Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNf 1985 Þakleki—Svalaleki Veggjaleki Plasthúðun þaka, svala og veggja gefur ótrúlega möguleika í viðhaldi húsa. Samskeytalausir dúkar fyrir öll þök. DP Sílan-húðun til varnar alkalí- og frostskemmdum. T% Látið fagmenn vinna verkið. Viðhaid og viðgerðir fasteigna er okkar fag. i>ím\G iii'. Kvöldsúd 54410, dafrími 5*728 Morgunblaðid/ Þorkell Gervibítlarnir í Bootleg Beatles á sviðinu og syngja „Sbe Loves You“ fullum hálsi. Gervibítlar í Broadway: „Ég vona að við höf- um staðist prófið“ ÞRIÐJA breska hljómsveitin, sem stendur að „innrás 7. áratugarins" í veitingahúsinu Broadway í þessum mánuði og næsta, leikur í Reykjavík og á Akureyri um næstu helgi. Það eru fjórmenningarnir Dozy, Beaky, Mick & Tich, sem gerðu garðinn frægan með Dave Dee fyrir um tuttugu árum og voru einskonar „Wham!“ þeirra tíma. Fyrst var hijómsveitin Tremeloes, sem kom hingað til lands ásamt söngvaranum Brian Poole, síðan Bootleg Beatles um síðustu helgi, þá DBM&T og loks hljómsveitin Searchers, sem átti feiknarlegum vinsældum að fagna hér á sínura tíma. Skv. upplýsingum Broadway er um það bil að verða uppselt á skemmtun Searchers 6. júli. Bootleg Beatles var í Broad- way og Sjallanum á Akureyri um síðustu helgi. „ólöglegu Bítl- arnir" eru fjórir ungir, breskir leikarar, sem líkjast misjafnlega mikið hinum einu og sönnu Beatles en eru glettilega leiknir við að herma eftir þeim á sviði og spila klassísk Bítlalög feikna- vel. Þó kunnu þeir ekki allir á gítar fyrir fimm árum. Þessir gervibítlar hófu tónlist- arferilinn að marki þegar þeir fluttu tónlist Bítlanna í heim- ildasöngleiknum „Beatlemania" í West End fyrir nokkrum árum. Síðan hafa þeir ferðast um, leik- ið Bítlalög og hermt eftir þeim John, Paul, George og Ringo. Þeir kalla hver annan þessum sömu nöfnum á sviðinu og hafa náð meistaralegum tökum á sviðstöktum fyrirmynda sinna. Þeir byrja skemmtunina í gráu bítlajakkafötunum og bítlaskón- um eins og í árdaga bítilæðisins, fara síðan í indversku herfor- ingjakkana og leika „psyche- delíu“ (árgerð 1967) af Sgt. Pepper og enda loks síðhærðir og klæddir eins og fjórmenningarn- ir frá Liverpool á forsíðumynd síðasta meistaraverksins, Abbey Road. Gervibítlarnir segja til og með gamla frasa, sem hrutu af vörum Lennons forðum: „Ég vona að við höfum staðist próf- ið!“ og (í stað þess að útskýra hverjir klappi og hverjir láti skrölta í skartgripunum): „Þeir sem eru enn að borða geta látið hringla í hnífapörunum sínum.“ Fleiri brandarar fjúka; þegar „John“ er einn á sviðinu á meðan hinir klæða sig í Sgt. Pepper- jakkana segir hann: — Mig langar mest að syngja fyrir ykk- ur „Imagine" en nú er bara 1966 svo ég er ekki búinn að semja það! Bítlakynslóðin er nú að nálg- ast fertugt — en hún lætur ekki aftra sér frá að storma á dans- gólfið þegar Bootleg Beatles kveðja með „Twist and Shout“ og „All My Loving", syngja með fullum hálsi og dansa, bæði tvist og síðari tíma hristing. Fundur forystumanna tannlækna á Norðurlöndum: Rætt um opinberar aðgerðir tii varnar tannskemmdum FYRIR skömmu var haldinn hér á landi fundur forystumanna tannlskna a Norðurlöndum. Meginviðfangsefnið voru þsr opinberu aðgerðir, sem nú er unnið að og dregið geta úr tannskemmdum og munnsjúkdómum. Þá var fjallað um ískyggilegar horfur í atvinnumálum tannlskna og lögð drög að nsstu Norðurlandaráðstefnu tannlækna, sem vsntanlega verður haldin hér að þremur árum liðnum. Framfarir í tannheilbrigðis- fræði, tannlækningum og skipu- lagi tannheilbrigðismála hefur víðast á Norðurlöndum leitt til þess að stórlega hefur dregið úr tannsjúkdómum, einkum tann- skemmdum. Lögð hefur verið áhersla á að gera við tennur í börnum og fylgst með þeim fram á fullorðinsár. Þetta hefur leitt til þess að unga kynslóðin er víða með góðar og heilbrigðar tennur. Nú er svo komið að mjög hefur dregið úr tannviðgerðum og kostn- aður fjölskyldna minnkað mjög hvað þetta snertir. Skipulag há- skólamenntunar hefur ekki tekið mið af þessu fyrr en um seinan, þannig að nú herjar atvinnuleysi víða á tannlæknastéttina. Ekki er jafnbjart yfir tann- heilbrigðismálum íslendinga nú, en búast má við að um síðir komi til þess að dragi úr tannskemmd- um meðal íslendinga og þörf fyrir tannlækna minnki. Meðan tannlæknaskólar loka víða, hefur fjöigað í tannlækna- skólanum hér á landi. Stefnir því einnig hér í atvinnuleysi meðal tannlækna. Þyrfti með sama hætti og í grannlöndunum að vara unga stúdenta við þróuninni og hvetja þá til að finna sér annað verksvið. Til þess að draga úr þeim félags- legu og persónulegu áföllum, sem af atvinnuleysi hlýst, hafa tann- læknum sums staðar verið fundin verkefni á öðrum sviðum heil- brigðismála. Það dregur nokkuð úr þeim vandræðum, sem steðja að í at- vinnumálum, að nú gerir fólk miklar kröfur um heilbrigðar og góðar tennur. Með bættu heil- brigði eru færri tennur dregnar úr og þvi um viðhald fleiri tanna að ræða. Þá er og meiri hætta í nú- tímasamfélaginu að fólk fái tann- vegssjúkdóma, einkennalitla, en sem geta valdið varanlegu tjóni. Hér þarf samfélagið mjög að halda vöku sinni. Almenn fræðsla var mikið rædd á fundinum, en hún er undirstaða þess að árangur náist í tannvernd- arstarfinu. Víða hefur verið lögð mikil vinna í upplýsingaherferðir, markvissan áróður og fræðslu í blöðum, tímaritum og sjónvarpi, ásamt útgáfu bæklinga fyrir al- menning. Reynslan hefur hvar- vetna sýnt, að mikið gagn er að þessu og fólk lætur skoða sig reglulega. Hér á landi er unnið markvisst á þessu sviði, t.d. með framleiðslu upplýsingabæklinga, tannvernd- ardögum í samráði við heilbrigð- isráðuneytið og margvíslegt annað efni í boði, t.d. á myndböndum, sem ýmsir tannlæknar hafa verið iðnir við að koma á framfæri. Mik- ill kostnaður er við starfsemi af þessu tagi, en einungis 1% af tannviðgerðarko8tnaði Trygg- ingastofnunar ríkisins rennur til Frá fundi forystumanna tannlækna á Noröurlöndum. þessara þarfa og þyrfti mun meira til að koma. Margvísleg önnur mál voru tek- in fyrir á fundinum, sum sem enn hafa ekki þýðingu hér á landi. T.d. má geta þess að mjög er sóst eftir tannlæknum til starfa í sumum þróunarlöndum. Eru þeim boðnir gull og grænir skógar ef þeir vilja ráða sig m.a. til nokkurra araba- landa, svo og Tyrklands og Ind- lands. Ekki er þar ævinlega allt með felldu og margvísleg vanda- mál fylgja í kjölfarið. Merkilegar tilraunir er verið að gera í sumum Norðurlöndunum með tryggingagreiðslur vegna tannviðgerða. Einkatryggingafé- lög bjóða almenningi tryggingar vegna tannlækninga. Hafa þær reynst misvel og mörg ljón í veg- inum. Tryggingartakinn þarf að greiða allhátt tryggingariðgjald og fær á móti reglubundna skoðun hjá tannlækni og endurgreiðslu viðgerðarkostnaðar. Hér á landi hefur þessi tegund trygginga aldr- ei verið reynd. Full ástæða er til að athuga málið. Bæði er að fólk á erfitt með að standa undir óreglu- legum kostnaði, og eins hitt að menn hafa kynnst þessari aðferð erlendis. Fundir sem þessir eru mikil- vægir fyrir framþróun tannheil- brigðismála á Norðurlöndum og víðar. Á þeim kemur fram allt hið helsta sem á döfinni er í tann- heilbrigðismálum og mikið kapp lagt á að kynna hverju tannlækn- ar geti til leiðar komið til bættrar heilbrigði. Markmiðið er að sjálf- sögðu að draga sem mest úr tann- sjúkdómum, minnka kostnað sam- félagsins og bæta almenna heilsu, en tennurnar eru einmitt mikil- vægur þáttur hennar. (Úr frélU(ilkynninioi )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.