Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1985 + Astkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, MAGNÚS S. SNÆBJÖRNSSON, Löngufit 14, Garöabæ, andaöist í St. Jósefsspítalanum i Hafnarfiröi þann 26. júni. Jarðarförin auglýst síöar. Aöalhaiöur D. Siguröardóttir og dætur. t Eiginmaöur minn, WILHELM NORDFJÖRÐ, Víöimel 65, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 25. júní. Guörún S. Noröfjörö. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDURJAKOBSSON bókaútgefandi, Reykjavíkurvegi 27, Reykjavík, er lést 20. júní, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Arnar Guömundsson, Sólveig Kristjónsdóttir, Valgeröur Bóra Guömundsdóttir, Jón Oddsson, Theódór Jakob Guömundsson, Halldóra Guömundsdóttir, Soffia Guömundsdóttir, Ásgeir Elíasson, Gíslína Guómundsdóttir og barnabörn. + Bróöir okkar og frændi, SIGURPÁLL STEINÞÓRSSON, fró Vík f Héöinsfirði, Framnesvegi 54, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. júní kl. 13:30. Kristjana Steinþórsdóttir, Jónína Steinþórsdóttir, Kristjana H. Guömundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir, Steinunn G. Grönvaldt, Þorsteinn Kristjónsson, Bjargey Kristjónsdóttir. + Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁGÚSTSHELGASONAR, Þorfinnsgötu 6, Reykjavfk, fer fram i Bústaöakirkju laugardaginn 29. júní kl. 10.30. Jarösett veröur frá Selfosskirkju. Svava Ágústsdóttir, Jörgen Rasmussen, Anna Ágústsdóttir, Valdimar Axelsson, Ágúst Valdimarsson. + Jaröarför INGVELDAR MAGNÚSDÓTTUR fyrrum Ijósmóóur, Vorsabæ, Skeiöum, fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Helga Eiríksdóttir. + Útför móöur okkar, MARGRÉTAR V. SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. júní kl. 15.00. Fyrir hönd systkinanna og annarra vandamanna. Jóhann Kr. Guömundsson. + Jaröarför eiginkonu minnar, SIGURLAUGAR EINARSDÓTTUR, ölduslóð 46, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 28. júni kl. 15.00. Ólafur Einarsson og fjölskylda. Æsa Karlsdóttir Árdal - Minning Fædd 22. maí 1927 Dáin 30. maí 1985 Langt frá þinni feðrafold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagöur lágt í mold, listaskáldið góða. Mér flaug þetta erindi um Jónas Hallgrímsson í hug þegar Æsa, frænka mín og fóstursystir, lést í Stokkhólmi 30. maí og var jarðsett þar 12. júní. Æsa var alltaf íslend- ingur þó hún dveldi mikinn hluta ævinnar á erlendri grund. Æsa kom barn til foreldra minna og varð litla systir mín, sem ég hafði aldrei átt. Hún taldi foreldra mín sem aðra foreldra sína og kallaði þau mömmu og pabba. Engin dóttir hefði getað reynst þeim betur. Þau litu líka á hana sem dóttur sína. Með þeim var mjög kært. Pabbi sagði alltaf: „Æsa mín litla Karlsdóttir." Við Æsa og bræður mínir litum líka á okkur sem systkini. Lengi hefur Æsa komið í heim- sókn til Islands á hverju ári. Aðal- iega að vitja gamla fólksins. Á lífi eru nú öldruð móðir hennar og pabbi á 96. aldursári. Nokkrum sinnum hefur hún farið heim að Krakavöllum, æskuheimili okkar, og þurft að ganga langa leið og vaða Flókadalsána. Hún þráði alltaf Krakavelli, þó að nú standi þar ekki steinn yfir steini: „Land- ið, fjöllin, lækirnir og áin eru þó á sínum stað,“ sagði hún. Ég minn- ist hve hún var glöð eftir síðustu heimsókn þangað. Hún hafði fundið búið sitt, þar sem hún lék sér að hornum, leggjum og skelj- um. Þegar Æsa var á fjórða ári fór hún að læra að lesa. Það gerði hún með því að spyrja um stafi, sem hún sá, t.d. á ýmsum umbúðum. Áður en nokkur vissi af var hún farin að lesa svolítið. En næsta haust, þegar hún ætlaði að lesa, kom lesturinn ekki strax. Henni varð ekki um sel og sagði: „Ég get ekki lesið.“ Það var þó aðeins í svip. Eins var með reikning: „Hvar á ég að setja plúsuna?" Þá var hún líka svo ung. Pabbi var kennari og kom bara heim um helgar að vetr- inum. Það kom því í minn hlut að segja krökkunum til meðan ég var heima. Pabbi fór svo yfir lærdóm- inn um helgar og krakkarnir fóru í próf í skólann að vori. Æsa tók fullnaðarpróf úr barnaskóla tæpra 12 ára með góðum einkunnum. Æsa var einstaklega lagin í hönd- um. Hún bjó margt til heima á Krakavöllum í föndri og hannyrð- um og ýmislegt af því geymdi hún sem helga dóma alla ævi. Nú er Æsa mín horfin úr þess- um heimi. Ég á bágt með að sætta mig við, að hún komi ekki til okkar í sumar eins og venjulega. Allt árið hlökkuðum við til komu hennar. Það var okkar aðalhátíð. Við höfðum alltaf bréfasamband. Síðasta bréfið skrifaði hún mér 15. apríl. Þegar ég sagði pabba frá láti Æsu varð honum á orði: „Hún er búin að afkasta miklu um dagana, — „margoft tvítugur meira hefur lifað, svefnugum segg, er sjötugur hjarði". (J.H.) Æsa hvílir ekki einmana i óþekktri gröf eins og Jónas Hall- grímsson. I Stokkhólmi búa börn- in hennar, sem hún unni og lifði fyrir, og litla sonardóttirin sem henni þótti svo undurvænt um. Missir þeirra og harmur er mikill. En „minningarnar mætar, mýkja hverja þraut“. Þannig verðum við að hugsa og trúa því að hún lifi áfram í afkomendum sínum. Þökk fyrir allt. Magna Sæmundsdóttir Æsa lést í Stokkhólmi 30. maí sl. Hún var fædd í Reykjavík 22. maí 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður ögmundsdóttir og Karl Dúason. Þau áttu heima á Siglufirði — lengst af í Hvanneyr- arhlíð. Tæpra þriggja ára fór Æsa að Krakavöllum í Fljótum til föð- urbróður síns, Sæmundar Dúason- ar, og konu hans, Guðrúnar Þor- láksdóttur. Þar ólst hún upp til 12 ára aldurs og alla tíð leit hún á Sæmund og Guðrúnu sem sína aðra foreldra og börn þeirra sem sín önnur systkini. Æsa giftist Páli G. Árdal árið 1948 á Siglufirði og það sama haust fluttust þau til Svíþjóðar. Þau slitu síðar samvistir en bjuggu bæði áfram í Svíþjóð. Þau Páll eignuðust þrjú börn. Eldri systkinin, Otr Karl og Hulda Dúa, eru læknar og Æsa Guðrún er há- skólanemi. Æsa var alla sina ævi að læra. Hún ræktaði hæfileika sína og sótti sífellt fram á nýjum sviðum. Skólanám hennar hófst á Kraka- völlum. Þegar hún 12 ára flutti til foreldra sinnar fór hún í Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar og lauk þaðan 3ja ára námi og síðasta árið gekkst hún jafnframt undir próf við Iðnskóla Siglufjarðar. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1945, stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1948 og síð- an fil. kand. prófi frá Stokkhólms- háskóla 1957 í uppeldis- og félags- fræðum, trúarbragðasögu og trú- arsálfræði. Árið 1961 lauk hún svo námi í félagsráðgjöf við sama skóla. Auk þessa reglubundna náms sótti hún fjölmörg lengri og skemmri námskeið — allt frá því hún á unglingsárum lærði þýsku í sumarleyfi hjá Sæmundi. Þannig aflaði hún sér til dæmis grunn- og framhaldsmenntunar sem leið- beinandi starfsfólks og stúdenta á sínum starfsvettvangi, en stúdent- um í félagsráðgjöf við Stokk- hólmsháskóla leiðbeindi hún í samfleytt 6 ár. Á námskeiðum jók hún þekkingu sína á ráðgjöf við barnageðsjúkrahús, um þjóðfélag- ið, fjölskylduna, samlíf og sam- talstækni, fjölskylduráðgjöf, um meðferð og stjórnun, um fjöl- skyldur í upplausn, um sam- starfstækni og starfsanda á vinnustað o.fl. o.fl. — m.a. nám- skeið í líkamsrækt og síðan leið- beindi hún samstarfsfólki sínu á vinnustað í reglubundinni líkams- þjálfun. Samstarf við franska félagið UAS verið Arnarflugi farsælt Áætlað að yfir 300 þúsund farþegar ferðist með Arnarflugi í ár Rætt við Ágnar Friðriksson, framkvæmdastjóra Arnarflugs Arnarflug verður í ár líklega stærsta utanaðkomandi flugfélagið í pfla- grímafluginu. Samningar um flutninga pflagríma hafa verið undirritaðir við Kgyptaland, Malí, Súdan, Sierra Leone, Gabon, Túnis og Saudi Arab- íu. Og auk þess Alsír í samvinnu við Flugleiðir. Við verðum með sex eða sjö þotur í pflagrímafluginu og þegar mest verður í ágúst og september verður Arnarflug alls með níu til tíu þotur. Samningar um pflagrímaflugið hljóða upp á um 250 milljónir króna. Áætlað er að flytja um 100 þúsund farþega,** sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, í viðtali við Morgunblaðið, en aðalfundur félagsins verður haldinn í dag, flmmtu- dag. Rekstraráætlun Arnarflugs fyrir árið 1985 hljóðar upp á 1150 milljónir króna, en heiidartekjur félagsins á síðastliðnu ári voru tæplega 400 milljónir króna. I ár er áætlað að flytja liðlega 300 þúsund farþega, en á síðastliðnu ári ferðuðust um 125 þúsund far- þegar með vélum félagsins. Fast- ir starfsmenn félagsins eru um 130, en auk þeirra starfa um 150 í Saudi Arabíu og er tæplega þriðjungur þeirra íslendingar. Um 70 manns bætast í hópinn þegar pílagrímaflugið hefst í ág- úst og verður starfslið Arnar- flugs þá um 360 manns. Á sið- astliðnu ári var verulegt tap á rekstrinum, sem og undanfarin ár, en mikil umskipti til hins betra hafa orðið með nýgerðum samningum við Saudia Airlines og nú pílagrímaflugið. Heildar- upphæð þessara samninga er tæplega 700 milljónir króna. — Éru erfiðleikaár Arnar- flugs að baki, Agnar? „Margt bendir til að svo sé. Festa hefur skapast í áætlunar- flugi Arnarflugs. Farþegum hef- ur fjölgað verulega, sem og aukn- ing í fragt. Á síðastliðnu ári gerðum við kaupleigusamning á Boeing 737 200 þotu, sem hefur reynst hin ágætasta flugvél og skapað stöðugleika í áætlunar- fluginu. Samstarf við franska félagið United Aviation Services, UAS, hefur verið félaginu farsælt. Fyrsti afrakstur þessa samstarfs voru samningar við Saudia Air- lines að upphæð um 450 milljónir króna. Þann 15. maí síðastliðinn hófum við flug i Saudi Arabíu með þremur DC 8 þotum og fjórða vélin hefur bæst við. Auk þess höfum við gert árssamning við Saudia Airlines um fragtflug með DC 8 þotu. Við verðum með umfangsmikið pílagrímaflug. Skýringin á þess- um umfangsmiklu pílagríma- samningum er einkum sú, að há- tíð múhameðstrúarmanna færist fram um 15 daga, hefst nú 1. ág- úst og stendur til 20. september. Þar með hefur pílagrímaflugið færst yfir á helsta annatíma stóru flugfélaganna þegar þau hafa hvorki mannskap né vélar til að sinna því, en auðvitað eru flugfélög múhameðstrúarríkja stærst í flutningi pílagríma. Ég vil leggja áherslu á að samningar nú eru afrakstur gíf- urlegrar vinnu starfsfólks Arn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.