Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 29

Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 29 Stjómarherinn í Afganistan; Setur sprengjur í barnaleikföng Bonn, Vestur-I>ýskalnndi. AÐ SÖGN vestur-þýsks sérfrsðings í málum Afganistan, er her Sovét- manna þar í landi farinn að koma fyrir sprengjum í barnaleikfongum í baráttu sinni við frelsissveitirnar. Jurgen Todenhöfer, sem situr í utanrikismálanefnd þingsins fyrir hönd Kristilega Demókrata- flokkinn í Vestur-Þýskalandi, sagði að hann hefði fengið stað- fest að Sovétmenn kæmu sprengjunum fyrir í leikföngum og væri sprengjunum beint að al- menningi í Afganistan. Todenhöfer sagði að félagar í frelsissveitum Afgana hafi oft fengið gistingu og fæði hjá óbreyttum borgurum og sveita- fólki í landinu og væri stjórnar- herinn nú að hefna fyrir greiða- semi fólksins við frelsissveitirn- ar. Todenhöfer sagði að „töluverð- ur“ fjöldi barna hefði nú þegar látið lífið af völdum leiktækja- sprengjanna, en sagðist ekki hafa tölu yfir fórnarlömbin á reiðum höndum. Hinar fólsuðu „dagbækur Hitlers“: Kujau og Heidemann fá fangelsisdóma Mamborg, 8. julí. AP. DÓMSTÓLL í Hamborg I Vestur-Þýskalandi fann í dag þrjá menn seka um, að hafa falsað hinar svonefndu „dagbækur Hitlers" og selt þær tímaritinu Stera á fólskum forsendum fyrir 9,3 milljónir marka (jafnvirði rúmlega 127 milljóna íslenskra króna). Þá var vinstúlka Kujau, Edith Lieblang, dæmd í átta mánaða fangelsi fyrir samstarf við falsar- ann. Kujau sagði fréttamönnum í morgun að hann væri búinn að semja 340 síðna bók um fölsun- arstarf sitt, sem héti Ég var Hitl- er og kvaðst hann vonast til að geta fengið hana gefna út innan skamms. Heidemann sagði við fréttamenn áður en dómurinn var kveðinn upp, að hann vonaðist til að rétturinn hefði „hugrekki til að sýkna" sig, eins og hann komst að orði. Hann kvaðst hafa selt dagbækurnar í góðri trú, hann hefði ekki vitað að þær væru fals- aðar. Konrad Kujau, sem játað hefur að hafa falsað dagbækurnar, sem voru 60 að tölu, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og Gerd Heidemann, blaðamaður á Stern, sem kom bókunum á fram- færi við tímaritið, var dæmdur í fjögurra ára og átta mánaða fangelsi. Báðir hyggjast þeir áfrýja dómnum. Mesti veiði- þjófnaður sögunnar AP/Slmamynd BERLÍNARMÚRINN STYRKTUR Þessa dagana er verið að gera endurbætur á Berlínarmúrnum og hækka hann. Miðar verkið að því að draga úr möguleikum fólks á að flýja ófrelsið í Austur-Þýskalandi. Á myndinni, sem tekin er í Wedding-hverfinu í Vestur-Berlín, sést í bifreið landamæravarðar fyrir innan gaddavírsgirðingu, sem er utan múrsins, og fyrir innan múrinn sést í tjöld verkamannanna, sem vinna að því að endurbæta hann. He fndarr áðsta fanir gegn Union Carbide Svdrn-,. Astraliu, 8. júlí. AP. HÓPUR ANDSTÆÐINGA kjarnorkuvopna hefur lýst ábyrgð á sprengju sem sprakk fyrir utan verksmiðju Union Carbide I Sydney í síðustu viku á hendur sér. Segir hópurinn sprenginguna vera hefnd fyrir slysið sem varð í verk- smiðju fyrirtækisins I Bhopal á Indlandi í desember I fyrra. Þar fórust um 2000 manns af völdum eiturgass sem lak frá verksmiðjunni. Hópurinn, sem er nýr af nálinni og kallar sig „Sigurvegara friðar- ins“, segir að slysið á Indlandi hafi verið fjöldamorð og sprengjan í Sydney sé aðeins byrjunin á hefndaraðgerðum hópsins. Engin slys urðu á mönnum I sprengingunni í síðustu viku og olli hún ekki miklum skemmdum á verksmiðjunni. Hópurinn sagði að sprengingin hefði verið mjög „vinaleg" miðað við þá sem varð á Indlandi. Hópurinn segist berjast fyrir kjarnorkulausu og hreinu Kyrra- hafi og segir að eina leiðin til þess að fá áheyrn hjá kjarnorkuveldun- um sé að beita ofbeldi. Hann fer fram á að Bandaríkjamenn taki burtu allt sitt lið í Ástralíu og stórfyrirtæki þeirra verði lögð niður. „Við munum ekki hika við að drepa ef það reynist nauðsyn- legt,“ sagði í bréfi frá hópnum. Sovétríkin: Hreinsanir halda áfram OhIó. 8. jílí. Frí fréturiuni MorgunblaóHÍiw, J. K Laure. MESTI veiðiþjófnaður, sem vitað er um í Noregi, varð í Raumadal fyrir nokkru. Um 150 tonnum af eldislaxi, meira en 50.000 fiskum að verðmæti um 9 millj. n.kr. (um 43 millj. ísl. króna) var stolið frá fyrirtækinu Eyjalax í Misund. Þessi gífurlegi þjófnaður upp- götvaðist fyrst fyrir nokkrum dög- um. Er það skoðun eigandans, að ekki geti öðrum verið til að dreifa en atvinnuþjófum, sem hafi geng- ið mjög hratt til verks. Margt bendir til þess, að fyrirtækið verði gjaldþrota, ef laxinn finnst ekki — dauður eða lifandi. Vloskvu, 7. júlí. AP. SKÝRT var frá því í Tass, hinni opinberu sovésku fréttastofu um helgina, að ráðherrann Nikolai N. Tarasov, sem fór með málefni smáiðnaðarins, hefði verið vikið úr starfi. Við ráðherraembætti hans tekur Vladimir G. Kluyev. Af hálfu hins opinbera var sagt frá mannabreytingunum á þá lund að Tarasov hefði verið „veitt lausn frá embætti", enda hefði hann komist á eftirlaun innan skamms. Er þetta liður í hreinsunum sovéskra stjórnvalda, en sl. laug- ardag var Ivan P. Kazanets ráð- herra járn- og stálvinnslunnar látinn vikja. Brottvikning Tarasovs siglir í kjölfar gagnrýni á smáiðnaðinn, en Gorbachev aðalleiðtogi kommúnistaflokksins hefur lof- að því að koma á auknu gæðaeft- irliti með neysluvöru. Samkvæmt frétt Tass hefur Kluyev verið framkvæmdastjóri fyrirtækis í vefnaðariðnaði í Iva- novo-héraði norðaustan af Moskvu. Hann varð flokksleið- togi í þessu héraði árið 1972. — — TILBUIN MALTIÐ! Fiskbollur í tómat- og karrísósu með kartöflum. Þú hitar innihaldið í potti í 3-5 mínútur, og máltíðin er tilbúin. Tilvalið í ferðalagið, sumar- bústaðinn og hvar sem er. Fæst í næstu matvöruverslun. NNAR UR— NYRRI ÝSU Þú opnar dósoggæóin komaíljós!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.