Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚKl 1985 3 Morgunblaðið/Júlíus Guðmundur Lárusson tannlæknir og aðstoAarstúlka hans, Birgitta. Á spjald- inu fyrir ofan þau stendur yfiriýsingin. Starfa á gamla taxt- anum þar til úrskurð- ur liggur fyrir — segir Guðmundur Lárusson tannlæknir „ÞETTA er fyrst og fremst tilkynning til minna sjúklinga, að ég muni starfa áfram á gamla taxtanum þar til réttir aðilar hafa úrskurðað í þessu máli,“ sagði Guðmundur Lárusson, tannlæknir, sem í gærdag setti upp skilti með framangreindum skilaboðum á tannlæknastofu sinni við Bergstaðastræti. Guðmundur sagði að með þessu vildi hann virða ákvörðun og samþykktir sinna stærstu viðskiptavina, sem væru Reykjavíkurborg og Tryggingastofnun ríkisins. „Ég er sammála rökum borgar- stjóra að okkur beri að bíða þegar ágreiningur kemur upp þar til réttir aðilar hafa fjallað um málið og kveðið upp dóm,“ sagði Guð- mundur ennfremur. „Það er nú einu sinni svo, að Reykjavíkurborg og Tryggingastofnun greiða i sam- einingu stærsta hlutann af mínum reikningum og sem sjálfstæður at- vinnurekandi tel ég fráleitt að stofna til óþarfa átaka við mina stærstu viðskipavini. f Verslun- arskóla fslands lærði ég að taka tillit til viðskiptavinarins og það hefur aldrei verið stefna á minni stofu að hafa meira fyrir mína vinnu en mér réttilega ber. Þess vegna bið ég átekta á gamla taxt- anum, þar til lausn fæst. Enda finnst mér það sjálfsögð tillits- semi læknis við sjúklinga sína i svona stöðu, að bíða frekar en að keyra áfram á nýja taxtanum sem ef til vill er hærri en eðlilegt er. Vonandi kemur Davíð svo á betra sambandi milli viðkomandi samn- inganefnda til að fyrirbyggja svona uppákomur í framtíðinni." Guðmundur lagði áherslu á, að hann teldi tannlækna almennt heiðarlegt fólk sem ynni fyrir kaupi sinu eins og aðrir. Hins veg- ar gæti alltaf komið upp misskiln- ingur eða mistök, eins og honum virtist hér vera á ferðinni. Guð- mundur sagði ennfremur að öll umfjöllun um þetta mál i fjölmiðl- um hefði verið á einn veg og í sum- um tilfellum ómaklega hallað á tannlækna, enda væru fleiri hliðar á þessu máli, en fram hefði komið í umfjöllun fjölmiðla. Verkamannasambandsþing í haust: Guðmundur J. gef- ur kost á sér aftur GUÐMUNDUR J. Guðmundsson alþingismaður, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs á þingi Verkamannasambandsins í haust. Hann lýsti því yfir á þingi sambandsins í Vestmannaeyjum haustið 1983, að hann myndi láta af störfum í haust. Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og varafor- maður VMSÍ, sagði í gær að hann hefði ekki vitað um sinnaskipti Guðmund- ar fyrirfram. Formaður Verkamannasam- bandsins sagði í viðtali, sem birt- ist í Þjóðviljanum í gær: „Bæði Morgunblaðið, DV og Alþýðublað- ið hafa verið að fullvissa fólk um að ég sér í algjörum minnihluta i Verkamannasambandinu. Ég held það sé best að láta reyna á það. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa áfram kost á mér sem formaður Verkamannasambandsins og það er ekki síst vegna þess, að fjöl- margir hafa upp á síðkastið lagt að mér að gera það. Gegn því er erfitt að standa." Karl Steinar Guðnason sagði í símtali frá London í gær, eftir að frétt Þjóðviljans hafði verið lesin fyrir hann: „Þetta kemur mér ekki á óvart því heilsa Guðmundar hef- ur batnað svo mikið upp á síðkast- ið. Það er því rökrétt að slaka ekki á.“ — Þú hefur mjög verið orðaður sem eftirmaður Guðmundar í formannssæti Verkamannasam- bandsins. Ætlaðir þú að gefa kost á þér til starfans í haust? „Ég hafði ekkert hugleitt það mál,“ sagði Karl Steinar Guðna- son. VIÐIR Safaríkar steikur og glæsilegir grillpinnar Svínakiöt: Nýslatrað ^ Hamborgarar itV m/brauÍH £ .00 25 pr.stk. Co\va\íttaot>400 tfV Sta1 og iixat ,sa5\ a\a Bláber frá New York Fyrstu bláber sumarsins Fersk f? jarðarber 3 kg. AÐEINS 16900 Glænýr lax - Daglega úr ánni Úti-Grænmetísmarkaðurinn með úrval af grænmeti og ávöxtum. Pylsugrillteinn ca. 200 gr. ag,ð Kryddlegt Laukur nautakjol nautakjot Kryddlegið Kryddlegiö Nautagrillteinn PaP,lka ____ Laukur Svínagrillteinn ca 200 gr Kebabgrillteinn ca. 200 gr. Kryddlegiö Kryddlegiö Svinakjot Svinak|ot - Svinakjot Svmakjot - Svmak|Ot svmakiot nautakjot Kryddlegiö Kryddlegiö nautakjot lambakjot Tómatur — Paprika wmm . A„..rbn Panrika Opið til kl. 21 í Mjóddiiuii kl. 19 í Stamíýri ATH. Lokað á Laugardögum og Austurstræti 1 1 SUmar. VIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.