Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Er Alþingi á niðurleið? Kristinn Kristinsson hringdi: Mig langar að vekja athygli á því að Alþingi hafi í raun ekki greitt neitt atkvæði um bjórmálið og þar af leiðandi hefur þingið ekki tekið neina beina afstöðu til þessa máls, þrátt fyrir það að und- anfarna áratugi hafi oft verið bent á það að skoðanakönnun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki æskileg vegna þess að þjóðin eigi ekkert frekar að taka á þessu máli fremur en alþingismenn. Nú þegar alþingismenn eru spurðir í sjónvarpi hvort Alþingi sé á niðurleið, mun ég svara því örugglega játandi. Nú fyrst er mælirinn fullur hjá mér og Al- þingi er á niðurleið í mínum huga. Mér finnst alþingismenn ekki hæfir til að gegna sínum störfum ef þeir geta ekki tekið málefnalega afstöðu til bjórmálsins, að fella það eða samþykkja. Það eru rök bæði með og á móti, en þeir sem taka áttu afstöðu, gátu það ekki og eru þar af leiðandi ekki hæfir stjórnmálamenn að mínum dómi. Við íslendingar eigum örugg- lega eftir að fá inn á okkar borð miklu stærri og meiri mál, sem þarf að taka afstöðu til, t.d. ef upp kæmi stríð einhvers staðar eða aðrar hörmungar, svo að ef al- þingismenn geta ekki tekið af- stöðu til bjórmáls íslendinga, ættu þeir bara að sitja heima hjá sér í staðinn. Nóg komið af eitur lyfjum og áfengi Áhyggjusöm mamma skrifar: Guð hjálpi þeim, sem eiga að ráða landi og þjóð, ef þeir leyfa bjórinn. Ég held að það sé gert fyrir þá sem bíða í ofvæni til að græða á honum. Þeir hugsa lítið þeir menn um afleiðingarnar. For- eldrar, standið saman og neitið bjórnum á ári æskunnar. Við skul- um öll hugsa um unglingana og hafa ekki fyrir þeim það sem hættulegt er og heilsuspillandi. Er ekki nóg komið af eiturlyfj- um og áfengi. Er ekki mikill hluti þjóðarinnar alkóhólistar, sem ekki er hægt að hjálpa þó að þjóðin megi þakka fyrir það starf, sem SÁÁ og fleiri stofnanir hafa gert fyrir þetta brjóstumkennanlega fólk, sem misst hefur börn sín og heimili. Guð hjálpi þessi fólki. Hljótast ekki flest slysin sökum áfengis? Einnig eru sjálfsmorð tíðari upp á síðkastið í þjóðfélag- inu. Ég skora á stjórnvöld að taka fast á þessum málum, og frelsa unga fólkið frá böli en ekki bæta á það. Hreinsið til. Allur bjór og áfengi úr landinu. Það sparar þjóðinni kostnað, sem hlýst af áfengi og fíkniefnum, fyrir utan alla þá sorg, sem aðstandendur verða fyrir og aldrei verður bætt. Ég skrifa af reynslu. Hver er næstur, veit enginn. Athugið það. Endursýnið þáttinn Fanný skrifar: Ég vil biðja sjónvarpið að endursýna þáttinn um Duran Dur- an, sem var á laugardagskvöldið 15. júní sl. Ég verð nú að segja að ég var ekki aðdáandi Duran Duran áður en ég sá þáttinn, en nú sé ég að DD er frábær hljómsveit og ég er orðin bálskotin í John Taylor. Stelpur, þið sem eruð skotnar í John Taylor: nú fyrst skil ég hvers vegna. Hann er æði. Einnig er þessi á hljómborðinu líka æðislega sætur. Ég held að hann heiti Nick. Duran Duran-aðdáendur, látið í ykkur heyra. Við viljum sjá þátt- inn aftur. WISAPANEL Rásaöur krossviöur til inni- og útinoftkunar Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi BJÖRNINN Borgartún 28 - simi 621566 - Reykjavík Og nú erum við í Borgartúni 28 Húsgagnahöllin hefur opið til kl. 8 (20.00) í kvöld og til kl. 9 (21.00) á morgun föstu- dagskvöld. 0ÚS6AGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK S 91-81199 OQ 81410 f^Hvaó er svoira'l —rkilegtvið Þér er boðiö upp á ef þú finnur v veitingahúsiö viö Fischersund, sem liggur __ upp meö Geysi og er viö hliöina á Gullfiskabúðinni. Viö bjóöum ávallt Ijúffenga, ferska rétti og afbragös drykki — nánast hvaö sem er. Opiö kl. 12—14.30 og frá kl. 18 á kvöldin. Því ekki aö reyna eitthvaö nýtt og ferskt — sumir segja bezta pubbmat í bænum. í KVOLD fimmtudagskvöld: Kristinn Svavarsson, Hallberg Svavarsson, Úlfar Sigmarsson og Ari Jónsson leika af fingrum fram — færir menn í fínu formi. VELKOMIN I -HUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.