Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Kútter Sigurfari GK 17. Akranes: Gunnlaugur Haraldsson safnvörður flytur ræöu. Sr. Jón M. Guðjónsson opnar kútt- erinn formlega. Kútter Sigurfari Akranesi 18. júní. KÚTTER SIGURFARI sem komið hefur verið fyrir í Byggðasafninu í Görð- um á Akranesi var formlega opnaður gestum laugardaginn I. júní sl. við hátíölega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta voru forsætis- ráðherrahjónin Steingrímur Hermannsson og frú Edda Guðmundsdóttir, sr. Jón M. Guðjónsson frumkvöðull að Byggðasafninu í Görðum og heiðurs- borgari Akraness og nokkrir aldnir sjómenn sem á sínum yngri árum voru skipverjar á kútternum. Við athöfnina flutti Gunnlaug- ur Haraldsson safnvörður ræðu og rakti sögu kútters Sigurfara en nú eru liðin 100 ár frá byggingu hans. Ávörp fluttu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri á Akranesi, Valdimar Ind- riðason alþingismaður og Jóhann- es Engilbertsson form. Sigurfara- sjóðs sem stjórnaði athöfninni. Að því búnu opnaði sr. Jón M. Guðjónsson kútterinn formlega með því að klippa á borða við landgang og blessa hann. Jón Helgason frá Kringlu á Akranesi dró skipsfánann við hún en Jón var skipverji á kútternum. Lúðra- sveit Akraness lék við athöfnina sem þótti takast einstaklega vel. Það fór vel á því að þessi við- burður tengdist öðrum tímamót- um en þannig vill til að í ár eru 100 ár liðin frá byggingu kútters- ins eins og áður segir og einnig eru í ár liðin 25 ár frá stofnun Byggðasafnsins í Görðum og einn- ig átti upphafsmaðurinn að hinu merka byggðasafni, sr. Jón M. Guðjónsson, áttatíu ára afmæli daginn áður en þessi athöfn fór fram. Sr. Jón M. Guðjónsson lét ein- skis ófreistað að búa Byggðasafn- ið sem best úr garði þó skilyrði væru oft erfið, en alltaf tók hann til hendinni af stórhug. Honum var mjög annt um sögu sjósóknar og útvegs í héraðinu og með þá sögu í huga hóf hann að koma á framfæri hugmynd sinni um að reynt yrði að bjarga frá glötun einum hinna íslensku kúttera, sem á sínum tíma voru seldir úr landi. Þessari hugmynd var víða vel tekið, en þó skilningur væri á málinu bólaði seint á raunhæfum viðbrögðum og framkvæmdum. Sr. Jón lét þó ekki deigan síga, þegar persónuleg viðtöl og hvatn- ingarbréf skiluðu ekki neinum árangri afréð hann að vekja máls á þessu opinberlega. Hann skrif- aði greinar í blöð og ræddi málin á fundum hjá félagasamtökum. Hinn 21. febrúar 1972 var sr. Jón boðið að halda erindi á kvöldfundi hjá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi. Ræddi sr. Jón um skútuöldina og kúttertímabilið. Lýsti hann fyrir klúbbfélögum áhuga sínum á því að Byggðasafn- ið eignaðist einn af hinum gömlu kútterum sem nú væru sem óðast að týna tölunni í Færeyjum. Klúbbfélagar hrifust mjög af eldmóði sr. Jóns og ákváðu að taka að sér að annast útvegun á kútter frá Færeyjum. Augu manna beindust strax að opnaður gestum Forsætisráðherrahjónin, Steingrímur Hermannsson og frú Edda Guð- mundsdóttir, og Valdimar Indriðason heilsa öldruðum sjómönnum sem viðstaddir voru athöfnina. kútter Sigurfara sem þá hafði verið lagt í höfninni í Klaksvík í Færeyjum. Eigendur hans voru P/f Joensen & Olsen og voru þeir mjög áhugasamir um að hið happ- sæla skip þeirra varðveittist með þeim hætti sem til stóð. Kaup- verðið var 5000 færeyskar krónur sem taldist gjafverð. Sýnir það best hug hinna færeysku eigenda til málsins, en þeir höfðu hafnað mun hærra kauptilboði í skipið frá dönskum aðilum. Þá má geta þess að andvirði Sigurfara létu eigendur renna til Slysavarna- félags íslands sem þakklætisvott fyrir liösinni þess við færeyska sjómenn um áratuga skeið. Kútter Sigurfari kom til Akra- ness sumarið 1974 og var tekið á móti honum með viðhöfn. Mikill mannfjöldi var mættur við höfn- ina og meðal þeirra nokkrir gaml- ir skútukarlar af Akranesi en hluti þeirra hafði verið á Sigur- fara á siðustu vertíðum hans í eigu íslenskra aðila. Þessum gömlu heiðursmönnum veittist nú sá heiður að ganga fyrstir um borð og var það þeim svo sannar- lega stund endurminninga. I ársbyrjun 1976 er kútternum komið fyrir á sínum endanlega stað við safnið og endurbygging hans hafin þó rólega hafi verið farið af stað. Fyrstu árin voru frekar aðgerðarlítil en sumarið 1979 sá stjórn Sigurfarasjóðs sér fyrst kleift að kalla til launaða aðstoð við endurbyggingastarfið. Þá hóf Jóhann Ársælsson skipa- smiður á Akranesi að starfa ásamt aðstoðarmönnum og hin síðari ár hafa komið til starfa fleiri skipasmiðir og má að miklu leyti þakka þeim hvernig til hefur tekist þó fleiri hafi lagt hönd á plóginn. Eins og áður segir var það Kiw- anisklúbburinn Þyrill á Akranesi sem stóð undir kostnaði við kaup á kútternum og sá einnig um heimflutning hans og var sú fjár- hæð hinn raunverulegi höfuðstóll Sigurfarasjóðs sem stofnaður var 1974 ásamt 250 þús. kr. framlagi ríkissjóðs. Ljóst var að þessi upp- hæð hrykki skammt og var því hafin almenn fjársöfnun og nema framlög á árunum 1974 —84 alls 19,3% af heildartekjum sjóðsins. Aðrar tekjur sjóðsins koma frá ríkissjóði, bæjarsjóði Akraness, Byggðasjóði og Þjóðhátíðarsjóði sem styrkt hefur þessa fram- kvæmd rausnarlega frá árinu 1979. Ekki eru tök á að birta yfirlit yfir kostnað við að koma kúttern- um í það horf sem hann nú er, en þó má segja að kostnaður er nokk- uð umfram tekjur. Sá mismunur er þó naumast til að örvænta yfir m.a. ef haft er í huga, að óðum styttist leiðin til lokahafnar, eins og Gunnlaugur Haraldsson safnvörður orðar það í ágætri grein um kútter Sigur- fara 100 ára í Sjómannadagsblaði Akurnesinga 1985 sem kom út nú fyrir skömmu. Og hann heldur áfram: „Að minnsta kosti má fullyrða, að mörg útgerðin í landinu stend- ur tæpar nú um stundir en kútter Sigurfari, þótt kvótalaus sé. Menn getur að vísu greint á um arðsemi slíkrar útgerðar fyrir þjóðarbúið. En það er önnur saga." — JG Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Mannvirkjagerð í Laugarnesi Við stöndum frammi fyrir vanda sem skapast hefur af því að byggður hefur verið hluti af svæði í Laugarnesi sem skipulagt var fyrir fimmtán árum með gömlu aðferðinni, að framkvæma verk án þess að afla sér nægjanlegra upp- lýsinga áður. Nú er talin þörf á að halda áfram mannvirkjagerð á svæðinu, en það þýðir verulega eyðingu óbætanlegra náttúru- og mannvistarminja í Laugarnesi. Allir hugsandi menn sjá því að frekari skerðing væri stórslys. Laugarnes og Geldinganes eru einu litlu nesin á Reykjavíkur- svæðinu sem að nokkru leyti hafa sloppið við röskun frá því þar var búið síðast. Lítil nes í sínu náttúrlega ástandi hafa sérstöðu sem útivist- arsvæði og vettvangur til fræðslu og augnayndis fyrir alla er nálægt búa og gesti þeirra. Hvað er til ráða? Málið þarf að reyna að leysa með því að leita nýrra hugmynda án þess að raska frekar umhverfi Laugarness, ef brýn þörf er á auk- inni mannvirkjagerð þar vegna þess að gert hafi verið ráð fyrir henni. Rétt er að minna á að stungið hefur verið upp á að gera gamla Laugarnesbæinn að félags- miðstöð fyrir íbúa Laugarnes- svæðisins. Fyrirtækjum sem þarna kunna að búa við land- þrengsli þarf að finna hentugri stað. Fleiri mál af sama tagi og Laug- arnesmálið eiga eftir að skjóta upp kollinum. Búum okkur undir að leysa þau þannig að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir Reykvíkingum framtíðarinnar. (Frá NVSV) Vísnakver eftir Jónas Jóhannsson ÚT er komið vísnakver með vísum eftir Jónas Jóhannsson frá Skógum á Fellsströnd. Er bér um að ræða yfir 200 vísur er fjalla um menn í»g atburði líðandi stundar. Þessar vísur eru örlítið brot af því sem nú liggur eftir hann. Vísnakverið er til sölu hjá Kjartani Eggertssyni í síma 93- 4228 og Kristni Jónssyni í síma 93-4158, í Búðardal. Verð kr. 300.00. (Úr frétUtilkynningii)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.