Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JtJNl 1985 Skipting íslandsloðnunnar rædd í þríhliða viðræðiim í Borgamesi: Grænlendingar vilja 13% íslendingar og Norömenn vilja lítið gefa eftir ÍSLENDINGAR, Norðmenn og GrKnlendingar reyna nú að ni samkomulagi um skiptingu kvóta íslandsloðnustofnsins, áður en loðnuvertíðin hefst nú í sumar. Fundir viðræðunefnda þjóðanna um þessi mál hófust í Borgarnesi í gær, og verður reynt að Ijúka þeim og ná fram niðurstöðu í dag. fslendingar hafa haft 85% kvótans, og Norðmenn 15%, en nú vilja Grænlendingar sem ekki hafa verið inni í þessu samkomulagi áður að skiptingin verði sú að Grænlendingar fái 13%, Norðmenn 13% og fslendingar 74% loðnukvótans. Er talið mjög ólíklegt að fslendingar vi'ji samþykkja þessar hugmyndir. Reyndar mun það hafa komið fram á fundinum f gær að íslend- ingar hafi lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir til þess að sýna grönnum okkar Grænlendingum sanngirni og hleypa þeim inn f þessar loðnuveiðar, en aðeins að mjög takmörkuðu leyti, þar sem fslendingar hafa að langmestu leyti nýtt þennan stofn, og vilja í litlu gefa eftir. Norðmenn munu vera enn harðari, og ætlast til þess að þeir haldi sínum 15% óskertum, en telja að íslendingar verði að gefa eftir af sínum kvóta, ef samkomulag eigi að nást. „Ég vil ekkert um þetta mál segja að svo stöddu," sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann álits á hug- myndum Grænlendinga um skipt- ingu loðnukvótans. „Við erum i samningaviðræðum í Borgarnesi í dag og á morgun, og það er ekki tímabært að vera með neinar yfir- lýsingar á meðan á þeim viðræð- um stendur." Tveir samningafundir með þess- um aðilum hafa verið á þessu ári, án þess að niðurstaða fengist, en Halldór sagði að íslenska viðræðu- nefndin hefði lagt á það áherslu að niðurstaða fengist á þessum fundi. Horgunblaðið/Bjarni María Solveig Héðinsdóttir til vinstri og Margrét Theódórsdóttir kennarar og stofnendur Tjarnarekóla. Fjórðungsmót hestamanna FJÓRÐUNGSMÓT hestamanna hefst í Reykjavík í dag. Fram á nótt voru menn að undirbúa mótið, bæði þeir, sem til alvörunnar ganga, og hinir, sem Rtla að leggja sitt af mörkum til skemmtunar á kvöldvök- um. Myndin hér að ofan er af hesta- mönnum í síðarnefnda hópnum og fara þar alþingismenn, prestar og leikarar. Sjá dagskrá mótsins á bls. 31. Menntamálaráðuneytið hefur veitt Tjamarskóla fullgilt starfsleyfí: Viljum starfrækja skemmti- legan og gagnlegan skóia — sagði Margrét Theódórsdóttir annar stofnandi skólans „TJARNARSKÓLI hefur fengið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins, sem fullgildur skóli og þar með fuligilt starfsleyfi,“ sagði Margrét Theódórsdóttir kennari, en hún hefur ásamt Maríu Solveigu Héðinsdóttur kennara, stofnað cinkaskóla, Tjarnarskóla, sem mun taka til starfa nú í haust. Skólinn hefur þegar fengið inni í Miðbæjarskólanum og mun deila þar húsnæði með Náms- flokkum Reykjavíkur og Vesturbæjarskóla. „Hugmyndin að skólanum varð til i tveimur bekkjardeildum 7. bekkjar i kennaraverkfallinu síðastliðið og einni bekkjardeild i 8. og 9. bekk haust og þegar við fórum að kynna grunnskólans. Gert er ráð fyrir 25 Ingibjörg keppti í gær Ingibjörg Guðjónsdóttir tók þátt í undanúrslitum söngvakeppni sjón- varpsstöðvanna f Cardiff f Wales í gærkvöld. „Sigurvegarinn í þessum undan- úrslitum, sem ég tók þátt í, var kínverskur bassasöngvari," sagði Ingibjörg, er blm. náði tali af henni, seint í gærkvöld. „Engu að síður er ég alveg í skýjunum yfir þeim mót- tökum, sem ég hef fengið hér,“ bætti hún við. „Keppendurnir eru 24 talsins og allir saman söngvarar á heimsmælikvarða. hana í menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg fengum við mjög góðar undirtektir. Við höfum starfað sem kennarar undanfarin ár og höfum gaman af kennslu en okkur hefur fundist gæta óánægju bæði hjá nemendum og kennurum með margt í grunnskólunum eins og þeir eru i dag og því vildum við reyna aðrar leiðir," sagði María. „Til skólans munum við eingöngu ráða kennara með full réttindi og mun menntamálaráðuneytið sjá um launagreiöslur til þeirra samkvæmt kjarasamningum. Auk þess að geta gert betur við okkar kennara i laun- um, væntum við þess að fámennur skóli eins og þessi verði eftirsóknar- verður vinnustaður fyrir kennara og nemendur. Við höfum einnig hugsað okkur að kaupa til skólans heil nám- skeið, til dæmis í framsögn, tölvu- fræði eða á öðrum sérsviðum eftir því sem þörf krefur." í skólanum er boðið upp á nú á fyrsta starfsári nám fyrir nemendur nemendum í hverri bekkjardeild og því 100 nemendum í skólanum i vet- ur. I framtíðinni er hinsvegar gert ráð fyrir tveimur bekkjardeildum í hverjum árgangi eða 150 nemendum í fullsetnum skóla. Skólatíminn verður samfelldur frá kl. 8 til 4 auk þess sem nemendum verður boðiö upp á aðstoð við heimavinnu í skól- anum eftir skólatíma óski þeir þess. Skólinn verður rekinn með styrk frá ríkinu og hefur menntamála- ráðuneytið þegar samþykkt að greiða laun fyrir tæplega fimm stöðugildi, sem deilast niður á marga einstaka kennara. Reykja- víkurborg styrkir skólann með þvi að leggja honum til húsnæði. Annar rekstrarkostnaður verður greiddur af nemendum skólans og eru skóla- gjöld fyrir veturinn kr. 28.500,00 eða kr. 3.167,00 á mánuði. Að hálfu stofnenda skólans er verið að at- huga möguleika á þvi að skólagjöld- in verði frádráttarbær til skatts. Skipulag námsins er að öllu leyti f samræmi við lög um grunnskóla með þeirri undantekningu að aukin áhersla verður lögð á tengsl við at- vinnulífið og verður kappkostað að nemendur kynnist af eigin raun flestum þáttum, sem lúta að Iffi og starfi í nútíma þjóðfélagi. Þannig verður lögð áhersla á að nemendur skólans fái góðan undirbúning undir framhaldsnám. Stuðlað verður að því að skólastarfið einskorðist ekki við hefðbundna vinnu innan veggja skólans heldur tengist margvíslegri starfsemi utan hans og munu nem- endur fara í heimsóknir og fá heim- sóknir í skólann og geta foreldrar, nemendur og kennarar haft áhrif á hverjir koma hverju sinni. Skipulagðar verða heimsóknir á vinnustaði og mun hver nemandi f 9. bekk verja fjórum kennslustundum á viku til þessa náms. Auk þess verður einni kennslustund á viku varið til undirbúnings þessara heimsókna og umfjöllunar. í 8. bekk verður boðið upp á nám sem tengist þessum þætti. Fyrirmynd atvinnu- lífsfræðslunnar er sótt til Fram- haldsskólans á Neskaupstað. „Við höfum mjög gaman af kennslustarfinu og þess vegna lang- aði okkur til að starfrækja skemmtilegan og gagnlegan skóla og leyfa fólki að njóta hans með okkur. Á þessum stutta tfma sem liðinn er frá því að sagt var frá skól- anum hafa okkur borist fjölmargar fyrirspurnir frá foreldrum sem hafa lýst yfir ánægju með þetta fram- tak,“ sagði Margrét að lokum. Myndbandaleigun Verðlækkun og sértilboð NOKKRAR myndbandaleigur leigja nú hverja spólu á aðeins Rússnesku rannsóknaskipi synjað um hafnarleyfi í Reykjavík: Eðlilegt að höfnin næst rann- sóknasvæðinu yrði valin — segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, en skipið fékk hafnarleyfi á Seyðisfirði „Þetta sovéska skip fékk leyfi til rannsókna fyrir Austurlandi og þegar það óskaði eftir að koma til hafnar til að fá vistir og hvíla áhöfnina þótti eðlilegt að höfnin sem næst var rannsóknasvæðinu yrði fyrir valinu,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið, en Ilalldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur óskað eftir skýringum utanríkisráðuneytisins á því að sovésku hafrannsóknaskipi var synjað um hafnarleyfi í Reykjavík, en þess í stað veitt hafnarleyfi á Seyðisfirði. Geir Hallgrímsson sagði jafn- framt að leyfið hefði aðeins verið veitt þar til kl. sex árdegis í dag, vegna þess að bryggjupláss hefði vantað vegna komu Norröna til Seyðisfjarðar. Seyðfirðingar hefðu á hinn bóginn getað leyst það mál, og því hefði verið sjálf- sagt mál að framlengja hafnar- leyfi sovéska skipsins. „Ég vil taka þaö fram, að ég hef ekki haft þessi orð í frammi við Þjóðviljann, að ég krefjist skýr- inga, eins og það er orðað á for- síðu Þjóðviljans í dag,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra f samtali við Morgunblaðið i gær. Sagðist Halldór hafa óskað eftir upplýs- ingum og skýringum, hvers vegna sovéska skipið hefði ekki fengið hafnarleyfi í Reykjavík. „Ég hef enga kvörtun fengið frá sovésk- um yfirvöldum," sagði Halldór, „en ég hef hins vegar lagt á það áherslu að það yrði reynt að greiða götu þessa vísindasam- starfs Islands og Sovétrikjanna, eftir því sem nokkur kostur er. Það hefur bæði verið árangurs- rikt og vinsamlegt, og ég legg að sjálfsögðu mikla áherslu á að svo geti orðið áfram." Halldór sagði að hann hefði fengið lauslegar skýringar um þetta mál frá utanríkisráðuneyt- inu, en enga nánari útlistun. 60 til 70 kr. á sólarhring, en til skamms tíma var verðið 120 til 150 kr. Einnig tíðkast ýmis sér- tilboð t.d. þannig að þriðja hver spóla sem leigð er fæst ókeypis eða á mjög niðursettu verði. Þá hefur a.m.k. ein myndbanda- leiga tekið upp þá þjónustu að lána viðskiptavinum, sem leigja þrjár eða fleiri myndir, mynd- bandstæki endurgjaldslaust. Forráðamenn myndbandaleiga sem rætt var við af þessu tilefni voru yfirleitt á einu máli um það að myndbandaleigur væru allt of margar í Reykjavík og hlyti þeim að fara fækkandi á næstunni. Einnig kom fram að margar myndbandaleigur hafa skipt um eigendur á undanförnum vikum eða verið lagðar niður. Þeir sem lækkað hafa verðið sögðust hafa gert það til að halda sinum hlut á markaðnum og sögðu þeir að viðskiptin hefðu glæðst það mikið að dæmið mundi ganga upp, þó þeir þurfi að leigja nýjar og dýrar myndir allt að 70 sinnum til að hafa upp í kos|nað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.