Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1985 Kveðjuorð: Guðmundur Angan- týsson, kokkur Guðmundur Angantýsson, gam- all vinur minn, lést 17. júní sl. og var til moldar borinn 26. s.m. Þótt þetta sé þannig um garð gengið fyrir nokkru langar mig til að geta hér þessa minnisstæða manns með nokkrum orðum. Við kynntumst norður í Trékyll- isvík á Ströndum við heimavist- arskólann á Finnbogastöðum. Vegna veikinda hins ágæta manns og skólastjóra Guðmundar Þ. Guðmundssonar var ég fenginn til að kenna þar veturinn 1937—38. Guðmundur Angantýsson var þar önnur hönd húsfreyjunnar, Guðrúnar Sæmundsdóttur, ekki einasta í eldhúsi heldur þvoði hann líka og baðaði yngri strák- ana og kenndi þeim þar með þrifn- að. Mikið lof hlaut hann fyrir þetta hjá frú Guðrúnu. Honum þótti líka sárt að sjá hve mikið þessi ágæta kona varð að vinna, og hafði þar um sérstakt orðbragð. í vetrarveðrum og sérstaklega norðan garði var ekki fært yfir Vík á árabát. Inn úr Trékyllisvík skerst Norðurfjörður. Og þar er Kaupfélagið. Þangað urðu allir úr norðurhluta Víkursveitar að sækja ýmis matföng og annað sem til bús þarf. Dögum saman gat verið ófært að komast þangað á sjó og einnig illfært á landi, eink- um í urðunum undir Urðartindi. Gat því á stundum orðið nokkuð þröngt í búi á hinu mannmarga heimili, þar sem 10—15 nemendur voru saman komnir auk heima- fólks. Þá kom sér vel að hafa matsvein eins og Guðmund er bæði kunni sögur af sjó og landi sem ungum og gömlum þótti gam- an að og einnig lýst matföngum og réttum sem enginn af okkur hin- um höfðu heyrt nefnda — hvað þá smakkað. Fengum við vatn í munninn af lýsingum Guðmundar og nutum einhvern veginn betur en ella matarins er til var. Þarna heyrði maður til dæmis í fyrsta sinn hamborgara og hamborg- arhrygg nefndan á nafn. Allan veturinn lá Guðmundur skólastjóri rúmfastur. Var nafni t Miss MARY MOFFAT MILLER lést á heimili sínu i London 29. júní síöastliöinn. Sendiráö íslands í London. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR i Von, Laugavsgi 55, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. júlí kl. 10.30. Gyöa Gunnarsdóttir, Guöríöur Gunnarsdóttir, Daníel Helgason, Sigríöur Gunnarsdóttir, Jóhann Marel Jónasson, Auöur Gunnarsdóttir, Haraldur Árnason, Edda Gunnarsdóttir, Konráö Adolphsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns mins, föður, tengdafööur og afa, JAKOBS JÓNSSONAR, yfirþingvaröar, Sigtúni 53, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 9. júlí kl. 3 e.h. Aöalheiöur Gísladóttir, Guórún H. Campbell, James Campbell, Anna Heiöa Kvist, Brian Jakob. t Utför GUÐRÚNAR SCH. THORSTEINSSON fer fram þriöjudaginn 9. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Unnur Sch. Thorsteinsson, Gyöa Bergs, Erla Sch. Thorsteínsson. t Sendum innilegar þakkir öllum er sýndu okkur samúö og hluttekn- ingu viö andlát og jaröarför KRISTÓFERS JÓNSSONAR frá Einarslóni. Jarösungiö var 26. júni sl. Guö blessi ykkur öll. Nanna Jónsdóttir, Gunnar Kristófersson, Ólafur Kristófersson. hans honum til mikillar afþrey- ingar og uppörvunar með glað- værð sinni, bjartsýni og hressilegu tali. Frú Guðrún naut líka aðstoð- ar hans til að hjúkra honum. Ýms- ar setningar sem hann sagði hafa orðið fleygar þó að aldrei talaði hann ljótt orð um nokkurn mann. Vinsældum að fagna átti hann líka á hinum bæjunum í Vikinni. Skyldurækni Guðmundar var einstök, eins og ein af hans gull- vægu setningum ber vott um. Ein- hvern tíma á hans sjómannsferli var hann matsveinn á skipi sem lenti í ofsaveðri og leit út fyrir að illa færi. Varð Guðmundi þá að orði: „Guð almáttugur, skipið er að farast og ég er ekki búinn að vaska upp.“ Ekki var hér að ræða um hræðslu hjá honum. Ætla má að hann hafi hvorki hræðst reiðan sjó né jafnvel dauðann sjálfan. En harla sárt mun honum hafa fallið það ef hann hefði verið kallaður héðan frá óloknu skyldustarfi. Um vorið 1938 andaðist Guð- mundur skólastjóri á spítala I Reykjavík. Hann hafði f lengstu lög viljað fylgjast með skóla sín- um. Flutti ekkja hans með fjöl- skyldu sína til Akureyrar um haustið. Við Guðmundur Angan- týsson sáumst ekki aftur fyrr en eftir 14 eða 15 ár. Mættumst við hér á götu. í engu hafði hans góða viðmót breyst. Hann var nákvæm- lega samur við sig eins og þegar við vorum saman í Trékyllisvík. Eftir þetta hittumst við annað kastið. Og einlægt bauð hann mér í meiriháttar afmæli sín. Notalegt var að gleðjast með honum. Lengi lét hann lítt á sjá. 84 ára aldri náði hann. Trúa má að nú sé hann kominn á „lífsins land“ þar sem sakleysið og einlæg gleðin á heima. Með hreinan skjöld fór hann héðan. Fögur og skilningsrík var ræðan sem prestur hans hélt yfir honum liðnum. Sem vinur hins látna vil ég þakka hana. Ég trúi að hann hafi átt hana skilið. Þorsteinn Björnsson Lokaö Vegna jaröarfarar Margrótar Gunnarsdóttur í Von, veröur lokaö allan daginn miövikudaginn 10. júlí. Dömu & herrabúðin, Laugavegi 55. Júnó-Í8, Skipholti 37. L. M. Jóhannsson & co., Efnisvinnslan V. Jóhannsson sf., Síðumúla 4. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför GUNNLAUGS BARKAR ÞÓRISSONAR, Bragagötu 30. Sóley Sturlaugsdóttir, Magnús Þórisson, Sigríöur J. Eggertsdóttir, Lýöur Viktorsson, Sigurlaug B. Jóhannesdóttir. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKBvIMUVEGI 48 SÍMt 76877 Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SK0<|MUVEQt 48'SlMt 76677 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Slmi 81960 f Tveir fyrrverandi ráðamenn I Reykholti, Snorri Sturluson og Ey- steinn Jónaason. Borgarfjörður: Manna- breytingar við Reyk- holtsskóla Borgarnrti, 28. jámí. TÖLUVERÐAR breytingar verða á kennaraliði Héraðsskólans í Reyk- holti í sumar. Skólastjórahjónin, Ey- steinn Jónasson og Jódís Sigurðar- dóttir, láta af störfum og hverfa utan til Danmerkur í framhalds- nám. Við skólastjórn tekur Jónas Jónsson, sem hefur verið kennari í Keykholti. Verður hann settur, þar sem Ólafur Þórðarson alþingismað- ur er í leyfi frá störfum við skólann. Þá hætta einnig hjónin Kristó- fer Kristinsson og Margrét Gunn- arsdóttir, sem halda til Reykja- víkur þar sem Kristófer starfar hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Elzti kennarinn við skólann, Jón Þórisson, lætur af störfum þar sem hann er kominn á hina svo- kölluðu 95 ára reglu, þ.e. þegar samanlagður starfsaldur og líf- aldur er orðinn samtals 95 ár, þá eru menn komnir á eftirlaun. Búið er að ráða einn kennara i stað þessara, sem hverfa frá skól- anum, en eftir á að ráða tvo raungreinakennara. Aðsókn að skólanum er góð, og hefur þurft að neita nokkrum vegna fjölda umsókna að sögn Eysteins Jóns- sonar fyrrverandi skólastjóra. Vinna við byggingu mötuneytis við skólann hefur legið niðri um hríð. Lokið er við að steypa upp kjallara og plötu. Ætlunin var að steypa húsið upp í sumar og koma húsnæðinu undir þak fyrir vetur- inn. Sagði Eysteinn, að þetta mál væri mjög brýnt, þar sem gamla mötuneytið er orðið lélegt og heil- brigðiseftirlit hefði gert athuga- semdir við áframhaldandi rekstur á því. Vonaðist Eysteinn til þess að þetta yrði aðeins smástopp og vonandi rættist úr þessum bygg- ingarmálum hið allra fyrsta. — pþ Blömastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 0pi6 öilkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öli tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.