Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 21
MQRGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 21 Flugleiðir nota Fokker Friendship-fhigvélar tíl flutninga fyrir bandaríska félagið Arco, er leitar olíu við Grænland. Flugleiðir: Annast flutninga vegna olíuleitar við Grænland BANDARÍSKA félagið Arco mun í sumar hefja olíuleit við austanvert Grsnland. Flugleiðir hafa samið við félagið um flutning á vörum á með- an leit stendur. Þegar hafa verið farnar 3 ferðir frá Reykjavík til Meistaravíkur. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að samist hefði um 16 ferðir til viðbótar. „Ég reikna með að það verði framhald á þess- um flutningum hjá okkur í sumar. Sem stendur er verið að leggja flugvöll nokkru norðan við Meist- aravík. Sú flugbraut verður frem- ur stutt, aðeins 1000 m, en völlur- inn verður vel búinn tækjum. Til Meistaravíkur verður þó flogið áfram til 1. nóvember, en þá verð- ur þessi nýja flugbraut fullgerð. Flestöll tæki til leitarinnar verða flutt með skipum en Flugleiðir hafa aðallega flutt mannafla og matbæli í þessum þremur ferðum sem farnar hafa verið", sagði Sveinn. Notaðar eru Fokker Friendship flugvélar til þessara flutninga. fs er enn til staðar víða á þessum slóðum en reiknað er með að skip- in komist á áfangastað í fyrri hiuta júlí. „Það má segja að flug til Græn- lands sé löngu orðið hefð í rekstri þessa félags. Áður fyrr flaug Flug- félag íslands til Grænlands á veg- um Norræna námufélagsins en þeir flutningar eru löngu aflagð- ir,“ sagði Sveinn. Arco biður um flutninga með nokkrum fyrirvara og er þá reynt að fella þessi verkefni að áætlana- flugi félagsins. „Sumaráætlun hefur staðist einstaklega vel og vonandi verður þetta ekki neitt vandamál, við getum séð af vélum tii þessa verkefnis ef áætlanir standast. Við vitum ekki enn hvenær síðasta ferð er fyrirhuguð, þetta getur allt breyst,“ sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Fiugleiða að síðustu. T erely nebuxur kr. 895.- 995.- og 1.095.- Gallabuxur kr. 695.- 865.- og kr. 360.- litlar stæröir. Kvenstæröir kr. 610.- Sumarbuxur kr.785.- og bolir frá 195.-585.- Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22a, sími 18250. ^ HAGKAUP Póstverslun: Sími 91-30980 Reykjavík Akureyri Njarðvík Sumarferð Varðar 29. júní1985 Að þessu sinni veröur ekið um Borgarfjörö, Geldingadraga í Skorradal, niður Andakílshrepp, að Hvítá og að Hreðavatni. Sumargleöin skemmtir í Borgarnesi. Lagt af staö frá Sjálfstæöishúsinu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffi á bökkum Skorradals- vatns. Ekið niöur Andakílinn og sveigt til hægri nálægt Vatnshömrum og á Lundarreykja- dalsleiö. Ekiö yfir gömlu Hvítárbrúna hjá Ferjukoti og sem leiö liggur aö Grábrók. Hádegisverður snæddur á Brekkuáreyrum vestan Grábrókar í fallegu umhverfi. Á bakaleiö veröur komiö viö í Borgarnesi þar sem Sumargleðin mun skemmta Varöar- félögum í Hótel Borgarnesi. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Jónas Bjarnason formaöur Varöar og Valdimar Indriöason alþingismaður. Aöalleiösögumaöur veröur Einar Þ. Guö- johnsen. Pantanir í síma 82900 ffrá kl. 9—21. Miðasala í Vaihöll á sama tíma frá miðvikudeginum 26. júní. Verð aðeins kr. 950 fyrir fullorðna, kr. 400 fyrir börn 4—12 ára og frítt fyrir börn yngri en 4 ára. Innifaliö í miöaverði: Feröir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og skemmtun Sumargleöinnar. Morgunhressingu veröa menn aö hafa meö sér sjálfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.