Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 6 Markús Örn w Eg var satt að segja byrjaður á grein um ónefndan sjón- varpsþátt þegar ritvélarkliðurinn rofnaði af rabbi þeirra morgun- útvarpsmanna, við hinn nýbakaða útvarpsstjóra Markús Örn Ant- onsson. Auðvitað skipti ég um örk í ritvélinni minni og get reyndar frætt ykkur lesendur góðir um það, að oft fara heilu málsgrein- arnar undir teppexið eða í rusla- körfuna, þegar eitthvað nýtt kem- ur upp í hugann hvað þá þegar nýi útvarpsstjórinn okkar tekur til máls. Enda um að gera að grípa í skottið á augnablikinu, annars er hætt við að textinn verði loð- mullulegur og lesendur dotti yfir lestrinum. í fyrrgreindu spjalli við Markús Örn — sem reyndar var símaspjall er veitti hlustendum út í bæ færi á að spyrja hinn nýbak- aða útvarpsstjóra spjörunum úr — komu þáttarstjórar einmitt að þeim þáttaskilum er verða vænt- anlega á rekstri Ríkisútvarpsins með tilkomu nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva utan ríkisgeirans. Markús Örn vildi ekki spá fram í tímann en kvað hins vegar ljóst að útvarps- og sjónvarpsmenn yrðu að keppast við að henda á lofti nýjar hugmyndir og óskaði jafn- framt eftir slíkum veiðiskap af hálfu hlustenda. Atgervisflóttinn Af fyrrgreindu tel ég ljóst að Markús Örn hafi verið blaðamað- ur í fyrra lífi (byrjar ekki líf manna uppá nýtt með hverjum nýjum starfa?) og sé hann því bærilega í stakk búinn að mæta til leiks með hið þrautþjálfaða starfslið Ríkisútvarpsins þá hólm- gangan við nýju útvarps- og sjón- varpsstöðvarnar hefst, svo fremi náttúrulega sem eitthvert starfs- fólk af viti hangir áfram á ríkis- reknu fjölmiðlunum á blessaðri horriminni? í fyrrgreindu síma- spjalli var raunar áberandi, hve mikið var rætt um fólksflótta frá ríkisfjölmiðlunum og kvaðst út- varpsstjóri hafa lagt á það þunga áherslu við þá í fjármála- ráðuneytinu að starfsmenn ríkis- fjölmiðlanna kæmu til með að sitja við sama borð hvað laun varðar og starfsmenn hinna frjálsu útvarpsstöðva. Ég hef áður rætt um þá vá er ég tel persónu- lega að steðji að mikilvægum rekstrarþáttum samfélags vors verði ekki aflétt þeirri mismunun í launum er á sér stað milli þeirra sérhæfðu starfsmanna er starfa annarsvegar innan ríkisgreirans og hinna er starfa úti á hinum svokallaða almenna vinnumark- aði. Virðist mér útvarpsstjóri sjái stöðuna í skýru ljósi í gegnum digran reykjarmökk en þegar þeim skýjum hefir verið blásið til hliðar blasir við sú staðreynd að hæfasta og menntaðasta fólkið flýr ekki bara ríkisfjölmiðlana í önnur störf eða endalausa auka- vinnu heldur hverfur það frá heilsugæslukerfinu og mennta- kerfinu. Þessu til staðfestingar get ég til gamans nefnt að nýlega ákváðu tveir nýskipaðir prófessor- ar í verkfræði og eðlisfærði við Háskóla íslands að taka ekki við stöðum sínum. Annar þessara manna hafði þegar sannað færni sína í starfi við erlendan háskóla, en hann tjáði háskólayfirvöldum að hann treysti sér ekki til að lifa af þeim launum sem í boði væru, en algengustu mánaðarlaun pró- fessora eru í dag 35—40 þúsund krónur. Skömmu eftir að ég frétti af þessu máli rakst ég á skóla- strák sem vinnur þessa stundina við ræstingar í akkorði. Og hvað hefurðu nú í laun? í kringum 40 — beint í vasann. Tja, þar fer drjúg- ur skildingur fram hjá vindlakass- anum góða, og er nema von að Markús Örn örvænti um sína menn, sumir örvænta um uppvax- andi kynslóðir létti ekki þokunni. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Betty Arvaniti og Jack Hedley í hlutverkum sínum I nýjum breskum framhaldsmynda- flokki, sem hefst í sjónvarpinu í kvöld. „Hver greiðir ferjutollinn?“ — nýr breskur framhaldsmyndaflokkur ■I Nýr breskur 15 framhalds- myndaflokkur í átta þáttum hefst í kvöld klukkan 21.15 og ber hann heitið „Hver greiðir ferju- tollinn?" (Who Pays the Ferryman?). Leikstjóri er William Slater og í aðal- hlutverkum eru: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Söguþráðurinn hefst á því að breskur maður snýr aftur til Krítar þar sem hann barðist með skæru- liðum á stríðsárunum. Þar hittir hann fyrir forna vini og eignast nýja. En koma hans kveikir einnig á ný gamalt hatur og dularfullir atburðir gerast. Þýðandi er Jón 0. Edwald. Kvöldtónleikar — óperutónlist ■I Kvöldtónleikar 15 eru á dagskrá — útvarps, rásar 1, klukkan 23.15 í kvöld og verður aðallega flutt óperutónlist. Fyrst er forleikur að óperunni „Genoveva" eftir Robert Schumann. Fíl- harmóníusveit Berlínar leikur. Rafael Kubelik stjórnar. Næst verður flutt aría úr fjórða þætti óperunnar „II Trovatore" eftir Gius- eppe Verdi. Kiri Te Kan- awa syngur með Fílharm- óníusveit Lundúna. John Pritchard stjórnar. Þá verður eintal Hol- lendingsins úr fyrsta þætti óperunnar „Hol- lendingsins fljúgandi" eft- ir Richard Wagner. Simon Estes syngur með Ríkis- hljómsveitinni í Berlín. Heinz Fricke stjórnar. Síðast á kvöldtónleikum í kvöld verður aría úr óperunni „Don Carlos" eftir Giuseppe Verdi. Ingvar Vixell syngur með hljómsveit Ríkisóperunn- ar í Dresden. Silvio Varv- iso stjórnar. „Raddir sem drepa“ — fjórði þáttur WM Fjórði þáttur 35 danska fram- haldsleikrits- ins, „Raddir, sem drepa" eftir Poul-Henrik Trampe, var fluttur í hljóðvarpi sl. sunnudag. 1 kvöld verður sá þáttur endurtekinn klukkan 22.35 á rás 1. Þýðingu leiksins gerði Heimir Pálsson en Haukur J. Gunnarsson er Ieikstjóri. Hljóðlist er eftir Lárus H. Grímsson. í 3. þætti gerðist þetta helst: Frú Hansson, ráðskona sendiherrans, hringir í Alex yfirkomin af hræðslu eftir að hafa heyrt raddirnar. Skömmu síðar finnst hún látin. Holm lögreglufulltrúi leggur ekki trúnað á neitt yfirnáttúrulegt og skilur ekki þátt Alex í málinu. Um miðja nótt fær Alex upphringingu þar sem hann er boðaður á fund lögreglunnar úti í skóg. Leikendur í 4. þætti eru: Jóhann Sigurðarson, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Erlingur Gíslason, Ragnheiður Tryggvadótt- ir, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Jón Hjartarson og Kjuregej Alexandra. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. Frístund á rás 2 ■ Frístund Eð- 00 varðs Ingólfs- “ sonar verður á dagskrá rásar 2 í dag, en það er þáttur fyrir ungl- inga. Eðvarð sagði í samtali við Mbl. að í tónlistar- kynningunni yrði hljóm- sveitin „Alphaville" kynnt. „Þrír unglingar sömdu kynninguna. Ég ætla síðan að ná sima- sambandi við Magnús Hlyn Hreiðarsson í Vog- um á Vatnsleysuströnd til að afla frétta þaðan. Ég mun spyrja um sumar- störf unglinganna á staðnum, um atvinnuhorf- ur, tómstundir og íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Svo er ég með lið í þætt- inum sem heitir „Éftir- lætislögin mín þrjú“. í dag verður það ólöf Kristjánsdóttir, 14 ára Vestmannaeyjamær, sem velur lögin, skrifar kynn- ingar og flytur. Bréfalest- urinn verður á sínum stað, fréttir frá krökkum víðsvegar af landinu og fleira." Aðstoðarþulur Eðvarðs í dag er Guðrún María Birgisdóttir. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 25. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar fra kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Hróbjartur Arnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þak- inu“ eftir Astrid Lindgren. Siguröur Benedikt Björnsson les þýöingu Sigurðar Gunn- arssonar (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (Utdr.). Tónleikar. 10.45 „Man ég það sem löngu leið“. Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 i fórum mlnum. Umsjón Inga Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og Ut um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Tónleikar. 14.00 Frá setningu presta- stefnu I Dómkirkjunni. Bisk- up Islands. herra Pétur Sig- urgeirsson, flytur ávarp og yfirlit um störf pjóðkirkjunnar á synódusári. Tónlistarflutn- ingur er I umsjá sr. Gunnars Björnssonar. Tónleikar. 15.15 Ut og suður. Endurtekinn páttur Friöriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur. — Guð- mundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Sumar á Flambards- setri” eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les pýðingu sína (7). 17.35 Tónleikar. 17.50 Siðdegisútvarp - — Sverrir Gauti Diego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1975 Guðir og hetjur I fornum sögnum Fjórði þáttur. Astralsk-svissneskur mynda- flokkur I sex þáttum um grlskar og rómverskar goð- sagnir. Þýðandi og þulur Baldur Hólmgeirsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vlsindi Umsjónarmaöur Sigurður H. Richter. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvaö nU! A ári æskunn- ar. Umsjón: Helgi Már Barðason. 20.40 „Þeir voru fyrstir að kveikja Ijósin". Séra Björn Jónsson flytur synóduser- indi. 21.15 Marla Markan — afmæl- iskveðja. Umsjón: Trausti Jónsson. 21j40 Utvarpssagan: „Lang- ferð Jónatans" eftir Martin A. Hansen. Birgir Sigurösson rithöfundur les þýðingu slna (24). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22 35 Leikrit: „Raddir sem drepa“ eftir Poul Henrik Trampe. Fjóröi þáttur endur- tekinn. 21.15 Hver greiðir ferjutollinn? (Who Pays the Ferryman?) Nýr flokkur — fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur ( átta þáttum. Leik- stjóri: William Slater. Aöal- hlutverk: Jack Hedley og Betty Arvanti. Breskur mað- ur snýr aftur til Krltar þar sem hann baröist með skæruliöum á strlösárunum. Þar hittir hann fyrir forna vini og eignast nýja. En koma hans kveikir einnig á ný Þýöandi Heimir Pálsson. Leikstjóri: Haukur Gunnars- son. Hljóðlist: Lárus H. Grlmsson. Leikendur: Jó- hann Sigurðarson, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristln Arngrlmsdóttir, Erlingur Glslason, Jón Hjartarson, RUrik Haraldsson, Ragnheiö- ur Tryggvadóttir og Kjuregej Alexandra 23.15 Kvöldtónleikar: Öperu- tónlist. a. Forleikur að óperunni „Genoveva" eftir Robert Schumann. Fllharmónlusveit Berllnar leikur; Rafael Kubel- ik stjórnar. b. Arla Ur fjórða þætti óper- unnar „II Trovatore" eftir Gi- useppe Verdi. Kiri Te Kan- awa syngur meö Filharmón- lusveit Lundúna; John Pritchard stj. gamalt hatur og dularfullir atburöir gerast. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.05 Ungt fólk hefur orðið I þessum umræöuþætti á ári æskunnar ræða nokkur ungmenni viðhorf sln og áhugamál og munu koma vlöa við. Umræöum i beinni Utsendingu stýrir Kristján Þórður Hrafnsson. 23.05 Fréttir I dagskrárlok. c. Eintal Hollendingsins Ur fyrsta þætti óperunnar „Hollendingsurinn fljúgandi" eftir Richard Wagner. Simon Estes syngur með Rlkis- hljómsveitinni I Berlln; Heinz Fricke stj. d. Arla Ur óperunni „Don Carlos" eftir Giuseppe Verdi. ÞRIÐJUDAGUR 25. júnl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—18.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 18.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. Þriggja mlnUtna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 25. júnl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.