Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 Einkaskólar mis- muna börnum eftir efnahag foreldra — segir Sigrún Ásgeirsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur „Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur befur komið saman og rætt um stofn- un einkaskólans, Tjarnarskóla, sem hefur starfsemi sína í haust,“ sagði Sigrún Ágústsdóttir, forraaður félagsins, þegar hún var spurð um afstöðu félagsins til skólans. „A fundinum var ákveðið að afla frekari upplýsinga um hvernig samningur skólans er við Reykja- víkurborg og einnig hvernig rekstri annarra einkaskóla er háttað. Þegar við höfum kynnt okkur þessi atriði og önnur sem okkur finnast vera óljós en von- umst til að fulltrúar okkar í fræðsluráði fái svör við munum við móta okkar stefnu. Vinsældalisti hlustenda rásar 2 VINSÆLDALISTI hlustenda rásar 2 var að venju valinn í gær, fimmtu- dag. Fara úrslitin hér á eftir: 1. (2) Icing on the Cake 2. (1) A View to a Kill 3. (4) Rasberry Beret 4. (3) Axel F 5. (9) Get It on 6. (8) Celebrate Youth 7. (7) Móðurást 8. (10) Left Right 9. (5) Clouds across the Moon 10. (13) Kittý Ég sjálf sem kennari er hinsveg- ar ekki hrifin af einkaskóla sem rekinn er með þessu sniði og hlýt- ur að fela í sér að börnum er mis- munað eftir efnahag foreldra. Mér finnst þarna verið að ganga I berhögg við stefnu grunnskólalag- anna sem kveða á um að tryggja beri nemendum jafna aðstöðu til náms. Því er ég mjög undrandi á þeim geysigóðu viðtökum sem þessi skóli hefur fengið hjá yfir- völdum. Auk þess finnst mér ekki eðlilegt að einkaskóli, sem tekur þetta há gjöld, fái ókeypis hús- næði frá borginni á meðan grunnskólar Reykjavíkur búa við mjög þröngan kost bæði hvað hús- næði og viðhald á þvi varðar. Eins og launakjörum kennara er háttað í dag er ekkert undarlegt þó svona fyrirbæri spretti upp. Það er hinsvegar full ástæða fyrir kennarasamtökin í landinu að fylgjast mjög náið með bæði hvernig skólahald fer fram í skól- anum og eins kjörum kennaranna við hann. Því auðvitað geta kenn- arar I ríkisreknum skólum ekki sætt sig við að búa við lakari kjör en kennarar í einkaskóla. Þar með er ég alls ekki að segja að þetta sé leið í kjarabaráttu kennara," sagði Sigrún að lokum. För Pólýfónkórsins til Ítalíu ákveöin „Við fengum góóar undirtektir hjá Albert Guðmundssyni, fjármála- ráðherra, í morgun og Davíð Oddsson borgarstjóri hefur einnig tekið málaleitan okkar vel, þótt engin sUðfesting liggi fyrir fyrr en að loknum fundi borgarráðs. Ýmsir mætir borgarar og stofnanir leggja líka eitthvað af mörkum, t.d. komu kr. 57 þúsund inn á bók okkar nr. 240 f Múlaútibúi f gær,“ sagði Ólöf Magnúsdóttir úr stjórn kórsins. „Enn vantar því mikið að end- ar nái saman, en við vonum að það takist. Nú er æft á hverju kvöldi til miðnættis enda veitir ekki af, því að á Ítalíu eru kröf- urnar hæstar, a.m.k. hvað söng- inn varðar. Við höfum ekkert haldið því á lofti, að til stóð að kór St. Hedwig-dómkirkjunnar í Berlín og félagar úr Fílharmon- íusveit Berlínar flyttu H-moll- messuna við opnun tónlistarhá- tíðarinnar í Assisi, en þeir samningar fóru út um þúfur og við komum í staðinn. Það er mikill heiður en líka mikil ábyrgð sem lögð er á flytjendur og stjórnanda. Langholtskirkja hefur sýnt okkur þá velvild að lána okkur kirkjuna fyrir styrktartónleika kvöldið fyrir brottför, 2. júlí, og vonandi safnast þá enn í sjóð- inn,“ sagði Ólöf. Morgunblaöiö/Bjarni Fundaö um félagslegar íbúðir í sólarlöndum Stofnfundur undirbúningsfélags um félagslegar íbúðarbyggingar í sól- arlöndum var haldinn á Hótel Borg í gærdag. Fjölmenni var á fundin- um enda viðbúið að mikill áhugi sé fyrir hendi um framgang þessa m»ls Hugmyndin er í stuttu máli sú, að byggðar verði all margar íbúðir á sama stað og þannig komið upp eins konar nýlendu, á Spáni eða í öðrum sólarlöndum, þar sem ellilífeyrisþegar geta dvalið á vetrum eða jafnvel árlangL Aðalkjarasamningur BSRB og ríkisins undirritaður af Kristjáni Thorlacius formanni BSRB og Albert Guð- mundssyni fjármálaráðherra, í fundarsal BSRB um áttaleytið í gærkvöldi. Þá var búið að undirrita sérkjara- samninga allra aðildarfélaga bandalagsins, að samningum bæjarstarfsmannafélaga undanskildum. Báðir lýstu ánægju sinni með andrúmsloftið í samningunum og Kristján bætti við: „Já, það var gott andrúmsloft, enda kom óvenjulítið út úr þessum samningum. Næst þarf fjármálaráðherra að borga meira." „Vildi ekki semja um annaó en það sem ég gæti staðið við“ — segir Albert Guðmundsson fjármálaráöherra „Ég er ánægður yfir því að það nótum og sá samningur sem ASÍ < Guðmundsson, fjármálaráðherra í samningagerðinni í gær. „Það sem er frábrugðið í þess- um samningi frá samningi ASf og VSf er að samningurinn gildir frá 1. júní og kennarar fá leiðrétt- ingu, sem þeir áttu samkvæmt úr- skurði Kjaradóms. Síðan er auk annars um það samkomulag að það verði kannað að lífeyrissjóðs- gjöld verði greidd af öllum laun- um. f þeim efnum hefur engu ver- ið lofað öðru en að ég muni beita mér fyrir framlagningu frum- varps þessa efnis, en þetta hefur ennþá ekki verið rætt í ríkis- skuli hafa náðst samningar á líkum og VSÍ gerðu með sér,“ sagði Albert samtali við Morgunblaðið að lokinni stjórninni. Svigrúm til launahækkana er lítið. Það verður að gæta aðhalds og má ekkert út af bregða til að sú teygja sem er nú í greiðslumögu- leikum ríkissjóðs slitni. Áfram verður að gæta aðhalds í öllu sem heitir fjármál ríkisins," sagði Al- bert. „Samningarnir að þessu sinni hafa farið fram í mikilli vinsemd og í góðum skilningi beggja aðila. Það er til sóma þegar hægt er að ná samkomulagi á þann hátt sem nú var gert og sá tími sem vinnst gefur svigrúm til að undirbúa næstu samningalotu. Það ríkti ólíkt betra andrúmsloft nú en í samningunum á síðasta ári og allt annað að vinna þegar rfkir gagn- kvæmur skilningur og traust. Ég er ánægður með að það skuli hafa tekist samningur sem trygg- ir vinnufriðin næstu mánuðina, þó best hefði verið að gera samn- ing til lengri tíma. En við þekkj- um ekki forsendur næstu fjárlaga nægilega vel og ég vildi ekki semja um annað en það sem ég vissi að ég gæti staðið við,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra að lokum. Byrjunarlaun kennara 22 þúsund krónur á mánuöi: „Fjarri því að ná þeim kjarabótum sem þarf“ — segir Valgeir Gestsson formaöur Kennarasambands Islands „í þessum samningi felst ekki annað en leiðrétting á kjörum kennara til samræmis við niðurstöðu kjaradóms í málum BHM og ennfrcmur þær hækkanir sem samdist um í samningi ASÍ og VSÍ,“ sagði Valgeir Gests- son, formaður Kennarasambands Islands, í gærkveldi að afloknum samningum BSRB og ríkisins, en auk aðalkjarasamnings voru sérkjara- samningar ríkisstarfsmanna einnig undirritaðir. „Dómur Kjaradóms fól í sér kennara,“ sagði Valgeir ennfrem- hækkanir fyrir félaga í BHM og í Hinu íslenska kennarafélagi og við erum að fá þessar hækkanir nú með þessum sérkjarasamningi. Þrátt fyrir þessa launahækkun eru byrjunarlaun grunnskóla- kennara eftir þriggja ára háskóla- nám 22 þúsund krónur á mánuði og þeir komast hæst eftir 18 ára starf í um 30 þúsund krónur á mánuði. Við erum því ennþá mjög fjarri því að ná fram þeim kjara- bótum sem þarf til að rétta hlut Hann sagði að það væri mjög mismunandi eftir starfsaldri hversu mikil hækkun kæmi til kennara, en gegnumsneitt gæti hann trúað að hækkunin væri á bilinu 5—10% sem kæmi nú. Hann sagði það gera erfiðara um vik að átta sig á hækkuninni að í aðalkjarasamningi væri tekinn upp nýr launastigi. Hann sagði að eitt atriði sem fengist hefði fram og þeir teldu verðmætt væri það að framhaldsnám eftir kennara- próf yrði nú metið til launa- flokkahækkana. „Það er því miður ekki um nein- ar stórkostlegar hækkanir að ræða í þessum samningi, en það er enginn vafi að þennan samning urðum við að gera nú til að ná þessum hækkunum strax. Við er- um búnir að vera með lausan samning frá 1. mars og erum því búnir að bíða í þrjá mánuði eftir þessari leiðréttingu sem er til samræmis við úrskurð Kjara- dóms. Okkur þykir sú bið orðin löng. Að sjálfsögðu hefðum við viljað sjá miklu betri samning, en miðaö við aðstæður var engin spurning um að gera hann,“ sagði Valgeir Gestsson að lokum. Lánskjaravísitalan: 2,97 % hækkun frá í júní SEÐLABANKI íslands hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir júlí næstkomandi. Unskjaravísitala 1178 gildir fyrir júlí og er hækkun iánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan 2,97%. I fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum egir að þessi hækkun stafi einku af því að taxtar út- seldrar vir.nu hækkuðu vísitölu byggingarkostnaðar um 4,3%. Líkur benda nú til, að meðalhækk- un næstu mánuði verði talsvert lægri. Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin verið: í síðasta mánuði 42,1%, síðustu 3 mánuði 28,7%, síðustu 6 mánuði 37,1% 0g síðustu 12 mánuði 30,5%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.