Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1985 25 Ljósm. Þorkell Halldór Pálsson leiöbeinir starfsmónnum Sundhallar Reykjavíkur, Stef- áni Jóhannessyni og Irmý Toft. Brúðan er notuð við kennslu í blástursað- ferð og hjartahnoði. Skyndihjálpar; námskeið RKÍ RAUDI KROSS íslands hefur frá stofnun félagsins gengist fyrir námskeiðum í skyndihjálp fyrir almenning. Á síðasta vetri var sú nýjung tekin upp í starfi Reykja- víkurdeildar að fyrirtækjum og stofnunum var boðið að senda starfsmenn á námskeiðin. Að sögn Halldórs Pálssonar, kennara í skyndihjálp, mæltist það vel fyrir. „Námskeiðin reynum við að sníða eftir þörfum viðkomandi fyrirtækja og því hefur ýmist ver- ið kennt á daginn eða kvöldin. Venjuleg námskeið standa yfir í 12 tima og lýkur með prófi. Þeir, sem standast þær kröfur fá próf- skírteini. Þess má einnig geta, að námskeið eru talin nemendum fjölbrautaskóla til tekna í námi." í húsakynnum Rauða krossins er salur sem nýttur er fyrir kennsluna. Þar rúmast 25 nem- endur, en reynt hefur verið að takmarka hámarksfjölda þátttak- enda á hverju námskeiði við 18. Við kennsluna eru notuð ýmiss konar kennslugögn, t.a.m. mynd- bönd og brúður. „Myndbönd þessi eru flest mjög vel úr garði gerð, með íslenskum texta eða tali. Brúðurnar eru einnig þær full- komnustu sem völ er á. Þær eru norskar og eru mjög gagnlegar við kennslu í hjartahnoði og blasturs- aðferð," sagði Halldór. íslenskt kennsluefni er einnig til á þessu sviði. I vetur sem leið voru sýndar 6 stuttar fræðslumyndir í sjón- varpinu þar sem Halldór og Ómar Friðþjófsson sýndu hjálp í viðlög- um. .Halldór sagði að þeir þættir hefðu hlotið mjög góðar viðtökur og væri fyllsta ástæða til að endursýna slíkt efni reglulega. Nám í skyndihjálp er bæði verk- legt og bóklegt. „íslendingar eru á eftir öðrum þjóðum á þessu sviði ef eitthvað er. Ég hef heyrt að í Þýskalandi séu ýmsir starfshópar í fyrirtækj- um skyldaðir til að nema þessi fræði. Annars hefur aðsókn á þessi fyrirtækjanámskeið verið mjög góð. Mæting hefur þó verið betri í þeim tilfellum þar sem starfsmenn sækja kennslustundir í vinnutíma," sagði Halldór. í bígerð er að Reykjavíkurdeildin standi fyrir svipuðum námskeið- um í dreifbýli og í fullu samráði við deildir Rauða krossins á hverj- um stað. Farið verður á norðaust- urhorn landsins í júlí. Nokkur grundvallaratriði ber ávallt að hafa í huga þegar komið er að slösuðum manni. Þau eru: 1) Komið í veg fyrir að slysið verði meira en orðið er. Reynið að átta ykkur á, hvað gerst hefur. 2) Veitið neyðarhjálp. 3) Kveðjið til hjálp. 4) Veitið almenna skyndi- hjálp. „Það er einnig ákaflega mikil- vægt að láta meðvitundarlaust fólk aldrei liggja á bakinu. íslend- ingar eru töluvert á eftir að því er varðar það að kveðja til hjálp. Hér á landi skortir enn töluvert á, að neyðarsímanúmer séu samræmd, eins og t.d. í Danmörku. Þar er aðeins eitt neyðarnúmer, 000, sem gildir fyrir allt landið en hér eru þau mörg enn sem komið er," sagði Halldór að síðustu. tu laun hækka með meðaltalsyfirvinnu og bónus þar sem það á við. Yfirvinnan er í samræmi við tölur Kjararann- sóknarnefndar 1984 og bónus hjá iðnverkafólki í samræmi við könn- un ASÍ og FÍI einnig frá 1984. Meðaltalsbónus fiskvinnslufólks er fundinn samkvæmt heimildum VSÍ. Fæðis- og flutningagjald er meðtalið í launum málmiðnað- armanna. í fyrsta dálki eru launin eins og þau voru fyrir 15. júní og í öðrum dálki launin eftir hækkunina þá. 1 þriðja dálki eru launin eins og þau verða eftir hækkunina sem kemur 1. október og í fjórða dálki er ávinningur samningana í krónum talið miðað við það að ekki hefði verið samið og laun verið óbreytt til 1. september. I fimmta og síð- asta dálki er ávinningur samning- ana þegar öll hækkunarákvæði hans eru komin fram í krónum talið, framreiknuð í eitt ár eða 12 mánuði. Eftir Kflir 1S. júní 'K5 1. okt. '85 Ávinningur Minatar- Manatar- lUkkun Manatar- Hekkun vegna samn- vegnasamn- nu- laun fyrír laun 1 % laun i% ingsins 15. júnf ingsins eftir lun lSjúni frámai'SS rrimai'85 -31. ig. Byggt i min.l. munt októberluekkun jfir 12man. 14.075 16.806 15.360 18.516 9,1% 10,2% 16.436 19.814 16,8% 17,9% 4.719 kr. 28.332 36.096 20.412 21.993 21.977 23.678 7,7% 7,7% 23.475 25,295 15,0% 15,0% 4.781 kr. 36.756 39.624 20.984 25.350 23.679 28,725 12,8% 13,3% 25,276 30.675 20,5% 21,0% 9.127 kr. 51.504 63.900 22.977 27.995 24.750 30.148 7,7% 7,7% 26.421 32,197 15,0% 15% 6.101 kr. 41.328 50.400 16.458 23.995 17.697 25.802 7,5% 7,5% 18.637 27.610 15,1% 15,1% 5.137 kr. 29.748 43.380 25.764 37.567 27.052 39.445 5% 5% 28.960 42.222 12.4% 12,4% 5.642 kr. 38.352 55.860 • %S »' AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Chun Doo Hwan Suður-Kórea: Kim Dae Jung Lee Min Woo Um þessar mundir er liðinn rúmur mánuður frá því nýkjörið þing Suður-Kóreu kom saman, eftir kosningarnar í febrúar. Margir þeir sem hafa gagnrýnt stjórnvöld í landinu fyrir að leyfa ekki stjórnarandstöðunni að starfa með sæmilega eðli- legum hætti telja sig sjá merki um að betri tíð sé í vændum. Á þessum tíma sem er liðinn frá þingsetningu hafa verið umræð- ur um mál sem áður hefði verið óhugsandi að ræða um. Stjórn- arandstöðuþingmenn hafa gert. harða hríð að Chun og stjórn hans og gengið svo langt að draga í efa forystuhæfileika for- setans, gagnrýnt öll mál milli himins og jarðar — allt frá efna- hagsmálum til félagslegs órétt- lætis og mannréttindabrota. Rifjað hefur verið upp viðkvæmt mál um hin blóðugu átök í bæn- um Kwangju fyrir fimm árum; fjöldi manns greip til v&pna og krafðist umbóta í ótal málum. Stjórnarhermenn voru látnir ráðast gegn vopnlausum óbreyttum borgurum og sýndu mikla hörku. Opinberar tölur um látna voru sagðar um tvö hundr- uð. íbúar í Kwangju hafa alltaf staðhæft að langtum fleiri hafi látið lífið. Chun forseti flutti þingsetn- ingarræðu eins og venja er en hann hafði vart lokið máli sínu, þegar Lee Min Woo, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins Nýja lýðræðisflokksins NKDP, gagnrýndi málflutning forsetans, sakaði hann um ábyrgðarleysi og valdagræðgi og krafðist þess að Chun léti af formennsku í einhverjum þeirra þrettán þingnefnda sem hann situr í. Lee sagði að eðlilegt væri að stjómarandstaðan fengi meiri ítök í þingnefndum, eftir að „afhroð sem stjórnarflokkur- inn, Lýðræðislegi réttlætisflokk- urinn, DJP, beið í febrúarkosn- ingunum.*1 I hópi þeirra sem hafa verið hvað skeleggastir úr stjórnar- andstöðunni er Pak Shil. Hann var blaðamaður en missti at- vinna sína í hreinsunarherferð stjórnvalda skömmu eftir að Chun varð forseti. Hann var kos- inn á þing fyrir Seoul nú í febrú- ar. Hann hefur sagt að stjórnar- andstaðan myndi halda uppi málefnalegri en stöðugri gagn- rýni á gjörðir stjórnarinnar og væri ekki vanþörf á. Pak Shil hefur meðal annars látið nýskip- aðan mennta- og upplýsinga- málaráðherra landsins, Lee Won Hong, fá það óþvegið vegna þess að ekki hefur verið dregið úr rit- skoðun, svo að orð sé á gerandi. Einnig er stjórnvöldum heimilt að banna sölu á bókum, sem að þeirra dómi eru of róttækar eða eru á einn eða annan hátt fjandsamlegar stjórninni. Það er ekki ofmælt að segja að hvass og einbeittur málflutning- ur stjórnarandstöðuþingmanna hafi komið fulltrúum Lýðræðis- lega réttlætisflokksins í opna skjöldu. Þeir brugðu síðan á það ráð á fyrstu fundum að hafa uppi hróp og köll í mótmæla- skyni, börðu í borð og stöppuðu í gólf. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar létu það ekki á sig fá og sögðu að framkoma af þessu tagi sýndi, svo að ekki væri um villzt hvers konar flokkur DJP væri. Mjög hefur verið þrýst á Chun forseta að leyfa Kim Dae Jung, sem er óopinber leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, að hefja þátt- töku í stjórnmálum á ný. Chun forseti hefur alfarið hafnað öll- um slíkum áskorunum og sem stendur er ekkert sem bendir til þess að hann skipti um skoðun. Umræður á þinginu í Seoul hafa sem sagt verið á þann v*g síðasta mánuð, að stjórnmáid- skýrendur segja óhugsandi að þar hefðu menn getað talað í þeim tón fyrir nokkrum mánuð- um. Fréttaskýrendur segja líka að hvað sem allri gagnrýni líði á Chun og stjórn hans hafi hann altént staðið við orð sín um að auka á lýðræði og málfrelsi í landinu. Park, fyrirrennari Stjórnarandstaðan lætur að sér kveða á nýkjörnu þingi '" hans, hefði aldrei fengizt til að sýna þann sveigjanleika sem Chun hafi þrátt fyrir allt sýnt. Park greip oft og einatt til held- ur óþverralegra og ólýðræðis- legra ráða ef að honum var ráð- ist. Chun forseti hefur sýnilega gefið ráðherrum sínum fyrir- mæli um að sýna stjórnarand- stöðiihni nokkurn samstarfs- vilja. Sem dæmi má nefna Kwangju-atburðina. Varnar- málaráðherrann, Yoon Sung Min, sagði á dögunum i þing- ræðu, að hann væri til viðtals um það sem gerðist í Kwangju og væri ástæða til að taka málið upp að nýju myndi hann gera það og meira að segja leyfa full- trúum NKDP að ræða við sig. Lýðræðislegt stjórnarfar eins og Vesturlandabúar skilgreina það er vissulega langt undan í Suður-Kóreu. Enda ekki þar með sagt að vestrænt lýðræði verði tekið á einu bretti og flutt til landa Suðaustur-Asíu, þar sem hugsunarháttur, hefðir og trú og afstaða manna til stjórnmála er gerólik því sem Vesturlanda- búum þykir vera eftirsóknar- verðast. En leiði þrýstingur frá Vesturlöndum — og einkum Bandaríkjamönnum — til þess að Suður-Kórea fái að búa við það lýðræði sem hentar íbúum hennar og laga það eftir sínum þörfum, hefur áunnizt það sem að er stefnt. (Heimild: Far Eastern Economic Review) Frá Seoul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.