Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 ffattttgitliiafrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jonsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ad- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Merkilegt framtak í skólamálum Þær María Solveig Héðins- dóttir og Margrét Theó- dórsdóttir, sem hafa ákveðið að reka Tjarnarskólann í Reykjavík, einkaskóla á grunnskólastigi, sýna mikið hugrekki með merkilegu framtaki sínu. Vegna reynslu sinnar sem kennarar vilja þær reyna nýjar leiðir í skólamálum. Hugmyndin um einkaskólann varð til í kenn- araverkfallinu síðastliðið haust. Því ber að fagna, að opinberir aðilar eins og menntamálaráðuneyti og borgaryfirvöld hafa ekki lagt stein í götu þessa nýmælis. Ekki þarf að efast um að al- menningur á eftir að sýna því áhuga. Takist tilraunin á hún eftir að marka þáttaskil í ís- lenskum skólamálum. Fyllsta ástæða er til að nota orðið hugrekki, þegar rætt er um framtak þeirra Maríu Solveigar Héðinsdótt- ur og Margrétar Theódórs- dóttur. Strax daginn eftir að þær kynntu stofnun einka- skólans á fundi með blaða- mönnum birtast árásargrein- ar á framtakið í þeim dag- blöðum, sem ávallt snúast hatrammlega gegn öllu, er getur hróflað við hinu opin- bera kerfi og einkarétti ríkis- ins: Alþýðublaðinu, NT og Þjóðviljanum. Tónninn er sá sami í öllum blöðunum. Orð- bragðið er ljótt, ýtt er undir öfund, höfðað er til minni- máttarkenndar og alið er á vansæld þeirra, sem sagt er að ekki hafi efni á að senda börn sín í hinn nýja einka- skóla. Viðbrögð vinstrisinna við framtaki einstaklinga á þeim sviðum þjóðlífsins, þar sem þeir vilja að sviplaus ásýnd hins opinbera valds ráði lög- um og lofum, eru alltaf eins. í fyrsta lagi er látið eins og heimsendir sé í nánd. f öðru lagi er það viðurkennt með bægslaganginum, að í raun geti einstaklingar líklega gert betur en sjálft ríkið. Og í þriðja lagi er tekið til við að skæla yfir því, að málum verði þannig háttað að allir geti ekki notið þess sem einkaaðilarnir bjóða. Nú er það svo, að í Tjarn- arskólanum á aðeins að verða rými fyrir 100 nemendur næsta vetur. Það verða því ekki fjárráð foreldra heldur plássleysi sem valda þeim ójöfnuði sem vinstrisinnar telja leiða af skólanum. En hvers vegna hrópa þeir svo hátt yfir þessum skóla? Hvað um auka- eða sértíma- kennslu, sem einstakir nem- endur í ríkisskólum kaupa til að flýta fyrir sér í námi eða bæta upp skólakennsluna? Hvað um Tómstundaskól- ann? Og töivuskólana alla? Af hverju er ekki býsnast yfir þessu framtaki einstaklinga? Af hverju hneykslast vinstri- sinnar ekki á því fólki á vinnufærum aldri sem kýs frekar að sitja á skólabekk en afla sér tekna? Leiði stofnun Tjarnarskól- ans til stjórnmálaátaka vegna þeirrar áráttu vinstri- sinna að sjá alla hluti í gegn- um pólitísk gleraugu og meta frelsi manna og þjóðfélags- stöðu í krónum og aurum, er Morgunblaðið ekki í neinum vafa um að þeir stjórnmála- menn, sem hagnast á átökun- um, verða þau Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, og Davíð Oddsson, borgarstjóri. Þeim verður þakkað að hefta ekki merki- legt frumkvæði einstaklinga í skólamálum. Laun skóla- tannlækna Frumlegri tilraun skóla- tannlækna til að hækka laun sín með því að beita fyrir útreikningum Hagvangs og áliti tveggja lögfræðinga er lokið. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði eftir fund með fulltrúum tannlækn- anna, að þeir hefðu áttað sig á því að aðferðin, sem þeir beittu í launamálum, væri á misskilningi byggð. Málinu hefur verið skotið til Hag- stofunnar. Það er Tryggingastofnun ríkisins sem á að semja um laun skólatannlækna. Nú hef- ur hins vegar verið upplýst í Morgunblaðinu, að af hálfu Tryggingastofnunar hafa launamál tannlækna verið látin dankast í vetur og vor. Það var í raun frekar í verka- hring Tryggingastofnunar að binda enda á hina háu gjald- töku skólatannlækna en Dav- íðs Oddssonar, borgarstjóra. í raun er sama hvaðan gott kemur, en vonandi fylgist Tryggingastofnun ríkisins betur með fjárstreymi úr gildum sjóðum sínum heldur en þetta dæmi sýnir. Bréf EFTA til EB: Saltfisktollar breyta forsendum ípverzlun- arsamnings íslands ÁKVÖRDUN Evrópubandalagsins um að leggja toll á saltfisk og skreið, sem EB-löndin flytja inn umfram árlegan 25 þúsund tonna kvóta, „er augljóslega andstæð þeirri almennu mjög jákvæðu þróun í átt að auknu viðskiptafr- elsi milli EFTA-ríkjanna og EB, sem nýlega var áréttuð með yfir- lýsingu Lúxemborgarfundarins," segir m.a. í bréfi, sem Norbert Steger, viðskiptaráðherra Austur- ríkis og formaður ráðherraráðs Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), hefur skrifað Jacques Delors, formanni framkvæmda- stjórnar EB. Segir í bréfinu að tollarnir muni sérstaklega „valda íslandi miklum erfiðleikum, en útflutningur á um- ræddum afurðum til Evrópu- bandalagsríkjanna tólf hefur á undanförnum árum numið um þriðjungi heildarútflutnings ís- lands til þessara markaða. Að- gerðir af þessu tagi munu hafa slæm áhrif á efnahagslíf tslands og breyta mjög verulega þeim for- sendum, sem fríverslunarsamn- ingur íslands hvílir á. Með hliðsjón af því hve mikla áherslu EFTA-ríkin sex leggja á að samskipti þeirra við Evrópu- bandalagið haldi áfram að þróast á svo hagstæðan hátt sem unnt er, telja þau mjög mikilvægt að þetta vandamál fái viðunandi lausn." Bréfið er skrifað fyrir hönd þeirra ríkja EFTA, sem eftir verða í samtökunum þegar Portú- gal hefur gengið í Evrópubanda- lagið.í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir að eftir viðræður Matthíasar Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra við EB í Brussel 24. maí sl. hafi ráðherrann falið Hannesi Hafstein sendiherra að athuga á hvern hátt EFTA gæti stutt málstað íslands gagn- vart Evrópubandalaginu vegna álagningar á saltfisktolla frá 1. júlí næstkomandi. Segir að full- trúar EFTA-landanna hafi tekið þessari málaleitan vel og ákveðið að skrifa Jacques Delors áður- greint bréf. Frá blaðamannafundi sem efnt var til í lok þingmannafundar EFTA í Reykjavík. Frá vinstri: Norbert Faustenhamm- er, aostoðarframkvæmdastjóri EFTA, Per Kleppe, aðalframkvæmdastjóri, Kjartan Jóhannsson, nýkjörinn formaður þingmannanefndarinnar, Lennart Petterson, varaformaður, Markus Aaltonen frá Finnlandi, António Rebelo de Sousa frá I'ortúgal og Kaci Kullmann Five frá Noregi. Kjartan Jóhannsson kosinn formaður þing- mannanefndar EFTA „Þetta var mjög gagnlegur fundur. Við fengum þarna tæki- færi til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri og fundum að þau njóta mikils stuðnings," sagði Kjartan Jóhannsson alþingismað- ur um fund þingmannanefndar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu, en á fundinum var Kjartan kosinn formaður nefndarinnar. Aðalmál fundarins var að ræða framkvæmd á hinni svonefndu Lúxemborgaryfirlýsingu frá 9. apríl 1984, en hún fjallar um aukið samstarf EFTA-ríkjanna við Evr- ópubandalagið. í þessu sambandi mótmæltu íslensku fulltrúarnir harðlega tollum Evrópubanda- lagsins á saltfisk og skreið, sem koma munu illa við hagsmuni ís- lendinga eftir inngöngu Spánar og Portúgals um næstu áramót. Lagði Matthias Á. Mathiesen við- skiptaráðherra þunga áherslu á þetta í ræðu sinni á fundinum. Að sögn Kjartans Jóhannssonar tóku Norðmenn mjög í sama streng og íslendingar í þessu máli og full- trúar annarra ríkja á fundinum lýstu skilningi á málinu. Sagði Kjartan það von sína að EFTA veiti okkur öflugan stuðning í við- ræðum okkar við Evrópubanda- lagið um þessi mál. António Rebelo de Sousa, einn fulltrúa Portúgals á fundinum, sagði að innganga Portúgals í Evrópubandalagið,, þyrfti síður en svo að hafa í för með sér minni viðskipti milli Portúgals og þeirra ríkja, sem eftir verða í Fríverslun- arbandalaginu. Hann sagði að Portúgalir myndu, sem fyrrver- andi meðlimir EFTA, skilja betur sjónarmið EFTA-landanna en önnur ríki Evrópubandalagsins og myndu þeir til dæmis beita áhrif- um sínum innan bandalagsins til að fá saltfisktollana margnefndu fellda niður. Mörg fleiri mál voru rædd á fundinum. Má þar nefna að mikið var rætt um hvernig auka megi viðskipti EFTA-landanna við þróunarlöndin. Ákveðið var að gera úttekt á þeim málum í hverju ríki fyrir sig á næstu mánuðum með það fyrir augum að móta heildarstefnu um hvernig þessum viðskiptum skuli hagað í framtíð- inni. Fram kom að öll EFTA-ríkin, nema . ísland, veita nú þegar þróunarríkjum ýmiskonar tolla- ívilnanir, til þess að auka mögu- leika hinna síðarnefndu á að flytja út framleiðslu sína. Rætt var hvernig einfalda megi viðskipti milli landa með því að minnka skriffinnsku, samræma staðla o.s.frv. Þá var rætt um samhæfingu a störfum EFTA- landanna innan annarra alþjóða- samtaka, einkum í alþjóðatolla- bandalaginu GATT. Loks var fjallað um hvernig auka megi kynningu á starfi samtakanna í aðildarríkjunum. Lagði fundurinn til að skrifstofa samtakanna sendi skýrslur og fréttatilkynningar til helstu nefnda þjóðþinganna og að áhersla verði lögð á tíðar gagn- kvæmar heimsóknir þingmanna. Ennfremur var lagt til að frétta- mönnum verði í framtiðinni boðið að hlýða á hluta umræðna á fund- um nefndarinnar. Á fundinum hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðu um efnahagsmál á íslandi og svaraði fyrirspurnum. Kjartan Jóhannsson alþingis- maður var á fundinum kjörinn formaður þingmannanefndar EFTA sem fyrr segir og Lennart Petterson frá Svíþjóð varaformað- ur. Næsti reglulegi fundur nefnd- arinnar verður í Stokkhólmi í júní á næsta ári. Kjarasamningarnir Lægstu LAUN iðnverkakonu í neðsta i launaflokki hækka um rúmar ] 4.700 krónur á tímabilinu fram til ! 1. september, vegna samninga ASÍ i og VSÍ 15. júní síðastliðinn. Hefði i ekki verið samið, hefðu laun átt að i hækka næst 1. september, en I vegna samningana kom 7,5% i launahækkun á 15.—24. launa- flokk frá 15. júní og 5% hækkun á i 25.-35. launaflokk. Þá hækka I einnig öll laun 1. ágúst um 2,4% og 1. október um 4,5%. | Meðfylgjandi tafla sýnir hækk- unina vegna samningana á mán- uði á nokkra algengustu launa- r taxta. Efri línan sýnir dagvinnu- i laun á mánuði, og sú neðri laun Iðnverkakona á 1. ári í matvælai. Fyrir dagv. Samt. á mán. Iðnverkakona eftir 7 ár og í bónus Fyrir dagv. Samt. á mán. Verkak. í fiskv. á 1. ári og í bónus Fyrir dagv. Samt. á mán Verkak. í fiskv. e. 7 ár og í bónus Fyrir dagv. Samt. á mán. Verkam. í bygg.v. eftir 5 ár Fyrir dagv. Samt. á mán. Málm.iðn.m. e. 7 ár hæsti fl. málm.im. Fyrir dagv. Samt. á mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.