Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Salt í sárið Ö.R.P. skrifar: Þær miklu umræður, sem orðið hafa vegna tíðra fasteigna- uppboða, verða vonandi til góðs og einnig vonast ég til að aðfarir þær, sem orðið hafa við þessi nauðung- aruppboð, breytist til hins betra. Það er skammarlegt í menning- arlegu nútimaþjóðfélagi hvernig fólk sem í þessum hörmungum lendir er brotið niður andlega og líf þess lagt í rúst. Fólk gerir sér ábyggilega grein fyrir þeirri ábyrgð, sem það leggur sér á herðar við undirskrift fast- eignakaupa, en margir aðrir ófyr- irsjáanlegir þættir í þjóðfélaginu, svo sem kjaramál, sjá svo um að allt fellur um sjálft sig. Margt fleira kemur til án þess að þetta fólk fái ráðið við samn- inga sina. Það er mikil ógæfa er slíkt dynur yfir fólk og ekki er opinberun á síðum fjölmiðla um ógæfu þessa fólks til að bæta úr ástandinu. Á ég þá við þessar upp- boðstilkynningar, sem þekja heilu síðurnar í fjölmiðlum. Það er salt í sárin ef ekki pynt- ingar. Viðtal við formann lög- mannafélagsins í kvöldfréttum þann 11. júní sl. var hrollvekjandi og lítt spakmannlegt. Að lögmenn séu að sinna störfum sínum er gott og blessað, en hvort marg- umtalaðar hörkulegar aðfarir séu alltaf í þágu skjólstæðings eða tímabærar skal ósagt. Almanna- rómur er þó hávær. NÚ SPÖRUM VIÐ - Fékk aldrei svar Pétur Geirsson Hreðavatnsskála, hringdi: 30. september 1983 sendi ég olíufélaginu Skeljungi skeyti þar sem ég sagði að ég teldi mér ekki fært við óbreyttar aðstæður að reka fyrir þá bensínsölu lengur, en bauðst um leið í niðurlaginu til að stuðla að því að þeirri starfsemi yrði haldið áfram á þeirra vegum eða öðruvísi. Þessu skeyti mínu var aldrei svarað og lokin urðu þau að tank- ar voru teknir hér upp tveimur mánuðum seinna, en ég vil að sjálfsögðu taka það fram að þetta skeyti til olíufélagsins og boð um að reka hér bensínstöð stendur ennþá. Vísa vikunnar Keflavíkurveldið rís, með vestfirskt afl að baki. Heiðurskrans er krötum vís, en kommar í fjaðrahraki. Já, nú er hinn bratti borgarís bráðnandi fjörujaki. Viljum slást í förina Tvær tónelskar skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum tvær í hópi þeirra sem njóta þess að hlusta á fallega, góða, kraftmikla, hressandi og skemmtilega tónlist, þ.e. þunga- rokk. Við höfum séð mikið af tónleik- um hér í Reykjavík á undanförn- um mánuðum og höfum þar heyrt og séð nokkrar góðar þungarokks- sveitir. Helstar eru Drýsill, Gypsy, Centaur og Fist og þær eru aðaldriffjaðrirnar í íslenzku tón- listarlífi og tónleikahaldi núna. En, við ætlum ekki að láta þar við sitja. Við höfum gífurlegan áhuga á að sjá einhverjar af helstu þungarokkssveitum heims á tónleikum. Við höfum frétt að stór hópur manna hafi farið á rokkfestival (Monsters of Rock) I Englandi tvö síðustliðin ár þar sem hljómsveit- ir eins og Whitesnake, ZZ Top, AC/DC, Ozzy Osbourne, Van Hal- en og fleiri hafa spilað. Fólk sem hefur upplifað þetta virðist ekki vera búið að jafna sig af hrifning- unni eftir árið. Okkar heitasta ósk er að feta í fótspor þessa ham- ingjusama fólks. Eru einhverjir sem búnir eru að áforma að fara aðra slíka ferð í sumar eða haust? Ef svo er værum við mjög þakklát- ar fyrir að fá að vita eitthvað um það. Við getum auðvitað farið upp á eigin spýtur, en viljum frekar slást í hóp einhverra hressra manna og kvenna, sem væru í sömu erindagerðum. Að lokum viljum við svo bara segja „You can‘t kill rock’n’roll" eins og Ozzy Osbourne hér um ár- ið. Svar: Rokkklúbburinn SKARR efnir til hópferðar um miðjan ág- úst á „Monster of the Rock“- hljómleikana. Frekari upplýsingar gefa þeir Eiríkur Hauksson (s. 46807) og Kristján Kristjánsson (s. 74638) (sjá Þungamiðjuna Mbl. 20.6 sl.). PENINGA og smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- inr.réttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. ; '*•—w 0g nu erum við í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.