Morgunblaðið - 25.06.1985, Side 13

Morgunblaðið - 25.06.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 13 Boðið upp á tómstunda- starf fyrir fatlaða Vinnuskóli Kópavogs: VINNUSKÓLI Kópavogs tók til starfa 1. júní sl. og eru 300 unglingar innritaðir að þessu sinni. Sú nýbreytni verður höfð á í sumar, aö boóið verður upp á tómstundastarf fyrir fotluð ungmenni í Kópavogi. Þá er boðið upp á vinnu fyrir 16 og 17 ára unglinga en hingað til hefur hámarksaldur verið 15, að sögn Sigurðar Þorsteinssonar, forstöðumanns vinnuskólans. Linda Gísladóttir, þroska- þjálfanemi, hefur umsjón með tómstundastarfi fatlaðra í sumar og henni til aðstoðar eru unglingar úr elstu árgöngum vinnuskólans. Öll fötluð ung- menni á aldrinum 13 til 30 ára, sem búsett eru í Kópavogi, geta sótt um aðstoð í frístundum sín- um í júní og júlí, en starfsemin fer fram milli kl. 13.30 og 16.30 alla virka daga. Þátttakendum er skipt niður í hópa og reynt að sinna áhuga- málum hvers og eins. Mikið er lagt upp úr útivist, s.s. göngu- ferðum, fjöruferðum, sundi, sigl- ingum, skoðunarferðum í ýmsa garða og um miðbæ Reykjavik- ur. Sigurður sagði að þessi nýjung hefði strax hlotið góðar undir- tektir meðal fatlaðra í Kópavogi og þegar hefðu 17 ungmenni skráð sig. „Ákveðið var að taka upp þessa þjónustu við fatlaða eftir að SAFÍR-hópurinn, sam- tök aðstandenda fatlaðra i Reykjaneskjördæmi, hafði óskað eftir því við tómstundaráð Kópa- vogs,“ sagði Sigurður. „Bæjarráð Kópavogs samþykkti svo að þessi tilraun yrði gerð í tengsl- um við Vinnuskóla Kópavogs." „SAFlR-hópurinn hefur einn- ig skrifað Menntaskólanum í Kópavogi og óskað eftir því að tómstundamál fatlaðra verði tekin inn í námsefni skólans og að nemendur skólans á félags- fræðibraut fái að velja þetta verkefni í námi sínu. Tilraunin í vinnuskólanum í sumar er því liður í þeirri viðleitni að veita fötluðum ungmennum aðstoð við tómstundastörf svo og í félags- lífi og skemmtanalífi," sagði Sig- urður. Meðal annarra verkefna vinnuskólans má nefna hreinsun bæjarlandsins, gróðursetningu, gerð og viðhald opinna svæða og þjónustu við Kópavogsbúa, sér- staklega aldraða og öryrkja. Starfsmenn félagsmiðstöðvar- innar Agnaragnar hafa yfir- umsjón með félagslífi í vinnu- skólanum. Dansleikir eru aðra hverja helgi og opið hús annað hvert fimmtudagskvöld. Þá verður hin árlega Hlíðargarðs- hátið haldin i sumar og einnig sameiginlegt íþróttamót með Vinnuskólanum í Mosfellssveit. Þá hefur vinnuskólinn, í sam- ráði við tómstundaráð Kópa- vogs, ákveðið að halda einn vinnudag á ári hverju, í því skyni að hvetja Kópavogsbúa til að taka höndum saman um að fegra bæinn. Fyrsti „Vinnudag- ur fjölskyldunnar", eins og hann hefur verið nefndur, verður haldinn fimmtudaginn 4. júlí nk. Sigurður sagði að mikið illgresi væri að finna á gangstéttum og göngustígum Kópavogsbæjar og yrði það aðalverkefni fyrsta vinnudagsins, að hreinsa burt slíkt illgresi. Nýr bæklingur fyrir ferðamenn SAMBAND veitinga- og gistihúsa hefur gefið út kynningarbækling yfir hótel og veitingastaði á land- inu. Er þetta í þriðja sinn sem slík- ur bæklingur er gefinn út og nú mjög í endurbættri mynd. Með táknmáli er getið um alla þá þjón- ustu og aðstöðu sem viðkomandi hótel og veitingastaðir hafa upp á að bjóða. Ennfremur er í bækl- ingnum kort af bæði Reykjavík og landinu öllu og staðirnir merktir inn á. Bæklingur þessi liggur frammi á SVG-hótelum og veit- ingahúsum víðs vegar um land- ið, ferðaskrifstofum og enn- fremur fæst hann í upplýsinga- turni fyrir ferðamenn sem stað- settur er á Lækjartorgi. (Úr rréltatilkynningu) ^wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! JWflirpJitMaiblfo Ætlarþú til útlanda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.