Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 AP/ Símamynd Þar sem áður stódu byggingar (lugeidaverksmiðju í borginni Hallett í Oklahoma-ríki eru nú aðeins rjúkandi rústir. Gífurleg sprenging varð í verksmiðjunni og lét 21 maður lífið. 21 fórst er flugeldaverksmiðja sprakk llallett, Oltlahoma. 26. júnf. AP. BYGGINGAR fiugeldaverksmiðju eru nú rústir einar eftir gífurlega sprengingu í verksmiðjunni I gær- kvöldi. Fórst 21 maður og 5 slösuð- usL Svo öflug var sprengingin að hennar varð vart í 20 kílómetra fjarlægð. Starfsfólki hafði verið fjölgað nýverið í verksmiðjunni, þar sem þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er framund- an, en í tengslum við hann er flugeldasala mikil. Læknir, sem skoðaði lík þeirra er fórust, sagði að sprengingin hefði verið það öflug að hinir dánu hefðu látist samstundis. Hitinn var svo ákafur að málm- ur bráðnaði. Segir læknirinn það óskiljanlegt að menn skildu hafa lifað sprenginguna af, en 31 maður voru í verksmiðjunni er sprengingin varð. Stórsvindl kín- versks dans- og söngvaflokks Stundaði brask með kol, stál, mótorhjól, sjónvörp o.fl. Peking, 26. júní. AP. KÍNVERSKUR söngva- og dans- fiokkur, sem gerður er út af menn- ingarmálastofnun Hebei-héraðs, hefur orðið uppvís að meiriháttar svindli, að sögn kínverskra blaða. Rannsókn hefur leitt i ljós að fiokkurinn, með framkvæmda- stjórann Lin Zepe í broddi fylk- ingar, hefur falsað skjöl og þannig fengið lánað í banka jafnvirði 730 milljóna íslenzkra króna á rösku ári. Fyrir lánsféð keypti fiokkur- inn vörur, sem skortur er á, og seldi gegn miklu hærra verði. Helzt höndlaði fiokkurinn með kol og myndbandstæki. Einnig keypti hann og endurseldi 705 mótorhjól, 143 kæliskápa, 531 litasjónvarp, 35 Bandarískur efnahagsmálaráðgjafi: Uppdráttarsýki af völdum gegndarlausrar skattheimtu Washington, 25. jnní. AP. MARGAR þjóðir í Vestur-Evrópu og í þriðja heiminum eru að keyra sig um koll með óhófiegum sköttum og Bandaríkjamenn og alþjóðlegar stofnanir gera sitt til að styðja þær í vitleysunni. Kom þetta í gær fram hjá bandarískum efnahagsmálaráðgjafa. „Flestar Vestur-Evrópuþjóð- haldin var i gær í Washington irnar og þjóðir þriðja heimsins eru búnar að koma sér upp efna- hagslegri uppdráttarsýki með óhóflegri skattheimtu og skulda- söfnun, sem alþjóðlegum við- skiptum stafar stórhætta af,“ sagði Alan Reynolds, helsti hag- fræðingur Polyeconomics-stofn- unarinnar, á ráðstefnu, sem um stefnuna í skattamálum. Sem dæmi um efnahagslega stöðnun vegna gegndarlausrar skattheimtu nefndi Reynold Sví- þjóð, Holland, Belgíu, Ítalíu, Danmörk, Frakkland, Vestur- Þýskaland, Bretland, Grikkland, írland, Noreg og flest ríki í Afr- íku og Rómönsku Ameríku. Þjóðir, sem stilltu skattheimt- unni i hóf og uppskæru aukinn hagvöxt fyrir bragðið, sagði hann vera Bandaríkin, Malasíu, Suður-Kóreu, Tyrkland, Hong Kong, Kína, Kanada, Singapore, Bahrain, Thailand og Japan. Reynolds benti á, að hagvöxt- ur og útflutningur hefði stórauk- ist í Austurríki og Finnlandi eft- ir að þessar þjóðir hefðu lækkað skattana á árunum 1976 og ’78 en aðrar Evrópuþjóðir hefðu hins vegar ekki enn farið að for- dæmi þeirra. Sagði hann, að á erfiðleikaárunum 1980—’83 hefði hagvöxturinn aukist um 4,9% í þeim ríkjum þriðja heimsins, sem hefðu haft lága skatta, en í hinum hefði þjóðar- framleiðslan minnkað um 1,4%. Reynolds nefndi sérstaklega Jamaica sem dæmi um land, sem hefði kollkeyrt sig á skattheimt- unni, og sagði, að með nokkrum undantekningum væru Suður- Ameríkuríkin að „skattleggja sig bæði norður og niður“. bíla og 161 tonn af stáli. Dans- og söngvaflokkurinn stofnaði á pappírunum sérstakt fyrirtæki, Listagarðinn, sem braskið var skrifað á. Lin Zepei var forsprakkinn í öllu saman og hagnaðist mest á braskinu. Blöðin sögðu hann hafa misnotað aukið viðskiptafrelsi og þverbrotið landslög og gróflega misboðið stefnu stjórnvalda. Þing Com- econ hafið í Varsjá Vmrsjá, 25. jýní. AP. ** NIKOLAI Tikhonov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hvatti í dag að- ildarríki Comecon, efnahagsbanda- lags kommúnistaríkjanna í Austur- Evrópu, til þess að efla samvinnu sín í milli á efnahagssviðinu. Skýrði pólska fréttastofan PAP frá þessu 1 dag. Tikhonov flutti ræðu við setn- ingu ársþings Comecon, sem nú er hafið í Varsjá í Póllandi og á að standa í þrjá daga. Þar sakaði hann vestræna „heimsvaldasinna" um að vinna gegn kommúnista- ríkjunum í enn meira mæli nú en áður með það að markmiði að eyðileggja efnahag þeirra og ein- inguna á meðal þeirra. Síðasta ársþing Comecons var haldið í Moskvu og var þar sam- þykkt að samtengja enn frekar efnahagslíf aðildarríkjanna í því skyni að fullnægja sem bezt inn- flutningsþörfum Sovétríkjanna, sem í staðinn áttu að láta í té olíu og önnur hráefni. Oley! ... Nei, Óli Gaukur, Svanhildur og senor Hannes drífa sig meö þann 8. júlí, fjallhress aö vanda. Gítarinn og raddböndin veröa í góöri þjálfun. Já, komdu meö til Mallorca þann 8. júlí, þú sérö ekki eftir því. Verö frá kr. 24.600. FOIDAJSKIIirSTOrA. ISnatafhúúnu Hdlvnsantlel Simsr œnognsaO Oley! ... Nei, Oli! BEINT DAGFLUG Moröin í Auschwitz-búðunum: „Það er allt saman ósatt“ — sagði Josef Mengele við Rolf son sinn Frankfurt, 26. júní. AP. ROLF Mengele, sonur þýska stríðsglæpamannsins Josefs Mengele, sem fiúdi til Suður-Ameríku eftir ósigur nasista árið 1945, kom fram 1 vestur- þýska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi og rifjaði m.a. upp samræður við föður sinn um ódæðisverk hans. Álitið er að Josef Mengele beri ábyrgð á dauða yfir 400 þúsund manna í Auschwitz-fangabúðun- um á árum síðari heimsstyrjald- arinnar. Sérfræðingar telja nú fullvíst, að líkamsleifar, sem fund- ust 6. júní sl. skammt frá Sao Paulo í Brasilíu, séu af Josef Mengele. „Ég man það greinilega, að faðir minn spurði mig einu sinni hvort ég tryði því sem menn héldu fram; því sem hann væri sakaður um,“ sagði Rolf. „Það er allt saman ósatt,“ hafði hann eftir föður sín- um, sem fór hins vegar ekki nánar út í þá sálma. Rolf kvaðst hafa hitt föður sinn tvívegis. f fyrra sinnið var það í Sviss árið 1956 þegar Josef Meng- ele var kynntur sem frændi hans. Seinni fundur þeirra var í Brasilíu árið 1977, en þá fór Rolf sérstak- lega á fund föður síns. Rolf Mengele er 41 árs að aldri og starfar sem lögfræðingur í Freiburg. Hann kvaðst telja hugmyndir föður síns um „kyn- stofn ofurmenna" „hræðilega ómannúðlegar,“ en bætti því við, að hann hefði ætíð leitt hjá sér að tala um Auschwitz. Hinn 12. júní sl. rauf Rolf Mengele margra ára þögn og greindi frá þvl, að faðir sinn hefði látist árið 1979. Jafnframt hefur hann afhent ljósmyndir af föður sínum í útlegð og önnur gögn um hann. Baskar vega bréfbera Vitorim, .Npíni. 26. jýnt. AP. PÓÍÍTMAÐUR v«r skotinn á færi í borginni Amurrio í baskahéruðum Spánar í morgun og telur lögreglan að baskneskir hryöjuverkamenn hafi verið þar að verki. Póstmaðurinn, sem var 64 ára, var hjólandi við bréfburð í hverfi sínu er þrír vopnaðir menn hófu skothríð að honum. Hæfðu hann þrjár kúlur. Komust morðingjarn- ir undan. Bréfberinn er 21. fórnarlamb baskneskra hryðjuverkamanna á Spáni á þessu ári. Baskar myrtu bróður bréfberans í júlí 1981. Hafa hryðjuverkasamtök baska, ETA, lýst ábyrgð á lífláti a.m.k. 550 manna frá því 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.