Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 13 Boðið upp á tómstunda- starf fyrir fatlaða Vinnuskóli Kópavogs: VINNUSKÓLI Kópavogs tók til starfa 1. júní sl. og eru 300 unglingar innritaðir að þessu sinni. Sú nýbreytni verður höfð á í sumar, aö boóið verður upp á tómstundastarf fyrir fotluð ungmenni í Kópavogi. Þá er boðið upp á vinnu fyrir 16 og 17 ára unglinga en hingað til hefur hámarksaldur verið 15, að sögn Sigurðar Þorsteinssonar, forstöðumanns vinnuskólans. Linda Gísladóttir, þroska- þjálfanemi, hefur umsjón með tómstundastarfi fatlaðra í sumar og henni til aðstoðar eru unglingar úr elstu árgöngum vinnuskólans. Öll fötluð ung- menni á aldrinum 13 til 30 ára, sem búsett eru í Kópavogi, geta sótt um aðstoð í frístundum sín- um í júní og júlí, en starfsemin fer fram milli kl. 13.30 og 16.30 alla virka daga. Þátttakendum er skipt niður í hópa og reynt að sinna áhuga- málum hvers og eins. Mikið er lagt upp úr útivist, s.s. göngu- ferðum, fjöruferðum, sundi, sigl- ingum, skoðunarferðum í ýmsa garða og um miðbæ Reykjavik- ur. Sigurður sagði að þessi nýjung hefði strax hlotið góðar undir- tektir meðal fatlaðra í Kópavogi og þegar hefðu 17 ungmenni skráð sig. „Ákveðið var að taka upp þessa þjónustu við fatlaða eftir að SAFÍR-hópurinn, sam- tök aðstandenda fatlaðra i Reykjaneskjördæmi, hafði óskað eftir því við tómstundaráð Kópa- vogs,“ sagði Sigurður. „Bæjarráð Kópavogs samþykkti svo að þessi tilraun yrði gerð í tengsl- um við Vinnuskóla Kópavogs." „SAFlR-hópurinn hefur einn- ig skrifað Menntaskólanum í Kópavogi og óskað eftir því að tómstundamál fatlaðra verði tekin inn í námsefni skólans og að nemendur skólans á félags- fræðibraut fái að velja þetta verkefni í námi sínu. Tilraunin í vinnuskólanum í sumar er því liður í þeirri viðleitni að veita fötluðum ungmennum aðstoð við tómstundastörf svo og í félags- lífi og skemmtanalífi," sagði Sig- urður. Meðal annarra verkefna vinnuskólans má nefna hreinsun bæjarlandsins, gróðursetningu, gerð og viðhald opinna svæða og þjónustu við Kópavogsbúa, sér- staklega aldraða og öryrkja. Starfsmenn félagsmiðstöðvar- innar Agnaragnar hafa yfir- umsjón með félagslífi í vinnu- skólanum. Dansleikir eru aðra hverja helgi og opið hús annað hvert fimmtudagskvöld. Þá verður hin árlega Hlíðargarðs- hátið haldin i sumar og einnig sameiginlegt íþróttamót með Vinnuskólanum í Mosfellssveit. Þá hefur vinnuskólinn, í sam- ráði við tómstundaráð Kópa- vogs, ákveðið að halda einn vinnudag á ári hverju, í því skyni að hvetja Kópavogsbúa til að taka höndum saman um að fegra bæinn. Fyrsti „Vinnudag- ur fjölskyldunnar", eins og hann hefur verið nefndur, verður haldinn fimmtudaginn 4. júlí nk. Sigurður sagði að mikið illgresi væri að finna á gangstéttum og göngustígum Kópavogsbæjar og yrði það aðalverkefni fyrsta vinnudagsins, að hreinsa burt slíkt illgresi. Nýr bæklingur fyrir ferðamenn SAMBAND veitinga- og gistihúsa hefur gefið út kynningarbækling yfir hótel og veitingastaði á land- inu. Er þetta í þriðja sinn sem slík- ur bæklingur er gefinn út og nú mjög í endurbættri mynd. Með táknmáli er getið um alla þá þjón- ustu og aðstöðu sem viðkomandi hótel og veitingastaðir hafa upp á að bjóða. Ennfremur er í bækl- ingnum kort af bæði Reykjavík og landinu öllu og staðirnir merktir inn á. Bæklingur þessi liggur frammi á SVG-hótelum og veit- ingahúsum víðs vegar um land- ið, ferðaskrifstofum og enn- fremur fæst hann í upplýsinga- turni fyrir ferðamenn sem stað- settur er á Lækjartorgi. (Úr rréltatilkynningu) ^wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! JWflirpJitMaiblfo Ætlarþú til útlanda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.