Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1985
Míkíll vatnsskortur
í 200 þorpum í Kína
Á aö leika John Lennon
Brezki leikarinn Mark Lindsay á að leika John Lennon i sjón-
varpskvikmynd sem gerð verður síðar á þessu ári um þau John og
Yoko. Lindsay var tilnefndur í hlutverkið fyrir nokkrum dögum og
var þessi mynd þá tekin af honum. Af útlitinu að dæma líkist hann
John Lennon mjög.
Bandaríkin:
Vilja kosta fleiri námsmenn
frá þróunarríkjunum til náms
Elias
Sarkis
látinn
P»rf8, 27. júní. AP.
ELÍAS Sarkis, fyrrverandi forsætis-
riðherra Líbanon, lézt í morgun á
sjúkrahúsi í París. Hann varð 61 árs
í síðustu viku. I'egar hann var kjör-
inn forseti börðust kristnir menn,
múhameðstrúarmenn og Palestínu-
slueruliðar í návígi á götum Beirút.
Talsmaður líbanska sendiráðs-
ins I París vildi ekki staðfesta orð-
róm um að Sarkis hefði dáið úr
krabbameini.
Sarkis var forseti Líbanon frá
1976 til 1982 og stjórnaði á tímum
harðvítugrar borgarastyrjaldar.
Hann hafði náið samstarf við
Sýrlendinga. Áður en hann var
kosinn forseti Líbanon var Sarkis
bankastjóri seðlabanka Líbanon.
BANDARÍKJAÞING hefur nú til umfjöllunar tillögu þar sem gert er ráð
fyrir því að fleiri námsmönnum frá þróunarríkjum verði gert klcift að
stunda háskólanám í Bandaríkjunum.
Er hér einkum um að ræða lítt
efnaða en efnilega námsmenn,
sem fram að þessu hefur ekki
gefist kostur á námsdvöl í
Bandaríkjunum sökum hárra
skólagjalda.
Nú eru um 340 þúsund útlend-
ingar við háskólanám í Banda-
ríkjunum, en aðeins 7.500 þeirra
eru styrktir af bandaríska rík-
inu. Hinir hafa flestir fengið
fjárhagsstuðning frá fjölskyldu
sinni, ríkisstjórn heimalands
síns, einkastofnunum, eða þeim
háskóla sem þeir stunda nám
við.
1 Sovétríkjunum er aftur á
móti allt annari stefnu fram-
fylgt: þar kostar sovéska ríkið
nær alla erlendra námsmenn til
náms. Og það sem meira er: af 50
þúsund námsmönnum, sem þar
dveljast, eru langflestir frá
þróunarríkjum. Að námi loknu
taka flestir námsmannanna við
ráðgjafastöðu í heimalandi sínu.
Og ekki þarf að taka það fram að
Sovétmenn hafa með stuðningi
sínum við þessa námsmenn
styrkt stöðu sina í Þriðja heim-
inum.
Margir líta svo á að með því að
gera erlendum námsmönnum
kleift að stunda nám í Banda-
ríkjunum sé verið að stuðla að
betra sambandi milli Banda-
ríkjamanna og annarra þjóða.
En stjórnmálamenn gera sér
einnig grein fyrir því að
Bandarikjamenn geta einnig
aukið áhrif sín erlendis með
þessum hætti. Því hafa þessar
samanburðartölur um fjölda og
aðstæður erlendra námsmanna í
Sovétríkjunum og Bandaríkjun-
um, vakið athygli þeirra.
Segja má að markmið Banda-
ríkjamanna með því að fá fleiri
námsmenn frá þjóðum í þriðja
heiminum til náms i Bandaríkj-
unum sé einkum tvíþætt: annars
vegar vonast þeir til að bæta
efnahagsástand þessara þjóða og
stuðla að því að almenningur þar
verði þeim hliðhollari, og hins
vegar vilja þeir leggja áherslu á
að þeir séu "ekki aðeins að sækj-
ast eftir námsmönnum, sem eiga
efnaða foreldra, heldur einnig
þeim, sem komnir eru af lág-
launafólki.
Þetta er einmitt kjarni máls-
ins: jafnvel þeir námsmenn, sem
koma frá þróunarríkjum til að
stunda nám í Bandaríkjunum,
geta reitt sig á stuðning tiltölu-
lega efnaðra foreldra. Hins veg-
ar benda niðurstöður nýlegrar
Columbfa-háskólinn í New York.
könnunar á vegum bandarísku
upplýsingastofnunarinnar til
þess að þeir námsmenn, sem
heyra „valdastétt” þessara ríkja
til, séu ekki endilega best fallnir
til að betrumbæta þjóðfélags-
ástandið f heimalandi sínu.
Bandaríkjamenn hafa þó ekki
alveg setið aðgerðarlausir í þess-
um efnum. T.a.m. hefur verið
ákveðið að fara að ráðum nefnd-
ar um málefni Mið-Ameríku,
sem Henry Kissinger veitir for-
stöðu, og styrkja 12 hundruð
námsmenn frá Mið-Ameríku til
náms í Bandaríkjunum í haust.
Er búist við að árlegur fjöldi
þeirri verði um 10 þúsund áður
en langt um líður.
En þó á eftir að koma í ljós
hvort Bandaríkjamönnum tekst
ætlunarverk sitt: að bæta efna-
hagsástandið í þróunarríkjum
og koma þar á jafnvægi, og
stuðla að meiri velvilja almenn-
ings í sinn garð.
(Heimild: The New York Times) 1
PekinK, 27. júní. AP.
ALVARLEGUR vatnsskortur er
nú í 200 kínverskum borgum og
segir í Kínverska dagblaðinu, að
hann sé hvorttveggja í senn,
ógnun við efnahagslegar framfar-
ir og lög og reglu meðal borgar-
anna.
Neyðarástand á Kaíróflugvelli:
Sprengjuhótun
reyndist gabb
Kairó, 27. júní. AP.
Neyðarástandi var lýst á flugvellin-
um í Kairó þegar flugstjóri júmbó-
þotu Saudi Airlines tilkynnti að hann
grunaði að sprengja væri um borð í
flugvélinni.
Flugstjóri sagði flugfreyju hafa
fundið miða á salerni flugvélarinn-
ar, þar sem skrifað var að sprengja
væri um borð. Eftir lendingu var
þotan skoðuð hátt og lágt og leitað
á farþegunum og í farangri þeirra.
Hið eina sem fannst var tóm askja,
sem pökkuð var inn í pappír. Á
pappirinn var sama hótun rituð og
á bréfið, sem flugfreyjan fann á
salerninu.
Þota Saudi Airlines var í áætlun-
arflugi milli Riyadh og Kairó með
377 farþega innanborðs.
Sviss:
Vændiskonu úr-
skurðaðar bætur
vegna tekjutaps
Lausanne, Sviss, 27. júní. AP.
Hæstiréttur Sviss úrskurðaði í
gær, miðvikudag, að vændiskona,
sem varð ófær um að sinna starfi
sínu um skeið af völdum umferð-
arslyss sem hún lenti í, ætti rétt á
bótum vegna tekjutapsins er hún
varð fyrir af þeim sökum.
Vændiskonan var frá störfum
í tvö ár eftir slysið. Kvaðst hún
áður hafa haft 12 þúsund svissn-
eska franka (192 þús. ísl. kr.) á
mánuði.
Tryggingafélag ökumannsins,
sem hélt því fram að atvinna
konnunnar væri „ósiðleg", neit-
aði að greiða bætur af nokkru
tæi. Vann það málið sem vænd-
iskonan höfðaði fyrir undirrétti.
f dómsorði hæstaréttar sagði,
að enda þótt starf vændiskon-
unnar væri ósiðlegt, væri það
ekki ólöglegt. Rétturinn ákvað
ekki upphæð skaðabótanna, en
konunni bæru fullar bætur fyrir
sannanlegt tekjutap.
Kínverska dagblaðið, sem gefið
er út á ensku, hefur það eftir
Yang Zhenhuai, aðstoðarráð-
herra raforkumála og vatns-
birgða, að meðal borganna sem
skorti vatn séu Peking og Kanton
og nærri allar hafnarborgirnar
þar sem mikil áhersla er á efna-
hagslegri uppbyggingu. „Vatnið
er lífsnauðsynlegt manninum og
mannlegu samfélagi og þar sem
það skortir er hætt við, að ýmis-
legt fari úr böndunum," sagði
Zhenhuai.
í blaðinu segir, að gert sé ráð
fyrir að vatnsnotkun í kínversk-
um borgum tvöfaldist fram til
aldamóta, úr 57,2 milljörðum
rúmmetra í 130 milljarða, en
ekkert var sagt um hvað vatns-
skortinum ylli. Vitað er þó, að
miklir þurrkar hafa lengi verið í
Norður-Kína auk þess sem óheft
mengun spillir miklu vatni. Á
hverjum degi renna 70 milljónir
tonna af alls konar úrgangi í
vötn og ár í Kína og segir í Kin-
verska dagblaðinu, að mengunin
ógni nú Miyun-vatnsbólunum,
sem sér Pekingbúum, 9,45 millj-
ónum manna, fyrir vatni.
Norður-Irland:
Vopnaðir ræningjar
myrÖa lögregluþjón
Dublin, 27. júní. AP.
VOPNAÐIR ræningjar, sem taldir
eru liðsmenn í írska lýðveldishern-
um, IRA, myrtu lögregluþjón, sem
veitti þeim eftirför eftir vopnað rán í
atvinnumálaskrifstofu í bænum Ard-
ee á N-írlandi í morgun. Talið er að
búið sé að hafa hendur í hári ræn-
ingjanna.
Ræningjarnir komust undan
með jafnvirði einnar milljónar
króna úr ráninu. Reyndu þeir að
komast undan á bíl starfsmanns
skrifstofunnnar, en var veitt eftir-
för af tveimur lögregluþjónum. 1
þorpinu Tallanstown óku þjófarn-
ir á hjólreiðamann og síðan útaf.
Tóku þeir þá til fótanna. Lögreglu-
mennirnir, sem voru óvopnaðir,
veittu þeim eftirför inn á akra og
skóglendi. Á hlaupunum skutu
hryðjuverkamennirnir að lög-
reglumönnunum og féll annar
þeirra. Síðar leituðu hermenn,
lögregluþjónar og þyrlur að ræn-
ingjunum á þeim slóðum þar sem
lögregluþjónninn var myrtur.
Tveir menn voru handteknir og
færðir til yfirheyrzlu í borginni
Dundalk í írska lýðveldinu.
írskir hryðjuverkamenn hafa
myrt 12 lögregluþjóna á N-írlandi
frá því 1970. Talið er að IRA beri
ábyrgð á helmingi allra vopnaðra
rána á N-írlandi. Þau séu í því
skyni gerð að fjármagna hryðju-
verkastarfsemi hersins. Frá því I
janúar 1979 hefur jafnvirði 215
milljóna íslenzkra króna verið
stolið í vopnuðum ránum á N-ír-
landi.