Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 42 HÖGNI HREKKVlSI Myndin sýnir hræin og tók annar sona bréfritara hana. Ljót sjón og til lítils sóma Arnór A. Guðlaugsson skrifar: Það er víst ekki í frásögur fær- andi þó fólk úr þéttbýlinu bregði sér út á land um helgar ef ástæður eru til. Hitt hefur oft verið á orði haft að við héðan af höfuðborg- arsvæðinu gengjum miður vel um úti á landsbyggðinni þar sem við hefðum viðdvöl um lengri eða skemmri tíma og vissulega hafa þær aðfinnslur oft átt við rök að styðjast. En stundum kann svo til að bera að ferðafólkið sjái líka eitt og ann- að ljótt og furðulegt á leið sinni, sem tilheyrir viðkomandi héraði sem farið er um. Sunnudagsmorguninn 16. júní sl. tókum við hjónin okkur upp ásamt báðum sonum okkar full- tíða mönnum. Ferðinni var heitið vestur í Geiradal í Austur-Barða- strandarsýslu. Veðrið var svo gott sem hugsast gat, blæjalogn og sól- skin. Ferðin sóttist vel, vegir góðir og allt í besta lagi. Við fórum kringum Hvalfjörð, um Borgar- fjarðarbrú, og sem leið liggur að vegamótum við Dalsmynni. Þá tekur við Bjarnadalurinn. Við ókum yfir gömlu brúna á Bjarna- dalsá. Vestan við brúna er lítill skúr, sem mér er ókunnugt um til hverra nota er enda kemur það þessu máli ekki við. Þarna er áð, nestið tekið upp, sest á þúfurnar ofan við skúrinn, veðrið er dásamlegt, sólskin og hiti. Annar sona minna gengur fram á gljúfurbarminn. Milli skúrsins og gljúfursins er lítil graslaut. Sonur minn kallar til mín, „Pabbi, viltu koma og sjá hvað hér er“. Þegar ég kom á laut- arbarminn blasti við heldur öm- urleg sjón. Þar lágu ræflar af þremur kindum. Eitt var fullorð- inn hrútur. Hinar kindurnar voru ær eða dilkar. Það var ekki hægt að greina. Við gengum fram á gilbarminn. Niðri í skriðunni var fjórði ræfill- inn. Eftir útliti á þessu hafa þess- ar kindur verið þarna frá því á sl. hausti. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þarna hafi skeð. Ekki held ég að kindurnar hafi getað fennt þarna. Slíkt er óhugs- andi. Hitt þætti mér ekki trú- legast að þarna hefði orðið óhapp í fjárflutningum. Þá kemur það til að ég veit ekki betur en það sé löngu búið að banna umferð stærri bíla yfir brúna á Bjarna- dalsá. Merkilegt er ef ekkert ferðafólk annað en við hefur séð ófögnuð þennan. Trassarnir sem hentu þessu þarna hafa ekki verið sómakærir. Auðvitað átti að grafa þetta samstundis. Nú vil ég beina orðum mínum til yfirvalda á þessum slóðum, sýslu- manns, hreppstjóra eða oddvita að láta grafa þetta án tafar. Þetta er, held ég, búið að vera nógu lengi til lítils sóma ykkar og ekki til augnayndis fyrir vegfarendur. Hjóla- stuldur N.N.skrifar: Ég vil biðja fóik að hafa auga með því hvort sést hafi í nágrenn- inu hjól sem enginn kannast við. Ég varð fyrir því að stolið var frá mér hjóli fyrir framan Laugaveg 116 í síðustu viku. Hjólið er Raleigh kvenhjól 10 gíra með snúnu stýri, ljósbrún- sanserað. Helstu einkenni á hjól- inu eru þau að það vantar aftur- Ijósið. Sætið er götótt og bandið, sem vafið er um vinstra megin er laust. Þeir, sem hafa rekist á hjól- ið, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Auði í síma 38870 milli kl. 7.30 til 4.30 eða þá komi til hennar skilaboðum á kvöldin í síma 34160. Skrifið eða hringið til Velvakanda Biórinn bætir ekkert Þórarinn Björnsson Laugarnestanga 9b, hringdi: Ég vil senda Halldóri Krist- jánssyni á Kirkjubóli kveðju og spyrja hann um það hvernig hann getur dæmt um það sem hann hefur aldrei komist í kynni við, nema í gegnum blöðin. Ég þekki drykkjuvandamáliö á tslandi af eigin reynslu og þess vegna get ég dæmt um það út frá þeirri reynslu. Bjórinn verður alls ekki til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.