Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 14
ðl 14 MORGUNBLAíÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Hestar í Gallerí Borg Myndlist Valtýr Pétursson I tilefni af hestamannamóti hef- ur verið sett saman sýning á hestamyndum í Gallerí Borg. Þar má nú líta myndir eftir þá Balth- asar, Hring Jóhannesson, Einar Hákonarson og Jóhönnu Boga- dóttur ásamt Jóhannesi Geir. Þetta eru afar ólíkir listamenn í vinnubrögðum og viðhorfum og kennir því nokkuð margra grasa á staðnum. Hesturinn er einkar merkileg skepna, eins og allir ís- lendingar vita, sem verið hafa samvistum við hann. Likami hans er mjög margþætt samsetning og hefur yndisþokka í hverri hreyf- ingu og formi. Gangur er einnig fjölþættur, en ekki verður um slíkt fjallað hér, enda margir mér fróð- ari um þau vísindi. Jóhanna Bogadóttir á þarna hressilegar myndir, og líklegast er það Pegasus, sem leikur aðalhlut- verkið. Kjarval er í heiðurssessi með skemmtilega útgáfu af skáldfáki. Einar Hákonarson stíl- iserar og nær snöggum hreyfing- um í myndir sínar. Jóhannes Geir sameinar stóðið landslagi og notar hvella og skæra liti. Ekki verður sama sagt um Balthasar. Hann er nokkuð þungur og óhreinn í litn- um, þrátt fyrir snara teikningu. Hringur teiknar af viðkvæmni og bezt hjá honum finnst mér mynd af liggjandi folaldi. Þessi verk verkuðu ekki sterkt á mig, og mér fannst eins og hesturinn væri ekki nægilega túlkaður i heild. Sem sagt: Sýningin sagði mér ekki mikið, og sprettirnir voru of fáir til að sannfæra mig um ástir manns og hesta. Einar Hákonar- son og Jóhannes Geir halda þess- ari sýningu á floti og mega vel við sinn hlut una. Sú hugmynd, að gera sýningar um viss þemu, er ágæt og ætti að vera meira af slíku hér hjá okkur, en það eru einkasýningarnar, sem hafa verið á oddinum um langan aldur. Samt var þemað notað hér áður fyrr i einstaka tilfellum. Væri skemmtilegt, ef þemasýn- ingar yrðu teknar upp í meira mæli en tíðkazt hefur. Það mundi auka á fjölbreytni og gefa fleiri tækifæri til samanburðar á verk- um þeirra fjölmörgu myndlist- armanna, sem starfa meðal okkar. Tvær sýningar Myndlist Valtýr Pétursson Á vesturgangi Kjarvalsstaða er nú sýning á myndverkum í postulínsleir og er um að - ræða bæði hluti og veggmyndir. Það er listakonan Eydís Lúðvíksdóttir sem í hlut á og er þetta í fyrsta sinn sem hún heldur einkasýningu á verkum sínum. Eydís hefur að undanförnu verið listrænn ráðu- nautur f verksmiðjunni Gliti og var nýlega valin úr hópi lista- manna til að hafa umsjón með Listasmiðju Glits og er hún sjötti listamaður til að öðlast þá viður- kenningu. Þetta er snotur sýning og mynd- verk Eydísar sýna bæði kunnáttu og tilfinningu fyrir efnismeðferð. Hlutir hennar eru einnig áhuga- verðir, en ekki kann ég svo skil á tækninni að ég sé fær um að gera mér skoðanir á því sviði, en segja mætti mér að hún væri í lagi hjá Eydísi. Það eru 47 verk á þessari sýningu og að mínu mati er sýning Eydísar Lúðvíksdóttur þess virði að hún sé skoðuð. Það ætti að vera nýmæli fyrir marga að sjá þessa hluti og myndir gerðar í postulíns- leir. Steinar í fordyri Norræna hússins hafa áhugamenn um steinasöfnun sett upp sýningu, sem er dálítið sér- stök og einstæð í sinni röð. Þar er fjöldi steina til sýnis, sem safnað hefur verið af félagsmönnum og sumir þeirra slípaðir af mikilli smekkvísi. Náttúra íslands virðist ríkari af steintegundum en flesta grunar, og það jaðrar við að um gersemar sé að ræða þegar grjótið okkar fær rétta meðhöndlun. Það var fjöl- mennt á sýningunni er ég leit þar inn og handagangur i öskjunni. Ég er því miður ekki nægilega kunnur steinariki okkar til að geta talið upp þær tegundir sem þarna er að finna og kann afar lítil skil á þess- um hlutum, en fallegir eru þeir og mjög áhugaverðir. Ég rita þessar línur aðeins til að vekja athygli á þessari sýningu og vonast til, að þetta skrif verði ekki of síðbúið til þess. Eitt er ágætt við þessa starfsemi: Áhugamenn eru alltaf viðlátnir til að leiðbeina gestum og miðla af fróðleik sínum. Hafi þeir þakkir fyrir. JRfargmiMiifrffr Áskriftarsíminn er 83033 Sólrún Bragadóttir Bergþór Páisson Tvísöngur Tónllst Jón Ásgeirsson Sólrún Bragadóttir og Berþór Pálsson „debúteruðu" sl. þriðju- dag og sungu lög eftir Purcell, Vaughan-Willimas, Brahms, Strauss, Poulenc, Dupark og Verdi. Tónleikarnir hófust á tveimur dúettum eftir Purcell og var sá seinni, My dearest, my fairest, mjög vel sunginn. Næst á efnisskránni voru „Farandsöngvar" eftir Vaug- han-Williams er Bergþór söng einn. Bergþór hefur mjög fal- lega baritonrödd og beitir henni af mikilli tækni. Hann hefur vald á sterkum andstæðum í styrk og textatækni og túlkun hans er mjög góð. Sólrún söng því næst þrjú lög eftir Brahms og tvö eftir Strauss. Það má í raun segja það sama um söng hennar og Bergþórs, nema að hún hefur þróttmikla sópran- rödd. Styrkleikaregistur hennar kom mjög vel fram í Immer leiser wird mein Schummer eft- ir Brahms. í lagaflokkinum La courte Paille, eftir Poulenc, var söngur Sólrúnar einkar fallegur og sérstaklega i síðasta laginu, Apríltunglið, þar sem undirleik- arinn Jónas Ingimundarson átti og nokkur undur falleg augna- blik. Lög þessa lagaflokks eru stutt, eins konar „smástrá", en mörg þeirra frábærlega leik- andi og var flutningur Sólrúnar í heild mjög góóur. Síðustu ein- söngslög Bergþórs voru eftir Duparc, þann sérkennilega mann er var svo gagnrýninn á eigin verk, að hann eyðilagði mikinn hluta þeirra, en sökum veikinda hætti hann að fást við tónsmíðar og eru til m.a. eftir hann 16 söngvar er nægt hafa honum til heimsfrægðar. Tónleikunum lauk með dúett- inum fræga úr La Traviata eftir Verdi. Sólrún og Bergþór hafa náð feikna valdi á þeim tækni- atriðum sem miklu skipta í söng en auk þess eru þau listamenn góðir, en listfengi er það sem hver einstaklingur gefur til viðbótar við lærdóm sinn, þann- ig að kunnáttan verður þjónn en ekki markmið. Það er óhætt að fullyrða, að hér eru á ferðinni feikna efnilegir listamenn. KANNSKIIBUDAPCST Flugleiðir bjóða flug og bíl í tengslum við áætlunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamát: þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. LEITIO FREKARIUPPLÝSINGA UM FLUG & BlL A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM FÉLAGSINS, EÐA A FERÐASKRIFSTOFUNUM. semviljd heiminn og skiljahannbetur . r « • • I 'tmm- -I Jll’M” II* II •' ,, iininin o 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.