Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9.JÚLÍ1985
23
stóð að stofnun Dýraverndunarfé-
lags íslands. Templararnir Jónas
Guðmundsson og Guðmundur Jó-
hannsson hjálpuðu Guðna Þór
Ásgeirssyni að koma fótum undir
AA-samtökin og þannig hefur
reglan alltaf haft forystu á öllum
sviðum bindindismála og barist
fyrir hinum ýmsu menningarmál-
um og þar hafa verið starfandi
ferðafélög, leikfélög og söngfélög.
Það sem ber hæst í starfi Góð-
templarareglunnar i dag er öflugt
starf til að koma í veg fyrir enn
frekari útbreiðslu vímuefna eins
og t.d. með því að halda uppi heil-
brigðum og hollum lífsviðhorfum
t.d. með hollri útivist og hefur til
þess verið byggð upp góð sumar-
vistaraðstaða í Galtalæk þar sem
hafa verið haldin bindindismót
síðan 1%7 er áður voru haldin á
Húsafelli.
Stúkurnar voru frá upphafi góð-
ur skóli alþýðunnar. Þær voru
leiðarstjarna margra bæði kvenna
og karla sem leiðst hafa út á hinn
hála ís ofdrykkjunnar. Fólkið sem
stofnaði stúkurnar hafði fæst not-
ið langrar skólagöngu en það hafði
Ólafur Rosenkranz
öðlast þekkingu og reynslu í þeim
skóla sem er æðri öðrum skólum,
skóla lífsins sjálfs. Á fimmtán ára
afmæli stúkunnar Verðandi flutti
Indriði Einarsson minni Góð-
templarareglunnar og sagði meðal
annars: „Þegar litið er yfir farinn
veg stúkunnar Verðandi fyrstu
fimmtán árin sem hún starfaði
undrumst við hve starf frumherj-
anna var þróttmikið og verkin
tala. Að baki hinu mikla starfi i
stúkunum stóðu brennandi hug-
sjónamenn, karlar og konur, og
fólkið sem stóð utan við Regluna
hreifst af hinum mikla eldmóði og
krafti starfsins og gekk i stúkuna.
Hún veitti bæði ánægju og gleði
og styrk sem hinir góðu bræður og
systur voru ávallt reiðubúin að
veita."
Pétur Zóphaniasson flutti ræðu
á 3000. fundi stúkunnar Verðandi
1943 og sagði þá meðal annars um
templara: „Það er ekki löggjaf-
arstarfið, ekki fræðslan, sem gerir
að þeir sækja fundi og rækja starf
sitt svo vel. Það er trúin, það er
kærleikurinn. Þeir finna að oss
mönnunum ber skylda til að reyna
að hjálpa öðrum, reyna að fá þá til
að ganga þá götu sem til Guðs
leiðir. Þetta gefur oss þrekið. Oss
templurum ber að halda áfram,
við eigum að rétta hendina til
hjálpar, og það þótt hún sé lítils-
virt. Oss ber að reyna að græða
sárin sem áfengisnautnin skapar
og við viljum vinna að því, að
þjóðin vitkist og þroskist, svo að
áfengisdrykkja hverfi með öllu. Þá
er mesta mein þjóðarinnar horf-
ið.“ Reynsla hundrað ára sýnir að
vandræði og böl vegna vímuefna
stendur í föstu sambandi við al-
menna bindindissemi eða almennt
bindindisleysi í landinu. Það er al-
menningsálitið og almennir hætt-
ir sem máli skipta. Sé vímuefnan-
eysla almenn er árangurinn eftir
því. Leiðin til sigurs er sú ein að
minnka neysluna, því er rökrétt að
þeir sem þetta vita bindist sam-
tökum um að hafna vímuefnum og
hafa þau ekki um hönd.
Ilöíundur er stórriurí Stórstúku
íslands.
Fyrsta einkaflugvélin frá
Vesturlöndum til Moskvu
millilenti í Reykjavík
Morgunblaöiö/PPJ
Dr. Millard Harmon, einkaflugmaður og fyrrum skólastjóri, t.v., við flugvel
sína á Reykjavkurflugvelli eftir velheppnaða ferð til Moskvu. Með honum er
Stephen Honeybill sem sá um að kvikmynda meginhluta ferðarinnar og
skrásetja öll hugsanleg hraðamet sem sett voru á leiðinni.
— eftir Pétur Johnson
Um kvöldmatarleytið fyrri
sunnudag lenti á Reykjavíkur-
flugvelli smáflugvél af gerðinni
Beechcraft A36 Bonanza, sem var
á leið vestur um haf til Bandaríkj-
anna. Það er nú yfirleitt ekki í
frásögur færandi að smáflugvél
lendi hér en í þessu tilviki var um
merkilegt flug að ræða, þar sem
hér var á ferðinni fyrsta einka-
flugvélin frá vesturlöndum til að
fljúga til Moskvu. Flugmaður og
eigandi vélarinnar, dr. Millard
Harmon, sagði þessa ferð framlag
sitt í þágu heimsfriðar og til að
auka vináttutengsl milli þjóða
heims. Aðspurður sagðist Harmon
hafa verið að undirbúa þessa ferð
sl. tvö ár og kostnaður við ferðina
væri um sjötíu þúsund banda-
ríkjadalir.
Harmon lagði af stað i þessa
ferð þann 12. júní sl. frá Dayton í
Ohio-fylki, sem var heimabær
Wright-bræðra, en hann vildi
tengja minningu þeirra við þetta
flug. Hafði hann m.a. meðferðis
minningarspjöld frá borgarstjór-
anum i Dayton, sem hann átti að
afhenda borgarstjóra Moskvu sem
vináttutákn. Einnig var hann með
endurprentun af málverki af
fyrsta flugi Wright-bræðra, sem
var árituð af tveimur afkomend-
um þeirra og var mynd þessi gjöf
til Flugmálafélags Sovétríkjanna
frá flugsögusafni Dayton. Farþegi
með dr. Harmon var Stephen
Honeybill, en hann er framleið-
andi sjónvarpsþátta fyrir sjón-
varpsstöð í New York-fylki og
festi hann ferðalag þeirra félaga á
filmu. Jafnframt var Honeybill
fulltrúi bandaríska flugmálafé-
lagsins í ferðinni og sá hann um
að skrá öll met, sem sett voru í
ferðinni, en þau voru æðimörg.
Leið þeirra félaga lá frá Banda-
ríkjunum um Kanada .og Græn-
land til Reykjavíkur, en héðan
fóru þeir þann 15. júní til Oslóar
og Helsinki.
Við komuna til Helsinki endur-
nýjaði dr. Harmon flugleyfis-
beiðni, sem fyrst var lögð fram í
nóvember á sl. ári og ítrekuð aftur
í mái í vor. Frekar voru finnskir
flugumferðarstjórnarmenn van-
trúaðir á að leyfi yrði veitt fyrir
lokaáfanga ferðalagsins og urðu
meira en lítið undrandi þegar leyf-
ið barst frá Moskvu. Að morgni 18.
júní var svo sovéskur siglinga-
fræðingur að nafni Vladislov
Zakharov mættur á Helsinki-flug-
velli á tilsettum tíma, en hann átti
að vera leiðsögumaður Harmons
til og frá Moskvu. Flugferðin til
Moskvu gekk að óskum og þegar
lent var þar eftir um það bil
þriggja klukkustunda flug dreif
múg og margmenni að vélinni.
Allir voru brosandi, að sögn dr.
Harmons, og vildu klappa fyrstu
erlendu einkaflugvél sem þeir
höfðu séð og allir vildu heilsa flug-
manninum með handabandi, her-
menn, flugvallarstarfsmenn og
aðrir nærstaddir. Þegar móttöku-
athöfninni var að ljúka komu
menn frá útlendingaeftirlitinu og
vildu skoða vegabréf Harmons og
vegabréfsáritun, en þá kátnaði
gamanið því vegabréfsáritun hafði
hann ekki meðferðis. Þannig var
að vegabréfsáritunum hafði ekki
borist honum til Helsinki í tæka
tíð fyrir brottförina þaðan og var
honum sagt að hún væri á leiðinni.
Félagi hans, Honeybill, varð eftir í
Helsinki og ætlaði að koma með
vegabréfsáritanir þeirra beggja
með næstu áætlunarflugvél. En
kerfið brást og dr. Harmon varð
að þiggja gistingu Sovétmanna í
einskonar fangelsishóteli þar á
flugvellinum meðan athugað var
hvernig málum var háttað. í fjóra
daga varð hann að dúsa í prísund-
inni, en ekki kvartaði hann yfir
verunni þar. Herbergi hans var
hreint og sömuleiðis rúmföt og
starfsfólk vingjarnlegt. Þegar á
leið fékk hann tækifæri til þess að
hringja og voru m.a. tekin við
hann fjögur blaðaviðtöl á einum
degi í gegnum símann. Ennfremur
átti hann viðtal við frægasta
fréttamann Sovétríkjanna. Vlad-
imir Pozner, sem lýsti undrun
sinni yfir meðferðinni á Harmon.
Stuttu síðar var komið til hans og
sagt að hann mætti nú fara aftur
frá Moskvu og var farið með
Harmon aftur til flugvallarins.
Þar beið siglingafræðingurinn
Zakharov og ljósmyndari frá AP-
fréttastofunni, en það þykir
undravert að vestrænn ljósmynd-
ari skuli fá leyfi til að taka myndir
á sovéskum flugvelli. Flugu þeir
félagar nú aftur til Helsinki þar
sem Honeybill beið þeirra, en
vegabréfsáritanir komu hvergi
fram. Frá Helsinki flugu Harmon
og Honeybill síðan til Birming-
ham í Englandi og þaðan hingað
til Reykjavíkur þar sem þeir höfðu
næturdvöl.
Millard Harmon, sem er fyrr-
verandi skólastjóri, er mjög
áhugasamur einkaflugmaður og
átti 28 heimsmet í hraðflugi milli
staða í alþjóðaflokki C.lc, sem
fyrir einshreyfils-smáflugvélar
allt að 1.750 kg. að þyngd áður en
hann lagði upp í þessa ferð og
reiknaði hann með að hann hafi
sett um 30 ný heimsmet í
Moskvu-ferðalaginu.
Stórlækkað verð
Höfum nú stórlækkað verð á okkar
PÚSTKERFUM
Meira að segja ál-séruðu kerfin
okkar höfum við lækkað niður
fyrir þá sem smíða pústkerfi úr
svörtu járni.
Lækkunin gildir út júlímánuð til
að byrja með.
V
Pústkerfin okkar
endast 70—80% lengur
i
t
D
D
D
D