Morgunblaðið - 07.07.1985, Page 2

Morgunblaðið - 07.07.1985, Page 2
2 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 Skortur á ýsu og karfæ Framleiðsla á karfa er 40 % minni en í fyrra Skömmtun á erlendum mörkuðum FRAMLEIÐSLA i karfa er 40% minni í ár en var á sama tíma í fyrra og hcfur það, ásamt skorti á ýsu, valdid erfiðleikum í samningum við fiskkaup- endur erlendis. verðið og fækka viðskiptavinum á þann hátt. Ekki er i ráði að grípa til þeirrar ráðstöfunar." Hjalti sagði ennfremur að ein afleiðingin af þessari lágu birgða- stöðu á ýsu og karfa væri að nán- ast engin frysting væri á ýsu á Bretlandsmarkað, þar sem verðið lægra. Á Bandaríkjamarkaði Hjalti Einarsson, framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sagði i samtali við Morg- unblaðið að þessi lága birgðastaða á ýsu og karfa væri óvenjuleg, því oft hefðu verið til miklar birgðir af karfanum, en nú væru nánast engar birgðir til, af neinum gerð- um pakkninga. Hefði þetta valdið erfiðleikum vegna fiskviðskipta erlendis. „Þetta er einfalt við- skiptalögmál," sagði Hjalti. „Ef vöru vantar er þrennt sem hægt er að gera. í fyrsta lagi að skammta til viðskiptavinanna, eins og til dæmis Coldwater hefur þurft að grípa til. f öðru lagi er hægt að komast að samkomulagi um lengri afgreiðslufrest, en það hentar illa i matvælaiðnaði. Menn bfða ekki eftir því að borða. Þriðja leiðin sem hægt er að fara er að hækka hefði verið skömmtun á ýsu i fimm punda pakkningum siðan í fyrrahaust en birgðastaðan á ýsu hefði þó eitthvað skánað að und- anförnu. Ýsublokk hafa fyrirtæk- in orðið að kaupa annars staðar frá. Sömu sögu væri að segja um karfann, en hins vegar héldi þorskurinn nokkurn veginn velli i aðalpakkningum, en i öðrum þorskpakkningum, sem væru dýr- ar og seinunnar, hefði nokkuð bor- ið á skorti að undanförnu. 3V2 árs fangelsi fyrir nauðgun - og nauðgunartilraun HÆSTIRÉTTUR dæmdi fyrir helg- ina 37 ára garalan Reykvíking, Reyni Lúthersson, til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga ungri konu við Þjóðleikhúsið 13. maí í fyrra og gera tilraun til að nauðga annarri ofar á Hverfisgötu sömu nótt. í undirrétti var maðurinn Ólympíuleikarnir í stærðfræði: Úrslit óljós Ólympíuleikarnir í stærðfr- æði standa nú yfir í Helsinki í Finnlandi. íslensku þáttakend- unum tveim, þeim Ágúst Eg- ilssyni og Hákoni Guðbjarts- syni hefur gengið vel og þeir fengið hrós dómnefndar fyrir lausnir sínar á erfiðum dæm- um, en gert er ráð fyrir að úr- slit liggi fyrir seinnipartinn i dag. Sem stendur eru Austur- og Vestur-Þýskaland, Ástr- alía, Pólland og Víetnam í forustu, en staðan er mjög óljós vegna þess hve mismörg dæmi hafa verið yfirfarin. Fararstjóri íslensku sveit- arinnar er Benedikt Jóhann- esson. dæmdur í fjögurra ára fangelsi í september sl. Hann var jafnframt dæmdur til að borga konunni sem hann nauðgaði skaðabætur, auk þess sem honum var gert að greiða málskostnað. Hinni konunni hafði hann þegar greitt miskabætur þegar undirréttardómurinn var kveðinn upp. Til frádráttar gæsluvarðhaldsvistinni koma þeir 27 dagar, sem Reynir sat í gæslu- varðhaldi skömmu eftir verknað- inn. Þetta mun vera einn þyngsti dómur, sem hér hefur verið kveð- inn upp fyrir nauðgun. Morgunblaðið/Friðþjófttr „Hótel HoP‘ á Eyvindarstaðaheiði, Gangnamanna„kofinn“ sem Landsvirkjun er að byggja fyrir bændur í samræmi við samninga um Blönduvirkjun. Gamli skálinn stendur framan við þann nýja og sést stærðarmunur- inn því vel, Hofsjökull er f baksýn. „Hótel Hof“ á Eyvindarstaðaheiði að verða tilhúið GANGNAMANNASKÁLINN við Ströngukvísl á Ey- vindarstaðaheiði, sem Landsvirkjun er að byggja, í samræmi við ákvæði í samningum um Blönduvirkj- un, er nú rúmlega fokheldur. Vinna við lokafrágang hans hefst einhvern næstu daga og verður honum lokið í sumar. Skálinn er í Álfgeirstungum, norð-vestan Hofsjökuls. Hann er stór af gangnamanna„kofa“ að vera, 160 fermetrar. Gamli skálinn sem þarna stendur ennþá kemst sjálfsagt fyrir í einu her- bergi nýja skálans. í tilefni af stærðinni og nálægðinni við Hofsjökul gengur hann oft undir nafninu „Hótel Hof“. 150 þúsund regnbogasilungsseiði til Noregs: Hægt að margfalda verðmætið með því að ala seiðin lengur - segir Sveinn Snorrason, stjórnarformaður Laxalóns hf. Sveinn sagði að fyrir hvert hefðu skilning á arðsemi þessar- seiði fengjust 6,85 krónur norsk- ar ræktunar gætum við alið seið- ar, eða sem svarar 32,60 ísl. in í ár til viðbótar og þá fengjum krónum. Fyrir farminn allan fást því tæpar fimm milljónir. „Ef íslenskar lánastofnanir I DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp ........ 6 Dagbók ................. 8 Fasteignir .......... 9/19 Leiðari ............... 28 Reykjavíkurbréf ...... 28/29 Peningamarkaður ....... 30 Myndasögur ........... 31 Raðauglýsingar ..... 40/48 fþróttir ........... 54/55 Fólk i fréttum ... 22b/23b Dans/bíó/leikhús ... 24b/27b Velvakandi ....... 28b/29b Menning/listir ..... lc/8c 150.000 regnbogasilung8seiði frá Laxalóni hf. voru sett um borð í norskt fiutningaskip, Heddu Gabler, í llvammsvík í Hvalfirði sl. fimmtu- dag. Um síðustu helgi seldi Laxalón 50 þúsund laxaseiði og 50 þúsund regnbogasilungsseiði til Noregs og eftir 10 daga kemur þriðja flutn- ingaskipið til að sækja 150 þúsund regnbogasilungsseiði til viðbótar, að sögn Sveins Snorrasonar hrl., stjórn- arformanns Laxalóns. Norræn fimleika- hátíð hefst í dag NORRÆNT fimleikamót verður sett í Reykjavik í dag. Mótið stendur til föstudags. Þátttakendur eru um 650. Mótið verður sett í Laugar- dalshöll klukkan 15 í dag. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp og fjölmörg atriði verða á dagskrá. Þátttakendur ganga fylktu liði frá Hlemmi í Laugar- dalshöll. við kannski fimmtíu milljónir fyrir þau, í stað 12—13 milljóna fyrir þessa þrjá farrna," sagði Sveinn Snorrason. „Ef við gæt- um alið þau í tvö ár til viðbótar væri verðmæti þeirra komið upp í 150 milljónir. Þetta vita Norð- menn og því kaupa þeir af okkur ung seiði og ala sjálfir upp með miklum hagnaði." Pflagrímaflug Flugleiða: Flytja 22.500 pflagríma á milli Alsír og Jeddah FLUGLEIÐIR hafa gert samning um fiutninga á 22.500 pflagrímum á milli Alsír og Jeddah í Saudi-Arabíu. Flutningarnir hefjast 1. ágúst næst- komandi og lýkur um 20. september. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, munu Flugleiðir leggja til þrjár farþegaþotur fyrir flugfélagið Air Algerie og verða vélarnar teknar á leigu, tvær hjá Arnarflugi og ein hjá kanadíska leiguflugfélaginu „World Ways“. Áhafnir verða þar af leiðandi að litlu leyti frá Flug- leiðum, en hins vegar verða um 15 manns frá félaginu við ýmiss kon- ar störf á jörðu niðri varðandi þetta flug. Flogið verður frá fimm borgum í Alsír og hefjast flutn- ingarnir frá Alsír til Jeddah 1. ág- úst og lýkur 20. ágúst. Heimflutn- ingarnir hefjast svo 31. ágúst og er áætlað að þeim ljúki 18. eða 19. september. Farþegafjöldinn verð- ur samtals 45.000 farþegar og hljóðar samningurinn upp á 1.320 til 1.400 flugstundir og samnings- upphæðin á milli 4 til 6 milljónir dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.