Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNt 1985 Minning: Guðmundur Jakobs- son bókaútgefandi Fæddur 26. febrúar 1912 Dáinn 20. júní 1985 Þrátt fyrir að ljóst væri um nokkurt skeið að vinur minn, Guð- mundur Jakobsson, ætti ekki langt eftir, þá kom fregnin um lát hans á óvart. Ég átti von á því þrátt fyrir veikindin að lengri tími væri eftir. Kynni okkar Guðmundar urðu í gegnum bókaútgáfuna. Hann rak um áratuga skeið einkafyrirtæki sitt, Ægisútgáfuna, og gaf út á þess vegum fjölda bóka. Það sem einkenndi alla tíð bókaútgáfu hans var, að á hverju ári gaf hann út eina eða fleiri bækur um sjómenn og sjósókn. Hann hafði sjálfur sótt sjóinn fyrir vestan fyrr á árum og áttu Vestfirðir og sjórinn ætíð ríkan þátt í honum. Hann skrifaði sjálfur nokkrar viðtalsbækur og frásagnir af sjó- mönnum, m.a. Mennirnir í brúnni, fimm bindi, viðtöl við skipstjóra, og lagði út í það stórvirki ásamt Guðmundi H. Oddssyni skipstjóra, að safna saman og gefa út Skip- stjóra- og stýrimannatal í fjórum bindum. Það var mikið verk og vandunn- ið eins og þeir þekkja sem staðið hafa í að semja og safna i slík verk. Guðmundur tók mikinn þátt í starfi samtaka bókaútgefenda, sat í stjórn Félags ísl. bókaútgefenda um skeið og var gerður að heiðurs- félaga er hann varð sjötugur. Það gustaði jafnan um Guð- mund, hann var skoðanafastur og hreinskilinn, var aldrei að hika við að taka afstöðu og ófeiminn við að verja hana. Hann sagði stundum að hann teldi sitt hlutverk á flestum víg- stöðvum vera stjórnarandstaða og í þeirri stöðu var hann oft. Hann taldi rétt að skoða allar hliðar á hverju máli áður en ákvörðun var tekin, og byggðust rök hans ekki eingöngu á því að vera á móti, heldur að allir gerðu sér grein fyrir um hvað málið fjallaði. Síðustu árin sat Guðmundur oftast innan um bækur sínar og spjallaði við vini sína og kunn- ingja um lífið og tilveruna í síma ef ekki varð af heimsókn. Alltaf þegar nálgaðist jól, fór um hann fiðringur, hann fór að hringja í vini sína í útgáfunni og fá fréttir af útgáfu og sölu, ræða um einstaka bækur og spá um sölu þeirra. Þrátt fyrir að hann hætti bóka- útgáfu 1980 og seldi fyrirtækið var hugurinn alltaf við útgáfuna. Hann gat ekki stillt sig um að gefa út aftur og átti hlut að útgáfu þriggja bóka fyrir síðustu jól. Það eru margir sem munu sakna þess að geta ekki sest að spjalli við Guðmund. Hvassar at- hugasemdir og afdráttarlaus af- staða til manna og málefna voru oft skemmtilegt umræðuefni. Það vissu allir sem til þekktu að undir bjó viðkvæm sál er vildi öllum vel. Um leið og ég þakka persónuleg kynni, þá flyt ég þakklæti frá Fé- lagi ísl. bókaútgefenda fyrir störf í þágu félagsins. Hvíl þú í friði. Eyjólfur Sigurrt.sson í dag kveðjum við heiðurs- og sómamanninn Guðmund Jakobs- son, er andaðist 20. júní sl., og er þar með lokið æviskeiði merks manns, sem svo sannarlega lagði sitt lóð á vogarskálarnar af kost- gæfni og stórhug til að skilja við heiminn betri en þegar hann sá hann fyrst vestur í Bolungavík 26. febrúar árið 1912. Lífsstíll hans og einarðleg framganga einkenndist af hreinskiptni og grandvarleik, þar sem manngildi var í öndvegi. Höfðingleg reisn og leiftrandi stórhugur einkenndu svipmót þessa greinda gáfumanns í marg- slungnu litrófi næms fegurðar- skyns og djúpstæðra tilfinninga í ívafi þekkingarleitar og baráttu- anda stefnufastra markmiða og ígrundaðra hugsjóna. Svo sann- arlega hefði hann kunnað að njóta lengri lífdaga, enda hugðist hann enn taka að sér stór verkefni, hafði lagt drög að Bændatali á svipaðan hátt og Skipstjóra- og stýrimanntals. Dró hann ekki af sér þrátt fyrir erfið veikindi, sem hann barðist við af ofurmannlegri karlmennsku og æðruleysi. óður- inn til lífsins var til hinstu stund- ar og umhyggjan fyrir fjölskyldu sinni og velferð. Þar var hann ávallt „maðurinn í brúnni", sem og í fjölþættum atvinnurekstri sínum og störfum. En hann vissi að hverju stefndi, þar sem biðu hans langþráðir endurfundir við ást- kæra eiginkonu sína og lífsföru- naut, sem og var æskuunnusta hans. Þannig er okkur hollt í sökn- uði okkar og sorg við dánarbeð hans, að leiða hugann að ljóðlín- um Einars Benediktssonar, skálds, en að sígildum verkum hans sem annarra andans manna vildi Guð- mundur beina hugum samferða- manna sinna. „0g þvi er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stafni?“ (E. Ben.) Guðmundur Ágúst Jakobsson hét hann fullu nafni og fæddist 26. febrúar 1912 í Bolungavík við Djúp vestra. Foreldrar hans voru Jakob Bárðarson formaður og smiður í Bolungavík af Hólsætt og Dóróthea Jónasdóttir af Skegg- staðaætt. Þriggja vikna gamall er hann tekinn í fóstur af föðurfor- eldrum sínum, Valgerði Jakobs- dóttur og Bárði Jónssyni, er bjuggu á Hanhóli í Syðridal við Bolungavík. Af stórum systkinahópi Guð- mundar er nú einungis eftirlifandi bróðirinn Ásgeir Jakobsson rit- höfundur, kvæntur Bergrósu Jó- hannesdóttur. Af þeim systkinum létust 4 þegar í æsku, þau Þórdís, Jóhann, Ásgeir eldri og Pétur. Bróðirinn Bárður Jakobsson hæstaréttarlögmaður, síðast kvæntur Guðrúnu I. Jónsdóttur, lést 21. júní 1984 eða réttu ári áður en Guðmundur heitinn. Þá eru systurnar Ásthildur, gift Hjalta Jónssyni bónda í Skjaldfannardal vestur, og Soffía, fyrst gift Guð- mundi Hafstein formanni en eftir andlát hans, en hann fórst ásamt föður Guðmundar í aftakaveðri við sjósókn, giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Sumarliðasyni, fyrrum formanni og vélstjóra í Bolungavík, en þær systur eru látnar fyrir nokkrum árum. Eiginkona Guðmundar, tengda- föður míns, var Guðfinna Gísla- dóttir er fæddist í Bolungavík 8. janúar 1912 en lést 30. nóvember 1981. Hún var elsta barn hjónanna Sesselju Einarsdóttur og Gísla Sigurðssonar sjómanns. Hún var af þekktum ættum, móðurættin m.a. með elstu frumbyggjum Akraness, en föðurættin úr Isa- fjarðardjúpi. Voru þau þannig bæði fædd í Bolungavík og skóla- og fermingarsystkin. Endanlega bundu þau saman bagga sína er þau voru við nám hér í Reykjavík, hún í Verslunarskóla íslands en hann i Samvinnuskólanum og sú samfylgd entist í rúm fimmtíu ár og saman voru þau er hún var kölluð frá okkur fyrir tæpum fjór- um árum. Bæði voru þau af fá- tæku fólki og ekki voru efnin mik- il, þegar þau stofnuðu heimili í Bolungavík, þá nítján ára. Líf tengdaforeldra minna reyndist oft hörð glíma við mikla og óvænta ytri erfiðleika, ,en skömmu fyrir andlát sitt sagði Guðfinna mér, að gæti hún lifað að nýju, myndi hún engu breyta og við enga konu hefði hún viljað skipta hlutskipti. í við- tali í Morgunblaðinu er bróður- sonur Guðmundar, Jakob Ásgeirs- son rithöfundur, átti við hann í tilefni sjötugsafmælis hans, sagði Guðmundur m.a.: „Við erum búnir að lifa margar kynslóðir, sem er- um sjötugir og þaðan af eldri. Við stóðum í sömu sporum eða svo að segja allt frá landnámstíð til þess- arar aldar. Heimurinn er orðinn nýr, þjóðfélagið nýtt. Það metur enginn lengur það sem haft var í heiðri þegar við ólumst upp. I blóma Ungmennafélaganna sat mannrækt í fyrirrúmi, þekk- ingarleit var almenn, fólk nam siðfræði, ræktaði móðurmálið o.s.frv. Svo smám saman tekur hugsun manna að færast út í efn- isheiminn og útkoman blasir við. En þó er það nú svo, að þrátt fyrir forheimskunina sem við þykjumst sjá í hverju horni, þá hygg ég að velmegunin, sem byltingar tuttug- ustu aldar hafa fært þjóðinni, hafi gert það að verkum að fólk sé yfir- leitt hlýrra, miskunnsamara og mannlegra í hugsun, heldur en var á hörmungartímum fyrri alda. Kjörin settu á manninrj mark. Og ég held að það séu fáir svo stein- gerðir að þeir mildist ekki af velmegun." Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Bolungavík til ársins 1951 að þau fluttust til Reykjavíkur. Eignuð- ust þau fimm börn á tuttugu árum en þau eru: Arnar prentari, kona hans er Sólveig Kristjánsdóttir skrifstofustúlka,; Valgerður Bára gift Jóni Oddssyni hæstaréttar- lögmanni; Theódór Jakob bók- bindari og knattspyrnuþjálfari, kvæntur Halldóru Guðmundsdótt- ur sjúkraliða; Soffía íþróttakenn- ari og hjúkrunarfræðingur, gift Ásgeiri Élíassyni íþróttakennara og landskunnum knattspyrnu- manni og þjálfara og yngst er Gíslína, híbýlafræðingur og arki- tekt. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 7. Öll hefðum við viljað hafa Guðfinnu og Guð- mund miklu lengur meðal okkar, en eigi má sköpum renna. ógleym- anlegar eru margar minningar af samfundum á hlýlegu heimili tengdaforeldra minna. Heimilið var menningarlegt og bar glöggt svipmót húsráðenda, umsvifa hins atorkusama heimilisföður, um- hyggju og hlýju hinnar elskulegu húsmóður. Líf þeirra einkenndist af bjartsýni og lífskrafti og saman stóðu þau af sér alla stórsjói þrenginga og erfiðleika. Yngsta dóttirin, Gíslína, ólst upp hjá syst- ur Guðfinnu, Ásgerði og manni hennar Sigurði Guðmundssyni tækniteiknara, áður lögreglu- manni á Akranesi. Kom það til er fjölskyldan þurfti að flytjast til Reykjavíkur og Guðmundur veikt- ist af berklum og mátti heyja harða baráttu næstu 7 árin, vart hugað líf. Mikil samheldni og ást- ríki var með þeim systrum og heimilum þeirra og reyndust fóst- urforeldrarnir yngstu dótturinni í einu og öllu hin ástríka stoð og gættu þess að náið samband héld- ist milli dóttur og foreldra. Hetjur sem þessar báru ekki tilfinningar sínar á torg og velferð barnanna sat í fyrirrúmi. Skömmu fyrir andlát Guðmundar lauk yngsta dóttirin mjög háu prófi í húsbygg- ingarlist frá Kunstakádemíunni í Kaupmannahöfn og var eftirvænt- ing hans mikil að fagna henni heim kominni. Heimilisbragurinn einkenndist mjög af samheldni fjölskyldunnar og í hinum fjölþættu störfum gegndi hver sínu ákveðna hlut- verki. Naut Guðmundur að starfa með börnum sínum, synirnir önn- uðust bókagerðarlistina, dóttirin Soffía ásamt móður sinni ýmislegt er varðaði verslunarfræði og viðskipti og dóttirin Valgerður Bára annaðist erlendar bréfa- skriftir auk þess sem hún þýddi bækur úr erlendum málum sem og sonur hennar, Guðmundur Bald- ursson. f annríki dagsins var þó hin þunga undiralda heimspeki- legar umræður og andríki í menn- ingarlegu bókaforlagi, þar sem ís- lenskt mál og bókmenntalegur arfur ásamt virðingu fyrir at- vinnusögu landsins var í fyrir- rúmi. Eitt af síðustu stórafrekum Guðmundar var samning og út- gáfa „Skipstjóra- og stýrimanna- tals“, mikill bókaflokkur í fjórum bindum. Guðmundur taldi rétti- lega að Ægisútgáfan skyldi af öll- um útgáfum í landinu verða til þess að standa að sjómannatali: Það er heima. Hann orðaði það svo að það væri búið að gefa út alls konar manntöl hér á landi og ein- kum um háskólastéttir. En af ein- hverjum ástæðum hefði enginn séð ástæðu til að gefa út sjó- mannatal, enda þótt enginn væri nú háskólinn án þeirra. Á heimili sínu sem vinnustað voru tengdaforeldrar mínir örlátir og veitulir gestgjafar, lund þeirra rausnarleg og stór. í öllu annrík- inu gáfu þau sér tíma til menning- arlegrar samneyslu, enda bar þar margan andans mann að garði og var umræðan margbreytileg og hröð undir öruggu forsæti Guð- mundar líkt og forðum hjá Er- lendi í Unuhúsi. f þessari umræðu gerði Guðmundur miklar kröfur til sjálfs sín, enda var hann gædd- ur djúpri og sterkri réttlætis- kennd og fljótur að mynda sér ábyrgar og fastmótaöar skoðanir. Aldrei hefi ég kynnst manni sem hafði til að bera jafn glögg- skyggna rökvísi á sviði lögfræði án þess að hafa aflað sér háskóla- menntunar á því sviöi. Slíkum fjölfræðingum og heimborgurum að upplagi er okkur nútíma fólki hollt að kynnast og við lengi búum að. f slíku umhverfi nær maður helst að ná almennri menntun og hinum sanna fróðleik, sem er und- irstaða fegurra mannlífs. Slíkt var Guðmundi ljóst og var hann því árvakur í leiðbeiningum sínum og uppfræðslu og þoldi mönnum illa fánýtt hjal, sinnuleysi og fáfengi- legheit. í þessari snörpu umræðu féll honum hins vegar aldrei verk úr hendi, enda hugsjónir og fyrir- heit háleit. í viðmóti hans gætti hlýlegrar umhyggju og virðingar fyrir hverri viðleitni, er horfði til framfara og mannræktar, hins vegar gat umræðan orðið snörp ef háleitum hugsjónum hans var á einhvern hátt misboðið eða hann varð var við ódrengskap og sam- úðarskort. Undir einarðlegu við- móti hans gætti hlýju og brosið skínandi bjart, blik augnanna geislandi af greind og hinum sanna lifsþrótti. Á kveðjustund lífs hans var hann þakklátur fyrir hversu hann gat notið samveru- stunda með kærum börnum sínum og lagði af öllum kröftum fram að fá að njóta þeirra samverustunda, sem hann ávallt í lífi sínu og starfi vildi sem mestar og nánastar. Þar gat hann tekið sér hinn minnsta aðskilnað nærri enda ræktarsemi og skyldurækni honum í blóð bor- in. Hann þekkti hina óvægu og hörðu lífsbaráttu, þar sem hann hafði ekki aðstæður til að alast upp á heimili foreldra sinna, en föður sinn missti hann í mann- skaðaveðri 1923, er faðir hans fórst aðeins 34 ára gamall. Hagir Guðmundar breyttust ekkert við það og dvaldi hann áfram hjá föðurforeldrum sinum að Hanhóli, þar sem hann hafði þegar á barns- aldri tekið við meiriháttar störf- um búsins vegna aldurs gömlu hjónanna. Síðar, þegar þau Guð- finna og Guðmundur höfðu stofn- að heimili i Bolungavík, tóku þau föðurforeldra Guðmundar til sín og nutu þau þar umönnunar í ell- inni. Jafnframt bjó hjá þeim á tímabili yngsti bróðir Guðmund- ar, Ásgeir, sem nú er landskunnur rithöfundur. Kjartan Steinbach, sonur Karólínu föðursystur Guð- mundar, dvaldi mikið að Hanhóli og litu þeir á sig sem uppeldis- bræður. Mikil og traust vinátta var með þeim frændum alla tíð, allt þar til yfir lauk og ávallt milli heimila þeirra, en eiginkona Kjartans er frú Soffía Loftsdóttir, ættuð úr Æðey við Djúp vestur. Var til þess tekið af hversu mikilli atorku og atgervi allt frá barn- æsku Guðmundur braust áfram til mennta þótt honum auðnaðist ekki vegna erfiðra aðstæðna að njóta svokallaðrar æðri menntun- ar við háskóla eins og hugur hans stóð eflaust til. Honum var því ríkt í huga að styðja og styrkja börn sín og barnabörn og kunni illa virðingarleysi velferðarþjóðfé- lagsins fyrir sönnum verðmætum. Jafnan var hann málsvari þeirra er minna máttu sín og sýndi það oft rausnarlega í verki, þó hann flíkaði því ekki. Kunni hann illa þakklæti og auðmýkt af slíku til- efni þar sem honum var einlægt og inngróið að um sjálfsagða hluti væri að ræða af samúð fyrir virð- ingu hvers meðborgara síns. Hinn aldni höfðingi, er við kveðjum hinstu kveðju í dag sagði í lok áð- urgreinds viðtals í Morgunblaðinu i tilefni sjötugs afmælis síns: „Ég hefði gjarnan viljað segja nokkur orð að lokum til samfélagsins, en það verður að bíða betri tíma — eða gleymast með öllu. Vissulega hefur stundum verið dálitið á fót- inn og kannski hefur mér oft fundist hluturinn rýr, en þegar ég lít nú yfir farinn veg, hvarflar að mér að ég hafi fengið það sem mér bar. Ég hef verið svo gæfusamur að njóta velvildar og viðurkenn- ingar frá skyldum og vandalaus- um — á ekki óvildarmann svo ég viti og ber ekki kala til nokkurs manns.“ Kynni af slíkum persónu- leika eru hreinar gersemar og unaður að njóta slíkrar vináttu. Veit ég að hér mæli ég fyrir munn okkar allra, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Guðmund Jakobsson að samfylgdarmanni og læriföður. Atvikin höguðu því þannig, aö Guðmundur stóð meira og minna fyrir búi föðurforeldra sinna að Hanhóli í Syðridal frá 7 ára aldri. Hann lét sig samt ekki vanta í kennslustund í barnaskólann í Bolungavík þótt hann þyrfti að sækja skólann með því að ganga þangað í hvaða veðri sem var framan úr afdalnum niður í sjáv- arþorpið á landsvæði er að flestra áliti er á mörkum hins byggilega heims. Man ég er tengdamóðir mín heitin minntist þess með nokkrum þótta, að eitt sinn á hörðum vetri er þau voru 10 ára, bar það til að Guðmundur kom of seint í tíma og fékk skammir fyrir hjá kennara, sem ekki gerði sér grein fyrir að tafið hafði Guð- mund að berja af sér snjóinn og klakann. Hann hóf sjósókn þegar á ferm- ingaraldri um það leyti er besti vinur hans, Helgi Vilhelmsson, fórst í miklu snjóflóði í Óshlíð. Jafnframt sjósókninni stundaði hann nám við Unglingaskólann í Bolungavík og þaðan lá leiðin í Samvinnuskólann í Reykjavík. Farareyririnn dugði fyrir inn- tökugjaldinu og ársfjórðungs húsaleigu. Hann varð því að hætta námi um miðjan vetur og fór á vertíð á Suðurnesjum, en hélt svo heim um sumarið og hóf sjálf- stæða útgerð, fyrst með mági sín- um, Kristjáni Sumarliðasyni. Móðir Guðmundar lést um þetta leyti og nú hófst heimilisstofnun hjá tengdaforeldrum mínum. Guð- mundur lét sig mjög varða kaup og kjör sjómanna og annarra vinnandi stétta. Stóð hann fyrir stofnun sjómannafélagsins Rast- ar. Hófust nú mikil og margvísleg afskipti af stjórnmálum og ábyrg verkalýðsforysta, þar sem reynt var að ná árangri án verkfallsað- gerða, sem nútíma hvítflibba for- ystumenn stéttarsamtaka mættu læra af og taka sem skólabókar- dæmi. Landfleýgt varð vjðfræg- asta verk er þar var unnið, verk- fall er kennt er við Guðmund Jak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.