Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 UT VARP / S JON VARP Ljóti andarunginn Það er bjart yfir landi voru á ári æskunnar, þótt vissulega megi ætíð greina óveðursský við sjóndeildarhring. Hvað um það þá hefir æskuljóminn lýst upp dagskrá ríkisf jölmiðlanna að und- anförnu, er þar skemmst að minn- ast líflegs spjalls fimm ungmenna, er var á dagskrá nú á þriðjudag- inn, en ég fjallaði um eitt efnisatr- iði þess í gærdagsþætti mínum, sum sé blessuð skólamálin... virtust mér krakkarnir einhuga sammála um að allir ættu að sitja við sama borð hvað varðar aðgang að grunnskóla. Hér átti að standa... virtust mér krakkarnir einhuga um. ... Leiðréttist þetta hér með. En af fleiru er að taka í dagskrá ríkisfjölmiðlanna en spjall er minnir á lífsglaða jafnréttissinn- aða æsku lands vors, til dæmis: Barnaútvarpið á rás 1. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir stýrir þessu út- varpi smáfólksins og kennir þar margra grasa ... einsog segir í dagskrárkynningu. Starfs míns vegna hef ég nokkuð fylgst með barnaútvarpinu og get verið sam- mála um að þar kennir margra grasa, þannig er rætt um ýmis áhugamál krakkanna og einnig fá þau að velja lög í þáttinn og fyrir- spurnum er svarað. Barnssálin Já, það ber svo sannarlega margt fyrir augu og eyru í hinum margþættu barnatímum rikis- fjölmiðlanna þessa dagana og ekki gleymist að lesa sögur fyrir börnin jafnvel ekki í sjónvarpið. Hafði ég býsna gaman af leikrænum til- burðum Gunnlaugs Ástgeirssonar framhaldsskólakennara er hann las þar nú á miðvikudaginn sögu H.C. Andersen af fjöðrinni er- breyttist í fimm hænur. Ég hafði reyndar ekki bara gaman af lestri Gunnlaugs vegna hinna ieikrænu tilburða heldur og vegna þess, að ævintýri Andersen gamla lýsa í senn inní barnssálina og samfélag okkar fullorðnu. Þessi fátæki skó- arasonur virtist alla ævi sjá sam- félagið með augum barnsins og finn ég hvergi jafn næma skynjun, í senn á barnssálinni og þeim heimi er hinir fullorðnu hafa skapað og í verkum Andersen, nema ef vera skyldi hjá Dickens. Andersen & Dickens Ég hef oft velt fyrir mér hver sé ástæða þess að bæði Andersen og Dickens virðast á nánast áreynslulausan hátt getað siglt í gegnum úfnar tilfinningaöldur barnssálarinnar, yfir á það haf er vér fullorðnir siglum um þjóðar- skútum. Eftir nokkra athugun tel ég að skýringarinnan sé ef til vill að leita í þeirri staðreynd, að bæði Dickens og Andersen voru við- kvæmir en jafnframt stórgáfaðir, metnaðargjarnir og réttlætissinn- aðir einstaklingar en áttu það sameiginlegt að alast upp við erf- iðar aðstæður. Andersen í mikilli fátækt einsog áður sagði og faðir Charles Dickens hefur sennilega verið drykkjusjúklingur. Bæði Dickens og Andersen komust síðar á ævinni til mikilla metorða og varð Dickens reyndar forríkur, en samt lifði innra með þessum mönnum samúðin með þeim er minna máttu sin hvort sem það var lítil stúlka að selja eldspýtur fyrir utan glugga, þar sem börn hinna betur stöddu veifuðu áhyggjulaus jólagjöfum eða svangur drengur á fatækrahæli er barði í borðið og bað um meiri mat. Eiga slíkar sögur annars nokkurt erindi við okkur á því herrans ári er nú lif ir og er helgað hinni frjálsbornu æsku? Svari hver fyrir sig. Ólafur M. Jóhannesson Úr öskunni í eldinn ¦¦¦¦ Bresk-banda- Al ]5 rísk heimilda- —* A ~~ mynd, „Úr ösk- unni í eldinn", er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 21.15 í kvöld. í myndinni er rætt við fjóra bandaríska fanga. sem borðust í Víetnam- stríðinu, og fjallað verður um áhrif stríðsins á fyrr- verandi hermenn en margir þeirra bíða aldrei reynslu sinnar bætur. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. Gypsy á þjóðhátíð 20 ¦ „Gypsy á þjóð- 40 hátíð" nefnist *~~ dagskrárliður í sjónvarpinu í kvöld klukk- an 20.40. Dagskrá þessi er frá 17. júní-tónleikum í Laugardalshöllinni, sem haldnir voru þar á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík- ur. Hljómsveitin Gypsy leikur þungarokk. Hljómsveitina skipa: Jón Ari Ingólfsson og Ingólfur Ragnarsson, gítarleikar- ar, Hallur Ingólfsson, trommuleikari, Heimir Sverrisson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson, söngv- ari. Upptöku stjórnaði Rún- ar Gunnarsson. Dagskrá þessi er 45 mínútna löng. Sally Kellerman í tit ilhltitverkinu með aðdáendum „Með ljósa lokka" — bandarísk sjónvarpsmynd ¦¦¦H Bandarísk sjón- O*>05 varpsmynd, -*-* — „Með ljósa lokka" er á dagskránni í kvöld klukkan 22.05. Myndin er gerð eftir kunnri smásögu eftir Dor- othy Parker. Leikstjóri er Kirk Browing og með að- alhlutverkin fara: Sally Kellerman, John Lithgow, George Coe og Peg Murray. Soguhetjan er ljóshærð fyrirsæta, ímynd þeirra kvenna, sem eiga allt sitt undir því að falla karl- mönnum í geð. Á það reynist þó valt að treysta þegar á móti blæs. Þýðandi er Kristrún. Þórðardóttir. Kvöld vaka ~WW—\ Kvoldvaka er á *>A 40 dagskrá rásar 1 -é\3 — í kvöld klukkan 20.40 og kennir þar ým- issa grasa sem fyrr. Tveir liðir eru í kvöld- vökunni að sinni. Fyrst kemur Helga Einarsdóttir og lýkur lestri æviminn- inga Helgu Níelsdóttur úr bókinni „Fimm konur" eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. Sá liður nefn- ist „í miðju straumkast- inu". Síðan kemur þáttur, „Hafið bláa hafið ... " en í honum flytur Þorsteinn Matthíasson frásöguþátt byggðan á samtölum við Guðlaug Pálsson, kaup- mann á Eyrarbakka. Umsjónarmaður kvöld- vöku er Helga Ágústs- dóttir. Lög og lausnir W—W—W\ Þátturinn „Log OftOO °>í lausnir" er —*"—"• nýlegur þáttur, sem er á rás 2 í kvöld og er það þriðji þátturinn, sem útvarpað er í kvöld klukkan 20.00. Stjórnandi þáttarins er Adolf H. Em- ilsson. Adolf sagði í samtali við Mbl. að þátturinn væri spurningaþáttur um tón- list sem væri í tvennu formi. „Leikin verða tíu lög og síðan spyr ég spurninga um þau lög. Gefin verða upp þrjú möguleg svör við hvert lag og á fólk síðan að krossa við hjá sér rétt svar, og eru seðlarnir svipaðir og í fótboltagetraunum, 1X2. Eftir fimm spurningar er gerður hálfleikur og er þá leikið lag og er fólk beðið um að hringja og tveir fyrstu til að hringja með rétt svar um heiti lags og heiti hljómsveitar fá síðan að keppa sín á milli um hver þeirra sé á undan að þekkja byrjun- ina á ýmsum lögum," sagði Adolf að lokum. Þáttur þessi er vikulega á dagskrá og er klukku- tíma langur í senn. UTVARP W FOSTUDAGUR 28. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- timi. 7.55 Oaglegt mal. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Anna Marla Ögmundsdóttir, Flateyri, tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli bróðir og Kalli á þak- inu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar (9), 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 ,Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. RtlVAK. 11.00 Morguntónleikar. Tónlist eftir Louis Spohr og Pjotr Tsjaíkovský. 12J» Dagskrá. Tilkynningar. 1Í20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe. Dagný Kristjáns- dóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (18). 14.30 Miðdegistónleikar. a. .Silkistiginn", forleikur eftir Gioacchino Rossini og b. Ungversk rapsodla nr. 2 eftir Franz Liszt. Lamoureux- hljómsveitin leikur: Roberto Benzi stjornar. c. Planókon- sert nr. 1 I b-moll op. 32 eftir Xaver Scharwenka. Earl Wild og Sinfónluhljómsveitin I Boston leika: Erich Leinsdorf stj. 15.15 Létt log. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16X0 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A sautjándu stundu. Um- sjón: Sigrlður Ó. Haralds- dóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson og Tryggvi Jakobsson. Tilkynningar. 18j45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnlr. 20.40 Kvöldvaka. a) i miöju straumkastinu. Helga Einarsdóttir lýkur lestri æviminninga Helgu Nlels- dóttur úr bókinni .Fimm konur" eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. b) Kórsöngur. Karlakór Keflavlkur syngur undir stjórn Sigurðar Demets Franzsonar. c) Hestamenn I Reykjavlk og reiöskjótar þeirra. Baldur Pálmason les úr minninga- bók Danlels Danlelssonar, Ijósmyndara, sem Ktur aftur til aldamóta og botur þó. Umsjon: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Átli Heimir Svelnsson kynnir .Kantötu IV" eftir Jónas Tómasson. 22.00 Hestar. Þáttur um hesta- mennsku I umsjá Ernu Arn- ardóttur. 22.15 Veðurtregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Ur blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Kammert.ónleikar Sin- fónluhljómsveitar Islands I Bústaöakirkju 31. janúar sl. Stjórnandi og einleikari: Ja- ime Laredo. a. Concerto i SJÓNVARP v 19.15 A döfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir 19.25 Krakkarnir I hverfinu Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýö- andi: Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglysingar og dagskrá 20.40 Gypsy á þjoöhátlð Frá 17. júnl tónleikum I Höll- inni á vegum Æskulýösráös Reykjavlkur. Hljómsveitin Gypsy leíkur þungarokk. Hana skipa: Jón Ari Ingólfs- FÖSTUDAGUR 28. júní son og Ingólfur Ragnarsson, gltarleikarar, Hallur Ingólfs- son, trommuleikari, Heimir Sverrisson, bassaleikari, og Jóhannes Eiðsson, söngvari. Upptöku stjórnaði Rúnar Gunnarsson. 21.15 Ur öskunni I eldinn Bresk-bandarlsk heimildar- mynd. I myndinni er rætt við fjóra bandarlska fanga, sem börðust I Vletnamstrlðinu, og fjallaö um áhrif strfösins á fyrrverandi hermenn en margir þeirra blða aldrei reynslu sinnar bætur. Þýö- andi: Bogi Arnar Finnboga- son. 22.05 Með Ijósa lokka (Big Blonde) Bandarlsk sjón- varpsmynd, gerð eftir kunnri smásogu eftir Dorothy Park- er. Leikstjóri Kirk Browling. Aöalhlutverk: Sally Keller- man, John Lithgow, George Coe og Peg Murray. Sögu- hetjan er Ijoshærð fyrirsæta, Imynd þeirra kvenna sem eiga allt sitt undir þvl að falla karlmönnum I geð. A það reynist þó valt að treysta þegar á móti blæs. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 23JB Fréttir I dagskrárlok. ' grosso I G-dúr op. 6 nr. 1 eftir Handel. b. .Poemi" fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Hafliða Hallgrlmsson. — Frumflutningur undir stjórn tónskáldsins. c. Fiölukonsert I a-moll eftir Bach. d. Sin- fónla I c-moll (nr. IX) eftir Mendelssohn. — Kynnir: Jon Múli Arnason. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. 14.00—16.00 Posthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjornandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00 16:00 og 17:00. Hle. 20.00—21:00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Adolf H. Emils- son. 21.00—22.00 Bræöingur Stjórnandi: Arnar Hákonar- son. 22.00—23.000 A svörtu nótun- um Stjornandi: Pétur Steinn Guömundsson. 23.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lok- inni dagskrá rásar 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.