Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 Morgunblaðið/Þorkell Sigurreifir fiugmennirnir sem hrepptu verðlaun fyrir áfangann Grænland-fsland í Atlantshafsrallinu. F.v.: Dr. Sterling Ainsworth og Alec King, sem fengu verðlaun fyrir nákvæmustu áætlun um eldsneytiseyðslu, Julie og Juergen Puetter verðlaunahafar fyrir bestu lendinguna, Sid MacMurray og Tom Sibley, sem hrepptu verðlaunin fyrir nákvæmustu flugáætlunina. Verðlaunin voru afhent á glæsilegri fiughátíð í Broadway. Atlantshafsflugrallinu lokið: Aðeins þrjátíu og sex f lugvélar luku keppni Þekkt nöfn úr fluginu Þekktasti flugmaðurinn í keppninni var án efa Robert Mori- arty frá Miami á Flórída. Hann var með þeim fyrstu til Reykjavík- ur á vél af gerðinni Beechcraft Bonanza V 35 Turbo sem bar nafn- ið „Spirit of Tulsa“. Árið 1981 vann hann flugkeppni yfir Atl- antshafið en hann er kannski frægastur fyrir að hafa flogið undir Eiffelturninn í París árið 1984. Eitt af „stóru nöfnum" flugs- ins skráði sig til keppni en forfall- aðist á síðustu stundu. Það var Charles „Chuck" Yeager sem flaug fyrstur í gegnum hljóðmúrinn á árinu 1946. Þá flaug hann XI til- raunavél á 1.556 km hraða. Rúm- um 7 árum síðar bætti hann um betur og náði 2.459 km/klst. Ýmis verðlaun voru veitt, m.a. hér í Reykjavík. Þrír efstu flug- mennirnir skipta á milli sín 20 þús. dollara verðlaunum samsvara 83.000 íslenskar krónur. Auk þess voru veitt mörg minni verðlaun í París frá fyrirtækjum eins og Shell, Pratt & Whitney of Canada og franska hátæknifyrirtækinu HVA 55-57 Cybernitic. Hver flug- stjóri fékk einnig svokallað flugúr frá svissneska framleiðandanum Bretling of Swiss. Á veglegri flug- hátíð í Broadway sl. laugardags- kvöld voru veitt verðlaun fyrir áf- angann milli Grænlands og ís- lands sem Skeljungur, Veitinga- húsið Broadway og Flugleiðir gáfu. Flugleiðir gáfu farseðla á N-Atlantshafsflugleiðinni en það er væntanlega öruggari ferðamáti yfir hafið en flug á smá rellu. mjög tíguleg og við hjónin höfum ákveðið að skoða hana þegar við komum hingað á leiðinni vestur um haf. Ég er ekki alveg ókunnug- ur í Reykjavík því ég hef komið hingað tvisvar áður.“ Hann er einkaflugmaður og er vélin, sem er ný endurbætt, í eigu fyrirtækis hans. Verðlaunin fyrir nákvæmustu áætlun um eldsneytiseyðslu, hrepptu Bandaríkjamennirnir, Dr. Sterling Ainsworth og Alec King á Becchcraft Bonanza V 35. Dr. Sterling hefur stundað flug í tæp þrjátíu ár og aðstoðarflugmaður- inn starfar sem flugumferðar- stjóri. Dr. Sterling, sem er virtur læknir við Medical University of South Carolina í bænum Charlest- on í S-Karólínufylki, hafði óvenju- lega sögu að segja við komuna hingað til lands. „Við höfðum skírt flugvélina okkar „Charlé South" eftir heimabæ mínum og litum við á okkur sem sérstaka fulltrúa hans. Daginn áður en við lögðum af stað hafði ég annast aðgerð á sjö ára gömlum dreng sem var haldinn hvítblæði. Hann hafði átt erfiða sjúkralegu og var mikill vinur minn. U.þ.b. fjórum dögum síðar lést þessi litli vinur minn og höfðu þær fréttir mikil áhrif á mig. Ég hafði gert allt sem í mínu valdi stóð fyrir hann. Til minn- ingar um þennan dreng ákváðum við að endurskíra vélina og gáfum henni nafnið Philip Super Trooper í höfuð á honum og hetjulegri bar- áttu hans fyrir lífinu. Þessar sorg- arfréttir hafa haft mest áhrif á mig af öllu í rallinu." — keppendur róma móttökurnar á íslandi Flug Gunnar Þorsteinsson Morgunbladið/Bjarni Þessar þrjár fóngulegu fiugkonur frá Kanada voru ekkert bangnar þótt fiugið væri erfitt Á milli tuttugu og þrjátíu konur voru í áhöfn vélanna. Aðeins 36 flugvélar náðu að Ijúka keppni í flugkeppninni yfir Atlants- hafið á fyrirskipaðan hátt. Þær náðu að lenda á Le Bourget-flugvellinum við París fyrir kl. 16. sl. sunnudag. Flugkappinn Charles A. Lindbergh, sem fyrstur manna flaug viðstöðu- laust yfir Atlantshafið, lenti á þess- um sama velli fyrir 58 árum. Flug- keppnin í ár á að tákna vináttu milli Bandaríkjamanna og Frakka. Mbl. hefur ítrekað reynt að ná í skipuleggjendur flugkeppninnar til að fá úrslit en það tókst ekki áður en þessi frásögn var skrifuð. Veöur tafði á leiðinni um ísland Keppnin hófst í New York 14. júní sl. Hún skiptist í sex áfanga, samtals 4.781 sjómílu eða 7.694 km. Keppendur lögðu upp frá Morr- istown í New Jersey og héldu það- an til Montreal í Kanada, Frobish- er Bay á Baffinslandi í Kanada, Godthaab á vesturströnd Græn- lands, Reykjavíkur, Aberdeen á n-austur Skotlandi og enduðu í París. Rúmlega 80 keppendur létu skrá sig en aðeins 65 lögðu af stað frá Bandaríkjunum. Þegar komið var til Grænlands röskuðu veður- guðirnir keppninni því keppendur töfðust vegna þoku og komust ein- ungis 40 vélar til Reykjavíkur. Sl. laugardag héldu keppendurnir frá Reykjavík í góðu veðri, hægum andvara og sólskini. Góða veðrið í Reykjavík dugði skammt því 7 flugvélanna snéru til baka til Reykjavíkur vegna mikils mót- vinds á leið til Hornafjarðar, allt að 10 vindstigum. Þá þegar varð nokkurn veginn ljóst að þær myndu eiga í erfiðleikum með að ljúka keppninni á tilsettum tíma. Flestar héldu þær svo aftur í loft- ið á sunnudagsmorguninn til Aberdeen í Skotlandi sem var lengsti áfangi keppninnar. Þrjár komust þó aldrei frá íslandi. Éin bilaði í Reykjavík, önnur lenti á Hellu vegna gangtruflana og sú þriðja á Hornafirði. Margar flug- vélanna munu aftur hafa viðkomu á íslandi á leið vestur um haf að keppni lokinni. í fótspor frumherjanna Strax á fyrstu árum flugsins voru flugkeppnir og verðlauna- veitingar til handa flughetjunum mjög áberandi. Dagblöð og ýmsir auðkýfingar lögðu fram mikla peninga gegn því að ný afrek væru unnin. Þessi verðlaun voru örv- andi og hjálpuðu frumherjunum oft til að yfirstíga mestu erfiðleik- ana og áttu örugglega sinn þátt í framgangi flugsins. Þau örvuðu keppnisanda og dirfsku flughetj- anna. Gjarnan var litið á keppend- urna á þessum árum sem frægð- arstjörnur og minningin um margar þeirra er enn umvafin frægðarljóma. Flugkeppnirnar sem voru haldnar fram að seinni heimsstyrjöld eru taldar hafa haft úrslitaáhrif á þróun og framfarir í flugtækni. Eftir það urðu mestu framfarir flugsins tengdar hern- aði. Flughetjur vorra tíma — þátt- takendurnir í Atlantshafsflugrall- inu, voru aðallega kappfullir einkaflugmenn sem voru margir ekki með mjög mikla flugreynslu á svona erfiðri leið. Að sögn Nico Bignam, fulltrúa skipuleggjenda keppninnar, kostaði tæpa 30 þús- und dollara að taka þátt í keppn- inni og reiknar hann þá með öllu saman, eldsneyti, lendingargjöld- um, gistingu o.s.frv. Sagði hann að margir ættu sjálfir vélarnar sem þeir kepptu á en einnig hefði nokkuð verið um að menn væru á leiguvélum. Dæmi voru þess að keppendur frá smærri borgum í Bandaríkjunum væru sérstaklega styrktir til keppni af byggðarlag- inu. Blm. Mbl. var viðstaddur upp- lýsingafund með flugmönnunum og þar kom glöggt fram að þeir voru mjög áhugasamir og hlust- uðu vel og spurðu margs um fram- kvæmd fiugsins og veðurútlit næsta áfangann. Á fundinum kom greinilega fram að margir voru óvanir svona erfiðu flugi. Verðlaunahafar teknir tali Flugstjóri Cessna-þotunnar, Sid Macmurray, fékk verðlaun fyrir nákvæmustu flugleiðsöguna. Hann sagði í samtali við blm. Mbl.: „Ég og aðstoðarflugmaður- inn sátum sveittir alla leiðina við leiðarútreikninga og ég er ánægð- ur að það skuli hafa borið þennan árangur. Flugtími milli Græn- lands og íslands var 2:26 klst. Okkar vél er eina þotan í keppn- inni svo við urðum að sæta því skilyrði að fljúga ekki hraðar en 300 hnúta/klst, en skrúfuvélarnar máttu fljúga eins hratt og þær komust. Auðvitað er þetta eðlilegt skilyrði því annars hefðum við strax stungið þær af.“ Hann sagði aðspurður um ísland: „ísland er eitt fallegasta land sem ég hef séð úr lofti og enn meira álit fékk ég á landinu eftir hinar frábæru mót- tökur." Sid Macmurray er frá Tor- onto í Kanada og sagðist nota þot- una í viðskiptaerindum. Hann er annar tveggja Kanadamanna, sem eiga, og hafa jafnframt flugstjóra- réttindi á einkaþotur. Kanadísku hjónin Juergen og Julie Puetter fengu verðlaun fyrir nákvæmustu lendinguna í Reykja- vík. Þau voru spurð hvort þeirra hefði lent svona snilldarvel. „Ég lenti,“ sagði Juergen, „konan sá um siglingafræðina. Ég einbeitti mér mikið við lendinguna en gaf mér þó góða stund til að dást að Hallgrímskirkju. Mér finnst hún Ánægja með íslendinga Frönsku samtökin, Vap Organ- isation, sem skipulögðu keppnina voru stofnuð fyrir fimm árum af Frakkanum Robert Laffarge og munu þau hafa einna mesta reynslu af skipulagningu keppna af þessu tagi. I maí sl. héldu þau Miðjarðarhafsflugrallý og í janú- ar sl. stóðu þau fyrir mikilli keppni frá París til Dakar í Sene- gal á vesturströnd Afríku. Vico Bignam frá YPO sagðist vera mjög ánægður með samvinnuna við Vélflugfélag íslands sem að- stoðaði við framkvæmdina hér. Hann sagði m.a.: „Frá því við lögð- um af stað höfum við hvergi feng- ið eins góðar móttökur og stuðn- ing og í Reykjavík. Vélflugfélagið hefur skipulagt allt sérstaklega vel og hinir fjölmörgu starfsmenn þess lagt sig alla fram um að gera dvölina sem ánægjulegasta. Þá hefur íslenska flugmálastjórnin einnig veitt okkur mikilvægan stuðning." Flugbjörgunarsveitin, Slysavarnafélag íslands, Hjálpar- sveit skáta og Landhelgisgæslan höfðu einnig viðbúnað þá daga sem rallið stóð. Allir keppendurnir sem blm. Mbl. ræddi við luku miklu lofsorði á móttökurnar hér, og þátt Vél- flugfélagsins, og sögðust margir ekki hafa mætt öðrum eins al- mennum áhuga í flugkeppni af þessu tagi. Morgunbladið/Bjarni Margir flugmannanna litu sérstaklega á sig sem fulltrúa sinnar heimabyggð- ar. A myndinni sjást fiugmenn frá Winnipeg í Manitoba afhenda Magnúsi L. Sveinssyni forseta borgarstjórnar gjafir og bréf frá borgaryfirvöldum í Winnipeg og Gimli. Fonger-feðgarnir eru báðir með atvinnuflugmannspróf en starfa ekki sem slíkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.