Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1986 25 Bandaríkjaþing: Reynt að tefja út- neiningu senaiherra Washington, 26. júní. AP. ^ * UTANRÍKISNEFND öldungadeildar Bandaríkjaþings færðist nær sam- komulagi um útnefningar Ronalds Reagan forseta í lykilstöður í utanríkis- þjónustunni. Skriður komst á málið eftir að George Shultz utanríkisráðherra gekk á fund nefndarinnar og óskaði eftir skjótri niðurstöðu. Paraguay: Nasistaveið- ari saksóttur Paraguay, 25. júní. AP. Dómsmálaráðherra Paraguay fór fram á það í dag að nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld og Domingo Laino, leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, yrðu sóttir til saka að þeim fjar- stöddum fyrir að bera út róg um að stjórnvöld hefðu skotið skjólshúsi yfir stríðsgæpamanninn Jósef Meng- ele. í ákærunni eru Klarsfeld og La- ino sökuð um að hafa viðhaft æru- meiðandi ummæli um forseta Par- aguay, Alfred Stroessner hers- höfðingja, með fullyrðingum sín- um um að stjórnin hafi haldið hlífiskildi yfir Mengele. Hefur dómsmálaráðherrann farið fram á að sakborningarnir verði dæmdir í allt að 9 ára fang- elsi fyrir meiðyrði. Gervihnettir hafa lækkað símakostnað London, 24. júní. AP. Fjarskiptahnettir á braut um- hverfis jörðu hafa ásamt hátækni- búnaði af öðru tagi dregið verulega úr kostnaði vegna millilandasímtala, að sögn bresks rithöfundar, Peter Marsh að nafni. Frá árinu 1961 til 1983 lækkaði verð þriggja mínútna símtala milli Bretlands og Bandaríkjanna úr 18 pundum (tæpum eitt þús. ísl. kr.) niður fyrir tvö pund (um 108 ísl. kr.),“ segir hann í nýútkominni bók sinni „Geimiðnaðurinn" (The Space Business). „Símtólið, svo einfalt sem það er, er eitt af vinsælustu uppfinn- ingum aldarinnar," segir í bók- inni. „Árið 1920 voru það aðeins 25 milljónir manna sem höfðu síma. Árið 1945 voru þeir orðnir 50 milljónir og 1965 um 175 milljónir manna. Nú eru um 500 milljónir símtækja í heiminum." Bókin „Geimiðnaðurinn" er gef- in út hjá Penguin. „Um sjö milljónir manna, karl- ar, konur og börn, horfast í augu við dauðann vegna þess að ríkis- stjórn Eþíópíu er bókstaflega látin komast upp með morð með því að hafa viljandi að engu alþjóðlegt hjálparstarf," sagði Henry Hyde, þingmaður. V-Þýskaland: Bönisch hlaut rúmlega millj- ón marka sekt Berlín, 2S. júni. AP. í dag var Peter Bönisch, fyrrver- andi talsmaður vestur-þýsku stjórn- arinnar, dæmdur fyrir skattsvik og gert að greiða yfir eina milljón marka (um 13,7 millj. ísl. kr.) í sekt Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins, Volker Káhne, sagði, að dóms- sátt hefði verið gerð í málinu og sektin ákveðin í samræmi við það. Bönisch fékk tveggja vikna frest til að greiða sektina, 1,08 milljónir marka, en hann hefur þegar lokið greiðslu skatta þeirra, er málið snerist um, að sögn Káhne. Eftir heimsókn Shultz sam- þykkti nefndin að mæla með 7 út- nefningum Reagans og ákvað að taka afstöðu til 7 til viðbótar á fundi sínum á morgun, fimmtu- dag, m.a. til útnefningar Thomas Pickering til sendiherrastarfa í fsrael og Richard Burt í Vestur- Þýzkalandi. Hyde, hefur ásamt þingmönn- unum Toby Roth og Mark Siljand- er, lagt fram frumvarp til laga þar sem Eþíópíustjórn er fordæmd og lýst yfir banni á viðskiptum við hana. Frumvarpið gerir hins veg- ar ráð fyrir að matvæli og hjálp- argögn til hungraðra verði áfram Peter Bönisch Shultz sagði skort á sendiherra í ísrael mjög mikið áhyggjuefni, og mun hann þá hafa átt við tilraunir Bandaríkjamanna til samstarfs við fsreala vegna ránsins á TWA- þotunni í Beirút á dögunum. Einn- ig hamlar sendiherraleysi í Israel tilraunum til að koma í kring fyrirhugaðri friðarráðstefnu um send til landsins. Þingmennirnir þrír fullyrða, að Eþíópíustjórn hafi neitað að dreifa matvælum til þurfandi fólks í landinu og notað hjálpar- starf útlendinga sem vopn í bar- áttu gegn uppreisnarmönnum inn- anlands. Bandaríkjadalur féll í verði á evrópskum gjaldeyrismörkuðum en gullverð hækkaði. Spákaupmaður í Frankfurt sagði dollarann hafa lækkað þegar bandarískir bankar hófu að selja mikið af dollurum er markaðir opnuðu vestanhafs í dag. Hefðu bankarnir selt doll- ara af „tæknilegum" ástæðum. Ekki er búist við miklum verð- breytingum á dollaranum fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamót, þegar nýjar þjóðhagstölur birt- ast. í Lundúnum kostaði sterlings- Miðausturlönd. Samuel Lewis, fyrrverandi sendiherra í ísrael, lét af störfum í sl. mánuði. Öldungadeildarmaðurinn Jesse Helms hefur að undanförnu komið í veg fyrir að þingið staðfesti út- nefningu Reagans í mikilvægar stöður í utanríkisþjónustunni. Helzt leggst hann gegn útnefningu Burts til sendiherra í V-Þýzka- landi og Rozanne Ridgeway sem eftirmanns Burts sem aðstoðarut- anríkisráðherra í málefnum Evr- ópu og Kanada. Burt sat fyrir hjá nefndinni í gær og kom þá til harðra orðaskipta Helms og hans. Burt rifjaði upp að Helms hefði í þingræðu borið sig þeim ásökun- um að hann væri á mála hjá Sov- étmönnum, og sakaði þingmann- inn um ábyrgðarleysi. Helms svaraði því til að staðreyndirnar töluðu sínu máli. Helms og ýmsir íhaldssamir þingmenn segja Burt ekki hafa sýnt nógu mikla hörku og verið of ákafan í að gefa Rúss- um eftir í viðræðum um takmörk- un vígbúnaðar. Á morgun mun nefndin útkljá málið með atkvæðagreiðslu og verður þá m.a. tekin afstaða til útnefningar Nicholas Ruwe til sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi. pundið 1,2945 dollara miðað við 1,2865 dollara í gær. Gengi doll- arans gagnvart öðrum gjald- miðlum var á þá leið að fyrir hann fengust: 3,0460 vestur-þýzk mörk (3,0710) 2,5497 svissneskir frankar (2,5750) 9,3075 franskir frankar (9,3725) 3,4380 hollenzk gyllini (3,4655) 1.949,24 ítalskar lírur (1.960,00) 1,3643 kanadískir dollarar (1,3641). Gullúnsan kostaði 317,50 doll- ara við lok viðskipta í London (316,50 í gær) og 317,50 í Zurich (315,50). Millisvæðamótið: Timman enn efstur ^ Taxco, Mexíkó, 26. júní. AP. í GÆR tók Jesus Nogueiras, stór- meistari frá Kúbu, jafnteflisboði hol- lenska stórmeistarans Jan Timmans eftir aöeins 11 leikja skák í 12. um- ferð millisvæðamótsins. Nogueiras hafði hvítt og var teflt drottningarbragð. Þrátt fyrir jafnteflið er Hollendingurinn enn efstur með 9% vinning og hefur þegar tryggt sér sæti í lokakeppn- inni fyrir heimsmeistaraeinvígið 1986. Nogueiras heldur enn öðru sæt- inu á millisvæðamótinu ásamt Kevin Spragget frá Kandada með 8 vinninga. Mobutu tvöfald- ar herafla Zaire Kinshasa, Zaire, 26. júní. AP. MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, hefur ákveðið að fjölga í her lands- ins úr 50.000 í 100.000 manns, að því er varnarmálaráðuneyti Zaire greindi frá í gærkvöldi. í fréttatilkynningu forsetans, sem jafnframt er yfirmaður her- aflans, sagði, að ákvörðun þessi hefði verið tekin á fundi æðstu manna herstjórnar Zaire á þriðju- dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar árásar uppreisnarmanna fyrir nokkrum dögum inn í hafnarborg- ina Moba við Tanganyika-vatn. Sovétmenn ógna veldi Bakkusar Moskvu. 26. júní. AP. EFNI, sem kann að hafa byltingu í för með sér í meðferð áfengis- sýki, var fundið upp í Sovétríkjun- um á áttunda áratugnum, en aldr- ei sett í framleiðslu vegna hyskni sovéskra embættismanna, að sögn stjórnarblaðsins Izvestija. Efnið heitir „phocensýra" og ku lækna áfengissýki á þremur mán- uðum. „Gríðarlegur mótmæla- fundur“ Peking, 26. júní. AP. NORÐUR-Kóreumenn minntust þess á mánudag, að 35 ár eru liðin frá upphafi Kóreu-stríðsins. í tilefni dagsins kröfðust þeir einhliða brottkvaðningar bandarísks herliðs frá Suður-Kóreu, að því er kínverska fréttastofan Xinhua sagði í dag. í skeyti frá Pyongyang, höfuð- borg N-Kóreu, sagði tíðindamaður fréttastofunnar, að þar hefði verið haldinn „gríðarlegur mótmæla- fundur" gegn bandarísku herset- unni. Agca hringsnýst Kóm, 26. júní. AP. Síðasti hringsnúningur tilræð- ismanns páfa, Mehmet Ali Agca, sem hann tók fyrir réttinum í gær, olli því, að saksóknarinn viður- kenndi, að trúverðugleiki aðalvitnis hans minnkaði ört. „Ef hann er að reyna að láta svo sem hann sé ekki trúverðugur, þá hefur honum tekist það stórvel," sagði Antonio Marini saksóknari eftir að Agca snarsnerist í fram- burði sínum og sagði, að Búlgar- inn, sem ákærður hefur verið fyrir þátttöku í banatilræðinu, hefði ekki ekið honum til Péturstorgsins tilræðisdaginn, eins og hann hefur haldið fram til þessa. Þrír bandarískir þingmenn: .. ■ 1 " ■ 1 ' T Vilja að Bandaríkin hætti viðskiptum við Eþíópíu WashínKton, 26. júní. AP. ÞRÍR þingmenn á Bandaríkjaþingi, sem áhyggjur hafa af ástandinu í Eþíópíu, hafa lagt til að Bandaríkjamenn hætti öllum viðskiptum við marx- istastjórnina í Addis Ababa. (iENGI (iJALI)MIÐLA: „Tæknileg“ lækkun dollara London, 26. júní. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.