Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1985 27 ,. 70 ára: Valdimar Jóhanns- son bókaútgefandi Valdimar Jóhannsson bókaút- gefandi er sjötugur í dag. Svo vel þekki ég manninn, að hann mun kunna mér litla þökk fyrir að vekja athygli á þessari staðreynd, og þeim mun minni sem ég yrði fjölorðari og mærði hann meira lofi. Því skal öllu slíku í hóf stillt. En fáein orð í tilefni dagsins hljóta að fyrirgefast, þeg- ar í hlut á samferðamaður, sem hefur margs að minnast, en er þó efst í huga að þakka með einföld- um orðum langa og órofa vináttu. Leiðir okkar Valdimars lágu fyrst saman fyrir nær hálfri öld í gamla Kennaraskólahúsinu við Laufásveg. Ekki urðu kynni okkar ýkjamikil þá, enda sinn í hvorum bekk skólans. Þó hafði ég fljótlega veður af því, að Valdimar þætti gáfaður, námsmaður ágætur og lærifeðrum okkar einkar þóknan- legur. Gilti það ekki síst um Freystein skólastjóra, sem kunni vel að meta íslenskukunnáttu og tilþrif við stílagerð. Næstu fjögur árin bar fundum okkar Valdimars sjaldan saman. Hann gerðist kennari við Sam- vinnuskólann, blaðamaður við Nýja dagblaðið og ritstjóri Vöku, tímarits um þjóðfélagsmál. Leyndi það sér ekki, að hann var hvað fremstur í flokki hinna ungu „vökumanna", sem Jónas Jónsson frá Hriflu gerði sér vonir um að yrðu samherjar sínir og sfðan arftakar á sviði þjóðmálabaráttu og menningarsóknar. En brátt skildu leiðir, og árið 1941 stofnaði Valdimar vikublaðið Þjóðólf og var ritstjóri hans um rúmlega eins árs skeið. Þá ríkti hér annarlegt ástand í landi, heimsstyrjöld geis- aði, erlent stórveldi hafði hernum- ið ísland og réði öllu því er það þóttist þurfa að ráða. Yfir ís- lenska þjóð flæddu sterkar bylgj- ur erlendra áhrifa en áður voru dæmi til. Sá uggur hlaut að vakna með hugsandi tnönnum, að í öllu þessu róti kynni íslensku þjóðerni, tungu og menningu að vera alvar- legur háski búinn. Og svo var að sjá sem yfirvöld landsins væru lítt um það fær að veita þar nauðsyn- legt viðnám. Þetta var á síðustu tímum svonefndrar þjóðstjórnar, og þótti ýmsum þrengt mjög að rétti manna til frjálsra skoðana- skipta. Þegar hér var komið, ákvað Valdimar Jóhannsson að stofna óháð blað, til þess fyrst og fremst að styrkja þann grundvöll lýðræð- is, sem í því felst að þegnarnir megi tjá hugsanir sínar og flytja gagnrýni á opinberum vettvangi. í ávarpsorðum hins nýja blaðs sagði Valdimar: „Öllum er Ijós hin geigvænlega hætta, sem sönnu lýðfrelsi stafar af því, ef öll gagnrýni er þögguð niður innan eins þjóðfélags. Þjóð- ólfur vill firra þeirri hættu hér. Með honum er opnað frjálst, óháð málþing íslendinga, þar sem hvert Launakostnaðiir vegna álmálsins — eftir Gísla Gunnarsson í Morgunblaðinu 15. og 21. júní sl. birtist frétt um kostnað við ál- málið svonefnda 1981—1983. Þar var allur kostnaður við álmálið færður fram til verðlagsins í dag með lánskjaravísitölu. Þessi reikn- ingsaðferð er villandi. Ég var einn þeirra, sem tóku á móti greiðslum vegna álmálsins. Alls vann ég í fullu starfi í 8 mán- uði 1982—1983 við söfnun heim- ilda og ritun sagnfræðilegrar greinargerðar um „samskipti ís- lenskra stjórnvalda við Swiss Al- uminium Ltd. vegna álmálsins í Straumsvík ... " . Var skriflegur samningur gerður um verkefni þetta. Þar var m.a. tekið fram að ég sem verktaki skyldi sjálfur leggja til „alla aðstöðu vegna verksins, svo sem skrifstofuað- stöðu ... vélritun, kaup á fræði- ritum og kostnað við gagnaöflun ... " . Þessi kostnaður reyndist nema um þriðjungi heildar- greiðslna Iðnaðarráðuneytisins til mín. Greiðslur þessar voru inntar að- allega af hendi á síðustu 4 mánuð- um ársins 1982 og í mars 1983. Greiðslurnar til mín á árinu námu alls kr. 96.000, sem fram- reiknað með vísitölu kauptaxta ger- ir kr. 186.173 skv. verðlaginu í dag. Greiðslurnar á árinu 1983 námu alls kr. 52.000, sem með sömu vísi- tölu gerir á „núverði" kr. 79.146. Alls voru greiðslur þessar þannig, skv. verðlagi í dag, kr. 265.319 krónur fyrir 8 heila vinnumánuði. Þegar útlagður kostnaður minn hefur verið frádreginn voru þann- ig eftir í kaup fyrir mig skv. nú- verandi verðlagi miðað við vísitölu kauptaxta u.þ.b. 177.000 krónur eða röskar 22.000 krónur í mánað- artekjur. Aðrar reikningsaðferð má nota: Bera laun mín frá Iðnaðarráðu- neytinu saman við þau laun, sem ég hefði getað fengið fyrir aðra vinnu við ríkisgeirann á sama tíma. Miðað við þáverandi mennt- un mína hefði ég sem framhalds- skólakennari fengið laun sam- kvæmt þáverandi 110. flokki BHM. Jafnaðarlaun í flokki þess- um voru á umræddu tímabili 15.160 kr. á mánuði. Hreinar tekj- ur mínar frá Iðnaðarráðuneytinu að meðaltali í hverjum mánuði voru á sama tímabili 12.333 kr. Mér sýnist á þeim upplýsingum, sem fram hafa komið undanfarn- ar vikur um kostnað við álmálið og eitt af landsins börnum, er mál hefur að flytja frammi fyrir dóm- stóli réttlætis og sannsýni, getur gengið fram og lýst sök á hendur þeim, sem brjóta vé sanngirni, réttlætis og drengskapar." Ekki leið á löngu uns kaldir og sterkir stormar blésu um ritstjóra Þjóðólfs, sakir hvassrar og bein- skeyttrar gagnrýni hans og mála- fylgju. Skrif blaðsins um bresk- íslenskan fisksölusamning leiddu til þess, að mál var höfðað gegn Valdimar með skírskotun til ný- hertra ákvæða hegningarlaga um móðganir gegn erlendum ríkjum, þjóðhöfðingjum þeirra og ráða- mönnum, svo og starfsmönnum þeirra hér á landi. Var Valdimar dæmdur fyrir „móðgandi um- mæli" um breskan samningamann til mánaðarvistar í fangelsi. Þegar hann um jólaleytið 1941 kom út úr fangahúsinu við Skólavörðustíg að afplánuðum dómi, var honum vel fagnað og þótti okkur mörgum hann hafa vaxið í þessum átökum öllum og stæði sem geiglaus og ótrauður merkisberi skoðanafrels- is og nauðsynlegrar gagnrýni. Næstu árin starfaði Valdimar við blaðamennsku, einkum við Al- þýðublaðið. Einnig var hann í hópi þeirra ungu og vösku manna, sem Vigfús Guðmundsson safnaði utan um timarit sitt, Dvöl. Þegar blaðið Frjáls þjóð hóf göngu sína árið 1952, gerðist Valdimar annar ritstjóri þess. Ár- ið eftir var hann einn þeirra, sem beittu sér fyrir störfum Þjóðvarn- arflokks fslands. Á einhverju veiku augnabliki lét hann undan þrábeiðni okkar félaga sinna um að takast á hendur formennsku í hinum nýja flokki, og var hann formaður til 1960. Annars hefur það einkennt Valdimar alla tíð, að hann er frábitinn því að láta á sjálfum sér bera opinberlega. Reyndist það ókleift, þegar að framboðum kom, að fá flokksfor- manninn nýja til að skipa það sæti, sem eðlilegast mátti teljast, fyrsta sætið í Reykjavík. Þess í stað kaus hann að fara í framboð á æskuslóðum, í Eyjafjarðarsýslu, en þó ekki ofar á lista en svo að þingsæti var með öllu útilokað, hver sem kosningaúrslit yrðu. Frá þessu ári og hinum næstu er margs að minnast af vettvangi baráttunnar gegn erlendum her- stöðvum og því hernámi hugar- farsins, sem af langvarandi her- setu leiðir. Þar var Valdimar ótrauður og snjall vopnabróðir, ekki sist í hita bardagans. Minnist ég samvinnu okkar af þessum vettvangi með eftirsjá og þakk- læti. Það mun hafa verið árið 1945, sem Valdimar haslaði sér vöil á sviði bókaútgáfu. Fyrirtækið nefndist Draupnisútgáfan, en brátt kom einnig til sögunnar for- lagið Iðunn. Útgáfan var ekki stór í sniðum í fyrstu, en smám saman óx henni fiskur um hrygg. lðunn varð mjög alhliða útgáfufyrirtæki og er fram liðu stundir eitthvert allra stærsta bókaforlag landsins. ,- Ekki þori ég að fullyrða, að Valdi- mar Jóhannsson hafi gefið út fleiri bækur en nokkur annar ís- lenskur útgefandi fyrr og síðar, en mig grunar að það sé ekki fjarri lagi. Mun vandfundið það íslenskt heimili, þar sem á annað borð er teljandi bókakostur, að ekki finn- ist þar fleiri eða færri bækur frá Iðunni. í haust verða liðin 38 ár síðan undirritaður sá fyrst um bók, sem út kom á forlagi Valdimars Jó- hannssonar. Þær bækur eru nú orðnar nokkuð margar. Þakka ég i þá samvinnu alla, enda hefur hún verið mér bæði lærdómsrík og skemmtileg. Ekki hefur Valdimar staðið einn í Hfsbaráttunni um dagana. Árið 1942 gekk hann að eiga Ingunni Ásgeirsdóttur frá Keflavik, mikil- hæf a konu og einstakan dugnaðar- fork. Hefur hún auk húsmóður- starfa verið sannkölluð kjölfesta bókaútgáfunnar frá upphafi og fram á þennan dag, séð um rekst- ur forlagsverslunarinnar með sér- stakri prýði. Ingunn og Valdimar brugðu á það ráð fyrir tæpum áratug, að koma sér upp sumarheimili austur r. í Hrunamannahreppi, þar sem þau *"*- una hverja frjálsa stund að sumarlagi í heillandi umhverfi. Vinna þau þar saman af alkunnu kappi sínu að skóggræðslu og öðr- um ræktunarstörfum. Þangað munu þeim berast hlýjar vina- kveðjur í tilefni dagsins. Gils Guðmundsson allt tímabilið 1981—1985, það er í tíð tveggja ríkisstjórna, að skipta megi íslenskum viðtakendum launa vegna málsins í þrjá flokka eftir stærð greiðslna miðað við framlagða vinnu og eftir stöðu þeirra í ríkiskerfinu. í fyrsta lagi þeir sem fengu laun í samræmi við almenn launakjör opinberra starfsmanna á þessum tíma, stundum þó eitthvað lægri, — stundum þó aðeins hærri. Til þessa flokks telst obbinn af þeim, sem unnu við álmálið í ráðherra- tíð Hjörleifs Guttormssonar. I öðrum flokknum eru þeir sér- fræðingar, sem fengu greiðslur samkvæmt taxta útseldrar vinnu stéttarfélags sins (félaga verk- fræðinga og logfræðinga) og fengu ekki samtímis fastar launagreiðsl- ur frá ríkinu. Þessi hópur var (og ekki síst er) með talsvert betri launakjör en sá fyrstnefndi. Til hans teljast bæði sumir ráðgjafar Hjörleifs Guttormssonar og Sverris Hermannssonar. í þriðja hópnum eru menn sem eru í hálaunastörfum hjá ríkinu (alþingismenn, bankastjórar) og fá síðan í viðbót við föstu launin umtalsverðar þóknanir i samræmi við taxta sérfræðinga fyrir störf sin við álmálið. Enginn einstakl- ingur tilheyrði þessum hópi í ráð- herratíð Hjörleifs Guttormssonar en þó nokkrir í ráðherratíð Sverris Hermannssonar. Höfundur er dr. ihagsögu og stundakennari rið Háskóia Is lands. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Grasaferð Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands fer ekki ferð laugardaginn 29. júní en vill benda fólki á að Hið íslenska náttúrufræðifélag fer grasa- ferð í suðurhlíðar Esju þann dag. Fjölgresi er þar niikið. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 13.00. Leiðbeinendur verða líffræðingarnir Eva Þor- valdsdóttir og Björn Gunnlaugs- son. NVSV vill sérstaklega benda þátttakendum í ferð félagsins um Kjalarnes um siðustu helgi á að notfæra sér þessa ferð, því að þá var aðeins skoðað lífríki fjöru i- ar. Ferðaröðin „I/mhverfið okkar" Ferðaáætlun. 13. ferð laugardaginn 6. júlí. Far- ið verður um Hafnarfjarðarbæ. 14. ferð laugardaginn 13. júlí. Farið verður um Njarðvíkurbæ. 15. ferð laugardaginn 20. júlí. Farið verður um Álftaneshrepp. í allar ferðirnar verður farið frá Norræna húsinu kl. 13.30 frá Nátturugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt Logreglustöðinni) kl. 13.45 frá Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12 ki. 14.00 og ákveðnum stað á svæðinu sem far- ið er um. 20. júlí verður einnig far- in fjöruferð. Nánar tilkynnt um þetta allt síðar. (fr& nvsv.) Laugarásbíó sýnir „Ána" Laugarásbíó hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "Áin" eða "The River", eins og hún nefnist á frum- málinu. Með aðalhlutverk í mynd- inni fara þau Sissy Spacek, Mel Gib- son og Shane Bailey. „Fjallar myndin, sem er eftir Mark Rydell, um baráttu ungra bændahjóna við sjálfa náttúruna, á, sem liggur meðfram býli þeirra og ógnar lífi fjölskyldunnar," segir í fréttatilkynningu frá kvik- myndahúsinu. Frá afhendingu tækisins. Konur úr Reykjavfkurdeild Rauða krossins, Gunn- laugur Snædal yfirlæknir, Pétur Jónsson framkvæmdastjóri og starfsfólk kvennadeildar. Landspítalinn fær tæki KVENNADEILD Reykjavfkur- deildar Rauða kross fslands færði meðgöngudeild kvennadeildar Landspítalans nýlega tæki að gjöf. Tæki þetta er notað til að fylgj- ast með hjartslætti fósturs í móð- urkviði. Tækinu veitti móttöku Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, Pétur Jónsson framkvæmdastjóri og starfsfólk kvennadeildar. FrétUUIkTMiiiig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.