Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALURINN —OPINN 9.00-02.00 LIL HlfKKUR IHBMSHEÐJU LAUGARDAGUR 22. JÍJNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Bensín- hækkun á mánu- daginn Lítrinn fer að líkind- um yfir 30 krónur Verðlagsyfirvöld munu að lík- indum funda stíft yfir helgina, þar sem fyrir dyrum er að ákveða verðhækkun á bensíni nk. mánu- dag á fundi verðlagsráðs. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst verður um umtalsverða hækkun á bensíni að ræða, og er því fleygt að hækkunin verði einhvers stað- ar á milli 15 og 20%, þannig að nú má búast við að verð á bensínlítr- anum fari yfir 30 krónur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa yfirvöld haldið að sér höndum í þessu hækk- unarmáli og viljað bíða til þess að hækkunin kæmi ekki beint ofan í nýgerða kjarasamninga. Beiðni olíufélaganna hefur hins -^ffegar lengi legið fyrir og verður nú afgreidd nk. mánudag. Jafn- framt mun vera ákveðið að aðr- ar olíutegundir hækki ekki að svo stöddu. Kýr á Kjar- valsstöðum ÓVÆNTUR gestur heimsótti Kjar- valsstaði í gsr við opnun iðn- kynningar Rangárvallasýslu sem tuttugu fyrirtæki standa að, kýrin Drottning frá Kirkjulæk í Fljótshlíð mætti á staðinn við mikinn fógnuð gesta. Drottning er 12 ára gömul verð- launakýr sem hefur mjólkað 52 þús kg af mjólk, um 6400 litra á sl. ári, eða um 20 litra á dag. Hún er frá Hólmi í Austur-Landeyjum og hefur átt 10 kálfa, en á von á þeim 11. eftir mánuð. Drottning heim- sótti Kjarvalsstaði til þess að leggja áherslu á mikilvægi héraðs- ins í landbúnaði, en um 6000 kýr eru í Rangárþingi. Á myndinni er Eggert Pálsson bóndi með Drottn- ingu i taumi, en lengst til hægri eru m.a. Þorsteinn Pálsson alþing- ismaður, Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra og Jón Þorgilsson sveitarstjóri á Hellu, en lengst til vinstri er Árni Johnsen alþingis- maður sem stjórnaði framkvæmd Rangæingakynningarinnar. Gunnar Flóvenz um afstöðu Rússa til síldarsamninganna: Hljótum að endurskoða öll viðskipti við Sovét — segir undirboð Norðmanna gott dæmi um spillingu í ríkisstyrkjakerfi í GÆR slitnaði upp úr viðræðum, sem staðið hafa yfir að undanförnu f Moskvu um fyrirframsölu á saltsfld framleiddri á komandi vertíð. Sovét- menn hafa gert kröfu um 45% lækkun á söluverðinu og jafnframt krafist ýmissa breytinga á samningsákvæðum íslendingum í óhag. Sem rök fyrir verðlækkunar- kröfum sínum hafa Sovétmenn lagt fram í viðræðunum undirrit- aða sölusamninga sem þeir hafa nýlega gert við helstu keppinauta okkar, en þar er um að ræða 50% lægra söluverð en Síldarútvegs- nefnd samdi um við Sovétmenn á síðastliðnu ári. .Við höfum gert sjávarútvegs- ráðherra og viðskiptaráðuneytinu ítarlega grein fyrir stöðunni og ég tel ekki rétt að tjá mig um öll atriði málsins að sinni, þar sem viðskiptaráðherra er væntanlegur hingað á mánudag til að undirrita fimm ára viðskiptasamkomulag bað, er gert var í apríl í vor, ef það verður þá á annað borð undirritað eftir það sem hér hefur gerst und- anfarna daga. Það skiptir miklu máli að við stöndum alltaf upp- réttir burtséð frá því hvaða þjóðir eiga hlut að máli,“ sagði Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síld- arútvegsnefndar, er Morgunblaðið náði símasambandi við hann í gærkveldi. Gunnar sagði þó að greinar- gerðir þær sem Síldarútvegsnefnd Miklar svartolíubirgðir í landinu seljast ekki: Svartolmbrennslu þegar hætt á sextíu skuttogurum — vegna of hás verðs — olíufélögin tapa hvert um sig 10 milljónum á mánuði OV inTAI (linnnkTáTCII II L # _•« ■ f on ■ .1. . m r r r _x-ll.. I/ r _ n_ nbbn« _ ■» SVARTOLÍUBRENNSLU hefur verið hætt á 60 skuttogunim frá áramótum vegna þess hve dýr hún er. Eru nú til miklar svartolíubirgðir í landinu, nær 30 þúsund tonnum, eða nær Vt þess magns, sem flutt var til landsins eftir áramótin. Hefur svartolíusala undanfarna mánuði verið sáralítil miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Þórðar Ásgeirssonar, forstjóra Olís. Ástæðan er fyrst og fremst sú, tíu togara á móti því að nota gas- að svartolían, sem hér er til, var keypt á föstu verði, 11.800 krónur tonnið í útsölu, í upphafi ársins og hefur verðið ekki verið lækkað hér þótt það hafi lækkað um 2.200 ^jrónur á Rotterdam-markaði, skv. upplýsingum Kristjáns Ragnars- sonar, formanns og framkvæmda- stjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Vegna þessara miklu birgða í landinu fáum við ekki að njóta lækkunarinnar á olíumörkuðum erlendis," sagði Kristján í gær. „Þetta munar okkur sex hundruð þúsund krónum á dag á þessa sex- olíu. Um gasolíuverð má segja svipaða sögu — Verðlagsstofnun fæst ekki til að lækka verðið á henni þótt innkaupsverð í Rott- erdam sé nú 60 aurum lægra en það var í febrúar og felld hafi ver- ið niður opinber gjöld um aðra 20 aura frá sama tíma. Þetta er hróp- andi dæmi um óskynsamlega verð- myndun á olíu og það einokunar- kerfi, sem hér er í olíusölumál- um.“ Þórður Ásgeirsson sagði að það væri olíufélögunum mjög dýrt að sitja uppi með svo miklar birgðir af svartolíu. „Kristján Ragnars- son gleymir því hinsvegar, að þessa olíu vorum við búnir að kaupa á þessu fasta verði. Það er því ekki hægt að lækka þetta verð enda er ekki bætandi á tap olíufé- laganna,“ sagði hann. „Álagning okkar var skorin niður um þriðj- ung í nóvember síðastliðnum og það hefur breytt rekstrarstöðu fé- laganna svo, að í stað þess að vera rekin með lítilsháttar hagnaði á síðasta ári eru þau nú öll rekin með bullandi tapi. Mér sýnist að rekstrartap þeirra hvers um sig sé um tíu milljónir króna á mánuði. Þetta þýðir með öðrum orðum, að síðan í desember hafa olíufélögin tapað yfir 200 milljónum króna. Við getum auðvitað ekki haldið áfram að láta okkur blæða svona — ef við fáum ekki leiðréttingu á álagningu okkar verða aðrir að taka við olíusölunni í landinu.“ Þórður Ásgeirsson sagði að sár- alítið hefði gengið á svartolíu- birgðirnar í landinu frá áramót- um. Þá hefðu komið til landsins tveir farmar, samtals 38 þúsund tonn. Um síðustu mánaðamót hefðu enn verið til tæp 30 þúsund tonn og væri gert ráð fyrir að í þessum mánuði yrðu seld 5—6 þúsund tonn. „Ég get ekki talað fyrir hönd annarra oliufélaga en við hjá Olís seldum í síðasta mán- uði um 800 tonn, sem er ekki nema um fjórðungur af því, sem við seldum í maí í fyrra. Það er hins vegar útilokað að við getum lækk- að verðið — það er ekki hægt að halda áfram að tapa tíu milljón- um á mánuði.“ hefði sent viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegsráðherra væru ekkert leyndarmál, enda væri nauðsynlegt að landsmenn gerðu sér grein fyrir „viðskiptamóral" ríkisstjórna keppinauta okkar svo og þeim breytingum sem virðast hafa orðið á viðhorfum Sovét- manna til síldarkaupa frá Islandi. Gunnar sagði að Sovétmenn hefðu skýrt íslensku samninga- nefndinni frá því að norsk samn- inganefnd væri einnig stödd í Moskvu til að reyna að selja þar saltsíld og að Norðmennirnir hefðu lýst því yfir á fundi hjá þeim, áður en viðræður þeirra hóf- ust, að Norðmenn skyldu alltaf vera reiðubúnir til að bjóða 20—25% lægra verð en íslend- ingar. „Þetta er gott dæmi um þá spillingu sem ríkisstyrkjakerfið I Noregi hefur leitt af sér,“ sagði Gunnar Flóvenz. Gunnar sagði að islenska samn- inganefndin hefði átt bókað flug frá Moskvu i gærkveldi en eftir símtal sem hann og óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands, hefðu átt við Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra í gær hefði verið ákveðið að fslenska san.ninganefndin biði komu viðskiptaráðherra í Moskvu. Gunnar Flóvenz sagði að lokum að saltsíldin væri nú meginuppistað- an í viðskiptum íslands og Sovét- ríkjanna. Ef Sovétmenn breyttu ekki afstöðu sinni nú hlytu íslend- ingar að taka öll viðskiptatengsl landanna til endurskoðunar. Þegar upp úr viðræðum slitnaði höfðu Sovétmenn breytt verð- lækkunarkröfum sínum úr 45% i 22%, en þeirri verðlækkun var al- gjörlega hafnað af íslensku samn- inganefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.