Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Eitt var gott - annað vont Leiklist Jóhann Hjálmarsson Hitt ieikhúsið: Edith Piaf Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar. Höfundur: Pam Gems. Þýðandi leikrits og söngva: Þórarinn Eldjárn. Leikmynd og búningar: Guðný Björk Richards. Lýsing: Viðar Garðarsson. Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Dansahöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Sigurður Páls- son. Leikfélag Akureyrar hefur vakið athygli að undanförnu fyrir þróttmikla starfsemi. Nú er félagið með gestaleik í höfuð- borginni: Edith Piaf eftir Pam Gems. Það er Hitt leikhúsið sem stendur fyrir sýningunni hér „af því okkur þótti hún svo góð“, eins og lesa má í ávarpi í leikskrá. Pam Gems hefur samið leik- rit sitt um Edith Piaf með það í huga að lýsa henni frá sjónar- miði kvenna. Hún gerir Edith Piaf jafnoka margra karlhetja leiksviðsins hvað varðar rudda- lega framkomu og klúra orð- ræðu. Þess ber að vísu að gæta að Edith Piaf spratt úr undir- heimum Parísarborgar, ólst upp meðal vændiskvenna og lodd- ara. Þetta setti svip á líf henn- ar, en grundvöllur söngva henn- ar var alla tíð ástin. I „Nei, ég iðrast ei neins" segir svo: Nei, ekki neins ... Nei, iðrast ekki neins. Eitt var gott, annað vont, sitt á hvað, sama’ er mér um það! Nei, ekki neins ... Nei, iðrast ekki neins ... Það er greitt gleymt og eytt, ekki neitt. Allt hið liðna er leitt. Leikrit Pam Gems er fyrst og fremst dálítill söguþráður kringum hina frægu og ágætu söngva. Henni tekst laglega að draga upp myndir úr lífi söng- konunnar, en einar sér yrðu þær veigalitlar. Allt byggist á söngvunum um ástina. Það er helst í lýsingu á endalokum Piaf sem leikritið öðlast reisn. f hinni algjöru niðurlægingu stígur manneskjan Piaf fram í réttu ljósi. Sigurður Pálsson leikstýrir verkinu af hugkvæmni og laðar fram hina sérstöku frönsku stemmningu. Leikmynd Guð- nýjar Bjarkar Richards er trú- verðug og lýsing Viðars Garð- arssonar sömuleiðis. Ástrós Gunnarsdóttir er höfundur líf- legra dansa og dansar sjálf einkar skemmtilega. Þýðing Þórarins Eldjárns er afburða- góð, söngtextarnir sem hvað mikilvægastir eru í sýningunni hljóma vel. Edda Þórarinsdóttir leikur Piaf af öryggi, en vegna leik- textans fær hún ekki mörg tækifæri til sannfærandi leik- túlkunar. Það er í söngvunum sem leikkonan nýtur sín best, söngur hennar eftirminnilegur og textaframburður skýr svo að við heyrum hvert orð. Hljóm- sveitin undir stjórn Roars Kvam komst vel frá sínu. Það er út af fyrir sig kraftaverk að koma söngvum Edith Piaf eins vel til skila á íslensku og Edda Þórarinsdóttir gerði. Styrkur sýningarinnar er söngtúlkun hennar. Leikfélag Akureyrar er fyrir löngu orðið meira en áhugaleik- félag. Þótt ekki sé hægt að tala um tilþrif í söng nema hjá Eddu Þórarinsdóttur má minna á geðfelldan leik þeirra Sunnu Borg, Guðlaugar Maríu Bjarna- dóttur, Marinós Þorsteinssonar, Þráins Karlssonar, Theodórs Júlíussonar og Gests E. Jónas- sonar. f minni hlutverkum voru Emelía Baldursdóttir, Péttur Eggertz og Steinar ólafsson. Það er galli leikrits Pam Gems hve flestar persónur verða sviplitlar samanborið við Edith Piaf sjálfa. Undantekn- ingar eru Toine í túlkun Sunnu Borg og Marcel Cerdan, hin stóra ást söngkonunnar, sem Þráinn Karlsson blés lífsanda í með hljóðlátri og innilegri túlk- un. Þetta er ekki nýtt um söng- leiki, er að verða hefð og óvíst hvort nokkurn tíma tekst að gera þá eitthvað í líkingu við alvöruleikrit. Sé litið á söngleiki sem sérstakan heim sem fyrst og fremst miðla léttri skemmt- un eru þeir að sjálfsögðu í lagi. Leikurinn um Edith Piaf er kærkomin skemmtun og nokk- urt umhugsunarefni. Hafi Leik- félag Akureyrar þökk fyrir komuna. Sauðárkrókur: Góð þátttaka á „Veiði- degi fjölskyldunnar“ James! Ó, James! Kvikmyndir Árni Þórarinsson Diskódrottningin svarta Grace Jones (t.h.) er Ijósi punkturinn í nýju James Bondmyndinni, Víg í sjónmáli. Bíóhöllin: Víg í sjónmáli — A View to a Kill -tr'A Bandarísk. Árgerð 19S5. Handrit: Richard Maibaum, Michael G. Wilson. Leikstjóri: John Glen. Aðalhlutverk: Roger Moore, Grace Jones, Tanya Rob- erts, Christopher Walken, Patrick McNee. Aldrei hef ég vitað þvílíkan auglýsingastorm vegna einnar bíómyndar. Marga mánuði fyrir- fram hafa framleiðendur nýju James Bond-myndarinnar skipu- lagt auglýsingaherferð með óvenju viðamiklum og lúmskum hætti: Kynningar og sýnishorn í fjölmiðlum, popplag með Duran Duran, sérstakur uppboðshald- ari sendur til ísiands með eintak og reykvísku bíóin bjóða hvert sem betur getur, frumsýning að viðstöddum forsætisráðherra, Ómari Ragnarssyni og Svavari Gests og James Bond-bíll í Aust- urstræti selur miða eins og heit- ar lummur. Það mætti halda að framleiðendur séu ekki vissir um að varan seljist á eigin verðleik- um. Og því miður er þetta storm- ur í tebolla. Á bak við þetta yfirgengilega skrum er nefnilega þreytu- legasta Bond-mynd frá upphafi. Víg í sjónmáli veldur miklum vonbrigðum, sérstaklega ef tekið er mið af því að sömu handrits- höfundar og leikstjóri skiluðu síðast einhverri skemmtilegustu mynd þessa lífseiga flokks, — Octopussy. I nýju myndinni örl- ar vart á þeim krafti og hugviti sem prýddu Octopussy. Rétt einu sinni er 007 að kljást við súperbófa sem stefnir að heimsyfirráðum, — í þessu til- viki afkvæmi erfðafræðitilrauna nazista, leikið með hangandi hendi af Christopher Walken sem er álíka ógnvekjandi í hlut- verkinu og fermingardrengur. Það þjónar engum tilgangi að hafa mörg orð um söguþráðinn en að venju ber hann hetjuna meginlanda á milli, frá íslandi í ósköp slöku upphafsatriði, til Englands, Frakklands, Banda- ríkjanna. Hnyttnin í samtölun- um er í lágmarki, tæknibrellur sömuleiðis, sviðssetningar oft vandræðalegar og allt of mikið af steindauðum atriðum (eitt dæmi: Bond og rússnesk njósna- skvísa lengi lengi í japönsku baðhúsi). Roger Moore í aðalhlutverkinu er orðinn skelfing lúinn enda færist aldurinn yfir. Þegar Moore setur upp kvennagulls- svipinn sinn með breiðu brosi, uppglenntum augum og hnyklar brýnnar þá sér áhorfandinn hvernig saumspretturnar gliðna í andlitinu. Kvenhetjan Tanya Roberts er á tveggja mínútna fresti látin skrækja: „James! James! Ó, James, James!“ og er það meira en hún ræður við. Eini ljósi punkturinn í leikhópnum er svartur, — diskódrottningin Grace Jones sem rennilegur villiköttur í þjónustu Walkens. Víg í sjónmáli býður upp á tvö þokkalega unnin hasaratriði, annars vegar mikinn eltingaleik í París sem berst ofanúr Eiffel- turninum og út á breiðgöturnar, og hins vegar Bond hangandi utaná slökkviliðsbíl. Það er ekki mikið miðað við allar tilfær- Tryggir aðdáendur 007 munu trúlega ekki láta sig vanta á Víg í sjónmáli, hvað sem þessum vonbrigðum líður. En eigi James Bond að snúa aftur eins og sagt er í lok myndarinnar þurfa að- standendur hans að taka til hendinni við annað og meira en mesta auglýsingaskrum kvik- myndasögunnar. SauAárkróki, 26. júnf. STANGVEIÐIFÉLAG Sauðárkróks hélt „Veiðidag fjölskyldunnar" há- tíðlegan með pomp og prakt við Ölv- isvatn á Skagaheiði sl. sunnudag. Talið er að um 250 manns hafi verið við vatnið þegar flest var og veiði- skapur stundaður af miklum áhuga. Ekki reyndist mögulegt að skrá all- an fisk í veiðibók sem á land kom, en áætlað er að hátt á þriðja hundr- að fiska hafi bitið á agnið og ekki sloppið. Ymislegt var gert fólki til fróð- leiks og skemmtunar. Pétur Bjarnason frá Blönduósi sýndi tæki og aðferðir við fluguveiði og Verslunin Tindastóll á Sauðár- króki hafði sýningu á veiðivörum og öryggistækjum viðkomandi veiðiskap. Veiðikeppni var um stærsta fiskinn og flesta fiska á stöng. Var það geysihörð keppni og vannst á 10 grömmum hvað þyngdina varð- ar og í fjölda munaði aðeins 4 fisk- um. Stærsta fiskinn, sem vó 800 g, fékk Kristinn Sverrisson, en flesta, 29 fiska, fékk Hörður Krist- insson. Að þjóðlegum nútímasið voru grilluð af krafti bleikjur, urriðar og pylsur. Síðast var svo varðeldur með söng og söguburði. Allt fór þetta fram með glæsibrag, Stangveiðifélaginu til sóma. Einn af forgöngumönnum „Veiðidags fjölskyldunnar" hafði þetta að segja: „Sólin skein, golan hélt mýbitinu í skefjum og fólk og fisk- ur var í sólskinsveiðiskapi“. For- maður Stangveiðifélags Sauðár- króks er Brynjar Pálsson. Kári I>essi börn voru meðal þeirra 250 sem tóku þátt í „Veiðidegi fjölskyldunnar" sem Stangveiðifélag Sauðárkróks hélt á sunnudaginn við Olvisvatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.