Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 Riehard Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Faul Ferris: Richard Burton 1925—1984 Útg. Nel 1984 Richard Burton var lengst af ævi sinnar umtalaöur og umdeild- ur, ætli allir viti það ekki. Hann varð ekki síður frægur fyrir líf sitt utan sviðs og ljósa, einkamál hans voru ákveðnum hópum eilíft um- talsefni. Samband hans og Eliza- beth Taylor sá slúðurdálkum blaða fyrir ærnu efni og ekki laust við að leikarinn Richard Burton félli í skuggann af æsilegum frá- sögnum af drykkjumálum þeirra hjóna, glæsilegum gjöfum Burtons til eiginkonu sinnar og svo fram- vegis. Bók Pauls Ferris kom fyrst út 1981 og dregur dám af því að Burt- on var á lífi, þegar hún var skrif- uð. í formála þessarar nýju útgáfu kveður við töluvert annan tón, jákvæðari og umburðarlyndari að ekki sé sagt angurværari. Burton Paul Harris hefur sjálfsagt lagt sig fram um efnisöflun og telur upp í bókarlok tugi karla og kvenna sem hann leitaði upplýs- inga hjá, áður en hann hófst handa um að skrifa bókina. Beztu kaflar hennar að mínu viti snúast um æsku og uppvöxt Burtons og fyrstu ár hans á leiksviði. Þegar líða tekur á fer svo að gæta meiri ókyrrðar í lífi Burtons sjálfs og hún speglast mæta vel í frásögn Harris. Eftir bókinni að dæma hefur Burton verið flókinn og furðulega samsettur maður; uppruni hans — sonur fátæks námamanns í Wales — fylgir honum alla tíð og ekki laust við að Burton gangist upp í að vekja athygli á erfiðri og reynsluríkri bernsku. Skoðanir hans og viðhorf á seinni árum ganga þvert á uppruna hans, samt rígheldur hann í hann, oft af barnaskap og þröngsýni. Leikarinn Richard Burton verð- ur okkur ekki skýr. Drykkjubolt- inn, skapofsamaðurinn, hégóma- gjarni lífsnautnaseggurinn — þessir birtast hins vegar ívið ljós- ar. Það er afleitt hversu höfundur virðist í öllum meginatriðum held- ur andsnúinn manninum sem hann er að skrifa um. Nema í formálanum. En þá er Burton líka dáinn. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Rene Lecler: The 300 Best Hotels in the World. Fimmta útg. 1985, Macmillan Án efa er það mjög afstætt hvað ferðamenn telja góð hótel á ferð- um sínum til og frá um heiminn. Það er misjafnt, eftir hverju menn eru að sækjast, hvort komið er í næturstað til þess eins að fá gott rúm og hvíld ellegar hvort menn ætla að dvelja lengi á sama staðn- um og þarfir því fleiri. Viðskipta- frömuðir á ferðum sækjast sjálf- sagt eftir öðru, þeir vilja góða símaþjónustu og telexfyrir- greiðslu, aðstöðu til skýrslugerða á herbergjum og hvaðeina. En alltaf skiptir það ferðamanninn máli, hvernig tekið er á móti hon- um á framandi stöðum, það liggur í augum uppi. Þau þrjú hundruð hótel víðsveg- ar um heiminn sem höfundur hef- ur valið hér eiga að gefa vísbend- ingar sem koma að hagnýtu gagni. Talin eru upp herbergi, stærð þeirra og búnaður, veitingastofur innan hótels, fjarlægðir á flugvöll, inn í verslunarhverfi, funda- og ráðstefnuaðstaða og svo mætti lengi telja. Aftur á móti er ekki vikið að verðlagi sem ætti þó að vera óhætt, þvi mér sýnist bókin vera endurskoðuð árlega. Stund- um er þá einnig bætt inn i hana nýjum gististöðum og aðrir felldir út. Þegar það er haft í huga að nokkur mjög þekkt hótel eins og Oriental í Bangkok og Madarin í Hong Kong eru meðal þeirra sem höfundur velur má þó draga þá ályktun að verðlag sé hressilega fyrir ofan meðallag. Ýmsar ágæt- ar leiðbeiningar eru aftast í bók- inni sem ættu raunar ekki síður að koma að notum en hótelupptaln- ingin sjálf. VIÐ HAFIÐ Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SLÆGÐIR STRAUMFISKAR NÆTUR. LjóA og kveðskapur eftir Finn Magnús Gunnlaugsson. Á kostnað höfundar 1985. Eitt af ljóðum Finns Magn- úsar Gunnlaugssonar í Slægð- um straumfiskum nætur nefn- ist Við hafið: Þú stendur við hafið skoðar komandi öldu með mér. Égteká mig rögg við hlið þína brosi. Af velþóknun yfir mönnunum hraðar þú þinni för. Það spillir ekki að rekast á jafn laglegt ljóð í fyrstu bók höfundar. Dregin er upp ein- Hraðskeyti frá svefni til vöku Geirlaugur Magnússon: ÞRÍTÍÐ. Sauðárkróki 1985. Geirlaugur Magnússon sendir „hraðskeyti frá svefni til vöku“, hann orðar hugsanir sínar sparlega og hefur tileinkað sér ljóðstíl sem minnir á skeyta- skrif. Þetta er ekki alveg nýtt hjá Geirlaugi, en hvað mest áberandi í Þrítíð. Þessi snotra bók hönnuð af Guðbrandi Magnússyni og með kápu eftir Gyrði Elíasson er til marks um að Geirlaugur Magnússon sæk- ir fram í skáldskap sínum, leit- ar nýrra leiða til tjáningar. Það er margt skemmtilega orðað hjá Geirlaugi í Þrítíð: leingst lýsir af vængjum íkarosar jafnt eftir fallið augliti til auglits við torgklukkuna sverjum eilífa tryggð liðnum stefnumótum studdir brunnum vegvísum stefnum galvaskir martraðir gleymskunnar leingst lýsir af vængjum íkarosar jafnt eftir fallið Endurtekningar setja svip á ljóðin. Aðferð skáldsins gerir ljóðin músíkölsk svo að titlar eins og Einnar nætur blús og Fleiri nátta blús koma ekki á óvart. Geirlaugur lætur ekki nægja að draga upp mynd nútíðar. Hann er gagnrýninn höfundur og þótt hann segi að þögnin sé áhrifamesta tjáningarmeðalið ber að trúa þeim orðum varlega. í ljóðum eins og Warszawa í ára- tuga fjarlægð þar sem koma við sögu „austrænir skröltormar" er hann skorinorður, en ástarsaga ljóðsins verður áhrifameiri en böl byltingarinnar. Eins og alltaf þegar skáld hafa náð vissri tækni er hætta á sjálfvirkni. Stundum eru upp- talningar fyrirferðarmiklar, röð orða og mynda sem þjóna ekki öðrum tilgangi en standa fallega á blaði. Að þessu leyti verður tómahljóð á stöku stað í Þrítíð. En bókin er að mínu viti lang kraftmesta verk Geirlaugs og ástæða er til að gera strangar kröfur til hans í framtíðinni. Þótt hann hafi ekki sent frá sér margar ljóðabækur verður hann naumast talinn ungskáld, fædd- ur 1944. Finnur Magnús Gunnlaugsson föld og skýr mynd, en um leið vakið til umhugsunar. Hvers vegna hraðar „þú“ ljóðsins för sinni af velþóknun yfir mönn- unum? Svona hljóðlátur er Finnur Magnús Gunnlaugsson ekki alltaf í ljóðum sínum. Hann getur verið mælskur og kjaft- for, stundum hálfgerður froðu- snakkur. Einkum á þetta við um ádeiluljóð. Skelfing er erf- itt að yrkja frumleg ádeiluljóð. Þetta gildir þó ekki um hressilegt málfar ljóðs sem nefnist I þorpinu. Stórt tekur höfundurinn að vísu upp í sig: „Þegar þú/ helvítis öskuhauga- rottan/ nógu lengi hefur bás- únað/ lýðræðislega/ útum fé- lagstengslanetið/ smáborgara- legum þvættingnum..." En verður ekki ljóðið lífrænt í lok- in þrátt fyrir allt: Þá muntu þarfnast mín vinur sem vinar að fylla þig vinur af frjósömum ilmandi skít. Það er víða galvösk fram- setning i ljóðum Finns Magn- úsar Gunnlaugssonar, en skortur á nákvæmni í orðavali og tilfinningu fyrir málinu há- ir honum nokkuð. Þetta getur þó varla talist aðfinnsluatriði þegar fyrsta bók höfundar á i hlut því að vönduð vinnubrögð eru að verða sjaldgæf hjá byrj- endum, jafnvel hjá skáldum margra bóka. En ætli það sé ekki líka ámælisvert þegar skáld vanda sig um of, dútla við orðin án þess að hafa nokk- uð að segja. Ungum mönnum er það eðli- legt að láta móðan mása og sjást ekki fyrir. Þótt Slægðir straumfiskar nætur geti varla talist mjög eftirtektarverðir syndir þó einn og einn með sín- um hætti. Það er lífsmark með þeim. Stríðsmenn á stuttbuxum Myndbðnd Sæbjörn Valdimarsson Blood and Honor irkVi Youth Under Hitler Þýsk-bresk frá 1981. Sýn.tími: 210 mín. Myndband þetta, sem greini- lega er samansett úr þáttaröð úr sjónvarpi, fjallar um Hitlers- æskuna, hvernig hún breytist úr hópi drengja í harðsoðna og mis- kunnarlausa striðsmenn, og þau áhrif sem nasisminn hafði á allt þýska þjóðfélagið. í byrjun myndarinnar, 1932, er kynnt fyrir okkur það bága kreppuástand sem rikti í Þýska- landi. Síðan er fylgst með þróun- inni fram til 1939, að innrásin er gerð í Póllandi. B&H gerist í dæmigerðri smáborg og fylgst er með hópi pilta og foreldra þeirra. Það kemur fljótt í ljós eftir valdatöku nasista, snemma á fjórða áratugnum, að engin framtíð bíður þeirra sem snið- ganga þá. Að auki smjúga þessi nýju „trúarbrögð“ inní sálina með aðstoð kyngimagnaðs áróð- urs. Líkt og í Holocaust, er reynt að skilgreina þær aðstæður sem lágu til grundvallar því að ein menntaðasta þjóð heims gerðist sú villimannlegasta. Hvernig hin velsmurða maskína nasismans dreif á eldingarhraða hið bág- borna efnahagsástand Þýska- lands úr vesæld kreppunnar uppí þjóðrembingsfullt glæsiveldi og hvernig hinn lævísi, takmarka- lausi áróður úr öllum áttum svipti menn heilbrigðri skyn- semi. En ekki síst fjallar B&H um falsvonina, hvernig draumurinn breytist í martröð, þar sem eng- in er óhultur. Vondur varalitur Lipstick Vt Leikstjóri: Lamont Johnson. Framleiðandi: Dino De Laurentiis, Freddie Field. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Michael Polnareff. Handrit: David Rayfíeld. Aðalhlutverk: Margaux Hem- ingway, Perry King, Ann Bancroft, Chris Sarandon, Mariel Hem- ingway. Bandarísk, frá Paramount. Frum- sýnd 1976. 90 mín. Mér er til efs að Lipstick hafi nokkurn tíma verið sýnd hér- lendis í kvikmyndahúsi, þrátt fyrir að hún hafi verið nokkuð stórhuga framleiðsla 1976. Enda ein fyrsta mynd ítalska stór- myndaframleiðandans Dino DeLaurentiis, eftir að hann flutti bækistöðvar sínar til Bandaríkjanna frá Ítalíu um miðjan síðasta áratug. Myndin fjallar um glæsilega sýningarstúlku, (Margaux Hem- ingway) sem er nauðgað af ein- um aðdáanda hennar, (Chris Sarandon). Smán hennar verður svo enn meiri þegar hann er sýknaður í réttarhöldunum. Þá er komið til kasta litlu systur, (Mariel Hemingway), sem leggur þá snöru fyrir nauðgarann sem dugar. Efnisþráðurinn býður uppá mun betri mynd en raan ber vitni. En bæði er Lipstick með afbrigðum illa skrifuð, en versti galli hennar er þó einn sá lygi- lega lélegasti leikur sem þekkist í allri kvikmyndasögunni. Það er sjón sögu ríkari að sjá hinn bráðfallega afkomanda skáldjöf- ursins, Margaux, rústleggja feril sinn í þessu eina hlutverki. Það sem þokkalega er gert hreinlega kafnar í þeim ósköpum. „300 beztu hótel in“ í heiminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.