Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JtJNÍ 1985 17 Samvinnuferðir — Landsýn: Nær uppselt í ódýru ferðirnar Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn auglýsti um síðustu helgi ódýrar flugferðir í tengslum við svokallað „Gagnkvæmt leiguflug“. Hér er um að ræða flugfar til Salz- burg 30. júní og Þrándheims 1. júlí fyrir 8.900 krónur. Áður hefur ferðaskrifstofan boðið upp á ódýrar ferðir eins og t.d. BSRB ferðirnar til Kaup- mannahafnar og vikuferð til Ála- sunds. Ferðirnar til Kaupmanna- hafnar seldust strax upp og sömu sögu er að segja um ferðina til Álasunds. Sú ferð var jafnvei enn ódýrari því flugfarið fram og til baka kostaði 6.500 krónur, en auk þess var boðið upp á rútuferðir o.fl. og var miðað við að þessi vikuferð kostaði um 15.000 krónur. I auglýsingunni kemur fram að ástæðan fyrir því að ferðaskrif- stofan getur boðið upp á svo lág fargjöld sé sú, að útlendir sam- starfsaðilar nýta flugvélina aðra leiðina, en íslendingar hina. Með því næst hámarks sætanýting og kostnaður við hvern farþega er því í lágmarki. Að sögn Helga Daníelssonar sölustjóra Samvinnuferða-Land- sýnar er ferðaskrifstofan með þessu að sýna fram á hvað hægt er að bjóða upp á og að fólk þurfi ekki alltaf að borga sama háa verðið fyrir flugferðir til útlanda. Knn eru nokkur sæti laus til Salzburg. „Það er alltaf hægt að fá nokkr- ar svona ódýrar ferðir á hverju ári,“ sagði Helgi. „Við erum með sterka innanlandsdeild sem tekur á móti fjölda útlendinga á hverju ári og með því að nota ferðina til baka er hægt að bjóða tslending- um svona ódýrar flugferðir. Hins- vegar eru flestir sem kaupa ýmsa þjónustu að auki, svo sem hótel- gistingu, bílaleigubíla o.fl. og að sjálfsögðu eykst þá kostnaðurinn," sagði Helgi Daníelsson. Félagsmálastofnun Reykjavíkur: Útideildin kynnir starfsemi sína ÚTIDEILDIN, sem rekin er af Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, hefur sent frá sér dreiflbréf og kynnir þar unglingum og foreldrum starfsemi sína. í dreifibréfinu kemur fram að Útideildin er sérstaklega ætluð fyrir unglinga og að markmiðið með starfinu er fyrst og fremst að hjálpa unglingum og koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum, og að aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. „Þið þurfið samt ekkert að vera á kafi í einhverri vandamálasúpu til að spjalla við okkur.“ Allavega mál geta komið upp sem þarf að ráða fram úr. Til dæmis atvinnu- og húsnæðisleit, erfiðleikar í skólanum og heima fyrir, notkun vímuefna, þar með talið brennivín, og svo framvegis. „í sumum tilfellum getur það hjálpað upp á sakirnar að pæla í hlutunum með okkur, en við erum ekkert síður til þess að hjálpa til við að rata í kerfinu og kynna ykk- ur rétt ykkar." Útideildin starfar á heimavelli unglinganna sjálfra. „Ef þér ligg- ur eitthvað á hjarta er velkomið að tala við okkur. En auðvitað get- urðu líka sleppt því. Hafðu alla- vega á hreinu að við förum með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál.“ Útideildin er til húsa í Tryggva- götu 12. Síminn er 20365 og 621611. „Við erum á ferðinni flesta daga þar sem unglingar safnast saman og auk þess er opið í Tryggvagötunni eftir hádegi. Svo er líka opið hjá okkur á föstu- dagskvöldum." Sýning í Gallerí Salnum ÞANN 27. júní verður opnuð í Gall- erí Salnum samsýning flmm ungra myndlistarmanna sem útskrifuðust frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, grafíkdeild, í vor. Þar sýnir Anna Líndal dúkrist- ur sínar. Myndefnið er fjölskyldu- líf að fornu og nýju. Guðný Björk og Magnús Þór sýna málaðar myndir. Margrét sýnir blandað efni. Sigrún sýnir málaðar graf- ískar mannamyndir ásamt mynd- um er sýna samspil manns og hljóðfæris. Opnað verður kl. 8:00 fimmtu- dagskvöld. Þá lesa ung skáld upp úr verkum sínum og ef til vill verður leikið á klarinett. Sýningin stendur til 17. júlí og er galleríið opið frá kl. 1—6 alla daga nema mánudaga. (Or fréttatilkynningu frá Gallerl Salnum) Grafíska Meyjafélagið og Magnús Þór í Gallerí Salnum. Bta ■HfUJ Sími78900 frumsýnir: James Bond myndina AVIEWtq a KILL Víg í sjónmáli Stærsta James Bond-opnun frá upphafi í Bandaríkjunum. ALLRA TÍMA AÐ- SÓKNARMETÁ STÆRSTA BÍÓ í LONDON ODEON LEICESTER SQUARE »A VIEW TO A KILL“ ER FYRSTA MEIRIHÁTTAR ERLENDA KVIKMYNDIN SEM TEKIN ER AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI. BIÓHÖLLIN ER ANNAÐ KVIKMYNDAHÚSIÐ í EVRÓPU SEM FRUMSÝNIR „A VIEW TO A KILL“. ÞAR MEÐ ER ÍSLAND ANNAD LANDIÐ í EVRÓPU TIL AÐ FRUMSÝNA ÞESSA STÓRMYND. „A VIEW TO A KILL“ JAMES BOND-MYND ALLRA TÍMA. GÓÐA SKEMMTUN — BÍÓHÖLLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.