Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Þríþætt niður- greiðsla á rafliitun — eftir Magnús Oddsson „Er það verðjöfnun að leggja 16% verðjöfnunargjald á rafmagnsnotkun frystihúsa, iðnfyrirtækja og einstaklinga á Akureyri, til þess að aðrir aðilar utan Akureyrar eigi kost á mun ódýrari upphitun en hægt er að fá á Akur- eyri?“ Einn þátturinn i orkuveislunni margumtöluðu er að við eyðum og sólundum verðmætri orku á lágu verði og látum almenning borga brúsann. Ég held að gott sé að fá fram umræður um þau mál núna, þegar fyrir dyrum stendur að gera eina herferðina enn til að auka rafmagnssðlu til húshitunar. Hvernig má það vera að sama fyrir- tækið skuli geta selt sömu „vöru“ á kr. 4,61 og á kr. 0,76? Hærra verðið er liðlega sexfalt á við það lægra. í heildsölu gildir bara ein gjaldskrá óháð því hvort orkan er notuð til hitunar eða almennra nota. • Svarið við þessari spurningu er margþætt og mun ég ekki gera til- raun til að svara nema að nokkru. Ljóst er að bæði er skattlagning mismunandi, nýtingartími rafhit- unar eilítill annar en almennra nota, en það sem þyngst vegur er að niðurgreiðslurnar eru margar áður en þessi niðurstaða fæst. Svo langt er gengið í niðurgreiðslum að mun ódýrara er að hita hús upp með niðurgreiddu rafmagni en t.d. orku frá dýrari hitaveitum. Þó eru not- endur þeirra hitaveitna látnir greiða drjúgan skerf af niður- greiðslum á rafhitunarsvæðunum, þótt þeir njóti sjálfir engrar fyrir- greiðslu á þessu sviði og búi við dýr- ustu upphitun í landinu. En skoðum nánar niðurgreiðslur rafhitunar. 1. niöurgreiösla — „verö- jöfnunar“-gjaldið „Verðjöfnunar“-gjald er lagt á alla almenna raforkusölu og nemur það nú 16% en var til skamms tima 19%. Svo hraustlega er gengið til verks í þessari „verðjöfnun" að meðalsöluverð þeirra fyrirtækja sem aðallega njóta gjaldsins er mun lægra en hinna. Þannig var t.d. meðalsöluverð Rafmagnsveitna ríkisins (Rarik) til notenda kr. 1,92 en kr. 2,75 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1984. Samt sem áður var verð Rarik á almennu sölutöxtunum talsvert hærra en í Reykjavík. Gjaldið virðist því lítt renna til verðjöfnunar á almennum sölutöxtunum heldur til niður- greiðslu á hitunarrafmagni. 2. niðurgreiðsla — hátt verö almennra sölutaxta Eins og fyrr sagði er meðalsölu- verð þeirra fyrirtækja, sem aðal- lega þiggja verðjöfnunargjaldið talsvert lægra en hinna. Þessum fyrirtækjum ætti því að vera í lófa lagið að halda almennu sölutöxtun- um á svipuðu verði. Svo er þó ekki. Almennir sölutaxtar Rarik eru t.d. um 30% hærrri en í Reykjavík. Hátt gjald almennu sölutaxtanna virðist því notað til að greiða niður hitunarrafmagn. Sumarbúðirnar Ölver Nokkur pláss eru laus fyrir stúlkur 6—12 ára, 3., 10., 17., og 26. júlí. Einnig 9. ágúst fyrir stráka 6—9 ára. Allar nánari upplýsingar veitir Aöalskrifstofa SÍK, KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b eða í síma 13437. Þingvallaferð Farin verður hópferð á hestum í Skógarhóla föstu- daginn 5. júlí. Lagt af staö frá Hrafnhólum kl. 18.00. Feröanefndin Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Úthlíö VESTURBÆR Öldugata Sörlaskjól Tómasarhagi 32—57 JtofgmiMtifetfr niðurgreiðsla — framlag á fjárlögum Á fjárlögum ríkisins er í ár varið 200 milljónum króna til niður- greiðslu á rafmagni til húshitunar. Hjá Rarik leiðir þetta til þess að orkan er greidd niður um 63 aura hver kWh, en með því móti lækkar verð hverrar kWh úr kr. 1,39 í kr. 0,76. Flestar aðrar rafveitur, sem m.a. standa undir greiðslu „verð- jöfnunar“-gjaldsins, verða að selja hitunarrafmagn á hærra verði til sinna notenda. Þótt hér sé ítrekað vísað til verð- lags hjá Rarik, þá er undirritaður ekki að setja fram gagnrýni á það fyrirtæki eða forráðamenn þess sérstaklega enda hafa aðrir ráðið stefnunni í þessu efni. Gagnrýni mín beinist að niðurgreiðslukerfinu f heild. Ég tel brýnt að endurskoða það frá grunni. Furðu sætir t.d. að svokallað „verðjöfnunar“-gjald skuli lagt á íbúa á Akureyri, Akranesi og Borg- arnesi, en á þessum stöðum greiða íbúarnir mun hærra verð fyrir sína upphitun en íbúar á niðurgreiðslu- svæðum rafhitunar. Hjá Orkubúi Vestfjarða kostar 32.114 kr. að hita upp 400 m3 íbúð á ári, ef notuð er niðurgreidd raforka, samkvæmt nýlegu yfirliti Orkustofnunar. Á Rarik svæðunum kostar þetta 32.256 kr., ef notað er niðurgreitt rafmagn. Á Höfn í Hornafirði hita menn hús með heitu vatni, sem hit- að hefur verið upp með rafmagni og greiða kr. 28.884 á ári. Akureyr- ingar greiða hins vegar kr. 51.504 Magnús Oddsson fyrir að hita upp sams konar íbúð með sinni hitaveitu. Þeir leggja drjúgt af mörkum til að greiða niður hitunarkostnað hinna fyrr- nefndu, en fá ekki krónu af niðurgreiðslufjármunum. Sama er að segja um íbúa á Akranesi og í Borgarnesi en þar kostar kr. 47.676 að hita upp sams konar ibúð á ári með hitaveituvatni. Ég held að menn séu komnir svo langt frá upphaflega markmiðinu með verðjöfnunaraðgerðum að orð- ið verðjöfnun eigi lítinn rétt á sér lengur. Er t.d. verðjöfnun að leggja 16% verðjöfnunargjald á raf- magnsnotkun frystihúsa, iðnfyrir- tækja og einstaklinga á Akureyri til þess að aðrir aðilar utan Akureyrar eigi kost á að fá mun ódýrari upp- hitun en hægt er að fá á Ákureyri? Fjórða niðurgreiðsluleið rafhit- unar virðist nú í uppsiglingu. Radd- ir heyrast um að verðleggja raf- magn frá Landsvirkjun á lægra verði ef orkan verði endurseld til hitunar. Líklega er þetta hagstætt fyrir Landsvirkjun eins og er, enda mun fyrirtækið hafa talsverða um- framorku. En hve lengi verður þessi orka umframorka og hvað þá? Það alvarlegasta I þessu sam- bandi er samt það að niðurgreiðslur eru orðnar svo margþættar og flóknar að ég leyfi mér að efast um að nokkur viti í raun hve mikið fé rennur í niðurgreiðslur á rafhitun þegar allt er talið. Fróðlegt væri ef einhver vildi gera þjóðinni grein fyrir því. Ég tel mjög brýnt að niður- greiðsla rafhitunar verði tekin til endurskoðunar með það markmið í huga að jafna orkukostnað lands- manna í stað þess að einblína á ein- stök orkusölufyrirtæki og eitt ákveðið orkuform, þ.e.a.s. rafhitun. Ég minni á ábendingu í þessu efni frá Félagi rafveitustjóra sveitafélaga frá 8.3. 1984 en þar sagði m.a.: „Ef talin er þörf á að jöfnun á aðstöðumun vegna mismunandi orkuverðs, ber að leggja til grund- vallar orkukostnað notenda vegna rafmagns og upphitunar og beina stuðningi til þeirra heimila, sem stærstar byrðar bera, án tillits til þess af hvaða fyrirtækjum orkan er keypt og án tillits til þess í hvaða formi hitaorkan er. Með því móti er stuðningi beint þangað sem þörfin er mest en á því er víða misbrestur. Betra er að jafna slíkan aðstöðu- mun með beinum framlögum til heimila eða ívilnun í sköttum held- ur en að greiða orkuverðið sjálft niður.“ Að lokum vil ég sérstaklega taka undir þá ábendingu, að betra sé að jafna aðstöðumun með beinum framlögum til notenda í stað þess að greiða sjálfa orkuna niður. Niðurgreidd orka kallar á meiri orkunotkun og síðan á enn meira fjármagn í niðurgreiðslur. tslenska þjóðin vill spara, en óhægt er um vik, þegar kostnaöur er falinn með meira og minna duldum niður- greiðslum. Mál er að orkuveislu linni. Höfundurinn er rafreitusíjóri á Akranesi. HELGARÞJONUSTA Eins og undanfarin sumur er varahlutaverslun okkar OPIN ALLA LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 F.H. - 2. E.H. þjónustusíma varahlutaverslunar: 3 98 11 - 68 63 20 BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.