Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 Minning: Sigurpáll Stein- þórsson sjómaður Fæddur 20. september 1903 Dáinn 19. júní 1985 í dag, 28. júní, kl. 13.30 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, Sigurpáll Steinþórs- son, fyrrum sjómaður, sem lést 19. þessa mánaðar á Landakotsspít- ala. Sigurpáll fæddist á Þverá í Ólafsfirði 20. september 1903, son- ur hjónanna Steinþórs Þorsteins- sonar, sjómanns og bónda, og Kristjönu Jónsdóttur. Þau hjónin eignuðust 5 börn og var Sigurpáll þriðji í röðinni og eini sonurinn. Þegar Sigurpáll var þriggja ára fluttust foreldrar hans með börn- in, sem þá voru orðin fjögur, að Vík í Héðinsfirði og þar ólst Sig- urpáll upp. Þegar hann var á ní- unda árinu lést móðir hans. Það var mikill missir fyrir heimilið, en með dugnaði sínum og lagni tókst föður hans, með aðstoð Kristjönu, elstu systurinnar, sem þá var að- eins 11 ára, að halda saman heim- ilinu. Nokkrum árum síðar gekk faðir hans að eiga Ólöfu Sigurð- ardóttur frá Siglunesi. Sigurpáll var ekki hár í lofti þegar hann fór sína fyrstu sjóferð með föður sínum, á skekktunni hans. í þeirri veiðiferð setti hann í væna lúðu og áttu þær eftir að verða fleiri lúðurnar sem hann innbyrti á sinni löngu sjómanns- ævi. Sigurpáll var tvo vetur í barna- skólanum á Ólafsfirði. Seinna á ævinni sótti hann námskeið í skip- stjóra- og mótorfræðum. Vorið 1919 hefst sjómennskuferill Sigur- páls sem stóð svo til óslitið í rúm 50 ár eða til ársins 1974. Á þessari löngu sjómannsævi sinni stundaði Sigurpáll margar tegundir fisk- veiða og ber þar hæst hákarlaveið- arnar sem sóttar voru af kappi á djúpmiðum fyrir Norðurlandi þar sem veður geta orðið válind á ör- skammri stundu og komust Sigur- páll og félagar hans oft i hann krappann á þessum veiðum. Þeim öldnu kempum er nú farið að fækka sem hákarlaveiðar stunduðu og það var því mikill fengur þegar ævisaga Sigurpáls, skrifuð af Sigurjóni Sigtryggs- syni, kom út. í henni er verkhátt- um og veiðarfærum við hákarla- veiðar, og fleiri fiskveiðar, vel og skilmerkilega lýst. Árið 1959 vendir Sigurpáll sínu kvæði í kross og ræður sig sem háseta á varðskipið Albert. Hjá Landhelgisgæzlunni er Sigurpáll síðan óslitið, að undanteknum 3 árum sem hann var bóndi á Bú- stöðum í Austurdal í Skagafirði. Árið 1974 axlar Sigurpáll sjóferð- arpokann og gerist starfsmaður hjá Flugdeild Landhelgisgæzlunn- ar. Þar vann hann fullan vinnudag til 75 ára aldurs en eftir það vann hann hálfan daginn fram undir áttræðis aldur er hann hætti störfum. Sigurpáll Steinþórsson var ljúfmenni í allri umgengni, góður verkmaður og lét aldrei verk úr hendi falla. Eg sem þessar línur rita kynntist Sigurpáli þegar hann réðst til Landhelgisgæzlunnar á varðskipið Albert 1959. Við sigld- um lengi saman á varðskipunum og störfuðum saman hjá Flug- deildinni. Það var mikinn fróðleik hægt að sækja til Sigurpáls bæði í ættfræði og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við hinar ýmsu fiskveiðar sem hann stundaði á sínum yngri árum. Hagleikssmið- ur var hann á tré en hann smíðaði, í smækkaðri mynd, „módel" af öll- um hákarlaveiðarfærum og áhöld- um tengdum hákarlaveiðum auk ýmissra annarra áhalda tengdum sveitabúskapnum og þessa hluti hafði hann gaman af að gefa vin- um sínum. Þessir hlutir eru það haganlega gerðir að ósjálfrátt dettur manni í hug að einhvers- staðar hafi listamaðurinn blundað í sálu Sigurpáls. Aldrei sá ég Sig- urpál glaðari en eftir að hann hafði heimsótt æskustöðvar sínar Ólafsfjörð og Héðinsfjörð, en þar taldi hann sig hafa lifað sín bestu æviár. Margs er að minnast þegar þessi aldna kempa er horfin sjónum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að hafa kynnst þess- um góða dreng og fengið að njóta fræðslu hans og vináttu. Systrum hans og öðrum ástvin- um sendi ég mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning Sigurpáls Steinþórssonar. Helgi Hallvarðsson í dag er til moldar borinn Ólafsfirðingurinn og Héðinsfirð- ingurinn Sigurpáll Steinþórsson. Það er ekki óeðlilegt að kenna hann við þessa tvo firði, sem sker- ast inn í norðanverðan Trölla- skaga, vegna þess að í Ólafsfirði fæddist hann, i Héðinsfirði ólst hann upp og í Ólafsfirði starfaði hann mestan hluta ævi sinnar. Sjálfur lét hann svo um mælt á efri árum að hugurinn leitaði oft- ast aftur til uppvaxtaráranna að Vík í Héðinsfirði og til áranna þegar hann var skipstjóri á bátum frá Ólafsfirði og eltist við þorsk og síld. Frá þeim tíma var margs að minnast. Þeim fækkar nú óðum körlunum og konunum, sem voru að hefja starfsferil sinn á árunum milli 1915 og 1920, fólkinu sem dró fisk úr sjó og saltaði til útflutnings og breytti með miklu og aðdáunar- verður starfi sínu húsaþyrping- unni í Ólafsfjarðarhorni í fallegan bæ — Ólafsfjarðarkaupstað. Sig- urpáll Steinþórsson var í þessum hópi og svo vill til að fyrstu störf sín við sjávarsíðuna vann hann við hlið þeirrar konu, sem fyrst hafði orðið til að byggja sér samastað í Horninu. Gamla konan var Guð- rún Jónsdóttir, kona Ólafs Gísla- sonar tómthúsmanns, en þau höfðu þá rúmlega 30 árum fyrr reist sér þurrabúð og kallað Sandhól. Það gefur því auga leið að mér var það ómetanlegt að eiga þess kost að ræða við Sigurpál um lið- inn tíma þegar ég var að vinna fyrra bindi sögu Ólafsfjarðar, Hundrað ár í Horninu. Hann hafði frá mörgu að segja og ég held raunar að hann hafi haft gaman af að upplýsa og svara spurning- um mínum, enda sjálfur töluvert í sögugrúski eins og hann kallaði það. Ferðirnar urðu því margar til hans á Framnesveginn í Reykja- vík, þar sem hann bjó eftir að hann fluttist suður, og til stóð að þær yrðu miklu fleiri. Árið 1919 hófst sjómannsferill Sigurpáls Steinþórssonar. Fram til 1931 var hann ýmist háseti eða vélstjóri en það ár varð hann formaður á Agli EA 416. Sumarið eftir tók hann þátt í fyrstu til- rauninni sem gerð var með tví- lembingaútgerð, er síld var veidd í snurpunót á tveimur tiltölulega litlum bátum. Tilraunin heppnað- ist og næstu árin nýttust minni vélbátarnir mun betur en áður til síldveiða. Á fimmta áratugnum gerði Sig- urpáll út vélbátinn Gulltopp ÓF 33 í samvinnu við Jón Björnsson út- gerðarmann. Útgerðin gekk ekki nægilega vel og því var henni hætt um 1950. Árið 1953 keypti Sigurpáll jörð- ina Bústaði i Skagafirði og um tíma fékkst hann við búskap án þess þó að geta sagt skilið við sjó- inn. Sjómaðurinn og bóndinn hafa þar togast á i honum, sem auðvelt er að skilja þegar þess er gætt að á þeim árum þegar hann var að al- ast upp lifðu allir bændur í Héð- insfirði og stór hluti bænda í Ólafsfirði jöfnum höndum af landbúnaði og sjósókn. Lífið og til- veran snerist um landið, gögn þess og gæði, og hafið. Um mitt ár 1968 fluttist Sigur- páll til Reykjavíkur og réðst til starfa hjá Landhelgisgæslu Is- lands en hann hafði áður unnið um tíma hjá þeirri stofnun. Til 1974 var hann á varðskipunum en það ár hóf hann vinnu í landi, þá nýlega orðinn sjötugur. Hafði Sig- urpáll þá verið sjómaður í hálfa öld og raunar fimm árum betur. Árið 1981 kom út ævisaga Sig- urpáls Steinþórssonar, skráð af Sigurjóni Sigtryggssyni fræði- manni frá Siglufirði. Sigurjón þekkir sögusviðið af eigin raun því um tíma stundaði hann sjó- mennsku frá Ólafsfirði. Er skemmst frá því að segja að þeim félögum tekst einkar vel upp í bókinni og hún er þeim báðum til sóma. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Sigurpáli Steinþórssyni. Hann var vingjarnlegur og góður maður. Guð blessi minningu hans. Friðrik G. Olgeirsson Margrét Vilborg Sigurðardóttir — Minning Fædd 4. október 1897 Dáin 22. júní 1985 Þann 22. júní sl. lést á Hrafn- istu í Reykjavík föðuramma mín, Margrét Vilborg Sigurðardóttir. Hún var fædd á lsafirði 4. október 1897 og var yngsta barn hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, kaup- manns, frá Ingjaldssandi í V-ísa- fjarðarsýslu og Guðbjargar Ólafsdóttur frá Sauðafelli í Döl- um. Hin börn þeirra voru Ásthild- ur, Ólafur og Sigurður. Ömmur mínar, Margrét Sigurð- ardóttir og Bergþóra Árnadóttir, ólust báðar upp á ísafirði og voru æskuvinkonur. Ég fékk því að heyra frá þeim báðum sögur um æsku þeirra og uppvöxt. Þær áttu báðar góða æsku á ísafirði og á unglingsárum iðkuðu þær fim- leika og voru leikmenn í knatt- spyrnuliði kvenna sem þá var á ísafirði. 19 ára hleypti Margrét heimdraganum og fór á hús- mæðraskóla í Danmörku, einnig lærði hún þar á píanó. 19. júní 1920 giftist hún afa mínum, Guðmundi Jóhannssyni, skipstjóra, frá Ytri-Njarðvíkum, en hann lést 11. september 1974. Þau eignuöust fimm börn: Jóhann, kvæntur Guðríði Matthíasdóttur, Baldur, kvæntur Ástu Sigurðar- dóttur, sem nú er látin, Gísli, ókvæntur, Guðbjörg Ásthildur, gift Karli Torfasyni og Sigurður, kvæntur Maríu Víglundsdóttur. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörn 32. Þau bjuggu alla s- ína búskapartíð í Reykjavík utan eitt ár, sem þau bjuggu í Englandi, en þar var afi skipstjóri á enskum togurum. Amma var mjög trúuð kona og sótti oft samkomur hjá Guðrúnu Jónsdóttur í Hörgshlíð 12. Hún mat þær mikils Guðrúnu, Vil- borgu og Salbjörgu og vil ég færa þeim sérstakar þakkir frá mér og minni fjölskyldu fyrir fyrirbænir þeirra. Það var nefnilega alltaf leitað til Guðrúnar ef alvarleg veikindi voru í fjölskyldunni. Amma var mikil hannyrðakona og bera útsaumuðu dúkarnir henni fagurt vitni og það eru ekki nema fáein ár síðan hún hætti að , bródera. Einnig prjónaði hún mik- ið. Það var gaman að heimsækja afa og ömmu. Þau höfðu frá mörgu að segja og sérstaklega var afi minnugur. Hann var hafsjór af fróðleik og kunni svo mikið af kvæðum og vísum. Svo hafði líka margt á daga hans drifið, þegar hann var togaraskipstjóri og veittist honum létt að hrífa mann með í frásögninni. Amma var líka vel að sér og ■víðsýn og aldrei fannst mér hún gömul eða kreddufull. Hún var ung í anda til hinstu stundar. Erna Jóhannsdóttir Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituc og með góðu línubili. Leiðrétting í minningargrein í blaðinu sl. miðvikudag um Samúel Björnsson féllu niður nöfn barna hans og Theódóru Guðnadóttur konu hans. Um leið og beðist er velvirðingar á þessu skulu þau talin upp hér, en þau eru: Kristrún, gift Ingimundi Karlssyni í Keflavík. Jónas, ráðs- maður í Tilraunastöðinni á Reykhólum, kvæntur Bergljótu Bjamadóttur. Þorgeir, starfsmað- ur hjá Þörungavinnslunni, kvænt- ur Vöku Ólafsdóttur, og Ingvar, bifreiðastjóri hjá Þörungavinnsl- unni, og Björn, sem er nemi. Fyrirliggjandi í birgðastöð KALDVALSAÐ PJ Stál SPO 10.03-12.03 Plötuþykktir Plötustærðir og SINDRA frá 0.8 - 2 mm 1000 x 2000 mm 1250 x 2500 mm STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.