von er á tveimur plötum með snillingnum Jackson. önnur þeirra kemur til landsins eftir einn til þrjá mánuði en hin hefur ekki enn fengið útgáfudag. Von er á nýrri dagbók með Jackson. í henni eru u.þ.b. 200 myndir. Sú sem gefur bókin út er fyrrver- andi kona Bandarikjaforseta. Við viljum í lokin þakka Pétri Steini fyrir frábæra þætti um snillinginn á rás 2 að undan- förnu. „Mixiði" lögin? 1799-2317 hringdi: Ég vil spyrja dagskrárgerðar- menn á rás tvö hvort þeir „mixi“ inn lög, tæknilega. Maður þekkir stundum ekki lögin sem spiluð eru, en finnst þau lík einhverju sem maður hefur áður heyrt. Lögin eru orðin öðruvísi en þau eru á plötunni. Sigríður Páls- dóttir — níræð í dag, 22. júní, er Sigríður Pálsdóttir 90 ára. Hún fæddist 22. júní 1895. Ekki verður ætt hennar rakin hér enda er hún mér lítt kunn. Þann 8. júní 1916 gekk hún að eiga Ágúst Guðmundsson vél- stjóra sem ekki löngu síðar gerðist yfirvélstjóri rafstöðvarinnar við Elliðaár, en því starfi gegndi hann til dauðadags, 27. desember 1952. Bæði tilheyrðu aldamótakynslóð- inni, þeim sterku stofnum sem þá uxu með þjóðinni og lögðu grunn- inn að því besta og traustasta sem hún nú á. Uppbyggjandi starf var þeirra líf. Glæsilegum barnahópi komu þau upp með ráðdeild, myndarskap og festu. Heimili þeirra var menningarheimili þar sem fágun ríkti bæði hið ytra og innra. Ágúst var starfsmaður með afbrigðum, skyldurækinn og snyrtimenni svo af bar. Það hygg ég að það sé hann, sem fremur öllum öðrum skapaði þá snyrti- legu umgengi sem orðið hefur ein- kennandi fyrir aflstöðvar hér á landi. Það er undarlegt en satt að Sig- ríði sá ég fyrst í draumi ná- kvæmlega eins og ég árum síðar sá hana við heimilisstörf í eldhúsinu í stöðinni. Við Ingólfur sonur þeirra hjóna höfðum kynnst í Vás- terás í Svíþjóð þegar hann stund- aði nám við Tekniska-háskólann í Stokkhólmi, en ég vann ýmsa vinnu og bjástraði við að afla mér þeirrar menntunar sem svo með tímanum náði til háskólanáms- og prófs í Uppsala. Á sumrin ferðuð- umst við nokkuð saman enda þótt pyngjan væri jafnan í léttara lagi. Farartækin voru reiðhjól, vegir góðir og mishæðir hóflegar um þennan hluta landsins. Margar skemmtilegar minningar á ég frá þessum ferðum okkar og samveru. Þannig hófust kynni mín af fjöl- skyldunni við Élliðaár, én þau hafa orðið mér ómetanleg. Það var svo þann 27. júní 1946 að ég, eftir að hafa dvalið 14 ár erlendis, að mestu í Svíþjóð, í fyrsta sinn kom á heimili þeirra hjóna í rafstöðinni við Elliðaár. Þær móttökur eru mér í minni. Eins var og að koma í foreldrahús og nánast eins og týndur sonur væri aftur fundinn. Upp frá því mátti segja að heimili þeirra Sig- ríðar og Ágústs væri um árabil sem mitt heimili þegar ég var hér á landi. Þar var ég sem í hópi systkina og hefur mér síðan fund- ist ég tilheyra þeim hópi þótt fundum hafi fækkað með tíman- um. Sigríður var okkar allra mamma, hafði alltaf tíma fyrir alla, kvartaði aldrei yfir annríki, var alltaf glöð. Hún var stóra stjarnan á þessu fíngerða en jafn- framt trausta menningarheimili. Mörg sumarkvöldin á túninu við Elliðaár eru mér dýrmætar perlur minninga eða í garðinum sem Sig- ríði þótti svo vænt um og sem hún hlúði að með þeirri nærfærni, sem henni er svo lagin. Á langri æfi hlýtur margt að mæta og ekki hefur Sigríður farið varhluta af sorgum þessa lífs. Eig- inmanni og þremur dætrum hefur hún orðið á bak að sjá, nú alveg nýlega Ingunni Sigríði (Gógó), sem hrifin var brott á besta aldri, elskuð og virt af öllum sem hana þekktu. Stundum er líf og dauði ótrúlega óbilgjarnt. Hvað vill er ræður? í þessum raunum hefur Sigríður verið sterk og aldrei mælt æðruorð, í sannleika mikil persóna. Að kynnast slíku fólki er ein af bestu gjöfum lífsins. Árin eru orðin mörg, tíminn gefur engum grið. Starfsorka dvínar og dagarnir þokast áfram. Miklu starfi er skilað í hendur af- komenda, sem meta það og varð- veita. Að óska til hamingju þeim sem þrotnir eru að líkamskröftum hljómar sem öfugmæli. Ég veit að Sigríður hlýtur blessun alls hins sanna og góða, því svo hefur hún verið og er sjálf. Þessar fátæklegu línur eru til þess festar á blað að þakka Sigríði nú á þessurir merkisdegi fyrir allt það sem hún er og hefur verið mér og öllu sínu umhverfi, veit ég að margir munu taka undir það. Jón Jónsson Á afmælisdaginn verður Sigríð- ur fjarverandi. Skoskur barpíanisti skemmtir á Fógetanum Veitingahúsið Fógetinn hefur fengið skoskan píanóleikara til að skemmta gestum hússins með leik og söng fjögur kvöld í viku næsta hálfa mánuðinn. Nafn píanóleikara þessa er Angus Rollo og hefur hann ferð- ast víða og spilað fyrir fólk bæði á börum og krám sem og á djasshátíðum. Að sögn Jóns Er- lendssonar hlustuðu aðstand- endur Fógetans á Rollo á krá í Lúxemborg og þóttust sjá að hér væri kominn rétti maðurinn til að skapa hina einu sönnu krá- arstemmningu á Fógetanum. Angus Rollo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.