Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUÍÍBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 21 Leiðtogar Evrópubandalagsins á fundi: Meiri eitt eirnng af meginmálunum Mílanó, 27. júní. AP. FRAKKAR OG Vestur-Þjóðverjar tilkynntu í dag að þeir stluðu að leggja fram nýjar tillögur um póli- tíska einingu innan Evrópubanda- lagsins, stofnun nokkurs konar Bandaríkja Evrópu. Var greint frá þessu í dag en á morgun hefst í Mílanó á Ítalíu leiðtogafundur Evr- ópubandalagsins. Helstu umræðu- efnin verða nýjar leiðir í baráttunni við alþjóðalega hermdarverkastarf- semi, vaxandi verndarstefnu á Bandaríkjamarkaði og áætlanir um aukna stjórnmálalega einingu með- al aðildarríkjanna. Bettino Craxi, sem þetta miss- erið er forseti Evrópubandalags- ins, hefur beitt sér fyrir því síð- ÍÍI D ( X Sirhan Bihara Sirhan tekur sér stöðu við upphaf réttarhaldsins og lyftir hendi til þess að vinna eið. Morðingi Kennedys fær sig ekki lausan Soledad, Kilirornia, 27. júni. AP. SIRHAN B. Sirhan, sem dæmdur var fyrir morðið á Robert F. Kennedy öldungadeildarþing- manni, reyndi í gær að fá sig laus- an úr fangelsi, en var synjað um reynslulausn gegn loforði úm góða hegðun. Nefnd, sem fjallar um beiðnir af þessu tagi, ákvað að bíða með dagsetningu reynslulausnar fyrir Sirhan. Sagði nefndin að morðið á Robert F. Kennedy 1968 hefði verið tilræði við lýð- ræðið. Rudolph Castro, formaður þriggja manna nefndar sem fjallaði um beiðni Sirhans, sagði tilgang morðingjans að þagga niður í fórnarlambinu, sem var fulltrúi bandarísku þjóðarinnar og verðmætamats hennar. Hann sagði Sirhan enn ekki hafa geng- ist fyllilega við verknaðinum og héldi enn fram að Kennedy verðskuldaði þau örlög, sem hann hlaut. Sirhan hefur jafnan neitað að taka þá í betrunarstarfi í fang- elsi. Hann hefur nú verið fluttur úr einangrun og færður í fang- elsi, þar sem hann fær að blanda geði við aðra fanga. Sudur-Afríka: Jóhnnnennrborg, Suóur Afrfku, 27. júní. AH. SJÖ svartir menn, sem særðust í fyrrinótt af völdum hand- sprengja eru nú í vörslu lög- reglunnar í Suður-Afríku, en talsmenn halda því fram, að mennirnir hafi ætlað að vinna hryðjuverk með sprengjunum en þær sprungið fyrir slysni. Átta svartir menn létust í sprenging- unum. Kirkjuráðið í Suður-Afríku vill ekki leggja trúnað á yfirlýs- ingar lögreglunnar og telur, að yfirvöldunum sé um að kenna ofbeldið og óeirðirnar, sem urðu í hverfum svartra manna í fyrri- nótt. Að sögn lögreglunnar sprungu sprengjurnar þegar mennirnir, sem létust og slösuð- ust, ætluðu að ráðast með sprengjukasti á heimili svarts iögregluþjóns auk þess sem einn maður hefði látist þegar sprengja, sem hann ætlaði að koma fyrir við orkuver, hefði sprungið í höndum hans. Svartir menn benda á, að mennirnir, sem létust, hafi allir verið framarlega í réttindabar- áttu svertingja og enginn þeirra komið nærri skæruhernaði. ERLENT ustu daga, að EB-ríkin samræmi afstöðu sína til málefna í Miðaust- urlöndum og átti m.a. í því skyni í gærkvöldi viðræður við sendi- nefnd Jórdaníumanna og Palest- ínumanna. Vill sendinefndin fá stuðning Evrópuríkjanna við áætlun um friðarsamninga við fsraela gegn því, að ísrael láti af hendi allt land sem þeir hafa tekið síðan 1%7, og viðurkenni stofnun palestínsks ríkis í tengslum við Jórdaníu. Sagði Craxi, að hér væri um að ræða „vænlega tillögu" en vildi ekki tá sig frekar. Eitt af meginmálunum á fund- inum verður að finna nýjar leiðir hvað varðar ákvarðanatöku en nú- verandi regla, sem krefst þess að allir séu á einu máli, hefur verið bandalaginu mikill fjötur um fót. Nefnd, sem hefur um þetta fjallað, leggur til að meirihlutinn ráði í flestum málum en samþykki allra þjóðanna þurfi til í þeim mikil- vægustu. Þótt hryðjuverkastarfsemi sé ekki formlega á dagskrá þykir víst að hún muni verða nokkuð fyrir- ferðarmikil í umræðum manna á fundinum vegna flugránsins í Beirút og annarra hermdarverka að undanförnu. Einnig verður rætt um aukna verndarstefnu í Bandaríkjunum, atvinnuleysið i Evrópu og Eureka-áætlunina, sem er svar Evrópumanna, einkum Frakka, við geimvarnaáætlunum Bandaríkjamma. Michel Vauzelle, talsmaður frönsku stjórnarinnar, sagði í dag, að með tillögu Frakka og Vestur- Þjóðverja væri stefnt að því að auka pólitíska einingu innan bandalagsins og að stjórnir ríkj- anna hefðu ráðfært sig við Craxi, forsætisráðherra Italíu, og hefði hann fallist á hana. Ali Agca. Mynd þessi var tekin í réttarhöldunum nú í vikunni. Ali Agca neitar að bera vitni Kóm, 28. júní. AP. í DAG neitaði Mehmet Ali Agca, tilræðismaðurinn er skaut á Jóhannes Pál páfa II, að bera vitni fyrir réttinum í Róm í máli sjömenninganna, sem hann hefur sakað um að hafa undirbúið banatilræðið. Agca kom ekki fyrir réttinn, en sendi skriflega orðsendingu úr fangelsinu, þar sem hann kvaðst ætla að „hugleiða", hvort hann ætti að halda áfram að bera vitni. Á þeim 12 dögum, sem Agca hefur verið kvaddur í vitna- stúku, hefur framburður hans verið bæði laus í rásinni og mót- sagnakenndur. Ákæra saksóknarans á hendur Búlgörunum þremur og Tyrkj- unum fjórum, sem sakaðir eru um að hafa átt þátt í tilræðinu við páfa, er í meginatriðum byggð á framburði Agcas. En þótt Agca sé aðalvitni saksóknarans í máli sjömenn- inganna er hann einnig einn af sakborningunum. Er sakarefnið á hendur honum það, að hann hafi á ólöglegan hátt flútt inn skotvopnið, sem hann notaði við tilræðið. Antonio Marini saksóknari sagði, að hann væri hvorki undr- andi né áhyggjufullur vegna framferðis vitnisins. „Hann hef- ur tvisvar áður neitað að bera vitni og þetta verður örugglega ekki síðasta skiptið," sagði Mar- ini við fréttamenn. „En réttar- höldin snúast ekki eingöngu um Agca.“ Deilt um dauða átta svertingja TOYOTA. . 24. - 30. júní FÖSTUDAGUR 28. BLÖNDUÓS Sýningartími: 15:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaþjónustu Blönduóss LAUGARDAGUR 29. HVAMMSTANGI Sýningartími: 10:00-11.30 Sýningarstaður: Við Vélamiðstöðina BÚÐARDALUR Sýningartími: 13:00-14:30 Sýningarstaður: Við Dalverk sf. STYKKISHÓLMUR Sýningartími: 16:30-18:30 Sýningarstaður: Við Nýja Bílaver hf. SUNNUDAGUR 30. BORGARNES Sýningartími: 10:00-14:00 Sýningarstaður: Við Bifreiða- og trésmiðju Borgarness AKRANES Sýningartími: 14:30-17:00 Sýningarstaður: Við Bílasöluna Bílás TOYOTA ÞJONUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.