Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 Nýtt hús ný hönnun súr mjólk List og hönnun Bragi Ásgeirsson Mjólkursamsalan er flutt í ný og vegleg húsakynni að Bitru- hálsi 1 eða gerir það senn, og ýmsar breytingar hafa verið merkjanlegar undanfarið á starfseminni. Aðallega hefur það komið fram í nýrri útlits- monnum umbúða mjólkurvara með líku sniði og gerist víða er- lendis, þ.e. með ýmsum gagnleg- um og fræðandi upplýsingum. Allt er þetta gott og blessað og vísar í framfaraátt, ef ekki kæmi til, að mjólkin sjálf virðist hafa versnað til mikilla muna. Und- anfarið hefur sá, er þetta ritar, þráfaldlega staðið upp með súra mjólk, þótt síðasti söludagur (dagstimpill) væri ekki útrunn- inn og geymsluaðstaða hin full- komnasta. Á þetta aðallega við um mjólk, sem keypt er á laug- ardegi með dagstimpli á mánu- degi eða þriðjudegi. í eitt skipti var mjólkin hlaupin í þykkan velling, er líktist súrmjólk, er hún er þykkust. Og nú síðast var mjólkurlaust á heimilinu á sunnudegi, þótt tvær fernur stæðu inni í ísskáp, en mjólkin súr og síðasti söludagur var þriðjudagur. Þar sem þetta hef- ur komið svo oft fyrir undanfar- ið, var ég kominn í hálfgert stríð við verzlunina, sem ég skipti við, því að þótt menn sýni þar fulla vinsemd, eru þeir ófúsir að taka við mjólkinni til baka, en vísa á framleiðandann. Mun þeim vís- ast vera það fyrirlagt af Mjólk- ursamsölunni og er mönnum víst velkomið að arka með súra mjólk þangað, ef þeir vilja og fá nýja í staðinn. A þennan hátt virðist einokunarsamsteypan reyna að baktryggja sig, því að hver hefur tíma og nenning til að leggja á sig langa ferð með eina og eina fernu, nema þá gamlar kellingar af báðum kynj- um? Og hver á hér að borga tímatap og ferðirnar fram og til baka? Gjarnan vildi maður gera slíkt, ef viðkomandi kostuðu leigubíl og tímakaup og bættu upp óþægindi og leiðindi smá- fólksins á einhvern hátt. Hér getur ekki verið um annað að ræða en grófa handvömm og ósvífni, því að viðkomandi hlýtur að vera ljóst, að þeir eru að senda út gallaða vöru nema þeir séu þá ófærir í starfi. Þetta minnir á einokunarsöluna fyrr- verandi á kartöflum, en eftir að henni létti eftir áratuga styrjöld og leiðindi, hefur ástandið stór- batnað og maður er yfir sig þakklátur fyrir allt úrvalið, sem nú er á boðstólum af þessum holla og góða ávexti, sem allir næringarfræðingar eru nú sam- mála um að jarðeplin eru. Hér við bætist að neytandinn kaupir langsamlega dýrustu mjólkina í Evrópu og greiðir að auki með henni í sköttum sínum. Hún mun dýrust að krónutölu að ekki sé talað um, ef miðað er við laun, og ættu menn því heimt- ingu á drekkandi vöru. Hér þori ég ekki að tala um verðmuninn á undanrennu og léttmjólk, sem er gífurlegur. Hér skal trúlega allt ofan í vesælan neytandann, hvað sem það kostar líkt og skemmdu kartöflurnar forðum eða hvað annað skyldi maður halda? Ekki skal hér litið fram hjá því að miklar framfarir hafa orðið á mörgum þáttum í starf- semi Mjólkursamsölunnar og þá einkum hvað ostagerð snertir en það afsakar ekki önnur mistök. Sá er hér ritar hefur dvalið í lengri og skemmri tíma í öllum höfuðborgum Norðurlanda og sums staðar í fleiri ár og jafnan neytt mjólkurmatar í ríkum mæli og hefur hér góðan sam- anburð. Skal hér vísað til, að ef mjólkin er komin á síðasta dagstimpil, er hún víða seld á útsöluverði, en er pó að jafnaði ágætisvara. Hér virðist nýja mjólkin hins vegar geymd þang- að til búið er að pakka sem mest af eldri mjólkinni í neytendur. Nýtt og fegurra útlit umbúða gerir mjólkina ekki yngri né girnilegri frekar en pelsar og fegurðarkrem gleðikonur, sem farnar eru að eldast. - O - Greinarhöfundur hefur í gegn- um árin oftlega lesið pistla dr. Sigurðar Péturssonar gerlafræð- ings um ástandið í mjólkurmál- um okkar íslendinga, stórfróð- lega og vel skrifaða. Heill honum og þökk. Væri máski ráð að gefa mjólk- ina frjálsa að einhverju leyti líkt og kartöflurnar eða a.m.k. endurskipuleggja dreifingakerf- ið frá rótum? Enginn er ég mjólkurfræðing- ur, einungis neytandi mjólkur og mikill aðdáandi mjólkurmatar í hinu margvíslegasta formi, en ég og börn mín höfum bragðlauka, er hafna alfarið súrri mjólk. Má hér og vísa til og minna á að sannað hefur verið, að ungabörn sem vanist hafa nýju skyri, hafna helst algjörlega eldra skyri og ætti það að vera skýr- asta og öflugasta vísbending þess, hve mikilvægt er að mjólk- urafurðir séu jafnan nýjar og ferskar. Með einlægri von um betri mjólk í framtíðinni. Nini Tang Myndlist Valtýr Pétursson Nú stendur yfir mjög áhuga- verð sýning í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Það er kvinna frá Hollandi, sem numið hefur list sína við hlið íslendinga í því flata landi og síðan lent í ferða- lögum norður um höf, sem er nú í annað sinn með sýningu á verk- um sínum í Reykjavík. Hún heit- ir Nini Tang; nafn sem bendir í austur, en ekki er mér kunnugt um, hvort hún er ættuð þar úr sveit, enda kemur það lítt við sýningu hennar hér. Þarna á sýningunni í Nýlista- safninu eru stór málverk, gerð á pappír og fest með límböndum á veggi. Þetta telst nú ekki til vönduðustu vinnubragða, en margir ungir myndlistarmenn gefa ekki mikið fyrir endingar- góð efni. Það er nokkuð algengt að láta hvern dag nægja sem slíkan og allt úreldist á auga- bragði eftir kokkabók nútímans. Þegar sérlega góðir hæfileikar koma í ljós eins og i þessu tilfelli, óskar maður ósjálfrátt eftir að verklagið væri vandaðra og að meiri virðing væri viðhöfð í vinnubrögðum. En hver og einn verður að ráða sínum gerðum, og það er aðeins af óskhyggju, sem ég nefni þetta hér. Það fer nefni- lega ekki milli mála, að þessi unga kona hefur mikla hæfileika sem koma vel fram í þeim verk- um, sem hún sýnir nú. Það er Litlir íastuLr, stórir fcetur, Qprc Kr. 789 Kr. 699 Kr. 599 Kr. 399

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.