Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTTJDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Morgunblaðið/Bjarni. Hollenska listakonan Nini Tang fyrir framan eitt verka sinna. Hollenskur listamaður sýnir í Nýlistasafninu HOLLENSKUR lisUmaður, Nini Tang, opnar sýningu í Nýlistasafn- ingu Vatnsstíg 3b föstudaginn 21. júní. Nini Tang nam málaralist við SL Joost Akademie í Breda og fram- haldsnám í Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Þar kynntist hún ís- lenskum listamönnum og kom hing- að af þeim sökum í nóvember 1982 og setti upp sýningu í Nýlista- safninu, sem hún vann á staðnum. Nú er hún komin hingað öðru sinni og setur upp sýningu í Ný- listasafninu. Sýningin er að hluta til verk sem hún hefur haft með sér hingað. Meginhluti sýningar- innar er þó málverk sem hún mál- ar á pappír á staðnum. Inntak þessarar sýningar er „lengsti dag- ur“ (sköpunin, aðskilnaður ljóss og myrkurs, mannlegar verur sem þátttakendur sköpunarinnar). Málverk Niniar fjalla aðallega um menn og dýr og samband þeirra, umhverfi og það rými sem þau eru sýnd í. Sýning Niniar verður opnuð föstudaginn 21. júní kl. 20:00. Hún verður opin daglega frá kl. 16 til 20 til sunnudagsins 30. júní. Sam- tímis verður grafíkmappa Nýlista- safnsins til sýnis í salnum á efri hæð. Grafíkmappan verður til sölu til styrktar starfsemi Ný- listasafnsins. (Úr rrétuUlkrnningu.) FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS Steinasöfnun — eftirSvein Jakobsson Áhugi manna á steinasöfnun hefur aukist mjög hér á landi undanfarin ár. Hér er um ánægjulega tómstundaiðju að ræða þar sem saman fer útivera, náttúruskoðun og tegundasöfn- un, en auk þess er fallega frá- gengið steinasafn heimilisprýði. Margir einstaklingar eiga nú orðið mikil steinasöfn, einkum á höfuðborgarsvæðinu og á Aust- fjörðum. Reyndar hefur ýmsum þótt steinafræðin svolítið óað- gengileg í fyrstu og veldur hér mestu um að skort hefur ís- lenska greiningarbók, en nokkur von er til þess að úr því rætist bráðlega. I bókaverslunum í Reykjavík hafa fengist ýmsar erlendar bækur um steinafræði en þær hafa oft ekki hentað nógu vel vegna sérstöðu íslenska steinaríkisins. Áður en lengra er haldið í þessu spjalli er rétt að gera grein fyrir hvað átt er við ar talað er um steina. jarðfræðinni er gerður grein- armunur á steintegundum og bergtegundum. Orðið steinteg- und (steind) er haft um það fasta efni og efnasamband, sem finnst sjálfstætt í náttúrunni og hefur stöðuga eðliseiginleika. Dæmi um steintegundir eru brennisteinn, ópall og segul- járnsteinn. Bergtegund er sett saman úr mörgum steintegund- um, oft 4—6 mismundandi frum- steinum. Dæmi um bergtegundir eru blágrýti, gabbró og líparít. Nálægt 150 tegundir steina hafa nú fundist hér á landi. Flestir þessara steina eru holu- fyllingar, þ.e. þeir hafa myndast í holum og sprungum þegar heitt jarðvatn seytlaði um bergið og ummyndaði það. Hér er um að ræða lághitaummyndun sem hefur orðið við 50°—300°C, en á löngum tíma. (Jtbreiðsla holu- fyllinganna er svæðisbundin og eru þær einkum í gömlu bergi á Austur-, Norður- og Vesturlandi. Steinasöfnun hefur hjá flest- um beinst að holufyllingum, ein- kum kvarssteinum, zeólítum („geislasteinum") og kalsíti. Kvars er mjög algeng holufyll- ing, af grófkristölluðum afbrigð- um er bergkristallinn útbreidd- astur, en hið sjaldgæfa, fjólu- bláa ametyst er eftirsóttast. Af dulkristölluðum afbrigðum ber helst að nefna jaspis og kalsedón (glerhall), en agat er sjaldséð- ara. Kvars er harðast íslenskra steintegunda (harka 7) og hentar vel til slípunar i skrautgripi, einkum jaspis og agat. Zeólítar eru mjög útbreiddir og er kunn- ugt um 20 tegundir hér á landi. Algengastir zeólíta eru stílbít, kabasít og mesólit. Meðal steina- fræðinga er ísland frægt fyrir zeólíta og fegurstu eintökin á náttúrugripasöfnum í Evrópu og Norður-Ameriku eru yfirleitt héðan. Kalsit (kalkspat) er einn- ig algengt. Þegar það myndar tæra kristalla kallast það silf- urberg, en sykurberg þegar það líkist kandissykri. Aragónit er náskylt kalsíti og er töluvert út- breitt. Þegar steinum er safnað skal í mörgu farið líkt að og við söfnun plantna. Hafa skal meðferðis gott kort af viðkomandi svæði og skrá nákvæmlega fundarstað og hæð yfir sjó. Þegar heim er kom- ið skal hreinsa sýnishornið og merkja það. Því miður er ekki óalgengt að menn safni í belg og biðu án þess að verja sýnin og merkja. Þannig á ekki að fara að, steinasýnin rispast auðveld- lega við þá meðferð og nákvæm staðsetning vill furðu fljótt gleymast sé hún ekki skrásett strax. Náttúrugripir eru yfirleitt mun minna virði séu fundarstað- irnir ekki þekktir. Rétt er að hafa þá reglu að leita leyfis landeiganda áður en söfnun á LJósm. Grétsr Eiríkason BergkrísUll frá Snæfellsnesi, lengd 6 sm. sér stað (sé hægt að hafa upp á honum). Einnig þarf að gæta þess, að ýmis svæði á landinu hafa verið friðlýst, svo sem þjóð- garðar, náttúruvætti og friðlönd, og er allt jarðrask bannað þar. Margar algengustu steinteg- undir Islands má greina með einföldum tækjum: stækkun- argleri (lOx) og vasahníf. Með stækkunarglerinu er athugað form (einkum kristallagerð), gljái, kleyfni og litur. Með vasa- hnifnum (harka 5'Æ) er harkan prófuð. Hér skal að lokum bent á þrjár tímaritsgreinar sem hafa má til hliðsjónar við greiningu algengustu holufyllinga: „ls- lenski zeólítar (geislasteinar)“, Árbók Ferðafél. íslands 1977, bls. 153—162; „Kvars og ópall", Áfangar 2. árg., 1. tbl., bls. 67—71; og „Holufyllingar", Úti- vist 5. árg., bls. 33—57. Nýlega var stofnað félag áhugamanna um steinafræði hér í Reykjavík. Þar hittast menn mánaðarlega til að fræðast og skiptast á upplýsingum. Þetta félag stendur nú fyrir sýningu á íslenskum steinum í anddyri Norræna hússins og lýkur henni um næstu mánaðamót. Höíuadurínn er jarðfræöingur og starfnr bjá Náttúrufræðisiofnun ís- lands. Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Bóndi hefur fiskverkun Vorið var með eindæmum gott til lands og sjávar. Þann 23. maí brá að vísu til norðanáttar og kólnaði verulega og fennti i fjöll og hlíðar. Þetta kuldakast verkaði illa á lambfé og gróður en gróður var óvenjumikill á þessum tíma og bjargar það miklu hvað lambfé varðar. Sauðburður gekk yfirleitt vel. Hvanneyrarveiki hefur verið á nokkrum bæjum í sveitinni og hafa því orðið talsverð vanhöld af völdum veikinnar á fullorðnu fé. Nú er að verða lokið fram- kvæmdum við skjólgarð við Arn- arstapahöfn. f framhaldi af þeim framkvæmdum sem nú hafa farið fram á höfninni þarf að koma stálþil innan á grjótgarðinn, svo þar fáist viðlegupláss fyrir báta. Viðlegupláss er allt of lítið í höfn- inni fyrir þá báta sem þar eru nú, hvað þá ef fleiri væru, en í vor hafa verið þar milli 20 og 30 bátar, og hefur þá verið þröng á þingi. Ekki er enn farið að gera við skemmdirnar sem urðu á hafnar- garðinum á Hellnum aðfaranótt 8. mars í vetur, er hluti af hafnar- garðinum brotnaði, en vonir standa til að hafist verði handa í júní með að gera við skemmdirn- ar. Mjög áríðandi er að fá garðinn bættan sem fyrst svo heimamenn og aðrir geti geymt báta sína hér við hafnargarðinn, og ekki síst þegar svo þröngt er í Stapahöfn sem raun ber vitni. Eftir skemmd- irnar er ekki hægt að fara með neitt farartæki fram í garðinn. Bjarni Einarsson sem keypti fiskverkunarhúsið á Arnarstapa byrjaði að taka á móti fiski um miðjan mars, en það skapaði hon- um mikla erfiðleika og fyrirhöfn hvað lengi dróst að fá Eyrina leigða hjá ríkinu. Það voru tveir þilfarsbátar sem byrjuðu að leggja inn fisk hjá Bjarna. Þetta voru 9 tonna bátar, Hafsteinn frá Akranesi og Bjarni, nýkeyptur frá Seyðisfirði. Tryggvi Högnason frá Arnarstapa og Sig- urjón Ásgeirsson frá Höfn í Hornafirði keyptu bátinn og byrj- uðu þeir að róa bátnum hér frá Arnarstapa fyrir páska. Þessi tveir bátar reru með net og fisk- uðu vel. Þeir lögðu aflann inn hjá Bjarna Einarssyni. Eftir páska fóru trillur að róa með handfæri og komu þá bátar frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og víðar. Fjöldi manna hefur óskað eftir að komast með báta sína að Arnar- stapa og fá þar löndun en fisk- verkendur hafa ekki getað bætt við sig fleiri bátum vegna fólks- fæðar, enda orðið ásett í höfninni. Bjarni hefur verkað allan fisk- inn í salt, innlagður fiskur hjá honum hefur farið upp í 17 tonn á dag. í byrjun maí fékk Bjarni flök- unarvél og hefur hann flakað all- an smærri fiskinn og saltað flökin. Hann hefur haft í vinnu 14—15 manns flest. Nú er búið að leggja inn hjá honum hátt á þriðja hundrað tonn af fiski. Matið er gott á þeim fiski sem búið er að meta. Fiskurinn fer á Spán og Grikkland. Bjarni ætlar að setja upp frysti fyrir línubáta og ennfremur til að frysta fisk. Þegar ég talaði við Bjarna Ein- arsson lagði hann áherslu á að frekari hafnarbætur yrðu fram- kvæmdar hið fyrsta við Arnar- stapahöfn og í því sambandi nefndi hann stálþil og viðlegugarð norðanfrá og dýpkun hafnarinnar þar sem stendur bezt inn í höfn- ina. Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki í Breiðuvíkurhreppi. Það heitir Jökulfiskur sf. Það er í eigu Ingjalds Indriðasonar og fjöl- skyldu hans, á bújörð hans Stóra- Kambi, og verða viðfangsefnin fiskverkun, útgerð og önnur skyld starfsemi. Þetta er lítið frystihús, og mun það vera fyrsta frystihúsið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það varð þannig til að Ingjaldur bóndi á Stóra-Kambi breytti véla- geymslu sem var til staðar í frys- tihús og bjó það þeim tækjum sem þarf fyrir framleiðslu á erlendan markað, og einnig er innrétting hússins mjög vönduð. Þetta eru viðbrögð við þeim að- stæðum sem nú eru í íslenskum landbúnaði og tilraun til að breyta um atvinnu í sveitinni og sitja kyrr frekar en að flytja á höfuð- borgarsvæðið. Framkvæmdir við breytingu á húsnæðinu hófust um mánaða- mótin mars-aprí! og var þeim lok- ið mánuði síðar, og hefur allur fiskur verið unninn í frystingu síðan, en sá afli sem barst í apríl var flakaður og verkaður í salt. Hjá fyrirtækinu hafa unnið 6—7 manns. Það hefur nú tekið á móti rúmum 30 tonnum af fiski af trillubátum sem leggja upp á Arn- arstapa. Þá leggur Ingjaldur áherslu á eftirfarandi: Að frekari fram- kvæmdir verði hafnar hið bráð- asta til að bæta Arnarstapahöfn á hagkvæmari hátt. Þá leggur hann ennfremur áherslu á að Utnesveg- ur verði stórbættur og vegarkafl- inn frá Sleggjubeinu að Arnar- stapa verði færður neðar í Stapa- hraun eins og til stendur, og að þessar vegabætur þoli enga bið. Samgöngur og vegamál Samgöngur eru með sama hætti og áður. Það eru engar áætlunar- ferðir um sveitina. Við verðum að flytja og sækja þá sem ferðast með sérleyfisrútu að Búðaafleggj- aranum við Heiðarkast. Vegaviðhald hér er í algjöru lágmarki. Útnesvegur frá Árn- arstapa til Hellissands hefur ekki verið heflaður vetrarlangt. Vegurinn héðan á Hellissandi hefur verið langa tíð ókeyrandi þó fólk hafi farið hann og allir litlir bílar fara mjög illa á svona vegi. Á hraununum eru berar hraun- klappirnar upp úr og á köflum annars staðar gróf möl. Ferðafólk sem við mig hefur talað finnst furðulegt að vegagerðin skuli leyfa sér að hafa veginn svona, og nú þegar mesti umferðartími árs- ins fer í hönd. Kristinn Kristjánsson frá Bárð- arbúð hefur tekið á leigu búðina á Arnarstapa, eign Lofts Jónssonar, Reykjavík, og er Kristinn búinn að opna þama verslun. Hann er með sælgæti, gos og ýmsar smávörur. Þetta er til mikilla þæginda fyrir sjómennina sem þarna eru við róðra og einnig ferðafólk. Hér er ýmislegt að gerast sem lofar góðu um framtíð byggðar í sveitinni og þó að ástandið í land- búnaðarmálum sé ekki bjart i dag, þá verður maður að vona að vel verði á þeim málum haldið og að aftur birti yfir landbúnaðinum. Sumar er í sveitum. Óska ég svo öllum til sjávar og sveita gleðilegs sumars. Finnbogi G. Lánisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.