Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Laxloss 9. júlí
Bakkafoss 15. júlí
City of Perth 23. júli
Laxfoss 7. ágúst
NEW YORK
Laxfoss 8. júli
Bakkafoss 16. júli
City of Perfh 22. júlí
Laxfoss 5. ágúst
HALIFAX
Bakkafoss 18. júlí
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Álafoss 30. júni
Eyrarfoss 7. júlí
Alafoss 14. júli
Eyrarfoss 21. júlí
FELIXSTOWE
Álafoss 1. júlí
Eyrarfoss 8. júlí
Álafoss 15. júlí
Eyrarfoss 22. júli
ANTWERPEN
Álafoss 2. júlí
Eyrarfoss 9. júlí
Álafoss 16. júli
Eyrarfoss 23. júlí
ROTTERDAM
Álafoss 3. júlí
Eyrarfoss 10. júli
Álafoss 17. júli
Eyrarfoss 24. júlí
HAMBORG
Alafoss 3. júlí
Eyrarfoss 10. júlí
Álafoss 17. júli
Eyrarfoss 25. júlí
GARSTON
Fjallfoss 1. júlí
Fjaltfoss 15. júli
LISSABON
Skeiösfoss 15. júli
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Skógafoss 29. júni
Reykjafoss 5. júlí
Skógafoss 13. júlí
Reykjafoss 19. júli
KRISTIANSAND
Skógafoss 1. júlí
Reykjafoss 8. júlí
Skógafoss 15. júlí
Reykjafoss 22. júli
MOSS
Skógafoss 2. júli
Skógafoss 16. júli
HORSENS
Skógafoss 4. Júlí
Reykjafoss 11. júií
Reykjafoss 25. júli
GAUTABORG
Skógafoss 3. júli
Reykjafoss 10. júlí
Skógafoss 17. júli
Reykjafoss 24. Júlí
KAUPMANNAHÓFN
Skógafoss 5. júli
Reykjafoss 12. júlí
Skógafoss 19. júlí
Reykjafoss 26. júlí
HELSINGBORG
Skógafoss 5. júlí
Reykjafoss 12. júli
Skógafoss 19. júli
Reykjafoss 26. júlí
GAVLE
Lagarfoss 29. júni
GDYNIA
Lagarfoss 2. júli
ÞÓRSHÖFN
Skógafoss 13. júlí
RIGA
Lagarfoss 1. júlí
EIMSKIP
Pósthússtræti 2.
Sími: 27100
Laugarnesið
— eftir Þór
Magnússon
Jörðin Laugarnes er eitt þriggja
fornra stórbýla á Seltjarnarnesi.
Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes
við Seltjörn, en öllum þessum
jörðum fylgdu síðan smábýli eða
hjáleigur, sem sum hver urðu síð-
an sjálfstæðar jarðir með tíman-
um.
Laugarness er fyrst getið í Njáls
sögu. Þá áttu jörðina bræðurnir
Þórarinn, Ragi og Glúmur Óleifs-
synir á Varmalæk, en Þórarinn
skipti við bræður sína á jörðum og
fluttist suður í Laugarnes. Eftir
víg Glúms, er átt hafði Hallgerði
langbrók, skipti Hallgerður við
Þórarin á jörðum og fluttist í
Laugarnes, og virðist af þessu
ljóst, að Laugarnes hafi verið
byggt á söguöld.
Ekki getur Laugarness frekar í
fornum sögum, en sagnir eru um,
að Hallgerður hafi flutzt i Laug-
arnes á ný eftir víg Gunnars á
Hlíðarenda, er var þriðji maður
hennar, og hafi hún andazt þar, en
hvergi er það nefnt í heimildum.
Þóttust menn jafnvel kunna að
benda á leiði hennar, sumir í
kirkjugarði en aðrir utan hans, en
allt er það harla óljóst og Hall-
gerðarleiði það, sem var sunnan
við kirkjugarðinn, reyndist vera
gjallhóll frá rauðablæstri, er hann
var fjarlægður.
Kirkja hefur snemma komið í
Laugarnesi. Hennar er fyrst getið
í kirknaskrá Páls biskups Jóns-
sonar frá um 1200. Fyrsti máldagi
hennar er frá 1397, en 1235 átti
kirkjan, ásamt Viðeyjarkirkju,
helming af veiði í Elliðaánum.
Prestar munu ekki hafa setið í
Laugarnesi og kirkjan ekki í tölu
nafnkenndari kirkna, þótt helguð
væri mörgum dýrlingum, auk
Guði og Maríu. Laugarneskirkja
var lögð niður árið 1794.
Gamli bæjarhóllinn í Laugar-
nesi vitnar um langa byggð, og þar
stendur enn timburhús frá því
snemma á þessari öld, reisulegt á
sinni tíð en nú orðið laslegt. Þarna
hafa safnazt moldir frá bygging-
um og sorp öldum saman og hóll-
inn þannig smám saman hlaðizt
upp, eins og annars staðar, þar
sem byggð hefur lengi haldizt.
Einhvers staðar ættu að leynast
þar í jörðu minjar frá búskapartíð
Hallgerðar í Laugarnesi, hafi
Njáls saga rétt fyrir sér, hvort
sem þær verða nokkurn tíma
leiddar fram í dagsljósið.
Kirkjugarðurinn í Laugarnesi,
sem er friðlýstur, er fast sunnan
við Laugarneshúsið, framan í bæj-
arhólnum, en það var tíðast að
kirkjur stæðu annað hvort gegnt
bæjardyrum eða í bæjarröðinni,
og kirkjugarður í kring. Garður-
inn er ferhyrntur og sér fyrir sálu-
hliði á vesturvegg, og einnig virð-
ist móta nokkuð glöggt fyrir
kirkjutóttinni í miðjum garðinum,
sem hefur verið torfkirkja með
timburstafni, vafalaust eins og
fjöldi kirkna á íslandi á 18. öld-
inni. Kirkjan hefur snúið frá aust-
ri til vesturs, eins og kirkjulög
ákváðu, en úr henni er fátt eitt
varðveitt, líklegast aðeins altar-
istaflan, sem þeir Bjarni Pálsson
og Eggert Ólafsson gáfu kirkjunni
Þór Magnússon
„til maklegrar skylduendurminn-
ingar“ árið 1757, svo og söngtafla,
báðar í Þjóðminjasafni.
Nokkrum sögum fer af Laug-
arnesi í lok miðalda, en þá var
jörðin í eigu ýmissa auðmanna, en
þegar jarðabókin er samin árið
1703 er jörðin í eigu Elinar Há-
konardóttur, ekkju sr. Guðbrands
Jónssonar prests í Vatnsfirði, og
síðar eignaðist hana Hannes
Finnsson biskup að erfðum. Eftir
Hannes fær Valgerður ekkja hans
jörðina, en hún giftist síðar
Steingrími Jónssyni, er varð bisk-
up 1824. Þau fluttust að Laugar-
nesi 1825 og bjuggu þar til æviloka
Steingríms, en konungur keypti
jörðina 1838 til áframhaldandi
biskupsseturs. Ekki varð það þó
nema skamma hríð, því að eftir-
maður Steingríms, Helgi Thord-
ersen, fluttist til Reykjavíkur
1850.
Árið 1825 reisti Steingrímur
biskup steinhús í Laugarnesi,
Laugarnesstofu, og var hún eitt
örfárra steinhúsa, sem reist voru
hér á landi á fyrri hluta 19. aldar.
Laugarnesstofa stóð þó ekki
heima á bæjarstæðinu gamla,
heldur allnokkru vestar, skammt
sunnan við vinnustofu Sigurjóns
Ólafssonar myndhöggvara. —
Þetta hús stóð þó ekki lengi. Það
virðist hafa verið illa frágengið að
þaki og lak stöðugt. Síðustu árin
var það ekki hæft til íbúðar og var
rifið fyrir aldamótin, en síðast
voru vistaðir þar franskir bólu-
sóttarsjúklingar árið 1871. Nokkr-
ir þeirra létust úr bólunni og voru
jarðsettir í gamla Laugarnes-
kirkjugarði síðastir manna, nyrzt
og efst í garðinum.
Til eru myndir af Laugarnes-
stofu, en hún hefur verið svipuð
Viðeyjarstofu að útliti nema
minni, og á framhlið var stór
kvistur með skúrþaki.
Árið 1885 keypti Reykjavíkur-
bær Laugarnes, og 1898 reistu
danskir Oddfellowar holdsveikra-
spítala í Laugarnesi. — Spítalinn
var gríðarstórt timburhús, líkleg-
ast stærsta hús landsins á þeirri
tíð, tvílyft og með stuttum álmum
til endanna. Var með þessu merki-
lega framtaki lagt til baráttu við
hinn hræðilega sjúkdóm holds-
veikina, sem hér hafði verið land-
læg lengi og lyktaði þeirri baráttu
með algerum sigri yfir þessum
vágesti. Síðustu sjúklingarnir
voru fluttir úr Laugarnesi í Kópa-
vog árið 1940, er brezki herinn
lagði hald á spítalann og reisti
mikið braggahverfi og víghreiður
allt umhverfis hann, og af völdum
hersins brann svo spítalinn árið
1943.
Laugarnesspítali stóð á flötinni
austan við hús Sigurjóns ólafs-
sonar og sneri framhlið í suður.
En engin greinileg merki sjást
lengur um þessi hús, Laugarnes-
stofu eða holdsveikraspítalann,
því að bæði hafa umsvif hersins á
sinni tið máð þau út og síðan hef-
ur svæðið verið jafnað, er skálarn-
ir voru rifnir.
Sem að líkum lætur voru hjá-
leigur í landi Laugarness. í Jarða-
bók Árna og Páls eru taldar fjór-
ar, Norðurkot, sem áður hafði
heitað Sjávarhólar, Suðurkot og
Barnhóll, og að auki ein ónefnd
heima við bæinn, sem þó var ekki
gömul. Hinar þrjár fyrstnefndu
eru enn þekktar, eða staðirnir þar
sem þær voru, en ekki sést lengur
marka fyrir húsaskipan, enda hef-
ur umrót hersins sennilegast um-
turnað þeim, og á rústum Suður-
kots virðist a.m.k. hafa verið virk-
isgröf.
Norðurkot stóð þar sem nú er
hóll við sjóinn norðan við klettana
yzt á Laugarnestanganum, norðan
við malarkambinn. Þetta er
greinilega bæjarstæði, og neðan
Víkurblaðið á Húsavík:
Áskriftir fleiri utan
Húsavíkur en í bænum
Spjallað við
Jóhannes Sigur-
jónsson, ritstjóra
„Við erum stolt af útbreiðslu
Víkurblaðsins. Um 1200 áskrifend-
ur eru að blaðinu, sem er prentað í
1300 eintökum. Áskriftir skiptast í
tvennt; við erum með um 600
áskrifendur á Húsavík og liðlega
600 annars staðar á landinu, Þing-
eyinga sem flutt hafa á brott.
Raunar er nú svo komið að áskrift-
ir utan Húsavíkur eru fleiri en í
bænum,“ sagði Jóhannes Sigur-
jónsson, ritstjóri, blaðamaður,
framkvæmdastjóri og útgefandi
Ritstjórnin; Antonía Sveinsdóttír, Arnar Björnsson sem framkallar filmur og
Jóhannes Sigurjónsson, rítstjóri, situr við ritvélina. Morauablaðið/RAX
Víkurblaðsins í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins.
Víkurblaðið var stofnað árið
1979 af þremur ungum Húsvík-
ingum; Jóhannesi Sigurjónssyni,
Arnari Björnssyni og Kára Arn-
óri Kárasyni. „Þetta var eigin-
lega bríarí. Kári átti hugmynd-
ina. Blað hafði ekki verið gefið út
á Húsavík í 30 ár. Okkur þótti
það ótækt, enda hafa Þingey-
ingar ávallt litið á sig sem mikla
andans menn. Við vissum ekkert
hvað við vorum að fara útí, en
viðtökur urðu feikilega góðar.
Fólk hafði ekki trú á þessu uppá-
tæki, en var ánægt með framtak-
ið. Að vísu höfðum við ekki fyrir
launum þrjú fyrstu árin, en vor-
um ungir fullhugar og það sem
réð úrslitum; óbundnir og gátum
varið tíma okkar i þágu blaðsins.
Víkurblaðið er nánast alveg
verk mitt — ég ritstýri blaðinu,
skrifa, tek myndir, teikna það,
próafarkales, pakka því og dreifi.
Hins vegar framkallar Arnar
filmur og kópíerar. Við fáum
talsvert af aðsendum greinum. 1