Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGÚR 28. JÚNÍ 1985 t Móöir okkar, MAGNFRÍÐUR ÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, Bakkageröi 10, lést í Landspítalanum 22. júní. Guórún Guðmundsdóttir, Siguröur Guðmundison, Erla Guömundsdóttir, Hreióar Guómundsson, Marinó Guömundsson. t Dóttir mín og móöir okkar, ÞORBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR, Þorgrímsstööum, andaöist í Sjúkrahúsinu Hvammstanga 25. júni. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Jónína Ólafsdóttir og börn hinnar látnu. t Móöir mín, tengdamóöir og amma, ANNA EINARSDÓTTIR, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. júni. Jaröarförin veröur auglýst siöar. Einar B. Sigurösson, Sigríöur M. Sigurðardóttir, og synir. t Dóttir mín, ÞÓRHILDUR SIGRÚN FRIOFINNSDÓTTIR, Tómasarhaga 57, Reykjavfk, andaöist í Landspítalanum aö kvöldi 26. júni. Fyrir hönd barna hinnar látnu og annarra aöstandenda. Guörún Siguröardóttir. t Útför móöur okkar, STEINUNNAR TÓMASDÓTTUR, trá Djúpavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júli kl. 15.00. Margrát Ingimundardóttir, Svava Ingimundardóttir, María Ingimundardóttir, Steingrímur Ingimundarson, Eggert Ingimundarson, Valgeir T. Ingimundarson, Jens Ingimundarson. Birna Björns- dóttir - Minning Fædd 2. febrúar 1936 Dáin 15. júní 1985 Birna er dáin. Það var það fyrsta sem ég frétti, er ég og fjöl- skylda mín komu heim eftir þriggja vikna dvöl erlendis. Þegar við skólasystkinin úr handavinnudeild Kennaraskóla tslands, héldum upp á 25 ára af- mæli kennaraprófs okkar á síðast- liðnu vori, hvarflaði ekki að okkur að svo fljótlega yrði höggvið í hóp- inn. Það var glaður hópur ásamt mökum sínum sem hélt að Munað- arnesi í Borgarfirði, til þess að eiga saman eina helgi og minnast Þátttakendur í ömmukeppni í golfi sem fram fór kvennadaginn, 19. júní á Grafarholtsvelli. Ömmukeppni í golfi ÖMMUKEPPNI í golfi var haldin í þriðja skipti á Grafarholtsvelli, kvennadaginn 19. júní. Þátt tóku konur úr GR og Golfklúbbi Ness. Fóru leikar þannig aö í flokki kvenna án forgjafar sigraói Guórún Eiríksdóttir. I öóru sæti var Hanna AAalsteinsdóttir og Kristín Eide hafnaAi í þriAja. í flokki amma meA forgjöf sigraði Elín Árnadóttir, í öðru sæti var Margrét Árnadóttir og Guðrún Eiríksdóttir var þriðja. (FrftUlilkynnÍBK) Suðurlandsbraut — Skeiðarvogur: Ný umferdarljós tekin í notkun Ný umferöarljós verða tekin í notkun á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs í dag, föstudag, og verður kveikt á þeim klukkan 14.00. Ljós þessi eru tveggja fasa og tímastýrð og koma í stað stöðvun- arskyldu, sem áður var gagnvart Suðurlandsbraut. Blikk verður á ljósunum frá kl. 01.00—07.00. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á gatnamótunum og þá helst að sunnanverðu, þar sem hægri beygjuakreinar hafa verið gerðar jafnframt því, sem miðeyja hefir verið lagfærð. Gangbrautir eru staðsettar að austan og norð- anverðu og ljósker fótgangendur eru því í tengslum við þær. Ökumenn og fótgangendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgæslu vegna ofangreindra breytinga á umferð og umferðarrétti á þessum viðsjálu gatnamótum. (0r rréttntilkynninKU.) t Minningarathöfn um eiginmann minn, fósturfööur, son okkar og br’oöur, STEFÁN ÞÓR HAFSTEINSSON, er lést af slysförum 26. mai sl. fer fram frá Garöakirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. Sigríöur Júlía Bjarnadóttir, Guórún Hildur Hafsteinsdóttir, Bjarni Einarsson, Magnús Hafsteinsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Hafsteinn Hugi Hafsteinsson, Hafsteinn Magnússon, t Þökkum hjartanlega samúö, vináttu og hlýju viö andlát og útför BIRNU BJÓRNSDÓTTUR. Innilegar þakkir eru fluttar hjúkrunarfólki Borgarspítala og Land- spítala fyrir alúö og hlýja umönnun í veikindum hennar. Heimir Hannesson, Björn Þórðarson, Hannes Heímisson, Guörún Björnsdóttir, Sigríður Heimisdóttir, Erla Björnsdóttir, Magnús Heimisson og aðrir vandamenn. Lokaö í dag vegna jaröarfarar GUÐMUNDAR JAKOBSSONAR, bókaútgefanda. Prentrún. Laugavegi178. Bubbi Morthens á hljóm- leikaferð um Vestur- land og Vestfirði BUBBI Morthens lagði af stað í hljómleikaferö um landið þann 20. júní sl. og heldur hann hljómleika á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hann mun einnig koma fram á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Þetta er önnur hljómleikaferð Bubba á þessu ári þar sem hann kynnir nýja plötu sína, Konu. Bubbi Morthens mun leika á eftirfarandi stöðum á hljómleika- ferð sinni: Fös. 28. júní Vogaland — Króksfj arðarnesi lau. 29. júní Félagsheimili Pat- reksfjarðar — Patreksfirði sun. 30. júni Dunhagi — Tálkna- fjörður mán. 1. júlí Félagsheimilið Bíldudal — Bíldudalur þri. 2. júlí Félagsheimili Þing- eyrar — Þingeyri mið. 3. júlí Félagsheimili Súg- andafjarðar — Suðureyri fim. 4. júlí Félagsheimili Flat- eyrar — Flateyri Lokað í dag vegna útfarar GUÐMUNDAR JAKOBSSONAR bókaútgefenda. Málflutningsskrifstofa, Jón Oddsson hæstaréttar- lögmadur. fös. 5. júlí Félagsheimili Bol- ungarvíkur — Bolungarvík lau. 6. júli Félagsheimili Súða- víkur — Súðavík sun. 7. júlí Uppsalir — ísafjörð- ur mið. 10. júlí Víkurröst — Dalvík fim. 11. júlí Sjallinn — Akur- eyri fös. 12. júlí Félagsheimili Húsa- víkur — Húsavík sun. 14. júlí Eiðar — Egilsstaðir þri. 16. júlí Fjarðarborg — Borgarfirði eystra (Ur fréttatilkynningu) námsáranna. Birna og Heimir voru þar á meðal, glöð og ánægð. Við skólasystur vissum að Birna hafði átt við vanheilsu að stríða fyrir nokkrum árum en allir von- uðu að það væri yfirstaðið. Það var reiðarslag er okkur var tjáð í byrjun vors, að sjúkdómurinn væri að taka sig upp aftur og væri á hættulegu stigi. Ég minnist að í 26 ár höfum við skólasystur hist að jafnaði á vetr- um og nú síðari ár í 1—2 göngu- ferðum á sumrum. Það sköpuðust sterk vináttubönd sem aldrei rofn- uðu, það var skrafað saman um daginn og veginn og aldrei lét Birna sig vanta ef hún gat því við komið. Það er nú skarð í hópnum sem ekki verður fyllt, en við minn- umst góðrar vinkonu sem á sinn Ijúfmannlega hátt bætti glaðværð í hópinn og lét sér málefni okkar hinna skipta. Það er ekki hægt að lýsa með fátæklegum orðum þeim tilfinningum sem hrærast í brjóstum á svona stundum, en minningarnar eru birta sem lýsa og Ijóma í tímans rás. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra skólasystkinanna er ég minnist Birnu, hennar hlýju elskulegu framkomu og léttrar kímnigáfu. Góður vinur er horfinn yfir móðuna miklu. Heimir, börn, aldraður faðir, systur og fjölskylda. Við kveðjum Birnu með hlýhug og biðjum hann sem öllu ræður um styrk og kraft á þessum erfiðu tímamótum. Blessuð sé minning hennar. Katrín Ágústsdóttir Kennarasamband íslands: Sameiginleg barátta að tryggja mannsæmandi laun STJÓRN Kennarasambands íslands samþykkti eftirfarandi ályktun um kjaramál á fundi sínum nýverið. „Stjórn Kennarasambands ís- lands lysir yfir eindregnum stuðn- ingi við baráttu alls launafólks um bætt kjör. Kjarabaráttan næstu mánuði hlýtur að mótast af því markmiði að rísa gegn þeirri kaupskerð- ingarstefnu sem viðgengist hefur að undanförnu. Svo má ekki fara að ísland verði gert að láglauna- svæði um alla framtíð. Það hlýtur að verða sameiginleg barátta launafólks í landinu að trygEja öllum landsmönnum mannsæmandi laun, án vinnu- þrælkunar. Einnig skal standa vörð um vel- ferðarþjóðfélag þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta og menntun verði ekki forréttindi fárra út- valdra. Markmið launafólks í öllum stéttarfélögum hljóta því að vera að krefjast beinnar aukningar á kaupmætti launafólks og vísitölu- bindingar launa. Kennarasamband íslands hvet- ur allt launafólk til að standa saman í kjarabaráttu næstu mán- uði því án samstöðu næst ekkert í þeirri baráttu." (flr (réualilkyniiingii.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.