Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 saga c/ass Fullt fargjald til flestra áfangastaða FLUGLEIÐA í Evrópu. Börn innan 12 ára greiða helmingi minna en fullorðnir. Engar kvaðir né lágmarksdvöl. Hámarks- dvöl er eitt ár. Hríngdu í síma 25100 eða komdu við á næstu sölusknfstofu okkar FLUGLEIDIR /m? Lyfjabókin - eftir Vilhjálm G. Skúlason Það mun hafa verið franski rit- höfundurinn Voltaire (1694— 1778), sem sagði, að læknar væru menn í dökkum fötum, er létu lyf, sem þeir vissu ekkert um í líkama, sem þeir vissu lítið um. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og þekkingu á mannslíkamanum hef- ur fleygt fram og nýjum og í sum- um tilvikum betri lyfjum hefur fjölgað svo, að erfitt er að henda reiður á. í hnotskurn má segja, að framfarir í lyfjafræði, einkum á þessari öld, hafi gefið manninum möguleika á betra og lengra lífi með því grundvallarskilyrði, að þau séu notuð á réttan hátt. Það er því ekki undarlegt, að almenn- ingur sækir mjög I lyf gegn hvers konar sjúkdómum og kvillum og varla getur sú læknisaðgerð talist merkileg, þar sem lyf koma ekki við sögu. Ennfremur hafa svokall- aðar sjálflækningar (self-medica- tion), sem byggja mjög á lyfjum aukist verulega á síðustu árum og hvort sem mönnum líkar betur eða ver, er ósennilegt að sú breyt- ing á lyfjadreifingu, sem sjálf- lækningar hafa í för með sér, verði stöðvuð. Sá munur sem er á lyfj- um fyrri tíma, sem einkum voru hvers konar jurtalyf og þeirra samtengdu og mikilvirku lyfja, sem notuð eru í dag, er í grófum dráttum sá, að notkun þeirra fyrr- nefndu byggðist á reynslu geng- inna kynslóða. Um gagnsemi þeirra samkvæmt mati nútíma- manna, eru mjög skiptar skoðanir. Þau höfðu þó þann ótvíræða kost, að varla var hægt að fara sér að voða með notkun þeirra flestra. Þau síðarnefndu byggjast aftur á móti á vísindalegri þekkingu og eru mikilvirk, hvort sem verkun þeirra er beint til gagns eða ógagns. Notkun þeirra er því mjög vandasöm. Loks má benda á, að notkun svokallaðra náttúrumeð- ala (naturlákemedel) er orðin veruleg hér á landi. Af framan- sögðu er ljóst, að verkefni lyfja- fræðinga eru ærin og fara vax- andi, þar sem þeir eru alltaf síð- asti hlekkurinn í dreifingu lyfja til almennings. Auk starfsemi þeirra við framleiðslu lyfja og lyfjaforma ber þeim einnig það hlutverk að tryggja rétta og sem árangursríkasta notkun lyfja, hvort sem þeim er ávísað með lyfseðli eða þeim er dreift án lyf- seðils. Hætta er á, að þegar almenn- ingur fær greiðari aðgang að lyfj- um, sem lyfjaframleiðendur munu óspart stuðla að, verði farið að líta á þau sem almenna verslunarvöru. ( þessu liggur að mínu mati veru- leg hætta, sem nauðsynlegt er að bregðast við í tíma með hvers kon- ar upplýsingastarfsemi vegna þess, að almenningur veit lítið um lyf, en notar þau mikið. Með upp- lýsingastarfsemi á ég ekki við „statistikk", heldur raunverulegar upplýsingar um þá gagnsemi, sem hægt er að hafa af lyfjum, þegar þau eru notuð á réttan hátt og þá hættu, sem af þeim getur stafað, ef þau eru misnotuð. Allar áreið- anlegar upplýsingar um lyf fyrir almenning eru því nauðsynlegar og ber að fagna þeim. Nýlega hafa tveir ungir lyfja- fræðingar, Finnbogi Rútur Hálf- dánarson og Guðrún Edda Guð- mundsdóttir, bætt myndarlega við í þessum efnum, þar sem þau hafa tekið sig til og þýtt bók, sem á frummálinu heitir Medicinskabet, eftir danska lækninn og lyfja- fræðinginn Niels Björndal. Þessi bók kom fyrst út í Danmörku árið 1977 og hét þá Lægemidler i hverdagen og á síðast liðnu ári kom fimmta endurskoðaða útgáfa hennar á markað. Útgefandi bók- arinnar hér á landi er ísafoldar- prentsmiðja hf. Það er ekki að undra, að bók þessi hefur átt miklum vinsældum að fagna í Danmörku, þar sem hún er mjög aðgengileg og auðlesin og þannig upp byggð, að auðvelt er að átta sig á hvar skuli leita að upp- lýsingum um lyf og lyfjaflokka. Þeim er raðað eftir svokölluðu ATC kerfi, en það er uppbyggt í meginatriðum með hliðsjón af þeim stað í Iíkamanum, sem lyfin verka einkum á, t.d. æðavíkkandi lyf, hægðalyf. Stundum er lyfjum þó raðað eftir efnafræðilegri flokkun svo sem amfetamínlyf, penicillínlyf eða að einstaka lyfi er lýst sem slíku, t.d. pentazócín. Aftast í bókinni er atriðaskrá, sem auðveldar staðsetningu þess, sem leitað er í bókinni. I meginatriðum eru einstakar greinar þannig upp byggðar, að fyrst er gerð almenn grein fyrir þeim lyfjaflokki, sem ætlun er að lýsa, en síðan er gerð grein fyrir því notagildi, sem viðkomandi efnasamband hefur og hvaða aukaverkanir það getur haft og að lokum eru heiti þeirra lyfjaforma, sem viðkomandi efnasamband hefur og hvaða aukaverkanir það getur haft og að lokum eru heiti þeirra lyfjaforma, sem viðkom- andi efnasamband er í. Þessi heiti eru venjulega skráð bæði samheiti og sérheiti. Með þessum upplýs- ingum eiga leikmenn að geta áttað sig á eiginleikum þeirra lyfja, sem þeir þurfa að nota hvort sem þeim er ávísað á lyfseðli eða þeirra er aflað án lyfseðils. Stundum er greint frá uppruna og sögulegri þróun lyfja, sem eyk- ur gildi bókarinnar og gerir hana skemmtilega aflestrar. Til dæmis að taka má nefna fúkkalyfið link- ómycín, sem sveppurinn Strepto- myces lincolnensis gefur frá sér. Hann er nefndur eftir fundar- staðnum, Lincoln í Nebraska. Óhætt er að fullyrða, að mjög Vilhjálmur G. Skúlason „Verkefni lyfjafræðinga eru ærin og fara vax- andi, þar sem þeir eru alltaf síðasti hlekkurinn í dreifingu lyfja til al- mennings.“ vandasamt er að semja eða þýða bækur um lyfjafræði á íslensku, þar sem góðra fagorða er oft vant. Við fljótlega athugun sýnist mér þó, að þýðendum hafi tekist að gera verkinu mjög góð skil og að bókin sé hin læsilegasta fyrir leika og lærða. Þó get ég ekki látið hjá líða að benda á, að Morfeus (sem morfín er nefnt eftir) var ekki guð svefnsins í goðafræði Grikkja heldur guð drauma. Svefnguð var Hypnos faðir Morfe- usar og er nafn hans notað í orð- inu hypnotika, sem merkir svefn- lyf. Ennfremur er ég ekki sáttur við notkun orðskrípisins eiturlyf, enda þótt það sé mikið notað í ís- lensku máli. Þá er venja að kalla smitsjúkdóminn . . trypanosomiasis svefnsýki, en aftur á móti er narco- lepsia venjulega þýtt með orðinu skyndimók á íslensku. Þessar athugasemdir eru smá- vægilegar og koma að lítilli sök þar sem fagorð eða tækniorð er í mörgum tilvikum haft innan sviga. Aðalatriðið er, að þeim Finnboga Rúti og Guðrúnu Eddu hefur tekist að þýða þessa ágætu bók með prýði og stuðla þannig að þekkingu almennings á lyfjum, sem ekki er aðeins æskilegt heldur beinlínis bráðnauðsynlegt. Er með góðri samvisku hægt að mæla ein- dregið með þessari ágætu bók við alla þá, sem vilja leita sér upplýs- inga í því skyni að nota lyf ávallt á réttan hátt og í þeirri fullvissu að hún muni sjaldan bregðast þeim. Höfundur er prófessor í lyfjmefna- fræði rið Hískóla íslmnds. I ENQUIRER FÆST VÍÐA ARTHRITI kemur út vikulega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.